Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 62

Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir fæddist á Bæ í Múlasveit 25. maí 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 30. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Guðmunds- dóttir, f. 25. júlí 1875, d. 26. apríl 1959, og Jóhannes Guðmundsson, f. 6. janúar 1873, d. 13. október 1951. Ólöf átti tólf systkini. Eftirlifandi eru Auð- unn, Sigurður og Leópold. Fóst- urforeldrar Ólafar voru María Einarsdóttir, f. 28. september 1884, d. 23. september 1959, og Sæmundur Guðmundsson, f. 10. ágúst 1883, d. 18. apríl 1958. Bjuggu þau á Svínanesi í Múla- sveit en fluttust árið 1921 að Kvígindisfirði í sömu sveit. Uppeldis- systkini Ólafar voru séra Árelíus Níelsson og bróðir hennar Guð- bjöm. Eiginmaður Ólafar var Guðmundur Guð- mundsson, f. 2. júlí 1889, d. 1. september 1958. Ólöf og Guð- mundur áttu tíu böm. Þau era: 1) Einar Guðmundsson, f. 27. júlí 1926, hann á tvö börn. 2) Sæmundur Guðmundsson, f. 1. ágúst 1930, hann á fjögur böm, sjö baraaböm og eitt barnabamabara. 3) Þór- unn Guðmundsdóttir, f. 13. júlí 1931, d. 17. júlí 1932.4) Guðmund- ur Guðmundsson, f. 14. júlí 1934. Hann á tvö börn og tvö baraa- börn. 5) Jóhannes O.I. Guðmunds- son, f. 25. febrúar 1936, hann átti fimm börn, tvö þeirra eru látin. Hann á þrjú barnabörn. 6) Drengur, f. 1938, dó í fæðingu. 7) Ingimar Guðmundsson, f. 15. janúar 1940, hann á þrjú böm og sex bamaböm. 8) Sæunn G. Guðmundsdóttir, f. 25. desem- ber 1941, hún á eitt bam og tvö bamaböm. 9) Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. 17. ágúst 1945, hún á þijú böm og tvö bama- böm. 10) Gunnar Guðmundsson, f. 30. desember 1948, hann á fimm böm og tvö bamaböm. Ólöf hóf búskap með manni sínum í Kvígindisfirði árið 1931. Fyrst á hluta jarðarinnar á móti fósturföður si'num Sæmundi, sem var bróðir manns hennar. Eftir lát Guðmundar bjó Ólöf í Kvígindisfirði ásamt Einari syni sínum, til ársins 1965. Fluttist þá til Reykjavíkur og vann lengst af í Rammapijóni. Síð- ustu árin dvaldi Ólöf á sambýl- inu Gullsmára 11, Kópavogi. Útför Ólafar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 14. maí og hefst athöfnin klukk- an 15. ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Þegar við systkinin minnumst móður okkar er okkur efst í huga þakklæti til hennar fyrir það mikla starf sem hún þurfti að inna af hendi og þá fórnfýsi sem hún sýndi .> við að ala upp svona stóran barna- hóp við þau frumstæðu skilyrði sem voru í afskekktri sveit á þessum tímum. Ekki rafmagn eða önnur þægindi. Hún naut aðstoðar Maríu fósturmóður sinnar, sem var góð saumakona og gerði oft flík úr litlu efni. María dvaldi hjá þeim meðan hún lifði. Móðir okkar var heilsuhraust og dugleg kona. Hún var glaðsinna og glettin, oft stutt í smáhrekki. Hún var fyrst á fætur á morgnana og síðust í rúmið á kvöldin. Þegar litið er til baka veltir maður þvi fyrir sér hvenær hún hafi sofið. Hún og pabbi vildu leysa vanda allra sem til þeirra leituðu. Yfir sumartímann tóku þau oftast börn til sumardval- ar frá skyldfólki og vinum fyrir sunnan. Þegar þröngt var við borð- ið, sem stundum var, sagði hún venjulega: Mér liggur ekkert á, borðið þið bara. Eins minnumst við börnin hennar og þökkum fyrir það mikla frelsi sem við nutum í uppvextinum hjá henni í sveitinni. Eftir að hún hætti búskap í Kvíg- indisfirði var hún fyrir vestan á sumrin og rak þar eins konar sum- arhótel fyrir börn og barnabörn. Minnumst setningar sem eitt barnabarn hennar sagði: Það er svo gott að vera í Kvígindisfirði hjá henni ömmu, það eru svo fáar reglur þar. Með þessum orðum kveðjum við ástkæra móður okkar sem gaf okkur allt sitt líf. Guð blessi minningu þína. Hvíl þú í friði. Börnin þfn. Elskuleg amma okkar hefur kvatt þetta líf. Við andlát hennar streyma fram Ijúfar minningar. Um konu sem í okkar huga var fyrst og síðast sveitakona sem tók öllum sem jafningjum, jafnt mönnum sem málleysingjum. Það vex eitt blóm fyrir vestan, það á svo sannarlega við um hana Ólöfu ömmu eins og við kölluðum hana alltaf jafnt ömmubörnin sem og langömmu- börnin því að eftir að hún hætti bú- skap og var hjá börnunum sínum hér fyrir sunnan að vetri til var hún alltaf komin í sveitina sína á vorin full af þrótti til að elska og virða, lífið, mannfólkið og náttúruna í allri sinni mynd. Já, hún amma var ein- stök kona, hún skoppaði til fjalla eins og lömbin á vorin, skoðaði gróðurinn, berin og tíndi fjallagrös. Hún sýndi okkur hvar bestu berja- lautirnar eru. A sumrin var oft samankominn stór hópur frændsystkina og vina fyrir vestan, þá var oft mikill ærsla- gangur í börnum, unglingum og fullorðum líka, við fórum og syntum í sjónum, óðum f fjörunni, yfirleitt upp fyrir stígvél, slógumst í heyinu og sulluðum í bæjarlæknum. Oft var útgangurinn á okkur skrautlegur KRISTJÁN KRISTJÁNSSON + Kristján Krist- jánsson fæddist í Breiðuvík í Rauða- sandshreppi 20. ágúst 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. maí sl. Foreldrar hans vom Kristján Júlíus Krisfjánsson, bóndi og barnakennari, f. 12. júlí 1896, d. 1970, og Dagbjört Guðrún Torfadótt- ir, f. 27.9. 1899, d. 1985. Krisfján átti fjögur systk- ini. Þau em: Friðgeir, f. 11.12. 1927, búsettur í Hveragerði, Lí Marinó Bjami, f. 29.6. 1930, d. 16.12. 1980, Halldór Óli, f. 3.1. 1933, búsettur á Patreksfirði, og Ásgerður Emma, f. 10.3.1936, bóndi í Efri-Tungu. Krisfján kvæntist 6.9. 1949 Önnu Ein- arsdóttur, f. 2.9. 1927. Foreldrar Önnu vom Einar Sigurðsson, f. 29.8. 1903, d. 30.7. 1971, og Ólafía Herdís Olafsdóttir, f. 18.8. 1886, d. 30.10.1953. Anna og Krisfján áttu þijú börn. 1) Sigrún Björk Gunn- arsdóttir, (fósturdóttir Krist- jáns). Eiginmaður hennar er Ásgeir Indriðason, f. 27.6.1945, þau eiga fjögur börn. 2) Einar, f. 15.12. 1950. Eiginkona hans var Guðbjörg Sigfúsdóttir, (þau skildu). Þau eiga tvö börn. 3) Kristján Júlíus, f. 27.10. 1955. Sambýliskona hans er Ingi- björg Eggertsdóttir. Þau áttu þijú börn, tvö em á lífi. Kristján ólst upp í foreldra- húsum, fyrst í Kollsvík og síðar í Efri-Tungu í Örlygshöfn. Hann var í héraðsskólanum að Laug- arvatni 1943 til 1944. Hann stundaði síðan sjómennsku á togurum og stærri bátum frá 1945, en eftir 1956 réri hann eig- in bátum á sumrin, en í skips- rúmi hjá öðmm á veturaa, allt tíl ársins 1978, er þau Anna fluttust til Hveragerðis. Þar gerðist hann starfsmaður Kjöríss til árs- ins 1986, er þau fluttu í Mosfells- bæ. Þar vann Kristján í Isfugli, allt tíl þess að hann veiktist og varð óvinnufær árið 1996. Síð- ustu æviárin dvaldi Kristján á dvalarheimUinu Felli í Reykja- vík. Útför Krisfjáns fer fram frá Lágafellskirkju 14. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku tengdapabbi. Nú er kveðjustundin runnin upp. Þú ert sennilega hvfldinni feginn, þar sem þú hefur einungis verið í þínum heimi síðustu þijú árin eftir erfið veikindi 1996, þegar þú fékkst heiftarlega blóðeitrun og heila- himnubólgu. En þú hefur alltaf verið sterkur og þú náðir þér upp . , úr þeim veikindum líkamlega en * þau skildu eftir ör við heilann. Það er þó bót í máli að þér virð- ist hafa liðið mjög vel. Það var fengur í því fyrir mig að eignast eins góðan tengdaföður og þú varst. Þið Anna reyndust okkur einstaklega vel. Fyrstu árin eftir að ég kom í fjölskylduna bjugguð þið í Hveragerði og það var gaman að fara með sængina austur og vera í rólegheitum yfir nótt. Það var heldur betur fengur fyr- ir okkur að fá græðlingana sem þið komuð upp og gáfuð okkur. Það var grunnurinn að okkar garði. Það er yfirleitt ekki mikill afgang- ur til kaupa á slíku þegar fólk er að koma sér upp heimili, svo þetta var alveg ómetanlegt. Dugnaðurinn í þér var engu lík- ur. Eftir að þið Anna fluttuð í Mos- fellsbæinn, varst þú alltaf kominn í Dvergholtið þegar eitthvað var að gera. Þú tókst margar skóflustung- urnar í garðinum, lamdir ófáa nagla og varst alltaf viðstaddur slíka viðburði. Það var einstaklega gott að vera með þér. Við þurftum ekkert að tala, okkur leið vel og nutum verksins. Við áttum eitt sameiginlegt áhugamál. Það var berjatínsla. Þegar haustaði vorum við friðlaus að kíkja í berjalautirnar. Ég gleymi ekki Þingvallaferðum og ferð í Borgarfjörðinn. Ég fékk tækifæri til að kynna þig fyrir stoltinu mínu, brekkunni í Síðu- múla, sem er þakin bláberjum hvert ár. Þú varst ekkert að svekkja mig með því að bera þau saman við aðalbláberin sem þú varst vanur að vestan. Við borðuð- um síðan nestið okkur á Lauga- melnum, sem er aldrei eins gott og eftir slíka útivist, því ekki gáfum við okkur tíma til að tína upp í okk- eftir daginn, þá voru ófáir sem þurftu þurrar flíkur, heitt að drekka, plástur og hlýju heima- prjónuðu sokkana hennar ömmu, hún tók alltaf svo vel á móti okkur á sinn hógværa og látlausa hátt, það var samt stutt í glettni og bros frá ömmu því að hún hafði alltaf svo gaman af þessum göslagangi í okk- ur krökkunum. Já, það var oft fjöl- mennt í sveitinni hjá ömmu og alltaf var hún að sinna fólkinu sem kom og hún sá til þess að öllum liði vel. Amma var alltaf fyrst á fætur á morgnana til þess að kynda upp bæ- inn, svo að hlýtt væri er fólkið henn- ar risi á fætur og síðust var hún í rúmið á kvöldin. Það var aldrei neinn útundan hjá henni, jafnvel ekki krummi á Hesthúsholtinu sem fékk alltaf sitt að borða hjá henni. Olöf amma var mikil hannyrðakona, var alltaf með prjóna í hönd, hún prjónaði sokka og fleira á okkkur krakkana í gegnum öll árin. Lífið sorg og gleði gefur sú ganga reynist sumum raun. Ef kærleika ást og hlýju gefur þá þakklæti og virðingu færðu í laun: (Jóhannes R. Sæmundsson.) Sá ljósi dagur liðinn er Hður að næturstund Ó. Herra Jesús, þjá oss ver hægan gef þú oss blund Gleðji oss Guð í himnaríki. (P. Vídalín.) Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir allar okkar yndislegu stundir, allt það sem þú sýndir og kenndir okkur um lífið. Blessuð sé minning þín. Ólöf, Jóhannes og Sæunn Sæmundarbörn. Kæra amma mín. Ég man fyrst eftir þér þriggja ára þegar ég kom vestur ásamt fóð- ur mínum og Þórði Árelíussyni heitnum. Fannst mér bærinn ein- angraður í botni fjarðarins, umlukt- ur fjöllum á báðar hliðar, og trúði að ég væri komin í síðasta bæinn í dalnum. Varð ég eftir hjá þér þetta sumar, komu fleiri sumur á eftir. Kynntist ég þá þeirri konu sem hef- ur haft einna mest áhrif á mig. Þú barst af, hversu umburðarlynd og þolinmóð þú varst. Ef ég bleytti mig í læknum eða óð út í sjó og varð ur. Fórum síðan heim með skottið fullt af berjafótum. Að lokum vil ég þakka þér alla þá hlýju sem þú hefur sýnt okkur í Dvergholtinu. Blessuð sé minning þín. Ingibjörg Eggertsdóttir. Fyrir tæpum 30 árum lagðist bátur að í Patreksfjarðarhöfn og beið fólk á bryggjunni til að taka á móti áhöfn sem var að koma úr 3ja vikna veiðiferð og verslunar- mannahelgin framundan. Sá er þetta skrifar var þá 16 ára og há- seti um borð í þessum báti, Þrym BA7. Veitti ég þá því athygli að meðal fólksins á bryggjunni sem beið var mágur minn hann Stjáni, við horfðumst í augu og mér varð ljóst um leið að faðir minn var lát- inn, við heilsuðumst og hann dró mig að sér og ég fann fyrir öryggi í þeirri sorg sem ég var orðinn þátt- takandi í. Nú 28 árum seinna er hann hrifinn burt úr þessu jarðlífi. Ég á margar góðar minningar um mág minn Kristján og ósjálfrátt leitar æskan og uppvöxturinn í hugann og til þessarar árstíðar sem nú er. Arviss viðburður var að fara með Stjána í prufutúrinn á Svanin- um, en það var trilla sem hann átti, og alltaf var farið yfir að Gjögrum og svo heim aftur. Upplifunin var slík í huga mér að mér fannst Stjáni mágur vera mesti og besti skipstjóri í heiminum. Kristján var fróður og víðlesinn maður og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Það er mikil eftirsjá að svo ágætum mági. Hjartans Anna, Sigrún, Einar og Kiddi og fjölskyldur ykkar, við vottum ykkur samúð. Lifi minning- in um Kristján Kristjánsson. Guð blessi ykkur öll. Sigurður og Dóra hundblaut spurðir þú mig hvort ég vildi nú ekki skipta um fot svo það slægi ekki að mér. Eftir það þurfti ég alltaf að skipta um föt, en aldrei varstu mér reið. Eins þegar ég heimtaði að sitja hest og þú hafðir fyrir því að drösla í gamla klárinn beisli og jafnvel hnakknum ef svo lá á mér, ekki þótti mér þó gott að sitja klárinn, sem var svo feitur, en mér leið þó eins og álfadrottningu. Margar voru göngur okkar inn dal- inn og upp fjallshlíðamar til að safna saman fjallagrösum eða tína ber. Þú varst ekki mikið fyrir að skjalla eða knúsa en ekki vantaði þig kímnina og hlóst oft að vitleys- unni í mér. Þú eyddir þeim mun meiri tíma í að sinna því að kenna mér prjón og hekl svo við tölum nú ekki um hinar ótal þvermóðskufullu tilraunir mínar til að mjólka. Ofá eru þau börn sem fengið hafa að njóta umhyggju þinnar og leiðsagn- ar, og skipti þá engu hvort um væri að ræða börn innan eða utan fjöl- skyldunnar. Ef vandamál komu upp, svo sem að maður fékk skurð á hausinn eða annars staðar, greipstu til nálar þinnar og tvinna og rimp- aðir saman og aldrei fann ég fyrir sársauka né fékk sýkingu í sárin, enda hefðir þú ekki, amma mín, get- að rekið stórt bú svo afskekkt með átta börn ef þú hefðir ekki verið eins vönduð kona og ráðagóð sem raun bar vitni, enda eru börnin þín gott dæmi um það. Ég og systkini mín viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum í Kvígindisfirði á uppvaxtar- árunum og biðjum íyrir þér og vit- um að almættið hefur tekið þér opn- um örmum inn í birtuna sína. Megir þú vel njóta. Guðrún Valdís, Óli, Auður og fjölskyldur. Elskuleg tengdamóðir og vin- kona hefur kvatt þetta líf og viljum við vinkonurnar minnast hennar með nokkrum orðum. Eflaust hefur verið í mörgu að snúast á stóru heimili og börnin hennar og afkom- endur eru öll sóma- og dugnaðar- fólk. Við munum best eftir henni sitj- andi á kollinum sínum við skorstein- inn, með prjónana sína í hlýlega eld- húsinu í Kvígindisfirði og þá sagði hún okkur margt frá liðinni tíð úr sveitinni. Olöf var orðin miðaldra þegar við kynntumst henni, en það var með ólfldndum hvað hún var létt á fæti og fljót að hlaupa upp í miðjar hlíðar fjallanna í dalnum og komum við yngri konumar másandi og blásandi á eftir henni, en hún blés ekki úr nös og hló bara að okkur. Margar ferðirnar fórum við vin- konumar vestur í berjaferð og að koma úr borgarskarkalanum í kyrrðina og fegurðina í dalnum hennar var eins og vítamínsprauta fyrir tvær örþreyttar húsmæður að sunnan. Ef Ólöf var á staðnum tók hún okkur opnum örmum og það logaði í elsku eldavélinni og á henni kraum- aði eitthvað gott handa ferðalöngun- um. Stundum var engin Ólöf á staðnum þegar við komum í berjat- úrinn okkar, þar sem hún var flutt suður og þarafleiðandi ekki alltaf til staðar. En þegar við gáfum henni greinargóðar lýsingar á vandræða- ganginum með vatnið, olíuna og eldavélina, þá var henni skemmt og hún hló mikið að okkur borgarbörn- unum. Við skrifuðum svo mikið um ævin- týri okkar í berjatúrunum að Ólöf sá sig tilneydda að úthluta okkur kvóta í gestabókina og þegar við lásum úr bókinni fyrir hana lágum við allar í hláturskasti. Svona munum við hana Ólöfu í hlýja húsinu sínu í fallega dalnum sem bauð okkur svo hjartanlega vel- komnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nanna Jónsdóttir, Erla Björg Guðjónsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.