Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR s A sýningu Daggar Guð- mundsdóttur hönnuðar, sem opnuð verður í Stuðlakoti á laugardag, getur að líta svipmynd- ir af íslensku landslagi í munum, sköpuðum er- lendis, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði af. JÖKULHLAUP og eldgos, stuðlaberg og aðrir íslensk- ir landslagsþættir skila sér í hönnuninni, þó hún sé unnin á Italíu og í Danmörku - eða kannski einmitt þess vega. Heimahagarnir verða skýrari og myndin skarpari, þegar hún er séð úr fjarlægð, eins og Dögg Guðmundsdóttir gert. Hún var í fjögur ár við nám í hönnun í „Istituto europeo di design“ í Mílanó og lauk námi þar 1996. Nú er hún gestanemandi við „Dan- marks Design" skólann í Kaup- mannahöfn. A sýningunni, sem opnar í Stöðlakoti að Bókhlöðu- stíg 6 í dag, sýnir Dögg gripi, sem hún hefur unnið undanfarin ár. Gripi, sem þegar hafa vakið at- hygli framleiðenda. Meðal annars hefur Dögg gert samning við sænsku húsgagnakeðjuna Ikea um að hanna fyrir þá hluti og fleiri aðilar eru með það í athugun að framleiða hluti hennar. Járn og bylgjandi gler Italski skólinn er mjög fræðileg- ur, það vantar að við vinnum með efni“ segir Dögg og það er skýring- in á því að hún er í Höfn að vinna á skólanum þar. Efni hennar er gler, sem hún hefur haft áhuga á lengi. Fjrrst var hún á námskeiði í Islenskt landslag í stflfærðum tökum Morgunblaðið/Golli DÖGG Guðmundsdóttir hönnuður með eitt af sköpunarverkum sínum, vasa úr gleri og jámi. Reykjavík og það varð til þess að hana langaði að kynnast glerinu frekar og vinna með það.Leiðin lá til Ítalíu því Dögg hafði hug á að læra ítölsku. Hún var því fyrst einn vetur í Flórens til að ná tök- um á málinu, áður en fór á hönnunarskólann í Mílanó. Glerið hefur Dögg meðal annars notað í borðlampa, þar sem glerplötur eru felldar saman og ljósgafinn settur inn í. Auk glers koma ýmis önnur efni við sögu í hönnun Daggar, meðal annars jám, sem hún teflir saman við glerið á sér- stakan hátt. Glerið eins og bólgnar út úr þröngum formum járn- sins í afar sérstökum vösum. I vegglömpum eru plastblöð, fest með segulstálhnöppum, svo hægt er að breyta fonninu og láta blöðin bylgjast um ljósgjafann. „Hugmyndin að þessum hlutum kviknaði, þegar það fór að gjósa í Vatnajökli," segir Dögg. Stuðlabergi skýtur upp í öðrum lömpum, sem eru eins og glerpípur, bæði útfærðir sem borðlampar og loftljós. í kertastjökum bregður fyrir gleri, sem minnir á ís. í fómm sínum á Dögg einnig teikningu af nýstárlegri útgáfu af ölglasi, sem minnir á víkingahorn, en hvemig það mun þróast er ekki enn orðið ljóst. „Það er erfitt að þvo það eins og það er,“ segir Dögg. Það er að mörgu að huga í hönnun. Notagildið verður að vera jafn tryggt og skemmtilegt útlit og gripurinn að virka vel í notkun. „Fólk líkist yfirleitt landsiaginu" Eftir dvölina á Italíu segist Dögg hafa verið búin að fá nóg af því að vera útlendingur. „I Danmörku er ég meira eins og ein úr hópnum, það sést ekki á mér að ég er út- lendingur," segir Dögg. „En núna gæti ég alveg hugsað mér að fara aftur til Italíu. Það var kúltúrsjokk að koma til Danmerkur. Italir era líkari okkur, Danir líkjast danska landslaginu meir. Fólk líkist yfir- leitt landslaginu. En það er gott að vera hér og það er stutt héðan til íslands.“ Starfsaðstæður á Italíu og í Dan- mörku era einnig ólíkar að sögn Daggar. „Það er auðvelt að fá vinnu á Italíu, en maður fær engin laun. Það tekur tíma að fá þau,“ segir hún. „Það tekur reyndar líka tíma hér að koma sér fyrir í faginu. Það má reikna með því að það taki fimm ár að geta lifað af hönnuninni. En það er auðveldara að koma sér áfram hér. Fólk tekur sig saman og kemur sér upp vinnustofu. A Italíu era það þeir eldri, sem eiga fagið.“ Draumurinn að hafa verkefni um allan heim I upphafi var öll hönnun Ikea nafnlaus, hönnuð í íyrirtækinu og reyndar oft af stofnandanum sjálf- um, Ivar Kamprad. Undanfarin ár hefur Ikea gjörbreytt um stefnu og nú komin með húsgögn og muni, sem hannaðir era af nafnkunnum hönnuðum. Dögg segist hafa sent þeim flöskupóst, reyndar ekki með því að kasta flöskunni í sjóinn, heldur sent þeim bréf í flösku. Hvort sem það var hugmyndaríkur frágang- ur bréfsins, eða áhugaverð tilboð þá fékk hún boð um að koma í samtal í höfuðstöðvarnar í Álm- hult. Upp úr þeim fundi fékk hún samning, en en þeir era með möppu frá Dögg, sem þeir era að velja úr. „Eg hef lært af reynslunni að senda ekki neitt fyrr en ég er komin með samning," segir hún. Hefur þegar brennt sig á að það er betra að sýna ekki of mikið fyrir- fram. I Höfn starfar hún með hópi hönnuða, Globus, sem sýna saman. I haust mun hún sýna með hópnum stól, sem hún kallar „Væng“, því form hans tekur mið af væng. Ann- an stól, sem hún kallar „Seta“ hef- ur hún hannað með þarfir gamals fólks í huga. „Hugmyndin að honum er sótt til rækjunnar, hvernig skelin á henni er samsett," segir Dögg. Enn era ýmis tæknileg atriði óleyst, en hún vonast til að geta þróað stólinn áfram. Stóllinn var lokaverkefni hennar í Mílanó og hefur þegar vakið athygli, því ítalska hönnunarblaðið „Design Diffusion News birti myndir af honum, þegar Dögg sýndi hann á skólasýningu í Mílanó. Stóllinn var þá eina myndin frá sýningu skól- ans. Um framtíðina segir Dögg erfitt að segja. „Nú er ég komin í lausa- mennsku hjá Ikea og ég vildi gjaman fá fleiri slíka samninga. Þá gæti ég líka búið hvar sem væri og það hentaði mér vel.“ Óformlegt í Hallgrímskirkju FLÆÐI eftir Björgu Þorsteinsdóttur í Hallgrímskirkju. MY]\DLIST Hallgrfmskirkja MÁLVERK BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Opið frá 12-18. Til maíloka. GESTUR Listvinafélags Hall- grímskirkju að þessu sinni er Björg Þorsteinsdóttir. Til sýnis eru sex málverk, sem öll era mál- uð á þessu ári, nema eitt sem er frá 1995. Björg ætti að vera myndlistaráhugafólki að góðu kunn, enda spannar sýningarferill hennar hátt í þrjátíu ár. Þessi sýning er einkasýning, a.m.k. að nafninu til, en það er umhugsun- arefni hvort hún gefi tilefni til sérstakrar umfjöllunar um list Bjargar. Hér er frekar um list- kynningu að ræða, þar sem að- stæður setja skorður við val og upphengingu á verkum, og varla sanngjarnt að gefa sýningunni eitthvert sérstakt vægi í sam- hengi við feril hennar. Það úrval verka sem er á sýn- ingunni gefur ágæta hugmynd um stíl Bjargar. Stfllinn er skyldastur því sem á sjötta áratugnum var kallað lýrísk abstraksjón, en einnig nefnt „art informel" í París. Þetta lýsir sér sem óhlutbundnar myndir, sem verða til við frjálst og ómeðvitað hugarflug, en eiga sér yfirleitt einhvern innblástur úr náttúraupplifun. En málverk Bjargar era ekki óhlutbundin nema að vissu marki, því ýmsir hlutbundnir og efnisfastir eigin- leikar eru til staðar, t.d. dýpt, fjar- lægð og form, sem virðast fljóta um í móðu eða vatni. Litaval myndanna gefa enn frekar til kynna samspil vatns og ljóss, sem og titlar sumra myndanna, t.d. „Streymi", „Flæði“, og „Skin“. Aherslan á hið vatnskennda og flæði kemur einnig fram í efnis- notkun, því myndimar era málað- ar með akrýllitum og málað þunnt, þannig að áferðin verður sums staðar ekki ósvipuð og á vatnslita- myndum. Myndirnar eru ekki þess eðlis að þær leiði áhorfandann inn í af- markaðan hugarheim til íhugunar um tiltekið inntak, heldur eru þær frekar til þess fallnar að skapa andrúmsloft eða stemmningu, sem smitar út frá sér í umhverfið. Myndirnar era ekki ágengar, þvert á móti hörfa þær undan áhorfandanum. Því meira sem rýnt er í þær, því minna svara þær manni, og það verður erfíðara að nálgast þá upplifun, sem kann að hafa verið upphafleg kveikjan að þeim. „Ekkert“ í gylltum ramma tiallerf Fold MÁLVERK HARALDUR (HARRY) BILSON Til 16. maí. Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. Haraldur Bilson er mættur aft- ur í Gallerí Fold með 31 málverk undir yfirskriftinni „Aðeins eitt er víst: ekkert". Spurningin er hvort þessi þverstæðukennda yf- irlýsing sé framlag Bilsons til þekkingarfræði, eða varnarræða fyrir eigin myndlist. Hið síðar- nefnda er ekki ólíklegt, í ljósi þess að í sýningarskrá er að finna þá yfirlýsingu að myndefni hans sé „allt og ekkert, alls staðar og hvergi". Fyrir þá sem það ekki vita, þá er Bilson breskur, en móðir hans er íslensk. Hann hefur sýnt oftar en einu sinni áður hjá Galleríi Fold (ég er ekki viss um hversu oft), og eftir því sem mér hefur skilist á hann sér aðdáendur hér á landi. Það sem Bilson býður upp á era skrautlegar og gáskafullar mynd- lýsingar á ævintýraheimi, sem gætu allt eins átt heima sem myndskreyt- ingar í bamabókum. Til að gefa þeim svolítið listrænt yfirbragð era fyrirmyndir sóttar í smiðju meist- ara nútímalistar á fyrri hluta aldar- innar, t.d. Picasso og Chagall. Kól- umbíski málarinn Botero kemur einnig upp í hugann, þótt Biison hafi ekki eins útblásna sýn á mann- fólkið. Ekki get ég sagt að mynd- heimur Bilsons snerti mig, til þess er hann of grunnfærinn og of niikill tilbúningur. Myndefni og stflbrögð koma úr ýmsum áttum og blandast misjaínlega vel saman. Maðui- freistast til að bera Bilson saman við Karólínu Lárusdóttur, sem einnig starfar í Bretlandi og gerir fígúratívar mannamyndir, sem Fold hefur haft til sölu og höfðar líklega til sama markhóps. Hennar myndir era þó trúverðugri, á þann hátt, að þær era persónulegri og maður get- ur vel ímyndað sér að hún sæki sitt myndefni í eigið umhverfi og reynslu. Maður hefur hins vegar á tilfinningunni, að myndheimur Bil- sons sé fenginn úr öðrum myndum, ekki úr eigin reynslu. En eitt er þó alveg víst: ekki vantar rammana, og man ég í fljótu bragði ekki eftir að hafa séð jafn yfirdrifna innrömmun og ofgnótt gylltra trélista. Gunnar J. Árnason SUHARBÚBIR SKATA ÚLFUÓTSVATNI SUMARBUÐIH SKATA UI FI IOTSVATJNI VIKU UTILIFS- OG ÆVINTYRANAMSKEIÐ Innritun er hafin fyrir 6-16 ára í Skátahúsinu Snorrabraut 60 í síma 562 1390 (O o (0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.