Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 55
kom inn heima hjá sér voru þessi
fallegu orð: Rósa mín, hvar ertu rós-
in mín.
í dag kveðjum við þig elsku mág-
ur og biðjum guð að gefa Rósu og
börnum ykkar, bamabörnum og
tengdabörnum styrk á þessari sorg-
arstund. Hvíldu í friði.
Ema Sigurbergsdóttir,
Erla Sigurbergsdóttir.
Eitt af því sem einkenndi upp-
vaxtarár okkar sem fæddumst inn í
Skófjölskylduna, voru mjög sterk
fjölskyldubönd. Að minnsta kosti
meðan við vorum að alast upp.
Mæður okkar, systurnar Rósa,
Gunna, Erla og Erna, dætur Sigur-
bergs skóara, höfðu misst móðir
sína þegar þær voru á barnsaldri og
hafði sá atburður þjappað þeim
saman með óvenjulega sterkum
hætti.
Með reglulegu millibili hittust
fjölskyldurnar fjórar við ánægjuleg
tímamót, á jólum og öðmm hátíðar-
stundum. Pess á milli vai- samgang-
ur mikill og við krakkarnir nutum
þess að eiga mörg frændsystkin og
félaga. Sem börn urðum við þess
snemma áskynja að í okkar sam-
hentu og lífsglöðu stórfjölskyldu var
einn einstaklingur sem greinilega
var dálítið sér á báti. Feður okkar
kölluð hann doktorinn. Doktorinn
gerði þetta og doktorinn sagði hitt
og doktorinn hafði þetta svona.
Mæður okkar kölluðu hann alltaf
Gunnar mág, enda eiginmaður elstu
systurinnar. Og allt sem um hann
var sagt bar þess greinilega merki
að hann naut mikillar aðdáunar í
hópnum og verðskuldaðrar virðing-
ar allra sem heilsteypt manneskja
og glaðbeittur félagi.
Þegar við uxum úr grasi og
kynntumst Gunnari betur kom í ljós
að þessi störfum hlaðni læknir og
vísindamaður var skemmtilega
mannlegur og notalegur. Gunnar
gaf sér nefnilega tíma til þess að
gefa sig að hverjum einstaklingi
með athygli. Hann var fljótur að
fínna út áhugamál hvers og eins og
gefa sér tóm til þess að ræða við
okkur af áhuga um allt milli himins
og jarðar, jafnvel fánýta hluti, rétt
eins og um sérlega mikilvæg mál
væri að ræða. Á unglingsárunum
urðu umræðuefnin flóknari eins og
gengur, og voni þær ófáar ræðurn-
ar sem hann hélt yfir okkur um póli-
tík og þjóðfélagsmál, sem ætíð voru
honum hugleikin. I þeim efnum
fengum við notið þeirrar leiftrandi
greindar og persónutöfra sem
Gunnar bjó yfir, þó svo að við höfum
ekki alltaf verið honum sammála.
Enda sjaldan lognmolla kringum
slíkar umræður. Frá því að ég kom
fyrst til Rósu og Gunnars sem
krakki á Lokastíginn hefur mér
ætíð þótt heimili þeirra eitt það fal-
legasta sem ég hef komið inn á.
Bæði vegna smekkvísi og þess and-
nlmslofts sem þeirra gagnkvæma
traust og góða hjónaband mótaði
innan veggja heimilisins. Líf þeiira
saman hefur verið farsælt, við-
burðaríkt og í alla staði okkur öllum
traust fyrirmynd.
Þegar við frændsystkinin
komumst á fullorðins aldur og hóf-
um okkar eigin lífsbaráttu í amstri
daglega lífsins riðluðust eðlilega hin
sterku bönd stórfjölskyldunnar frá
æskuárunum. Og núna stöndum við
mörg á miðjum aldri. En þá hefur
komið í ljós við margs konar tíma-
mót, erfiðleika og áfoll á undanfór-
um árum hversu þýðingarmikill
grunnur stórfjölskyldunnar er og
hversu raunverulega stutt er milli
okkai- allra í tilfinningalegum skiln-
ingi.
JXXXXXJflIIIIIJLXXJLj
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
PERLAN
Sími 562 0200
ixixiiiiiiiiiiix!
Við andlát Gunnars Guðmunds-
sonar er horfinn úr okkar hópi sá
einstaklingur sem líkleg hefur gefið
mest af sér til okkar allra. Ekki
hvað síst til mæðra okkar. Þá ekki
eingöngu sem vinur, heldur ekki
hvað síst sem fyrirmynd. Það var
gæfa okkar allra, og viss forréttindi,
að fá að kynnast Gunnari á þennan
hátt. Ekki sem mikilhæfum lækni
og vísindamanni, heldur hinum
glaðbeittu og heilsteyptu persónu-
töfrum hans. Elsku Rósa frænka,
megi guð vera með þér og þínum á
þessum erfiðu tímamótum.
Einar Páll Svavarsson.
Á kveðjustund koma upp í hug-
ann hlýjar minningar um vin okkar
Gunnar Guðmundsson prófessor.
Um hann eigum við systkinin góðar
minningar frá fyrstu tíð. Faðir okk-
ar, Ólafur Jensson, tengdist Gunn-
ari sterkum vináttuböndum þegar
þeir voru ungir námsmenn og lásu
saman við læknadeild Háskóla Is-
lands. Til er ljósmynd af þeim vin-
unum frá því er þeir voru við fram-
haldsnám í Bretlandi. Þeir standa
hlið við hlið fyrir utan sameiginlegt
heimili fjölskyldnanna við Kings
Avenue í London. Á myndinni eru
þeir ungir og glaðir, báðir nýorðnir
feður og tilbúnir að takast á við
framtíðina af bjartsýni og elju. Frá
þessum tíma hafa sögur fjölskyldn-
anna fléttast saman. Þegar þeir
komu heim frá námi opnuðu þeir
lækningastofur í sama húsnæði á
Hverfisgötunni. Það tók tíma fyrir
þá að vinna upp praksís og seinna
þegar þeh- höfðu fest sig í sessi
hvor á sínu sérsviði varð þetta tíma-
bil tilefni margra skemmtisagna.
Samstarf þeirra hélt áfram á sviði
rannsókna og vísinda síðar á æv-
inni. Vinirnir áttu börn á svipuðum
aldri. Margar æskuminningar okk-
ar tengjast leilgum og gleði á heim-
ilum Gunnars og Rósu á Lokastíg
og svo síðar í Hvassaleitinu. Okkur
hefur þótt dýrmætt að eiga vináttu
Gunnars og fjölskyldu hans. Á full-
orðinsárum hittum við systkinin og
makar okkar Gunnar einkum á fag-
legum vettvangi. Þegar fundum
okkar bar saman sýndi hann okkur
alltaf sérstaka hlýju og umhyggju.
Hann var ávallt léttur í lund með
sögur á reiðum höndum. Gunnar
var fágaður í framkomu, elegant til
fara og slaufan var hans einkennis-
merki.
Um leið og við þökkum Gunnari
og fjölskyldu hans íyrir ánægjulega
samfylgd sendum við Rósu, Guð-
mundi, Oddnýju, Gunnari Steini og
Einari Erni okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Arnfríður, Isleifur og Sign'ður.
Kveðja samstúdenta
frá MR 1947
Fallinn er góður og gegn stúd-
entsbróðir.
Gunnar var í hópi skólasystkina
sem útskrifuðust frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 16. júní 1947. Þegar
í MR komu fram margir hinir miklu
kostir hans. Hann var manna glað-
astur og hláturmildastur, þegar við
átti, eignaðist góða vini, sem hann
var einstaklega ræktarsamur við, og
stundaði nám sitt af kostgæfni.
Heimili foreldra hans stóð við
Lokastíg. Sumir skólafélaganna
bjuggu þar í nánd, aðrir áttu tíðar
ferðir þar um slóð á leið í skóla eða
úr. Allir félagar hans voru jafnan
velkomnir í foreldrahús hans og
minnist ég foreldra hans, Guðmund-
ar Guðmundssonar og Salóme Jóns-
dóttur, með hlýju og virðingu.
I skólaslitaræðu Pálma Hannes-
sonar rektors sagði hann m.a. þegar
hann afhenti okkur stúdentsskír-
teinin: „I húfunni ykkar er stjarna.
Hún er merki hugsjónarinnar, hinn-
ar eilífu hugsjónar, sem leiftrar í
dimmu tómi hins ókunna og aldrei
næst. Þó stefnir þangað von manns-
ins og viðleitni um allar aldir. Þessi
stjarna í stúdentshúfunni er fest við
liti landsins, hinn rauða, hvíta og
bláa. Eins sé hugsjón ykkar tengd
við landið sem hefur alið ykkur og
þjóðina, sem með starfi harðra
handa hefur látið ykkur í té mennt-
un og atlæti umfram flesta jafnaldra
ykkar.“
Líf og starf Gunnars var svo
sannariega í samræmi við þessa
hvatningu okkar mikilsvirta rekt-
ors. Hann lærði til læknis við Há-
skóla Islands. Aflaði sér framhalds-
menntunar víða um lönd. Kom síðan
heim til starfa fyrir þjóð sína sem
læknir, yfirlæknir og prófessor í
læknisfræðum. Starfssvið hans varð
samt enn víðfeðmara. Hann stund-
aði umfangsmikil vísindastörf í þágu
læknavísinda á alþjóðlegum vett-
vangi og hlaut fyrir mikið lof og við-
urkenningu.
Hann átti jafnan stjömu fyrir
stafni, þar sem hann leitaði aukinn-
ar þekídngar í þágu mannkyns „í
dimmu tómi hins ókunna“. Hann
bar hátt þann kyndil sem Pálmi
rektor hvatti okkur ung til að bera
og auðgaði vísindin með starfi sínu.
Þrátt fyrir hið mikla anmTki við
þau störf sem tóku hug hans svo
fanginn gaf hann sér stundir til að
rækja vináttutengsl. Hann fylgdist
grannt með vinum sínum og brást
hratt við, ef honum fannst hann
geta rétt hjálpandi eða líknandi
hönd. Hann var unnandi fagurra
lista, fylgdist vel með á þeim vett-
vangi og átti m.a. gott safn lista-
verka. Gunnar mætti alltaf með
Rósu sinni þegar við stúdentssystk-
inin héldum fagnaði. Þar var hann
manna glaðastur og löngum var
mestur hlátur og kátína í kringum
hann. Hann kunni vel að segja
kímnar sögur.
Ung og æskuglöð sungum við
„Integer vitae“ af mikilli innlifun, en
við sungum einnig aðra stúdenta-
söngva, sem m.a. minntu á að lífið er
skammvinnt. Við gáfum því ekki
gaum fyrir hálfri öld. Lífið og fram-
tíðin var okkar. En það hefur síð-
ustu árin verið hnippt harkalega við
okkur, að „Vita nostra brevis est,
brevi finietur". Gunnar er sá fimmt-
ándi úr hópi okkar, sem hverfur af
þessum heimi.
Fyi-ir hönd stúdentssystkina
hans, sem eftir standa á ströndu,
kveð ég hann með einlægri þökk
fyrir samferðina.
Rósu konu hans, afkomendum og
öðrum ástvinum sendum við hlýjar
samúðarkveðjur, en um leið ham-
ingjuóskir með hversu mikils góðs
þau hafa að minnast.
Sveinbjörn Dagfmnsson.
• Fleirí minningargreinar um
Gunnar Guðmundsson bíða birting-
ar og munu birtast i blaðinu næstu
daga.
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
DR. MED. GUNNARS GUÐMUNDSSONAR,
fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, föstu-
daginn 14. maí, kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
félög. Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurrós Unnur Sigurbergsdóttir,
Guðmundur Gunnarsson, Margrét María Þórðardóttir,
Oddný Gunnarsdóttir, Ásgeir Smári Einarsson,
Gunnar Steinn Gunnarsson, Berit Solvang,
Einar Örn Gunnarsson
og barnabörn.
+
Elskuleg kona mín, móðir, stjúpmóðir, amma,
systir og frænka,
ÞÓRA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR,
(Dúa í Lótus),
Áiftamýri 7,
Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 6. maí sl.
Útförin ferfram frá Háteigskirkju föstudaginn 14
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem
bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Jón R. Lárusson,
Þór Bjarkar,
stjúpbörn, barnabörn,
systur og systrabörn.
. maí nk. kl. 15.00.
vilja minnast hennar, er
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
BJÖRG RANNVEIG BÓASDÓTTIR,
Túngötu 7,
Reyðarfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg-
un, föstudaginn 14. maí, kl. 15.00.
Knut Oiav Kristjansen,
Sigríður Sigurðardóttir, Örn Einarsson,
Sveinn Á. Sigurðsson, Nanna Sigurðardóttir,
María Þ. Sigurðardóttir, Svavar Sigurðsson,
Bóas G. Sigurðsson, Edda Kristinsdóttir,
Karl Sigurðsson, Fjóla Hjartardóttir.
+
Ástkær systir mín,
GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR
frá Fornusöndum,
síðast til heímilis á
Kirkjuhvoii, Hvolsvelli,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi,
mánudaginn 3. maí, verður jarðsungin frá
Stóra-Dalskirkju laugardaginn 15. maí
kl. 14.00. Bílferð verðurfrá BSl kl. 11.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast
hennar, er bent á minningarsjóð Stóra-Dalskirkju eða líknarfélög.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Torfi Ingólfsson.
+
ÓLAFUR I. MAGNÚSSON
frá ísafirði,
fyrrum gjaldkeri Háskóla íslands,
lést á heimili sínu, Dalbraut 27, þriðjudaginn
11. maí.
Magnús Helgi Ólafsson.
+
Minningarathöfn um elskulega móður okkar,
ÓLÖFU SIGURBJÖRGU
JÓHANNESDÓTTUR
frá Kvigindisfirði,
fer fram frá Langholtskirkju á morgun, föstu-
daginn 14. mai, kl. 15.00.
Einar Guðmundsson,
Sæmundur Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Jóhannes Guðmundsson,
Ingimar Guðmundsson,
Sæunn Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Gunnar Guðmundsson
og fjölskyldur þeirra.
Lokað
Vegna jarðarfarar ÞÓRU BJARKAR ÓLAFSDÓTTUR verður
verslunin og hárgreiðslustofan Lótus lokuð föstudaginn 14. maí.
Verslunin Lótus,
Hárgreiðslustofan Lótus,
Álftamýri 7.
V