Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 69
______UMRÆÐAN___
Ef fjármagn er
fyrirstaðan ...?
EINUNGIS um 20%
af skjólstæðingum Með-
ferðarheimilisins Virkið
hafa verið með hreina
sakaskrá enn sem kom-
ið er, en með því að
neyta ólöglegra vímu-
efna ættu þeir í raun
allir að vera á sakaskrá.
Hrein sakaskrá segir þó
ekki alveg til um af-
brotatíðni þessa hóps.
Starfsfólk GÖTU-
SMIÐJUNNAR -
VIRKISINS gerði, með
það til hliðsjónar, könn-
un á hvað vímuefna-
neytandi kostaði samfé-
lagið. Spurðir voru tíu
virkir fQdar, á aldrinum
16-20 ára, hvort þeir væru til í að
svara, nafnlaust, nokkrum spuming-
um varðandi þjófnað, ofbeldi og ann-
að sem fylgir fíkniefnaneyslu. Peim
var tjáð að tilgangur könnunarinnar
væri að meta hvað vímuefnaneytend-
ur kosta samfélagið í ljósi þess að yf-
irvöld hafa sett fyrir sig skort á fjár-
Vímuvarnir
Markmið þessarar
greinar segir Guð-
mundur Týr Þórarins-
son, vera að vekja at-
hygli á kostnaðinum
sem samfélagið ber af
vímuefnavandanum.
lingur, sem tók þátt í
könnuninni, kostað sam-
félagið, að meðaltali,
100.000 kr. á viku. At-
hygh skal vakin á því að
um ræðir einungis 10
einstaklinga sem er að-
eins lítið brot þeirra
unglinga sem neyta
fíkniefna í dag. Auðvelt
er að sjá hve fljótt þessi
kostnaður er farinn að
teljast í tugum milijóna.
Tryggingafélög greiddu
á síðasta ári milli 150-
170 milijónir bara vegna
innbrota og skemmdar-
verka. Hér má setja
spumingarmerki við það
hvað margir hafa trygg-
ingar sem ná yfir þennan þátt, aðrir
sitja uppi með skaðann. Einnig er
ótalinn lögreglu-, dómskerfis-, fang-
elsis- og sjúkrahúskostnaður. Þess
má geta að vistun fyrir hvem einstak-
ling á Litla-Hrauni kostar um 530.000
kr. á mánuði.
Markmið þessarar greinar er að
vekja athygli á þeim gífurlega kostn-
aði sem samfélagið ber af vímuefna-
vandanum. Hér er þá ótalið það til-
finningatjón sem fjölskyldan og að-
standendur verða fyrir. Það verður
aldrei metið til fjár. Niðurstaða mín,
eins og svo margra annarra, er að það
sé margfalt ódýrara fyrir samfélagið
að sinna þeim einstaklingum strax
sem biðja um hjálp vegna vímuefna-
misnotkunar heldur en að lifa í þeirri
von að þeir lifi „biðtímann“ af.
Höfundur er forstöðumaður Götu-
smiðjunnar - Virkisins
Guðmundur Týr
Þórarinsson
Hvernig væri að láta
drauminn rætast?
Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt«
Hi
{898
32
Harðgerðar garðplöntur,
skógrœktarplöntur, limgerðis- og
skjólbeltaplöntur, dekurplöntur,
fjölœr blóm og sumarblóm.
Sterkar og saltþolnar víðitegundir
á vindasama og erfiða staði.
Nátthagi
Ölfusborgir
Hverageröi
-<Reylqavík
magni sem meginástæðu þess að ekki
sé hægt að auka fjárútlát til aukinna
úrræða fyrir þennan hóp. Þau sögðu
öll „Já“ og voru fús til að aðstoða. Hér
á eftir fer brot úr sögu unglings sem
tók þátt í könnuninni. „Já núna síð-
ustu þrjá mánuði [fyrir viðtalið] hef
ég stolið svona 10-12 GSM símum
sem ég seldi fyrir bút eða slög [hass
eða amfetamín]. Svo hefur maður
einnig stolið svona 5 græjum [hljóm-
flutningstækjum] í „dauðum" partí-
um, svona 12 videotækjum, og 7-8
sjónvörpum... Maður fer bara og hitt-
ir næsta „dealer [sala]“ í hverfinu og
skiptir þessu fyrir efni. Annars fer
þetta eftir innbrotum, stundum er
eitthvað pantað ... Sjónvarpi er hægt
að skipta í 4 slög (4 grömm af am-
fetamíni) og 4 búta (4 grömm af
hassi) ef maður er að flýta sér, stund-
um meira. Slag kostar svona 3-4.000
kr. og bútur kostar 1.500 kr ... Mað-
ur hefur enga tölu á slagsmálum, en
það er 100% víst að einhver var lam-
inn um hverja helgi, oft nefbrot og
svoleiðis, hoppa á hausnum á ein-
hverjum, brjóta tennur og svoleiðis.
Ég hef alveg sloppið við kærur ... Já
ég hef verið að skemma hluti. Brjóta
rúður og svoleiðis. Minnst 15 stykki.
Einu sinni þurfti ég að borga 30.000
kr. fyrir rúðu, annars næst maður
aldrei. Ég hef líka verið í skjalafalsi
og falsað ávísanir ... Já maður, svo
nappaði ég 3 bflum, þá skemmir mað-
ur svissinn, nauðgar bílnum og skilur
hann eftir einhverstaðar ... Svo hef-
ur maður rænt fólk út á götu, samt
ekkert gamlar konur og svoleiðis ...
Svo hefur maður kúgað pening út úr
fólki, ógnað því ... Svo stelur maður
sér að éta úr búðunum, allavega einu
sinni á dag ... Svo hefur maður stolið
ógeðslega mikið frá fjölskyldunni,
maður hefur enga tölu á því.“
Gróflega reiknað hefur þessi ung-
lingur kostað samfélagið minnst
140.000 kr. á viku þessa þrjá mánuði
sem hann talar um (í sögu hans hér
að ofan er ekki allt það sem hann
nefndi tekið fram). Þá eru ekki teknir
með í reikninginn þeir hlutir sem
hann mundi ekki eftir og það 2. og 3.
stigs tjón sem af neyslu hans hlýst,
svo sem vinnutap aðstandenda, auk-
inn kostnaður fyrirtækja vegna fjar-
veru foreldra, o.s.frv. Samkvæmt
könnun okkar hefur hver sá einstak-
w
HEFST Á MORGUN
Sumarfatnaður, sundföt,
sumarjakkar og buxur,
stuttbuxur, íþróttaskór
og margt fleira.
-STÓRLÆKKAD VERD-
30-80%
AFSLÁTTUR
Gerðu góð kaup fyrir
sumarfríið
NYTT K0RTATIMABIL
Opið 10-16 laugardag
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ, SÍMI 581 2922
\
y
stærðir 27 - 35
Uerð kr. 3.300.-
•
SPEED CANUAS JR
stærðir 27 - 39
Uerð kr. 3.500.-
WRESTLER JR
stærðir 30 - 39
Uerð kr. 3.200.-
IÞROTTAVORUR i
L0TT0 heildsöluverslun,
Stórhöfða 17, Reykjavík,
sími: 507 7605.
SENDUM f PÓSTKROFU.
IÞROTTAVORUR
ÍÞRÓTTAVÖRUR
í HÆSTA
GÆOAFLOKKI
PU ZAM0RAN0 JR
stærðir 27 - 39
Uerð kr. 2.600.-
PU B0BAN JR
stærðir 30 - 39
Uerð kr. 2.900.- gulur
2.500.- blár
FREEVUAY JR.
4^