Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 61 GUÐBERTA (BERTA) GUÐJÓNSDÓTTIR + Berta, eins og hún var ávallt kölluð, fæddist að Villingadal á Ingjaldssandi í Norður-Isafjarðar- sýslu hinn 9. sept- ember 1934. Hún lést á heimili sínu 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rakel Katrín Jóna Jörundsdóttir, f. 17. ágúst 1900, d. 6. maí 1956, og Guðjón Guðmunds- son, f. 2. júlí 1898, d. 8. júní 1980. Systkini Bertu: Gísli Guðjón, f. 26. september 1924; Guð- mundur Hagahn, f. 9. maí 1927, d. 10. desember 1993; Eiríkur Sigurður, f. 30. júní 1929, d. 22. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin... Ohætt er að taka undir þessi orð skáldsins Tómasar Guðmundsson- ar. Sá sannleikur að eiga ekki eftir að sjá hana Bertu mína, né heyra, er erfitt að sætta sig við. Söknuður fyllir hjarta og sársaukinn er allt að því óbærilegur. Berta var mörgum kostum búin, hún var falleg, hlý og það var auð- velt að láta sér þykja vænt um hana. Berta var numin á brott af ill- kynja sjúkdómi sem fyrst uppgötv- aðist um miðjan janúar sl. og átti hún aðeins einn ágætan dag upp frá þeirri stundu. Frá þeim tíma hrak- aði henni mikið dag frá degi. Hún átti þá ósk heitasta að fá að dvelja heima og stóðu hennar nánustu ættingjar með henni í þeirri ósk. Ég vil þakka heimahlynningu krabbameinsfélagsins fyrir góða umönnun. Manni finnst óréttlátt hvað þessi yndislega kona hefur mátt þola í gegn um lífið. Hún var loksins kom- in með sína eigin íbúð sem hún festi kaup á fyrir ári síðan, og var hún búin að kaupa sér svo fallega muni til að prýða heimili sitt. En Bertu var ekki ætlað að njóta þess. Berta hlýtur að hafa fengið hlýj- ar móttökur á nýjum slóðum, þar sem foreldrar hennar og ég tala nú ekki um systkini hennar þrjú sem öll létust snögglega árið 1993, hafa tekið vel á móti henni. Blessuð sé minning þeirra. En nú er komið að þáttaskilum, því hún er lögð upp í þá ferð, inn á annað og æðra tilverustig sem bíð- ur okkar allra. Ég bið algóðan Guð að varðveita hana, blessa og leiða áfram. Elsku mamma, Bára, Gísli, Kata og aðrir ástvinir. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á þessari sorg- arstundu og megi minningin um góða konu ylja okkur um ókomna tíð. Katrín Theodórsdóttir. Hún Berta foðursystir mín er dá- in eftir erfiða en hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar okkur bárust þær fréttir í febrúar að Berta væri með ólæknandi krabba- mein, hvarflaði hugurinn óneitan- lega sex ár aftur í tímann þegar pabbi fékk svipaðan úrskurð. Það lýsir Bertu vel að þegar hún var spurð hvemig henni hefði orðið við þegar hún fékk þennan úrskurð, þá svaraði hún: „Mér brá eiginlega meira þegar ég frétti að Eiríkur bróðir væri með krabbamein." Þó að ég hafi lítið kynnst Bertu frænku fyrr en eftir að ég varð full- orðin, átti hún sérstakan sess í hjarta mínu allt írá barnsaldri. Ef tÚ vill var það meðal annars vegna þess að ég fæddist á afmælisdaginn hennar. Pabba hafði dreymt þenn- an dag mörgum árum áður en ekki þorað að segja neinum drauminn, september 1993; Sigríður Jakobfna, f. 3. apríl 1932; Sjöfn, f. 16. apríl 1939, d. 20. septem- ber 1993; Bára, f. 23. febrúar 1943, og Rakel Katrín, f. 10. mars 1959. Berta giftist Diet- er Reimann 10. ágúst 1957. Þau byrjuðu búskap á Akranesi. 1958 fluttust þau til Þýskalands og bjuggu í Liibeck. Berta kom alkomin heim til Is- lands árið 1986. Útför Bertu fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 14. maí og hefst athöfnin klukk an 14. því hann var hræddur um að eitt- hvað slæmt mundi henda Bertu þennan dag. Eftir á að hyggja var hann alltaf sannfærður um að þama hefði hann dreymt fyrir fæð- ingu minni. Ég var ekki gömul þeg- ar pabbi sagði mér þennan draum. í draumnum fannst honum sem komin væri sundlaug þar sem bmnnurinn við hliðina á íbúðarhús- inu í Steinsholti var. Þegar hann kom út, kom amma upp úr lauginni með Bertu í fanginu og sagði: Hún var sautján ára í dag. Þetta haust var Berta í Reykholti og var pabbi ekki í rónni fyrr en hann var búinn að hringja og fullvissa sig um að allt væri í lagi með Bertu. Berta giftist Dieter Reimann árið 1957. Arið 1958 flytja þau síðan til Liibeck í Þýskalandi. Þar bjó hún í tæp 30 ár, eða þar til hún flutti hingað heim árið 1986. Fyrst um sinn bjó hún og starfaði á Adcranesi, þar sem fjögur systkini hennar bjuggu. Eftir nokkra dvöl á Akra- nesi flutti hún til Reykjavíkur. Þar starfaði hún um nokkurt skeið við afgreiðslustörf, en flutti síðan til Vestmannaeyja þar sem Sjöfn syst- ir hennar bjó. Undanfarin níu ár bjó hún hér í Reykjavík og starfaði í Sunnubúðinni við Mávahlíð. Hún lést á dánardægri móður sinnar, þann 6. maí. Þau em mörg minn- ingarbrotin um Bertu sem koma upp í hugann. Ég man eftir heim- sóknum hennar og Dieter til okkar í Nökkvavoginn. Ég var svo stolt af að eiga sama afmælisdag og þessi fallega frænka mín. Ég man þegar ég fór með pabba í bæinn að kaupa hangikjöt tii að senda út fyrir jólin. Ég minnist þess sérstaklega hvað við sátum spennt fyrir framan út- varpstækið um jólin ár hvert og biðum eftir að heyra rödd hennar þegar jólakveðjur frá Islendingum í útlöndum vom fluttar. Ég man eft- ir því að þegar pabbi skrifaði henni og sagði henni að ég væri byijuð að læra á píanó, þá sendi hún mér nótnabók með þýskum sönglögum. Ég man þegar hún kom hingað í fyrstu heimsókn sína eftir að hún hafði flutt út, árið 1966. Dyrabjöll- unni var hringt að kvöldi dags þann 16. júní. Ég fór til dyra og þar var Berta komin öllum að óvömm. Ég man eftir kjólnum sem hún gaf mér þá. Ég man þegar við fómm í bæ- inn á 17. júní. Eftir að Berta flutti heim kom hún mikið í Barmahlíðina til pabba og mömmu. Oft var hún daglegur gestur, þannig að við hitt- umst oft þar. Orð era svo fátæk til að lýsa því hversu vel hún reyndist foreldram mínum. Hún var alltaf boðin og búin ef hún gat eitthvað gert. Ég veit að systkini mín taka heilshugar undir það í hversu mik- illi þakkarskuld við stöndum við Bertu. Eftir að pabbi dó var hún móður okkar mikil stoð og stytta og kom oft daglega til hennar. Fyrir trygglyndi hennar, umhyggju og allt annað viljum við þakka. Blessuð sé minning Bertu Guðjóns- dóttur Reimann. Agnes S. Eiríksdóttir. GUÐNILÚÐVÍK JÓNSSON OG SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðni Lúðvík Jónsson fædd- ist að Ytra-Gili í Eyjafirði 26. apríl 1909. Hann lést 14. janúar 1984 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldr- ar hans voru Jón Hólm Sveinn Guðnason fæddur að Naustum við Akureyri og Hail- dóra Sigríður Jóns- dóttir frá Króks- stöðum í Eyjafirði. Guðni Lúðvík var yngstur íjögurra bræðra. Bræð- ur hans hétu Jón, Þorvaldur Kristinn og Gunnar Valgeir. Einnig átti hann eina uppeldis- systur Halldóru Halldórsdóttur. Þegar Lúðvík var ársgamall fluttist Qölskyldan frá Ytra-Gili að Tjörnum, fremsta bæ í Eyja- firði. Lúðvík lærði bifvélavirlq- un á Akureyri og varð síðar verkstjóri á Þórshamri eða þar til hann hóf eigin rekstur bfla- verkstæðis í Strandgötu sem hét Bflaverkstæði Lúðvíks Jónssonar. Á sjöunda áratugn- um flutti hann reksturinn í ný- byggingu við Furuvelli. Sigurbjörg Guðmundsdóttir var fædd að Dæli í Fnjóskadal 13. maí 1907. Hún lést 22. desem- ber 1998 á Sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Jóhannsdóttir frá Skarði í Dalsmynni og Guðmund- ur Sigurgeirsson fæddur á Ófeigsá á Flateyjardalsheiði. Sig- urbjörg var yngst átta systkina. Systkini hennar hétu Aðalheiður, Áslaug, Unnur, Þórhallur, Olgeir og tvíburarnir Sigríður og Björn. Um 1930 fluttist Sigurbjörg með fjölskyldu sinni til Akureyrar. Auk húsmóðurstarfsins vann Sigurbjörg ýmis störf s.s. í Pylsu- gerðinni, hjá Úfgerðarfélagi Akureyringa og við ræstingar hjá Landssímanum á Akureyri. Lúðvík og Sigurbjörg giftust 7. júní 1932. Þau bjuggu allan sinn búskap á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. ‘32, bifvélavirki á Akureyri. Börn Gunnars og fyrrverandi eigin- konu hans Hólmfríðar Guð- mundsdóttur eru Bryndís og Guðmundur Viðar. Núverandi sambýliskona hans er Jónína Jónsdóttir afgreiðslukona. 2) Laufey Aðalheiður, f. ‘33, hús- móðir í Reykjavík. Börn Lauf- eyjar og Ingólfs Gústafssonar fyrrverandi eiginmanns hennar eru Ásta Aðalheiður, Arnbjörg Sigríður, Gísli Björn og Sigur- laug Guðný. 3) Elín Halldóra, f. ‘34, húsmóðir á Sauðárkróki, gift Guðmundi L. Árnasyni skipsljóra og hafnarverði. Börn þeirra eru Sigurbjörg, Anna Jóna, Pétur, Elín Berglind og Birkir Lúðvík. 4) Svava Bergljót, f. ‘39, húsmóðir og starfsmaður á FSA á Akureyri, gift Gunnlaugi Þór Traustasyni skipasmíðameistara. Börn þeirra eru Lúðvík _ Trausti, Anna og Einar Þór. títför Sig- urbjargar fór fram í kyrrþey. í dag er afmælisdagurinn henn- ar ömmu minnar og af því tilefni langar mig til að minnast hennar og afa míns með nokkram kveðju- orðum nú þegar þau era bæði horf- in. Þegar ég man fyrst eftir mér áttu amma og afi á Akureyri heima í Rauðumýri. Minningamar þaðan era óljósar en þó man ég eftir eldhúsinu fullu af frændsystkinum í kringum ömmu og Willys jeppanum hans afa. Síðar áttu þau heimili í Fróða- sundi. Það að fá að heimsækja þau var það skemmtilegasta sem barnssál- in vissi. Við nutum mikils fijáls- ræðis hjá ömmu og hún hafði ein- stakt lag á bömum. Hugmynda- fluginu voru engin takmörk sett. Það var svo ótal margt sem hún kenndi okkur og ógleymanlegar era frásagnimar úr sveitinni henn- ar þegar hún var lítil. Já, minningamar era ótalmarg- ar og fullar af gleði og hlýju. Gestkvæmt var á heimili ömmu og afa og þau tóku ávallt vel á móti þeim er til þeirra komu. Hlýtt við- mót einkenndi þau og alltaf höfðu þau nægan tíma til að hlusta. Tímaleysi og hraði nútímans virt- ist ekki ná til þeirra. Það er vissu- lega athyglisvert hversu vel þeirra kynslóð hefur tekist að aðlagast hinum miklu þjóðfélagsbreytingum á þessari öld, án þess að missa tök- in á tilveranni. Það var oft glatt á hjalla í Fróðasundi og gert að gamni sínu og mikið spilað á spil. Ég minnist sögunnar sem afi sagði mér af sér og bróður sínum. Mun hann þá hafa verið 17 ára gamall. Þeir bræður komu ein- hveiju sinni í bæinn og sáu appel- sínur í fyrsta sinn. Var þeim sagt að þær væra mikið lostæti. Það varð úr að þeir keyptu sér eina og borðuðu hvor sinn helminginn með berkinum á, því ekkert hafði verið sagt um að hann ætti ekki að borða með. Er skemmst frá því að segja að ár og dagar liðu þar til hann langaði aftur í appelsínu. Eftir að afi dó bjó amma áfram í Fróðasundi í nokkur ár. Síðustu æviárin dvaldi hún hjá dætrum sín- um ýmist á Akureyri eða Sauðár- króld þar sem vel var hugsað um hana og henni leið vel. Hún brá sér einnig gjaman suð- ur til Reykjavíkur „þegar henni bauðst gott far“ eins og hún sagði sjálf, og dvaldi þá hjá dóttur sinni þar. Hún amma var mikill ferðalang- ur og auk þess að fara vítt og breitt um Island fór hún nokkram sinn- um og heimsótti dóttur sína í Lúx- emborg. Tæplega níræð fór hún og heimsótti sonardóttur sína í Dan- mörku og kom þá líka í heimsókn til mín í Cuxhaven. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þetta góða og trausta fólk að. Mig langar að kveðja þau með þessari bæn sem amma kenndi mér, um leið og ég bið þeim blessunar á Guðs vegum. Drottinn láttu mig dreyma vel sem dyggan Jakob ísrael. Þegar á steini sætt hann svaf sæta værð honum náð þín gaf. Blessuð sé minningin um elsku- lega ömmu mína og afa. Anna Jóna Guðmundsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. ÓLAFUR KRISTBJÖRNSSON + ÓIafur Kristbjörnsson fædd- ist á Birnustöðum, Skeiðum, 14. ágúst 1918. Hann lést á heimili sfnu á Selfossi 22. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 30. aprfl. Elsku afi, við höfum nú kvatt þig í hinsta sinn. Okkur langar að minnast þín með nokkram orðum og þakka fyr- ir þær stundir sem við áttum með þér. Það er margs að minnast og af mörgu að taka. Ofarlega í huga okkar allra era stundimar sem við áttum er þið amma komuð að heimsækja okkur í sveitina. Stund- um með tjald í skottinu, en okkur þótti einna skemmtilegast að fá að gista á milli ykkar ömmu í tjaldinu. Aldrei sast þú auðum höndum, ým- ist þolinmóður að leika við okkur eða að dytta að hinu og þessu. Tvö síðastliðin sumur áttum við mjög góðar stundir saman sem munu lifa í hjarta okkar. En það var afmæli ömmu í júni ‘97 og þitt í ágúst ‘98, þar sem öll fjölskyldan var saman komin. Elsku afi, við vitum að þú háðir baráttu við illræmdan sjúkdóm, en aldrei var það samt á þér að sjá. Þú stóðst þig ávallt eins og hetja og sýndir mikð hugrekki. Þetta mun- um við taka okkur til fyrirmyndar. Við trúum því í hjarta okkar að þér líði nú vel og þótt þú hafir kvatt þennan heim þá eigum við þig að í öðrum. Guð blessi þig að eilífu. Halldóra, Þórunn, Brynja, Bjarni og Einar. Persónuleg, aihliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.