Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR GUÐMUNDSSON DR. MED. Gunnar Guðmundsson framkvæmir æðamyndatöku af heila. Hann innleiddi þá rannsóknaraðferð hér á landi og olli hún byltingn í greiningu og meðferð sjúkiinga með sjúkdóma í heila. Hann nam þá rannsóknartækni við The Royal Victoria Hosp. í Belfast á Norður-Ir- Iandi árið 1961. Um árabil var hann sá eini sem gerði slíkar rannsóknir. fannst nærri mér höggvið. Honum tókst að gera hið óskiljanlega skiij- anlegra og þá er hægt að horfa yfír víðan völl og líta á jarðlífið frekar sem leiksvið og vera sáttari við ým- islegt sem á dagana getur drifið. Gunnar var mikilsvirtur vísinda- maður og vann mörg afrek á því sviði, og um þau munu aðrir mér hæfari á þeim vettvangi fjalla. Gunnar var fyrir mér fyrst og fremst mannvinur og drengur góður og þannig mun ég minnast hans með þakklæti og tel það lán í mínu lífi að hafa kynnst honum og fjöl- skyldu hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Að leiðarlokmn sendi ég Rósu, bömunum, tengdabömunum og bamabömunum innilegar samúðar- kveðjur frá mér og Sigfúsi, sem er að störfum erlendis um þessar mundir. Helga Skúladóttir. Jæja, Gunnar minn. Mikið var skrítin tilfinning að heimsækja þig daginn áður en þú lést, á sömu deild og við höfðum unnið saman í fjölda- mörg ár. Pú varst léttur að vanda, gerðir að gamni þínu og við gátum rætt um heima og geima. Þú sagðir mér frá húmomum í leikriti Einars sonar þíns en ég var að fara að sjá það og lofaði að koma aftur eftir helgi til að segja þér hvernig mér fyndist það. Þú varst líka alltaf lík- amlega léttur og vel á þig kominn. A tímabili hjólaðir þú í vinnuna eða varst búinn að synda. Ég minnist margra ferða okkar upp stigana á 4. hæð, þú alltaf hlaupandi upp og lést móðan mása og ég kunni ekki við annað en að hlaupa með þér, en hafði ekki krafta til að svara þér og vonaði að þú tækir ekki eftir því. Það var svo mikill hugur og kraftur í þér, sem gat lýst sér í vissri óþolin- mæði, ef t.d. var ekki strax bragðist við og gert það sem þú baðst um varstu búinn að gera það sjálfur. Það var gaman að fylgjast með því hvemig þú sökktir þér niður í rann- sóknarverkefni þín, þá varstu að dag og nótt, en gafst þér samt ætíð tíma til að leysa úr vandamálum skjólstæðinga þinna. Alltaf gastu gert að gamni þínu og sagt frá ein- hverju skemmtilegu. Þú hafðir svo mörg áhugamál. Það var sama hvort rætt var um listir, stjómmál, menntun, garðrækt eða austur- lenska matargerð. Samband þitt við dóttur þína Oddnýju var mjög náið, gagnkvæm ást og virðing var aug- ljós í návist ykkar. Það má segja að við höfum unnið saman í blíðu og stríðu í 30 ár, svo vissulega er margs að minnast. En umfram allt situr eftir minning um léttan og kát- an mann, sem var „gentlemaður“ fram í fingurgóma. Þú ætlaðir jú heim á föstudag. Nú ertu heima, fyrr en við bjuggumst við. Mér þykir leitt að þú skyldir ekki fá að lifa ævikvöldið, það var svo margt sem þú ætlaðir að gera, sem hafði þurft að bíða betri tíma. Þakka þér samstarfið Gunnar. Guð styrki þig Rósa. Þér og börn- um ykkar votta ég mína innilegustu samúð. Eiríka. Mér er minnisstætt hve hreykinn ég var 10. desember 1966, þar sem ég stóð tíu ára gamall ásamt systk- inum mínum og frændsystkinum í fatahenginu á Domus Medica og tók á móti yfirhöfnum prúðbúinna gesta í móttöku sem móðurbróðir minn eftidi til daginn sem hann varði doktorsritgerð sína um flogaveiki á Islandi. Sú ritgerð hefur síðan orðið sígilt og alþjóðlega viðurkennt rann- sóknarrit. Eg man að ég fletti rit- gerðinni íram og aftur en hún kom út í bókarformi á erlendu máli þenn- an dag. Þótt ég bæri að sjálfsögðu ekki hið minnsta skynbragð á efnis- atriðin þóttist ég vita að hér var mikill lærdómur saman kominn. Ég man líka vel þegar ég smeygði mér ásamt fleiri veislugestum inn til húsvarðarins til að hlusta á kvöld- fréttaaukann sem helgaður var doktorsvöminni. Viðtal Thorolfs Smith við frænda minn var hátíðlegt og fomilegt að sið þess tíma þegar kvöldfréttir Útvarpsins vora nánast eins og helgistund. A þeirri stundu fannst mér ég eiga þónokkra hlut- deild í frægð hans og frama. Gunnar Guðmundsson var bæði læknir og vísindamaður. Hið fyrra fannst mér hversdagslegt enda faðir minn, mágur Gunnars, líka læknir og flestir vina þeirra. Latínuskotið læknatal hljómaði iðulega fyrir eyr- um. En gott var að eiga hann að með þekkingu sína og skjótar úr- lausnir þegar á bjátaði. Vísindin vora meira framandi; ástríða og vinnusemi Gunnars á því sviði duld- ist þó engum. Flogaveiki var aðeins einn af mörgum sjúkdómum sem hann fékkst við, síðar átti hann eftir að leggja mikilsverðan skerf til rannsókna á höfuðverk, MS-sjúk- dómnum og arfgengum heilablæð- ingum, svo nokkuð sé nefnt. Fyrir vísindastörf sín var hann ráðinn prófessor í taugalækningum við Há- skóla íslands 1977; hann flutti fyrir- lestra um rannsóknir sínar og kenn- ingar viða um heim og eftir hann liggja ótal vísindalegar ritgerðir. I hversdagsræðu var Gunnar þó sjaldan vísindalegur eða hátíðlegur eins og sumir lærdómsmenn. Hann hafði einkar gott skopskyn, leyfði sér að láta gamminn geisa í góðra vina hópi og gat jafnvel verið glannalegur í tali. Hann var um- burðarlyndur gagnvart skoðunum annarra og áhugasamur um mein- ingar okkar yngra fólksins í fjöl- skyldunni, jafnvel þótt þær væra nú framan af ekki alltaf í sterku jarð- sambandi eins og gengur. Fyrir nokkrum vikum komum við í fjölskyldunni saman á heimili Gunnars á Laugarásvegi 60 í tilefni af aldarafmæli fóður hans, Guð- mundar J. Guðmundssonar prent- ara. Hann lést 1959, langt fyrir ald- ur fram. Sama er að segja um móð- ur Gunnars, Salóme Jónsdóttur, sem lést 1952. Við nutum samvist- anna og rifjuðum upp minningar frá foreldrahúsum hans á Lokastíg 5, sem var mikið menningarheimili, gestkvæmt og glaðvært. Það lá vel á Gunnari og erfitt var að ímynda sér þá að frændi minn væri heltekinn af illvígu meini. Hann hafði eins og reglur gera ráð fyrir látið af störf- um sem prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum í hittiðfyrra, þegar hann varð sjötugur, en því fór fjarri að hann ætlaði sér að sitja auðum höndum á ævikvöldi sínu. Hann stjórnaði stóra alþjóðlegu vísinda- verkefni og hafði hug á því að helga því starfskrafta sína næstu árin. Otímabært fráfall hans er mikill missir fyrir vísindi og læknisfræði. Ekki er missirinn síður mikill fyr- ir Rósu, konu hans, böm þeirra fjögur, tengdabörn og bamaböm. Gunnar var alla tíð mikill vinur vina sinna, frændrækinn og lét sér eink- ar umhugað um fjölskyldu sína. Samband hans og móður minnar, einkasystur hans, var ætíð náið og gott. Við Vaka og bömin sam- hryggjumst þeim og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. Guðmundur Magnússon. Vinur okkar og nágranni til margra ára, Gunnar Guðmundsson, er látinn. Foreldrar Gunnars og for- eldrar mínir höfðu þekkst áður en við urðum nágrannar þannig að vin- skapur myndaðist strax milli heimil- anna og hefur dafnað vel með áran- um. Samgangur á milli hefur alla tíð verið mikill og lóðamerki ekki haft mikla merkingu hjá okkur. Engu hefur skipt hvort hefur þurft að fá lánaða hrífu, vera innan handar með bamapössun eða vökva blómin, allt hefur verið sjálfsagt og ótaldar era stundirnar úti í garði á sumardög- um þar sem málefni líðandi stundar hafa verið rædd eða þá síðustu prakkarastrik barnanna. Öll árin hafa böm og barnabörn heimilanna tveggja leikið sér saman og myndað vináttubönd sem eiga eftir að end- ast ævilangt. Oft hefur sjálfsagt reynt á þolinmæði Gunnars sem alla tíð var önnum kafinn, þegar Gunnar og Einar synir hans og Gummi litli vora upp á sitt besta með ótal uppá- tækjum sem sjaldnast gengu há- vaðalaust fyrir sig. Sama sagan hef- ur síðan endurtekið sig með hana Maríu og systumar Oddnýju og Dagnýju. A áranum þarna á milli var Rósa dóttir okkar ávallt mætt þegar Gunnþóra heimsótti afa sinn og ömmu. En þrátt fyrir allan bamaskarann og fyrirganginn var Gunnar alltaf sami öðlingurinn. Gunnar var mjög skemmtilegur maður og mikill húmoristi, alltaf stutt í brosið og góða skapið. Hann var prúðmenni mikið og glæsilegur hvort sem hann var úti að slá blett- inn eða uppáklæddur með slaufuna sína. Við eigum eftir að sakna þess að sjá Gunnar brosa og veifa þegar hann fer framhjá eldhúsglugganum hjá okkur. Fjölskyldur okkar hafa verið nágrannar í hartnær 30 ár og við höfum ekki getað hugsað okkur betra nábýli. A okkar heimili var yf- irleitt sagt Gunnar og Rósa í sömu setningu, svo nátengd vora þau í okkar huga. Við sendum Rósu og allri fjölskyldunni hugheilar samúð- arkveðjur og þökkum fyrir það tækifæri að hafa kynnst öðlings- manninum Gunnari Guðmundssyni. Sigríður, Guðmundur, Guðmundur, Rósa og Maria, Laugarásvegi 58. Mann setur hljóðan. Gunnar Guð- mundsson er fallinn frá. Minning- amar hrannast upp. Mér er hugsað til þess sumars sem ég flutti í hverf- ið og kynntist Gunnari, Rósu og fjöl- skyldu. Þetta góða sumar hefur var- að æ síðan í mínum huga. Ég var strax tekinn sem einn af fjölskyld- unni, einn af drengjunum. Við strákarnir áttum okkar stundir saman jafnt í blíðu sem stríðu. Þær era ógleymanlegar sundferðimar sem á.ttu sinn fasta punkt í tilver- unni. Ökurúntarnir, sjónvarpskvöld- in, ferðimar austur og svo margt annað sem við brölluðum saman kemur upp í hugann. Það er svo margs að minnast. Mörg hver um- ræðan átti sér stað í eldhúsinu. Yfir kaffí og með því vora vandamál heimsins leyst, rætt um pólitík eða önnur mál, stór og smá, sem auðg- uðu hugann. Gunnar var aldrei langt undan. Alltaf var hann reiðu- búinn til hjálpar jafn í orði sem í verki. Heimsmaður sem kunni til verka jafnt í starfi sem í einkalífi. Nú er sem haustar að. Hvfl í friði. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Rósa, Mummi, Oddný, góðu vinir Gunnar Steinn og Einar Öm, megi guð vera með ykkur og fjölskyldum ykkar og veita ykkur styrk. Friðrik Ármann Guðmundsson. Mikill maður er horfinn sjónum okkar og verður sárt saknað. Gunn- ar Guðmundsson var mikill að gáf- um og manngæsku. Þess höfum við fengið að njóta í gegnum árin. Fjöl- skyldur okkar hafa þekkst í langan tíma eða frá því að við fluttum í sama hverfi. Bömin okkar hafa haldið góðan kunningsskap og síðan bamabömin okkar. Gunnar og Rósa hafa ávallt verið sérstaklega sam- hent og skemmtileg hjón svo eftir var tekið. Gunnar var mjög athafna- samur og virtur á sínu sviði. Þrátt fyrir veikindi sín bar hann sig vel og sýndi af sér reisn sem endranær studdur af Rósu og fjölskyldu sinni. Við eigum Gunnari mikið að þakka fyrir góðvild og hjálpsemi í okkar garð alla tíð. Megi hann hvfla í friði. Vottum Rósu, börnum, tengdaböm- um og bamabömum okkar dýpstu samúð. Katrin, Guðmundur og fjölskylda. Kæri vinur. I mörg ár hef ég verið velkomin á heimili ykkar Rósu, menningar- heimili þar sem kærleikur og virð- ing einkenndi öll samskipti. Astríki þitt og einlæg umhyggja gagnvart eiginkonu, „Rósinni þinni“, fjöl- skyldu og vinum var mér til eftir- breytni. Allar þær stundir sem ég átti í návist þinni og naut frásagnar- hæfileika þinna og djúprar lífsspeki era mér dýrmætar. Með lífsþrótti þínum og leikgleði sýndir þú mér hve aldur er afstæð- ur. Með orðum þínum og breytni gafstu mér dýpri skilning á því hvað felst í þeirri ábyrgð að vera mann- eskja. Hógværð þín, virðing og jafn- vægi vora mér hvatning til þroska. Með kveðju til góðs vinar og fyr- irmyndar. Hrund Hafsteinsdóttir. Elskulegur mágur okkar Gunnar Guðmundsson er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Og eins og við mátti búast háði hann baráttuna allt til hinstu stundar með þeirri persónulegu reisn sem við þekktum svo vel. Síðustu vikurnar átti hann þeirri gæfu að fagna að vera um- kringdur börnum sínum, bama- börnum og tengdabörnum að ógleymdri elskulegri eiginkonu sinni, sem alltaf stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Við systurnar mun- um svo vel eftir því þegar Rósa kom heim með unnusta sinn í fyrsta skipti tfl að kynna hann fyrir fjöl- skyldunni. Sérstaklega hvað okkur fannst hann fallegur þessi ljóshærði glaðbeitti ungi maður, sem þegar gaf okkur gaum og tíma til þess að spjalla og gantast. Þá vorum við að hefja okkar unglingsár og þar sem Rósa hafði verið okkur sem önnur móðir, frá því móðir okkar lést, þá varð það hlutskipti Gunnars að verða eins og okkar annar faðir. Hlutskipti sem hann skynjaði sjálf- ur ákaflega vel og tók af mikilli ábyrgð. Stuttu síðar kynntumst við fjölskyldu hans þegar við komum í heimsókn að Lokastíg 5. Þar bjuggu allir saman sem ein stór fjölskylda á þremur hæðum. Ömmur, frænkur, frændur, systir, faðir hans og móðir - hún Sulla sem lést langt um aldur fram. A því heimili vora manngæska og vinarþel ríkjandi þættir. Allir vora svo góðir og elskulegir í við- móti hver við annan og öllum virtist velkomið að njóta þeirrar gestrisni sem einkenndi þetta ástríka heimili. Okkur er það ákaflega minnisstætt að þegar við unglingsstúlkurnar úr Keflavík komum í þessa heimsókn var nýbúið að borða og ganga frá eftir matinn. En engum togum skipti að þegar var lagt á borð fyrir okkur aftur alveg sérstaklega, með tilheyrandi punti. Og ekki var laust við að við þessar innilegu móttökur liði okkur sem tignum gestum. A því heimili var borin mikil virðing fyrir mannssálinni óháð öllum mannvirð- ingarstigum. Þá skildum við frá hvaða umhverfi Gunnar kom og hvaða umhverfi hafði mótað upplag hans og þá aðlandi persónutöfra sem hann hafði alla tíð til að bera. Enda vita allir sem til þekkja að þannig var líka heimili hans og Rósu alla tíð. Fullt hús af gestum og allir velkomnir. I okkar huga var Gunnar mágur sannarlega ein besta mann- eskja sem við höfum kynnst. Alltaf boðinn og búinn til þess að hjálpa þeim sem til hans leituðu og óspar á að deila með þeim sinni ljúfu lund. Alltaf var hann reiðubúinn til þess að hlusta og gefa ráð sem undan- tekningalaut vora yfirveguð og reyndust vel. Alltaf var hann tilbú- inn til þess að gefa sér tíma til sam- ræðna og skoðanaskipta um hin ólíkustu mál, og oftar en ekki vora þær samræður litaðar af hinni nota- legu kímnigáfu sem var svo sérstök fyrir Gunnar. Okkur reyndist hann alla tíð alveg sérstaklega vel, bæði sem læknir í veikindum okkar og sem vinur í erfiðleikum og áföllum gegnum árin. Hann var sá einstak- lingur sem við oftast treystum á þegar eitthvað bjátaði á, því þegar hann birtist vissi maður að allt yrði gott. Hann hafði lag á að koma mál- um í réttan farveg. Við viljum þakka honum og Rósu systur okkar alla þá ást og um- hyggju sem þau hafa sýnt okkur gegnum árin. Því þar sem Gunnar var, þar var Rósa og þar sem Rósa var þar var Gunnar, enda alltaf það fyrsta sem hann sagði þegar hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.