Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 43
LISTIR
ABBA þegar sveitín var upp á sitt besta.
ANDREW Langtre og Lisa Stokke,
sem er norsk, eru nýgræðingar
á sviði í West - End.
ar tilfelli, þar sem hlutverk
Sophie er stærra. En hún
hefur sakleysi æskunnar
með sér.
I stuttu máli sagt, er
Mamma mia dúndurgóð
skemmtun. Það leyndi sér
ekki á þeirri sýningu, sem
ég sá, að áhorfendur voru
vel með á nótunum og
kunnu sína texta. Brezk
kona við hliðina á mér söng
hástöfum með alla sýning-
una og Svíarnir fyrir aftan
mig þekktu ABBA eins og
handarbökin á sér.
Mamma mia hefur hlotið
geysigóðar viðtökur og er
mér sagt, að uppselt sé á all-
ar kvöldsýningar fram í
júní. En það eru líka síðdeg-
isssýningar á fímmtudögum,
föstudögum og laugardög-
um, sem hægt er að fá miða
á, sérstaklega fimmtudags-
sýningamar.
enny Anderson og Bjom Ul-
vaeus hittust fyrst 1968. Þeir
vom þá hvor í sinni hljóm-
sveitinni, en það var hljómsveitar-
stjórinn og framleiðandinn Stig
„Stikkan" Anderson, sem leiddi þá
saman. Arið eftir kom Bjom fram í
sjónvarpsþætti, þar sem Agnetha
Faltskog kom líka fram og tókust
með þeim nánari kynni. Um líkt leyti
kynntist Benny norskri stúlku, Anni-
Frid Lyngstad og þegar þau tóku
saman, var kvartettinn kominn á
koppinn. 1970 komu þau fyrst fram á
veitingahúsi í Gautaborg undir nafn-
inu Trúlofuðu pörin. Stig Anderson
byrjaði að nefna þau með upphafs-
stöfum þeirra, en um ABBA-nafnið
varð hann svo að semja við sænska
fyrirtækið ABBA, sem ég merkti í
æsku á tunnubotna á síldarplani í
Siglufírði, en niðursuðufyrirtækið
Aktiebolaget Brödrene Amen (ef ég
man nafnið rétt (sem keypti þá sfld
af Skafta á Nöf, féllst á, að hljóm-
sveitin fengi að nota nafnið, ef hún
hagaði sér vel! Og þá var ekkert því
til fyrirstöðu að halda til Englands
og syngja Waterloo til sigurs.
Síðan rak hvert lagið annað og vel-
gengnin jókst með hverju þeirra.
ABBA varð raunverulegt heims-
veldi. Einhvers staðar sá ég, að
hljómsveitin hefði verið næststærsti
útflytjandi sænskur á eftir Volvo. En
þótt allt blómstraði út á við komu
brestir í innviðina og þegar kom
fram á árið 1981 voru bæði hjóna-
böndin fyrir bí.
Benny og Bjom hafa unnið áfram
saman og í sundur líka. Þeir sömdu
m.a. söngleikinn Skák (Chess) með
Tim Rice. Sá söngleikur var frum-
sýndur í London 1986 og það var
framleiðandi hans, Judy Craymer,
sem átti hugmyndina að söngleik
með ABBA-lögunum. Þeir Benny og
Bjorn sömdu líka sænskan söngleik
um Kristínu frá Duvemaala, og hafa
einnig unnið saman að ýmsum hljóm-
sveitarverkum. Stúlkumar fóm að
syngja hvor í sínu lagi; Agnetha til
1986 og hún kvaddi sér aftur hljóðs
tíu ámm síðar með ævisögu sinni, og
Frida söng síðast inn á plötu 1996.
011 giftust þau aftur og em gift,
nema Agnetha. Og öll búa þau í Sví-
þjóð, nema Frida, sem býr í Sviss.
n ABBA-lögin hljómuðu
áfram, þótt hljómsveitin væri
þögnuð. Og þau reyndust
lífseig, dag eftir dag, ár eftir ár -
alltaf einhvers staðar skutu þau upp
kollinum. 1992 ákvað PolyGram að
gefa út ABBA Gold með nítján vin-
sælum lögum og í Ástralíu, þar sem
ABBA var reyndar alltaf mjög vin-
sæl, kom fram hljómsveitin Bjorn
Again og tónlist ABBA var tekin upp
í kvikmyndir, m.a. Brúðkaup Muriel,
sem varð mjög vinsæl. Og eftir ára-
tug baksviðs hljómuðu ABBA-lögin
nú aftur um heimsbyggðina af full-
um krafti. Eiginlega má segja, að
vegur laganna hafí vaxið aftur þenn-
an áratug í líkingu við það sem gerð-
ist á þeim áttunda. Það hlaut þvi að
koma að því, að þessi lög rötuðu upp
á söngleikasvið í West End.
Bjom er meðframleiðandi að
Mamma mia og eru það að hans sögn
fyrstu afskipti hans af ABBA-tónlist
í nærri 20 ár. Þeir Benny voru báðir
viðstaddir frumsýninguna í London.
Kemur ABBA aftur saman? spurðu
menn. Nei. Ekkert þeirra langar til
þess. Þau búa ekki lengur yfir þeim
glaðlega krafti, sem var aðalsmerki
ABBA. Án hans yrðu þau hjóm eitt.
En þessi glaðværi kraftur hljómar
áfram í lögunum. „Stundum þegar
ég er á göngu,“ sagði Bjorn, „heyri
ég tónlist einhvers staðar. Og þótt ég
heyri kannski ekki lagið, bara hljóm-
inn, þá veit ég, að þetta eru lögin
okkar.“
Líttu vel út
Há kommóða: 50.550,-. Spegill: 17.490,-.
Breið kommóða: 63.390,-. Náttborð: 28.680,-.
Höfðagafl Queen Size: 27.140,- King Size: 35.510,-
Há kommóða: 52.740,-. Spegill: 19.130,-.
Breið kommóða: 66.940,-. Náttborð: 28.140,-.
Höfðagafl Queen Size: 24.580,- King Size: 30.140,-
Há kommóða: 46.450,-. Spegill: 16.390,-.
Breið kommóða: 65.580,-. Náttborð: 26.780,-.
Höfðagafl Queen Size: 21.850,- King Size: 27.310,
Há kommóða: 59.980,-. Spegill: 27.330,-.
Breið kommóða: 69.980,-. Náttborð: 31.430,-.
Höfðagafl Queen Size: 32.790,- King Size: 40.980,-
Glæsileg Amerísk svefnherbergishúsgögn. Sérlega vönduð og
mikil prýði fyrir heimilið. Fallegar kommóður, höfðagaflar og
rúm, sem henta mjög vel fyrir hinar frábæru SERTA dýnur. Láttu
það eftir þér að gera svefhherbergið að sannkölluðu draumalandi.
Við bjóðum íjölbreytt úrval og tökum vel á móti þér.
Há kommóða: 51.370,-. Spegill: 19.130,-.
Breið kommóða: 59.290,-. Náttborð: 27.150,-.
Höfðagafl Queen Size: 28.680,- King Size: 39.610,
HÚSGAGNAHÖLLIN
112 Reykjavík, sími 510 8000
Draumaheimur