Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Söngleikur um ABBA á West End Takk fyrir tonlistina Söngleikurinn Mamma mia, sem byggist á tónlist sænsku hljómsveitarinnar ABBA, er nú kominn á fjalirnar í London. Freysteinn Jdhannsson fór og hlustaði á gömlu, góðu ABBA-lögin í nýju umhverfí. NICOLAS Colicos sem Bill, Hildon McRae sem Sam og Paul Clarkson sem Harry. NAPÓLEON beið sinn ósigur við Waterloo, en við Wa- terloo hófst sigurganga ABBA, þegar hljómsveitin sigraði í söngvakeppni sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Brighton á Englandi fyr- ir aldarfjórðungi. Og nú eru ABBA- lögin, þó ekki Waterloo, uppistaðan í söngleik, sem sýndur er á sviði Pr- ince Edward Theatre í West End í London. Fjórmenningamir í ABBA, Agnetha Fáltskog, Anni-Frid Lyngstad, Benny Andersson og Bjom Ulvaeus sungu sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar með hverjum smellinum á fætur öðmm og þótt nú séu 18 ár síðan hljómsveitin hætti hafa rokkarnir aldrei þagnað og nú síðustu ár hafa lögin gengið í endur- nýjun vinsældanna. Pað má því segja að það sé vonum seinna að lögin rati á svið í West End. En það hefur ekki staðið á þeim, heldur leikgerðinni; Catherine Johnson höfundur henn- ar, er þriðja manneskjan, sem freist- ar þess að koma einhverri sögu við lögin, og sú fyrsta, sem klárar verk- efnið. g hvers konar leikgerð er það svo? Af öllum möguleikum gerist söngleikurinn á grískri eyju, þar sem Donna Sheridan (sem Siobhan McCarthy leikur), kaþólikki frá Norður-Englandi rekur gistihús. Dóttir hennar, Sophie (Lisa Stokke) stendur á tvítugu og er í þann mund að giftast Sky (Andrew Langtree), sem gafst upp á kauphöllinni í London og leitaði lífs til þessarar grísku eyju. Donna hefur boðið sín- um beztu vinkonum í brúðkaupið; þeim Tanya (Louise Plowright) og Rosie (Jenny Galloway), en saman nutu þær lífsins, rokksins og hassins á sjöunda áratugnum. En án vitund- ar móður sinnar hefur Sophie boðið til veizlunnar þremur mönnum. Hún laumaðist í dagbækur mömmunnar og komst að því, að árið, sem hún GENGIÐ upp að altarinu á West End. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup kom undir, átti Donna í ástarsam- böndum við þrjá menn, hvem á fæt- ur öðrum. Sophie, sem hefur alltaf langað til að kynnast fóður sínum, sér sér nú leik á borði. Eru því kvaddir á sviðið Englendingurinn Harry (Paul Clarkson), Skotinn Sam (Hilton McRae) og Bandaríkjamað- urinn Bill (Nicolas Colicos), því þótt Donna hafi leitað burt af ensku land- svæði, hefur hún ekki leitað ásta út fyrir enskt málsvæði. Víndur svo fram sögunni og hvert ABBA-lagið eftir annað er fléttað inn í söguþráðinn, eða hann spunnin utan um þau. Sophie vex upp úr foðurleitinni og gengur upp að altarinu á armi móður sinnar, en þegar þangað er komið, blæs hún brúðkaup sitt af. En þá hleypur mamma í skarðið svo prest- urinn fer ekki erindisleysu á sviðið. En Sophie og Sky eru hreint ekki skilin að skiptum, þeirra draumaland er ekki þama svo þau halda hönd í hönd út í buskann. Það liggur ekki í augum uppi af hverju Johnson velur söngleiknum grískt sögusvið. Reyndar er fátt grískt við sýninguna og enginn Grikki í sjónmáli, nema faðir Alex- andrios. Og er þó ekkert grískt í fari hans, nema ef vera skyldi föðurnafn- ið. Reyndar segir Rosie á einum stað, að framvindan sé mjög grísk og á þá við komu karlanna þriggja á sviðið og á nokkmm stöðum era skírskotanir til grískra minna, m.a. ber Ödipus á góma á gamansaman hátt. En kannski er þetta bara ein- hver brezk útópía; að menn finni ekki lífshamingjuna annars staðar en á grískri eyju. Fór ekki Sigrún Astrós til Grikklands til að finna sjálfstæði sitt? Og Donna segir; Eg er einstæð og ég er frjáls - reyndar er hún ekki lengur einstæð í lokin, en þau eru allavega á grískri eyju. Satt að segja skiptir það hreint engu máli, hvar þessi leikur gerist. Fólk er að giftast úti um allar jarðir og ABBA-lögin eru sungin út um allar jarðir. Það skiptir því engu máli, hvert sögusvið söngleiksins er. Enda er sá góði prestur, faðir Alexandros með einfaldan prestskraga, en hreint ekki búinn, sem þeir prestar grískir, sem ég hef séð. Enda eru þetta allt saman aukatriði. Útslagið gerir hvernig tekst að láta lög og sögu falla saman, þannig að úr verði heild - söngleikur, sem gaman er að. Það tekst. Og það er ekki bara tónlistinni að þakka. Sviðsmyndin er einfóld og með- færileg og dansar og sviðssetn- ing lífleg og hnyttin. Um tón- listina þarf ekki að fjölyrða, hún er þetta þétta, glaðværa rokk, sem smýgur inn í hverja taug. Af einstök- um leikurum er sérstök ástæða að nefna Siobhán MacCarthy, Louise Plowright og Jenny Galloway. Þær era hreint út sagt stórkostlegar og skiptir þá litlu, hvort þær syngja ein- ar eða saman, nema það er náttúr- lega þreföld ánægja, þegar þær taka lagið saman. Hilton McRae er fyrir minn smekk langsterkastur þeirra karlanna, en það verður að segjast eins og er, að Lisa Stokke og Andrew Langtree, sem bæði era ný- útskrifuð frá listaskóla Paul McCart- ney í Liverpool, eru á mörkunum að valda söngnum í hlutverkum sínum. Þetta er þeim mun bagalegra í henn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.