Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 67

Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Síðari hálfleikur GETUR það verið að allir - Háskóli íslands, verkalýðshreyfingin, félög eldri borgara, sveitarfélögin, fölmiðl- amir, alþingismennirn- ir og ekki síst sjálft fólkið í landinu, vilji sjá þá framtíðarsýn að full'orðið fólk sem fer af vinnumarkaði sé sett í sérstaka bása í þjóðfé- laginu - gert að óvirk- um þátttakendum sem eru mataðir af öðrum. Eftir þá stöðnun sem verið hefur í málum aldraðra í hálfa öld og þá kyrrstöðu sem þessi mál eru í núna koma þessar spurn- ingar upp og eru áleitnar og þó að það sé óþægilegt verður að kalla eftir svörum. Aldraðir Fólki, segir Hrafn Sæmundsson, er í raun safnað saman á grafarbakkanum. Hvað gerir Háskóli íslands í þess- um þætti þjóðfélagsins? Fulltrúar félagsvísindadeildar koma raunar gjarnan á fundi og ráðstefnur. En hver er heildstæð stefna og hvar er áhugi Háskólans sem slíks á þessu stóra félagslega verkefni í þjóðfélag- inu? Hvar er áhugi Háskólans á fé- lagslegum afdrifum þeirra tugþús- unda landsmanna sem eru að ganga út á ónumið landsvæði vaxandi frí- tíma og vaxandi félagslegra verk- efna á komandi öld? Hvar er áhugi Háskólans á þeirri breytingu á gerð þjóðfélagsins sem hlýtur að orsakast af tilkomu tugþúsunda manna sem fara af vinnumarkaði á næstu árum með meiri og minni starfsorku í 10-30 ár eftir verkalok? Eru þessar pæhngar kannski ekki á verksviði Háskólans? Hvað gerir verkalýðshreyfingin í þessu gríðarlega hagsmunamáli meðlima sinna sem gjarnan eiga eftir 10-20 ár með góðri heilsu eftir verkalokin? Það starf sem unnið er byggist fyrst og fremst á því að búa fólk undir óvirka bið á lífeyrisaldri. Að kenna fólki að passa heilsuna, með hollu mataræði, hollri hreyf- ingu, hollri hegðun og mikilli þekk- ingu á réttindum og hagsmunamál- um ellilífeyrisþega. En minna um hitt að hafa frumkvæði um að losna ekki úr tengslum við þjóðfélagið og yngri aldurshópa. Sum verkalýðsfé- lög safna meira að segja fólki í sér- stakar „ellideildir". Sérstaka bása fyrir lífeyrisþega! Hvað gera félög eldri borgara? I þeim safnast fullorðið fólk saman, 60 ára og eldra - núna um 14 þús- und manns. Megnið af félagslegu starfi er skipulagt þannig að fullorð- ið fólk gerir eitthvað með öðru full- orðu fólki. Þannig einangra félögin fullorðið fólk frá þjóð- félaginu og blöndun kynslóðanna og slæva þannig frumkvæði og áræði einstaklinganna. Fólki er í rauninni saftiað saman á grafar- bakkann til að bíða og á meðan sjá „aðrir“ að stórum hluta um „afþr- eyinguna" á þessum biðtíma. Hvað gera sveitarfé- lögin? Þau styðja full- orðið fólk oft myndar- lega til að einangrast. Leggja til húsnæði og starfsfólk og peninga. Fullorðna fólkið kemur saman í þessum húsakynnum, syng- ur saman, dansar saman, spilar saman, fóndrar saman og fer í ferðalög saman og svo framvegis. Kanmnski er það í ferðalögunum sem fólk fær helst tækifæri til að sjá aðrar kynslóðir út um bílrúðuna! Hvað gera fjölmiðlamir? Yfírleitt er fullorðnu fólki stillt upp eins og bömum og talað niður til þess. Oft minna vandræðalegar spumingar fjölmiðlafólks á það þegar talað er við þroskahefta. Fjölmiðlafólkið þekkir ekki viðfangsefnið og tekur það ráð að klappa fólkinu. Hella súkkulaði yfir fullfrískt fólk sem ekkert hefur gert af sér annað en að vera með vitlausa kennitölu. Kannski er það þessi vandræða- gangur og þekkingarleysi sem gerir það að verkum að fjölmiðlafólkið dembir sér út í peningamálin, hið pólitíska umræðuform sem allir kunna. Það er átakanlegt að vera á fundum þar sem fram koma nýjar hugmyndir en þessu er sleppt í fjöl- miðlunum og í staðinn spólað af „kjaramálaspólunni“ í þúsundasta sinn. Hvað gera alþingismennirnir? Þrátt fyrir Ár aldraðra og áskomn Sameinuðu þjóðanna og tilmæli Gro Harlem Brundtland minntust þeir í kosningabaráttunni aldrei á stærsta félagslega verkefnið í þjóðfélaginu. Þó að frambjóðendur eyddu milljón- um orða í þennan málaflokk minnt- ust þeir aldrei á félagslega velferð eða félagslega framtíð þeirra tug- þúsunda sem fara af vinnumarkaði á næstu ámm og áaratugum. Þing- menn sjá aðeins og karpa um lífeyr- isgreiðslur í dag og sjá ekki einu sinni hina fjárhagslegu hhð málsins í framtíðinni. Þann gífurlega spam- að í heilbrigðiskerfinu og stofnana- vist sem sannanlega fæst með við- horfsbreytingu og öðruvísi þjónusu hins opinbera við þá sem koma af vinnumarkaði þar sem hver einstak- lingur héldi reisn sinni og hefði fmmkvæði og eðlileg viðfangsefni á stöðugt lengri lífeyrisaldri. Vonandi sjá nýir þingmenn svolít- ið út úr augunum þegar þeir koma í vinnuna og að minnsta kosti væri óskandi að þeir hefðu það mikla for- vitni að þeir vildu kynna sér málið af eigin raun. Höfundur er fulltrúi. Hrafn Sæmundsson FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 67 Líttu vel út. Ársfundur [ Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins 1999 verður haldinn mánudaginn 17. mai 1999 kl. 16.00 að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Dagskrá 1* Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Aðitdarfélögum sjóðsins hefur verið send fundarboð og eru þau beðin aó tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 10. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. AlLir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu og málfrelsi. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins m og geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn, 1 fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti. Einnig er hægt að | náLgast tillögurnar á veraLdarvefnum. Slóð sjóðsins er www.lifeyrir.is 1 # Reykjavík 21. april 1999 íý. Bjj fesypg yi Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. • >£• Suðurlandsbraut 30 • 108 Reykjavík • Simi: 510 5000 . Fax: 510 5010 • Grænt númer: 800 6865 lireyrÍSS|OOUrinn Heimasíða: lifeyrir.is • Netfang: mottaka@lifeyrir.is TOSHIBA BYLTINGIN! Mynddiskaspilari Æuintýraleg mynd- og tóngæði! Toshiba er frumkuöðuil og brautryðjandi í DUD-tækninni. T0SHIBA þróaði þessa stórkostlegu nýjung í samuinnu við WARNER kuikmyndarisann og nú getur þú fengið allar nýjustu myndirnar á DUD-diskum á öllum betri myndbandaleigum. Nú fyrst færðu „bíófflinginn" beint í æð. Komdu til okkar og kynnstu Toshiba DUD af eigin raun, það er meiriháttar upplifun!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.