Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIB_________ UMRÆÐAN rp<., i . <rr,r , ^nVT1,»iTTM HT FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 71 FRÉTTIR FRÁ afhendingu bikaranna f.v.: Heiðar Þdrðarson, Sigurður Pálsson, Lárus Johnsen, Sigurveig Jónsdóttir, Haraldur A. Sveinbjörnsson og Lárus Arnórsson. s Islandsbanki gefur skákdeild FEB bikara að hafa undir höndum tölvupóstfang gefur fyrirtækjum ekki heimild til þess að senda viðkomandi markpóst. Það eru til margar leiðir til þess að fá leyfi til að senda tölvunotendum markpóst. Til dæmis með því að bjóða viðkomandi eitthvað á móti á heima- síðu fyrirtækisins á Intemetinu. Gagnagrunnur En það er ekki nóg að hafa vand- lega uppsettan póstlista þvi ein af meginhættunum stafar af því að gagnagrunnurinn er gjörsamlega laus við persónulegar upplýsingar um viðtakendur. Þegar setja á upp gagnagrunn þarf að tilgreina tölvu- póstfóng viðkomandi aðila auk ann- arra upplýsinga, s.s. fullt nafn, heim- ilisfang, aldur, kyn, starf, o.s.frv. Þessar upplýsingar nýtast vel við hönnun markpóstsins. Eins er mjög mikilvægt að halda utan um það hvemig viðkomandi að- ili er tilkominn í grunninn því þessar upplýsingar geta skorið úr um hvort pósturinn sé virkilega markpóstur eða ruslpóstur. Dæmi: Aðili óskar eftir upplýsingum um þjónustu fyr- irtækisins og gefur upp tölvupóst- fang sitt. Mörgum mánuðum seinna er þjónustunni breytt og fyrirtækið sendir viðkomandi upplýsingar um það með markpósti. Ef þessi aðili er búinn að gleyma því að hann hafði áður óskað upplýsinga mun hann líta á markpóst fyrirtækisins sem raslpóst. Ef hins vegar er bent á að viðkomandi hafi óskað eftir upplýs- ingum mun hann/hún líta á sending- una sem fyrsta flokks þjónustu. Ekki er síður mikilvægt að fjarlægja aðila úr gagnagrunninum sé þess óskað. Útlit og hönnun Tölvupóstsendingar geta verið af öllum toga; með myndum, tengiskjölum, lógóum og fleira. Hins vegar er best að senda hreinan texta og ekkert annað því hafa verður í huga að margir notast enn við 14.4 og 28.8 bita mótöld. Þessir aðilar hafa margt annað við tímann að gera en að bíða eftir að tölva þeirra opni ofhlaðinn markpóst. Þá skiptir heiti markpóstsins miklu máli og gilda tvær reglur þar um: Ekki nota HÁSTAFI í titillínu og ekki byrja á orðum eins og ,Athugið:“. Best er að setja nafn viðtakanda í titillínu og til- vitnun um að viðkomandi hafi óskað eftir upplýsingunum. Eg viðurkenni að ég opna þann markpóst sem mér berst því sem markaðsfræðingur tengist það starf- inu að fylgjast með hvernig verið er að nýta þennan miðil. Það er einmitt þess vegna sem ég rita þennan pistil því ég vil vara við rangri notkun raf- rænna markaðssetninga því þetta á eftir að verða mikilvægur miðill í samskiptum fólks og misnotkun á eftir að aukast. En með góðri skipu- lagningu era tölvupóstsendingar mjög hagkvæmur vettvangur mark- aðssetninga og á mikilvægi þeirra eftir að aukast er fram líða stundir því markaðsmenn og -konur þessa heims þurfa ávallt að leita nýrri og betri leiða til að ná til einstaklinga á markvissari og ódýrari hátt. Að lokum get ég ekki staðist freistinguna að greina frá því að á meðan ég var að skrifa þennan pistil barst eftirfarandi póstur inn í gegn- um póstkerfið mitt: „Mono 87,7 og Skugginn ætla að kveðja veturinn og taka á móti sumrinu í kokteil festival þann 21. aprfl. Húsið opnar kl. 21.58 og til 24.00 verður allt seyðandi og freyðandi í kokteilum. Láttu sjá þig-“ Markpóstur eða raslpóstur? Eg læt dómgreind þína taka afstöðu til þess. Þó vil ég taka það fram að ég er góður viðskiptavinur Skuggabars- ins en hlusta þó öllu meira á FM 957. Og þó að ég þekki þann sem sendi mér póstinn ekkert persónulega þá ætla ég samt að taka hann á orðinu og þiggja þetta „seyðandi og freyð- andi“ góða boð. Gleðilegt sumar. Höfundur er niarkaðsfræðingur og starfar hjá Islandsbanka. SKÁKDEILD Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni var stofnuð 23. september 1998. Sig- urður Pálsson er formaður henn- ar. Teflt er á þriðjudögum kl. 13. Nýlega voru veitt verðlaun fyr- ir haustmót sem haldið var í oktd- ber/nóvember sl. Veitt voru 1., 2., og 3. verðlaun ásamt farandbikar. Fyrsti verðlaunahafi varðveitir farandbikarinn í eitt ár. Fyrstu verðlaun hlaut Haraldur Á. Svein- björnsson, önnur verðlaun Lárus Johnsen og þriðju verðlaun Lárus Arnórsson. Skömmu eftir áramót var hald- ið meistaramót. Sams konar verð- laun voru veitt fyrir það. Fyrstu verðlaun hlaut Lárus Johnsen, önnur verðlaun Heiðar Þórðarson og þriðju verðlaun Haraldur A. Sveinbjörnsson. íslandsbanki gaf alla þessa 8 bikara ásamt þremur sem verða til afhendingar á næsta haust- móti. Skákdeildin þakkar af alhug þessa höfðinglegu gjöf. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Is- landsbanka, var viðstödd afliend- inguna. -------.......— Útvarp KR hef- ur útsendingar ÚTVARP KR, fm 104,5, hefur út- sendingar á Rauða ljóninu við Eiðis- torg á laugardaginn. Ætlunin er að útvarpað verði í sumar efni tengdu Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og leikjum félagsins. KR keypti nýlega Rauða Ijónið. KR-bandið mun leika fyrir gesti staðarins á fostudags- og laugar- dagskvöld. í fréttatilkynningu segir að lögð verði áhersla á að þjónusta vesturbæinga bæði í mat og drykk. Fegurðardrottning Is- lands valin á Broadway 23 stúlkur * keppa FEGURÐARDROTTNING íslands 1999 verður valin úr hópi 23 kepp- enda á Broadway föstudaginn 21. maí nk. Æfmgar era hafnar á sviðinu á Broadway og er það Kadri Hint, danshöfundur frá Eistlandi, sem sér um sviðsetningu og þjálfun stúlkn- anna. Undanfarnar vikur hafa þær æft líkamsrækt hjá Dísu í World Class. Förðun er í höndum Face, um hárgreiðslu sjá Hárstofan Spes og ‘ Karítas, neglur og aðra snyrtingu Heilsa og fegurð og brúni liturinn kemur frá Sólbaðsstofu Grafarvogs. Framkvæmdastjóri keppninnar er Elín Gestsdóttir. Söngvararnir Birgitta Haukdal og Kristján Gíslason úr sýningunum Abba og Prímadonnum syngja fyrir gesti og dansarar undir stjóm Kadri Hint koma fram milli innkomu kepp- enda en þær koma fram þrisvar um kvöldið þ.e. í tískusýningu frá Blues, Kringlunni, á Knickerbox baðfötum og á síðkjólum. Valin verða 5 sæti; ljósmyndafyrirsæta, vinsælasta stúlkan, Oroblu-stúlkan og einnig velja notendur Netsins netstúlkuna 1999. Slóðin er centram.is/netstulk- ^ an. Krýning verður upp úr miðnætti og að henni lokinni verður dansleik- ur með Skitamóral. Kynnir kvöldsins verður Bjarni Ólafur Guðmundsson en dómnefnd skipa: Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, ungfrú ísland 1996, Hrannar Péturs- son, fréttamaður, Hrafn Friðbjörns- son, framkvæmdastjóri, Andra Bra- bin, fyrirsæta, Þórarinn Jón Magn- ússon, útgefandi, Hákon Hákonar- son framkvæmdastjóri og Elín Gestsdóttir. Radisson S4S SAGA HOTEL REYKJAVÍK Hagatorg 107 Reykjavík lceland ftMMVetöÍ' * 9 " 9 *r\ r\ fýwýUt 77 Dagana 15. og 16. maí verður haldin í Sunnusal Radisson S.A.S. Hótel Sögu, glæsileg sýning á fjölbreyttu úrvali af vörum sem tilheyra stanga- veiðinni. Margvísleg tilboð í gangi. Heiðursgestur sýningarinnar er Stangaveiðifélag Reykjavíkur 60 ára, sem verður með sölu- og kynningarbás. Opnunartímar: Laugardagur 15. maí kl. 13-19 og sunnudagur 16. maí kl. 11-19. Aðgangseyrir kr. 300.- en frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Hver miði gildir sem happdrættismiði sem dregið verður úr í sýningarlok. Tugir glæsilegra veiðivinninga. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.