Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, ræðir við kínverska ráðamenn í Peking Itreka kröfu um að árásum liimi GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hitti í gær ráðamenn í Peking og baðst afsökunar á því að sprengjur Atlantshafsbandalagsins skyldu hafa lent á kínverska sendi- ráðinu í Belgrad. Sagði Schröder Kínverja hins vegar ekki hafa viljað ræða nein friðaráform fyrir Kosovo fyrr en loftárásunum á Júgóslavíu hefur verið hætt. Schröder, sem var í eins dags vinnuheimsókn í Peking, hitti Zhu Rongji forsætisráðherra, Tang Ji- axuan utanríkisráðherra og Jiang Zemin forseta. Hann sagðist á fréttamannafundi hafa beðizt afsök- unar fyrir hönd Þýzkalands og NATO, en viðmælendur hans hafi haldið fast við þá kröfu, að bandalag- ið hætti árásum sínum á Júgóslavíu áður en Kínastjórn tæki tO greina að styðja einhverja friðaráætlun fyrir Kosovo-hérað. Kanzlarinn sagðist hafa haldið til Kína í því skyni að reyna að telja kínverska ráðamenn á að taka upp- byggilegan þátt í að stuðla að frið- samlegri lausn Kosovo-deilunnar. Heimsókn Schröders átti upp- runalega að vera fjögurra daga opin- ber heimsókn, með stórri viðskipta- sendinefnd með í för, en vegna reiði SKRIN með ösku þeirra, sem létust í árásinni sem NATO gerði fyrir mistök á sendiráð Kína í Belgrad, eru hér borin frá borði á flugvellinum í Peking í gær, að viðstöddum fjölda syrgjenda. Kínverja yfir sendiráðsárásinni sl. föstudagskvöld var hún minnkuð niður í eins dags vinnuheimsókn kanzlarans eins. Jarðneskar leifar kínversku blaða- mannanna þriggja, sem létu lífið í sendiráðsárásinni, voru fluttar til Kína í gær. Skrínin með ösku þeirra voru bornar að viðstöddum miklum fjölda syrgjenda frá borði flugvélar- innar sem sótti þau og hina 20 sem slösuðust í árásinni til Belgrad, á al- þjóðaflugvellinum í Peking og þorri þjóðarinnar fylgdist með í beinni sjónvarpsútsendingu. Stjómvöld gerðu að þessu sinni viðeigandi ráð- stafanir til að önnur eins fjöldamót- mæli upphæfust ekki við þetta tæki- færi eins og gerðist strax eftir árás- ina. Her og lögregla stóð vörð um sendiráðsbyggingar Bandaríkjanna og Bretlands í Peking, sem urðu illa úti í heiftúðugum mótmælaaðgerð- um sem stóðu fram yfir helgina. ER MAFW BAKKAPLONTURI MIKLU ÚRVALI MOLTA íLAUSU OG í30L. PK. HÚSDÝRAÁBURÐUR íLAUSU Fundur stærstu viðskiptavelda heims Kína fái inn- göngu í WTO á þessu ári Tókýó. AFP. FULLTRUAR fjögurra helztu við- skiptavelda heimsins urðu í gær ásáttir um að mæla með því að Kína fengi fulla aðild að Heimsviðskipta- stofnuninni (WTO) á þessu ári og að Kínverjar taki þátt í næstu lotu samningaviðræðna um alþjóðavið- skipti. Af inngöngu Kína í WTO virð- ist þó ekki geta orðið vandkvæða- laust og er allt útlit fyrir að Kína- stjórnar bíði veruleg vinna við að að- laga stjóm- og efnahagskerfið eigi af aðildinni að verða. Innganga Kína í WTO var efst á dagskránni á fundi viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, Japans og Kanada og fulltrúa framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB) í Tókýó. Lýstu fjórmenningamir því yfir að þeir hörmuðu mjög árásina sem Atlantshafsbandalagið gerði fyrir mistök á kínverska sendiráðið í Belgrad, en stóðu fast á því að árásin yrði ekki til þess að spilla fyrir und- irbúningi WTO-aðildar Kína. I sameiginlegri yfirlýsingu sögðu ráðherramir að þeir myndu leggja allt kapp á að samkomulag um aðild- ina yrði í höfn fyrir ráðherrafund WTO sem hefst í Seattle hinn 30. nóvember nk. Ekkert samkomulag um nýjan yíírmann WTO En þessir fjórn- aðilar, sem standa fyrir tvo þriðju hluta allra heimsvið- skipta, virtust ekki mjakast neitt nær lausn deilunnar um val nýs yfirmanns WTO, sem hefur verið „höfuðlaus" frá því í lok apríl. Né heldur virtist í sjónmáli lausn á harðri deilu Banda- ríkjamanna og ESB um innflutning bandarísks hormónakjöts. Frestur sem WTO gaf ESB til að aflétta tíu ára gömlu banni við innflutningi kjöts af nautgripum sem aldir hafa verið með hormónalyfjum, rennur út í dag, 13. maí. Verði banninu ekki aflétt má ESB eiga von á að Bandaríkin grípi til refsiaðgerða. Charlene Barshef- sky, viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna, ítrekaði þetta á fundinum. Barshefsky átti tveggja daga við- ræður við starfsbræður sína frá Jap- an, Kaoru Yosano, og frá Kanada, Sergio Marchi, auk Sir Leon Britt- ans, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn ESB og er vara- forseti hennar. Fái Kína inngöngu í WTO á árinu taka Kínverjar þátt í næstu lotu al- þjóðaviðræðna um heimsviðskipti, sem á að hefjast á Seattle-fundinum í haust. Gert er ráð fyrir að þessi lota, kölluð „aldamótalotan“, standi yfír í um þrjú ár. Þetta verða fyrstu alhliða viðræðurnar um tilhögun heimsviðskipta frá því „Úrúgvæ- lotu“ GATT-viðræðnanna lauk loks árið 1994, eftir átta ára þref. Þurfa að taka sig á Barshefsky sagði Kínverja munu þurfa að taka sig verulega á á mörg- um sviðum ef þeim á að takast að ná því takmarki að komast í WTO á ár- inu. „Innganga Kína er einstök, ekki eingöngu vegna stærðar og efna- hagsmáttar landsins, heldur einnig vegna þeirra margslungnu viðskipta- hindrana sem skarast á margan hátt, hinnar veiku stöðu réttarríkis í Kína og skortsins á gegnsæi í stjómkerfí viðskiptalífsins þar,“ sagði hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.