Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 72

Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 72
72 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ * KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Kirkjudagur aldraðra EINS og undanfarin ár er uppstign- ingardagur kirkjudagur aldraðra í kirkjum landsins. Þá er eldri borg- urum og fjölskyldum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu. Aldr- aðir taka virkan þátt í guðsþjónust- unni með söng og upplestri. Þarna gefst fjölskyldum tækifæri á að eiga hátíðarstund saman í kirkjunni sinni og á eftir bjóða félög innan kirkn- anna upp á góðar veitingar. Einnig eru víða í kirkjum sýningar á verk- um sem aldraðir hafa unnið í vetrar- staríinu. Utvarpsguðsþjónusta á vegum Ellimálanefndar þjóðkirkjunnar verður að þessu sinni frá Digranes- kirkju kl. 11. Prestur er sr. Magnús Guðjónsson. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngja undir stjóm Sig- urðar Bragasonar. Organisti er Kjartan Sigurjónsson. Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur alla til að koma í kirkju þenn- an dag og kynna sér það sem í boði er fyrir eldri borgarana og gleðjast með þeim á kirkjudegi aldraðra. Dagur eldri borgara í Graf- arvogskirkju UPPSTIGNIN GARDAGUR er í kirkjunni tileinkaður eldri borgur- um safnaðanna. í Grafarvogskirkju verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður dagsins er Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og forrnaður eldri borgara í Reykjavík. í kirkjunni verður haldin sýning á munum og listaverkum sem eldri borgarar hafa unnið í vetur undir umsjón og leiðsögn Unnar Malmquist. Séra Vigfús Þór Árna- son og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir Fríkirkjan í Reykjavík Uppstigningardagur Dagur aldraðra Sameiginleg guðsþjónusta Dómkirkju- og Fríkirkjusafnað- arins kl. 14.00. Séra Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson predikar. Einsöngur: Þorgeir Andrésson óperusöngvari. Organisti og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík. Safnaðarfólki er boðið til kaffidrykkju í eftir messu í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Vorferð barnastarfsins laugardaginn 15. maí. Lagt verður af stað kl. 11.00 frá kirkjunni og farið i Vatnaskóg. — _i J. © ® ® ffl ® sb tnj tm ud m tm ct ud -A 1 L þjóna fyrir altari og kór Grafarvogs- kirkju ásamt Unglingakór kirkjunn- ar syngja undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista. Boðið er til kaffisamsætis af sókn- arnefnd og Safnaðarfélagi Grafar- vogsldrkju að lokinni guðsþjónustu. Prestamir. Uppstigningar- dagur í Seltjarn- arneskirkju UPPSTIGNINGARDAGUR verður haldinn hátíðlegur í Seltjarnarnes- kirkju, sem dagur aldraðra í ár, fimmtudaginn 13. maí. Hátíðin hefst með messu Jd. 14. Prestur er sr. Guðný Hallgrímsdóttir og organisti er Sigrún Steingrímsdóttir. Kór Sel- tjarnameskirkju syngur. Eftir messuna verður veislukaffi í safnað- arheimilinu. AJlir eldri bæjarbúar á Seltjarnarnesi eru sérstaldega vel- komnir með gesti sína í kirkjuna þennan dag svo og allir þeir sem vilja taka þátt í þessari hátíð í kirkj- unni. Dagur eldri borgara í Laug- arneskirkju Á UPPSTIGNINGARDEGI er haldin guðsþjónusta í Laugarnes- Jdrkju kl. 14. Þar mun kór Laugar- nesldrkju flytja messu eftir Haydn í stað hefðbundins tónlags undir stjóm Gunnars Gunnarssonar org- anista. Laufey Geirlaugsdóttir syng- ur einsöng. Fulltrúar úr þjónustu- hópi kirkjunnar flytja ritningartexta og prestur er sr. Bjami Karlsson. Að messu loldnni em kaffiveitingar í boði safnaðarins. Vorferð barna- starfs Fríkirkj- unnar VORFERÐ barnastarfs Fríkirkj- unnar í Reykjavík verður farin laug- ardaginn 15. maí nk. Lagt verður af stað frá ldrkjunni ld. 11 og farið í Vatnaskóg. Þátttaka tilkynnist í síma 553 6787 og í síma 552 7270 fyrir hádegi á föstudag. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 21. Langholtskirkja. Opið hús föstudag kl. 11-13. Létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrirbænastund fóstu- dag ld. 12.10. Eftir stundina er súpa og brauð. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn föstudag ld. 10-12. Breiðholtsldrlga. Mömmumorgunn á föstudögum Jd. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestr- ar, létt spjall og kaffi og djús fyrir bömin. Kyrrðarstundir í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, fyrirbænir, alt- arisganga og léttur hádegisverður. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára böm kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag ld. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða ltírkjuvarð- ar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára böm frá kl. 17-18.30 í safhaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur ld. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar ld. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf íyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn milli Jd. 10-12. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundir alla fimmtudaga kl. 18. Keflavíkurkirkja. Kirkjudagur eldri borgara. Guðsþjónusta kl. 14. Böm borin til sldmar. Eldri borgar- ar lesa lexíu og pistil. Lilja G. Hall- grímsdóttir, djákni, prédikar og þjónar íyrir altari ásamt sóknar- presti. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organist Einar Örn Einars- son. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14 guðsþjónusta helguð eldri borg- urum. Rúta fer frá Hraunbúðum í kirkjuna. Messukaffi á degi aldr- aðra í boði Kvenfélags Landaldrkju. Kl. 20.30 unglingar! Opið hús í KFUM & K húsinu. Hjálpræðisherinn. Uppstigningar- dagur kl. 20.30. Samkoma í umsjón systranna. Allir hjartanlega vel- komnir. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Grindavíkurkirkja. Helgistund í kirkjunni. Eldri borgarar frá Mos- fellsbæ koma í heimsókn ásamt sóknarpresti, sr. Jóni Þorsteinssyni. Fíladelfía. Unglingasamkoma fóstudag ld. 20.30. Mikill og hress söngur. AJlir velkomnir. Caritas á Islandi Söfnun fyrir holdsveik börn á Indlandi gekk vel FOSTUSOFNUN hjálparstofn- unar kaþólsku kirkjunnar, Carit- as, var gerð til þess að styrkja holdsveik börn á Jeevodaya-mið- stöðinni á Indlandi. Söfnunar- fénu verður varið til að sjá böm- unum fyrir nauðsynlegri að- hlynningu og kennslu. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, for- manns Caritas á íslandi, hafa safnast 240.000 krónur og eru gjafir enn að berast. Þetta er það mesta sem safnast hefur í föstusöfnun Caritas hér á landi. Þennan góða árangur er fyrst og fremst að þakka velvild þeirra fjölmörgu einstaklinga sem lagt hafa söfnuninni lið og vill Caritas á Islandi færa öllum þeim sem það gerðu bestu þakk- ir, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. verður Sprækir öðlingar SKÁK Tafl félag Reykjavfkur HRAÐSKÁKMÓT ÖÐLINGA 6. maí 1999 ÞEIR Júlíus Friðjónsson og Jón G. Friðjónsson sigmðu á Hraðskák- móti öðlinga sem fór fram 6. maí. Þeir hlutu báðir 11 vinninga í þrett- án umferðum. Öðlingamótin njóta mikilla vinsælda, en þau era fyrir skákmenn sem náð hafa 40 ára aldri. Úrslit urðu sem hér segir: 1.-2. Júlíus Friðjónsson 11 v. 1.-2. Jón G. Friðjónsson 11 v. 3. Bragi Halldórsson lOVz v. 4. Jón Torfason 9 v. 5. -6. Ögmundur Kristinsson 8 v. 5.-6. Jóhann Öm Sigurjónsson 8 v. 7.-8. Ingimar Jónsson 7‘/2 v. 7.-8. Kristján Örn Elíasson 7!/2 v. o.s.frv. Þátttakendur vora 14. Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson. Hraðskákmótið var haldið í kjöl- far Skákmóts öðlinga, sem áður hef- ur verið getið hér í skákþættinum. Þar vora tefldar sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Skáluneistari öðlinga 1999 varð Júlíus Friðjónsson, en hann hlaut 5VÍ: vinning. Júhus tapaði í fyrstu umferð fyrir Vigfúsi Ó. Vig- fússyni og náði ekki að tryggja sér efsta sætið fyrr en í síðustu umferð þegar sigurvegarinn frá því í fyrra, Jón Torfason, tapaði fyrir hinni gamalreyndu kempu Sverri Norð- fjörð. Keppt var um veglegan far- andbikar sem gefinn var af Nesti. Úrsht öðhngamótsins urðu sem hér segir: 1. Júlíus Friðjónsson 5'/2 v. 2. Vigfús Ó. Vigfússon 5 v. 3. Jón Torfason 5 v. 4. Sverrir Norðfjörð 5 v. 5. Magnús Gunnarsson 4 v. 6. Hörður Garðarsson 4 v. 7. Ágúst Ingimundarson 3'á v. 8. Haraldur Haraldsson 3‘/2 v. 9. Bjarni Magnússon 3‘/2 v. o.s.frv. Eftirfarandi skák var tefld á Skákmóti öðlinga. Sverrir fær held- ur rýmri stöðu eftir byrjunina og eftir að Jón skiptir upp á ridduram nær Sverrir að hrista leikfléttu fram úr erminni eins og hann er þekktur fyrir. Eftir það er eftirleik- urinn auðveldur. Hvítt: Sverrir Norðfjörð Svart: Jón Torfason Caro-Kann vörn [B18] l.e4 c6 2.d4 d5 3.Rc3 dxe4 4.Rxe4 Bf5 5.Rg3 Bg6 6.RÍ3 Oftast leikur svartur hér 6...Rd7 til að koma í veg fyrir Re5. 6...e6 7.h4 h6 8.Re5 Bh7 9.Bc4 Rd7?! Betra er 9...Rf6 til að geta svarað 10.De2 með 10...Rd5 eftir textaleildnn situr svartur uppi með heldur þrengra tafl. 10.De2! Rxe5 ll.dxeð Re7 12.c3 með hugmyndinni Bd2 og 0-0-0. 12...Dd7 Upphafið að rangri áætlun. Betra er 12...Rd5 13.Bd2 Dc7 og langhróka í kjölfarið. 13.Be3 Rf5? Jón áttar sig eldd á því að riddarauppsldptin eru hvítum í hag. Ennþá var eldd of seint að sldpta um áætlun með 13...Rd5. 14.Hdl Dc7 15.Bf4 Rxg3 16.Bxg3 Be7?! Sér greinilega ekki fléttu Sverris, en eftir 16...Hd8 17.0-0 Be7 18.Hxd8+ Dxd8 19.Hdl Dc7 20.Dg4! er svarta staðan mjög óþægileg. 17.Dg4 0-0 18.Bxe6!! h5 Ef 18...fxe6 19.Dxe6+ Hf7 20.Dxf7+! Kxf7 21.e6+ og vinnur sldptamun. 19.Dc4 Had8 20.Bxf7+! Kh8 20...Hxf7 21.Dxf7+ Kxf7 22.e6+ og hvítur verður skiptamun yfir. 21.Bxh5 Með þrem- ur peðum yfir verður Sverri ekki skotaskuld úr að landa vinningnum. 21...b5 22.De2 Hxdl+ 23.Dxdl Hd8 24.Dg4 Da5 25.0-0 Dxa2 26.Bg6 Bxg6 27.Dxg6 Dxb2 28.e6 Hf8 29.Be5 Bf6 30.e7 Bxe7 31.Dxg7 1-0 Hraðskákmót Lundar Meistararmót Lundar í hraðskák fór fram 9. maí í húsakynnum LASK skákklúbbsins í Lundi í Sví- þjóð. Jens Riis sigraði á mótinu, en í 2. -4. sæti urðu Gunnar Finnlaugs- son, Nejib Bouaziz og Fredrik Flyckt. AJlir verðlaunahafarnir era í LASK. Sonsbeek SNS skákmótið Sonsbeek SNS skákmótinu sem fram fór í Arnhem í Hollandi er nú lokið. Tefld var tvöföld umferð, allir við alla. Úrslit urðu þessi: 1.-2. Korchnoi, Sadler 4 v. 3. Nijboer 2!4 v. 4. Xie Jun V/2 v. Junior teflir við ísraela Tilraunaútgáfa af Junior 5.x skákforritinu tefldi á mánudaginn tveggja skáka einvígi við stór- meistarann Boris Gelfand. Tíma- mörkin voru 30 mínútur á skák, auk þess sem 20 sekúndur bættust við tímann fyrir hvern leik. Úrslit urðu þau, að Junior sigraði IV2-V2. Junior keyrði á Compaq Proline 550 tölvu með fjórum 450Mhz Xe- on-Pentium III örgjörvum. Með þessu náðust u.þ.b. þreföld afköst miðað við einn örgjörva. Innra minni tölvunnar var 500Mb. Junior skoðaði u.þ.b. 1.300.000 stöður á sekúndu. Með þessari uppsetningu kalla höfundar forritið Deep-Juni- or! Samhliða keppninni við Gelfand fór einnig fram keppni milli ísra- elska Ólympíuliðsins og Junior. Tímamörkin voru klukkustund á skák. Boris Alterman og Lev Psak- his gerðu jafntefli við Junior, Yona KosashviH vann, en Boris Avruch tapaði. í þessari keppni keyrði Junior á venjulegum PC tölvum með Pentium III örgjörvum. ísraelska skáksambandið stóð fyrir þessari keppni sem fór fram í Tel-Aviv í ísrael. Höfundar Junior eru ísraelarnir Amir Ban og Shay Bushinsky. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sem eru á dagskrá má senda til umsjónarmanna skák- þáttar Morgunblaðsins. Tölvupóst- fangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 15.5. Grand-Rokk. Hraðskákmót kl. 14 17.5. Hellir. Fullorðinsmót (25+ ára) 27.5. Meistaramót Skákskólans 29.5. SÍ - Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót Athugið að þar sem ákveðið hef- ur verið að Meistaramót Skákskól- ans hefjist 27.5. fellur niður helg- aratskákmót Hellis sem átti að fara fram um þá helgi. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.