Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 81 FÓLK í FRÉTTUM Maður gleym- ir öllu öðru Þegar Andrés og Ásgeir voru litlir fengu þeir báðir gítar sem þeir hentu inn í skáp eftir stundarglamur. Þegar þeir urðu stór- ir, urðu þeir gítarleikarar og sögðu Hildi Loftsdóttur að þeir gætu ekki hugsað sér neitt annað starf. ÞAÐ ER spenna í loftinu í Tónlist- arskóla FIH við Rauðagerði, þar sem vorprófin standa yfír. Steikj- andi hiti fyrir utan og þvalir putt- arnir renna til á strengjum og pí- anónótum. Blaðamanni tekst að þefa uppi þá tvo nemendur sem eru að útskrifast; Ásgeir Ásgeirsson og Andrés Þór Gunnlaugsson. Þeir eru báðir djassgítarleikarar, auk þess sem Ásgeir er að líka að útskrifast sem ryþmískur kennari, en þetta er í fyrsta sinn sem Tónlistarskóli FIH útskrifar kennara. Enga þörf fyrir 9 til 5 vinnu ANNAÐ KVÖLD heldur Andrés útskrifartónleika kl. 20 í sal FÍH, en Ásgeir sína á sunnudagskvöld kl. 19.30. Það er eins gott fyrir strákana að standa sig, því sjö ára námsferill þeirra 1 skólanum verður dæmdur þar, og mun fylgja þeim inn í framtíðina. - Eruð þið ekkert stressaðir? Ásgeir: „Nei, nei, þetta verður ekk- ert mál!“ Andrés: „Bara smá, ég var miklu verri um síðustu helgi. Annars er- um við búnir að vinna vel, það skiptir miklu máli. Maður vill auð- vitað gera yel." Ásgeir: „Ég er á leiðinni til Am- sterdam að sækja um tónlistarhá- skóla þar, þannig að það er eins gott að standa sig á öllum vígstöðv- um.“ Andrés: „Ég er líka að pæla í fram- haldsnámi í Islendinganýlendunni Amsterdam, en ætla að doka við í ár eða svo á meðan konan mín lýk- ur við Háskólann." Andrés og Ásgeir hafa fyrir löngu fengið meira en smjörþefínn af atvinnumennskunni, og var Andrés í hljómsveitinni Sixties í þrjú ár. Ásgeir er nýhættur í Sól- dögg og var áður í sýrudjasssveit- inni Sælgætisgerðinni. -Eftir að gítarinn var sóttur í skápinn, hefur stefnan alltaf verið Morgunblaðið/Þorkell ÁSGEIR og Andrés djassgítarleikarar halda útskriftarténleika á fóstudags- og sunnudagskvöld. að verða atvinnugítarleikari? Ásgeir: „Kannski svona seinustu fjögur árin, því það hefur verið nóg að gera. Þegar maður hefur bara spilað á gítar í þetta langan tíma hefur maður enga þörf fyrir að fá sér níu til fimm vinnu.“ Andrés: „Maður bara gleymir öllu öðru.“ Fólkið gefur orku - Blasir framtíðin björt við ykk- ur? Ásgeir: „Já, mér líst vel á að vera að fara til Hollands næstu þrjú árin með fjölskylduna." - Er ekki sífellt ströggl að vera tónlistarmaður? Andrés: „Að vissu leyti. Það gengur misvel hjá manni. Stundum hefur maður nóg að gera án þess að vera í föstu bandi.“ - Mynduð þið mæla með þessum skóla fyrir þá sem viija fara sömu leið og þið? Ásgeir: „Já, kennararnir eru mjög góðir og metnaðarfullir. Skólinn verður sífellt betri, því það eru alltaf nýir hljóðfæraleikarar að koma heim frá útlöndum, og þeir koma flestir inn í kennsluna. Er- lendir hljóðfæraleikarar segja Is- lendingana á heimsmælikvarða, þeir séu bara svo fáir.“ Andrés: „Eins og Friðrik Karlsson og Skúli Sverrisson. Þeir eru rjóm- inn.“ - Ef þið verðið jafngóðir gítar- leikarar og Friðrik, komið þið þá afturheim? Andrés: „Við erum báðir fjöl- skyldumenn og verðum að taka til- lit til þess, en auðvitað yrði rosa freistandi að vera erlendis þar sem allt er að gerast.“ - Lokaorð til lesenda? Ásgeir: „Það væri gaman að sjá sem flesta á tónleikunum.“ Andrés: „Það er nauðsynlegt að fá fólk á tónleikana. Þá verður ein- beiting svo góð, og einhvern veginn þá gefur fólkið manni orku.“ Tónelsk tíska ALÞJÓÐLEGI fataframleiðandinn Triumph sýndi undirfatatísku vetrarins í Japan nýverið. Tals- maður fyrirtækisins sagði að markmiðið væri að hanna glæsi- legan, rómantískan og kynæsandi undirfatnað og ætla má að tónlist- armenn fái að minnsta kosti fiðr- ing í magann þegar þeir sjá dömu með g-lykla og nótur um háls sér og höfuð. Vélhundar með innsæi Á RÁÐSTEFNU Sony í Japan ný- verið var vélhundurinn Aibo til sýnis. Vélhundurinn getur Ijáð ýmsar tilfinningar og getur bæði brugðist við ytra áreiti og einnig af eðlisávísun. Útlit hundsins er þó enn langt frá því að vera „eðli- legt“ og því er ekki víst að honum verði klappað mikið og klórað bak við eyrun þótt hann óski þess. KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnír rómantísku gamanmyndina Kraftur náttúrunnar, eða Forces of Nature, með þeim Söndru Bullock og Ben Affleck í aðalhlutverkum. Lífíð er skrýtið og skemmtilegt menn muna eftir úr sjónvarpsþætt- inum Laus og liðug er hér í sínu síð- asta kvikmyndahlutverki, en hann lést fyrir stuttu. Hann leikur Steve sem er fyrrverandi kærasti Bridget, væntanlegrar eiginkonu Ben. Aðrir leikarar f stórum hlutverkum eru Steve Zahn sem nýlega lék í Úr aug- sýn með George Clooney og Jenni- fer Lopez og í myndinni Þú hefur fengið póst með þeim Tom Hanks og Meg Ryan. Blythe Danner, mamma Gwyneth Paltrow, fer einnig með stórt hlutverk í mynd- inni sem leikstýrð er af Bronwen Hughes. Hún hefur áður leikstýrt bamamyndinni Harriet the Spy, auk þess að hafa gert fjölda heimild- armynda fyrir sjónvarp. BRONWEN Hughes, leikstjóri myndarinnar. SANDRA BULLOCK og Ben Affleck í hlutverk- um sínum. Frumsýning BEN (Ben Affleck) er á leið- inni til Savannah frá New York til að ganga í hjónaband með Bridget (Maura Tiemey). Allt gengur eftir áætlun þar til hann hittir Söra (Söndm Bullock) sem er æði sérstök. Þau era bæði að taka sömu flugvélina en sú ferð á eftir að verða talsvert öðruvísi en hann hafði búist við. Aðstæður sem Ben hefði aldrei getað ímyndað sér að lenda í verða að veruleika og hin villta og hugmyndaríka Sara kemur róti á tilfinningar hans. Líf hans sem var allt þaulskipu- lagt og traust breytist eftir þessi kynni og hann kemst að því að lífið getur gjörbreyst þegar síst varir og enginn veit hvað er handan næsta horas. Sandra Bullock sem vann hug og hjörtu Banda- rflcjamanna sem góða stúlkan úr næsta húsi er í þessari nýjustu mynd sinni talsvert frá- brugðin því sem menn eiga að venjast. Sara er nefnilega ekki þessi týpíska góða stúlka og Sandra Bullock er því að takast á við sitt villtasta hlutverk til þessa. Sandra segist lengi hafa beðið eftir tækifæri til að fá að túlka fjölbreyttari per- sónur en henni hefði auðnast til þessa, en iðulega er erfitt að komast frá fastmótaðri ímynd sinni í Hollywood. Ben Affleck komst fyrst í fréttim- ar þegar hann ásamt Matt Damon unnu til Óskarsverðlauna fyrir myndina Good Will Hunting. Ný- lega mátti sjá hann i Ástfóngnum Shakespeare á móti Óskarsverð- launahafanum Gwyneth Paltrow. Hann varð strax hrifinn af handriti Krafts náttúrunnar og ekki spillti mótleikkonan fyrir áhuganum. David Strickland sem Stutt Lifað á Netinu einu saman ►ER HÆGT að lifa af Netinu einu saman? Fjórir sjálfboðalið- ar munu finna svarið við því á næstunni því þeir munu verða lokaðir inni í 100 klukkustund- ir og hafa meðferðis einungis greiðslukort, baðslopp og að- gang að Netinu. Þátttakendurnir fjórir verða hver í sínu herberginu og verða að reiða sig á Netið til að geta nálgast fæði og afþrey- ingu. Einnig er fyrirhugað að fólkið muni halda áfram með sína daglegu iðju, og ætlar einn þeirra t.a.m. að tefla skák á Netinu meðan annar hyggst leita sér að atvinnu. Atferli þátttakendanna, sem eru tvær konur og tveir karl- menn á aldrinum 30-67 ára, mun verða numið af tölvufor- riti sem hannað var af Helen Petrie frá háskólanum í Hert- fordshire. Hún vonast til að rannsóknin gefi vísbendingu um það hvernig fólk bregst við því að geta eingöngu haft sam- band við umheiminn í gegnum Netið. Nemendur vilja berja kennara ►MEIRA en tíu þúsund nemendur í Bangladesh hafa verið reknir úr skóla fyrir að skrifa ritgerðir beint upp úr bókum. Þeir krefjast þess að mega svindla á prófum og berja kennara að sögn talsmanns menntamála í Bangladesh. Hann bætti við að meira en hálf milljón nemenda hefði mætt í prófin sem hófust á fimmtudaginn víðs vegar um landið og eftir aðeins tvö próf var komin upp alvarleg staða og gripið til þess ráðs að reka verstu uppreisnarseggina. Ofbeldi ríkti í skólum fyrstu tvo dagana í prófunum og voru kenn- arar t.a.m. grýttir og kveikt var í skólastofum. Nemendur voru æfir yfir að mega ekki svindla á prófun- um, rifu prófblöðin og réðust á prófdómarana. Skólayfirvöld hafa lýst miklum áhyggjum yfir því að notaðar séu óheiðarlegar aðferðir í prófum, en standa ráðþrota gagnvart æstum nemendum. Þá varð kátt í höllinni ►IMELDA Marcos, fyrrver- andi forsetafrú á Filippseyj- um, mætti aftur til forsetahall- arinnar í Manilla á mæðradag- inn en þangað hefur hún ekki komið í 13 ár. Tilefnið var að Borgararáðið útnefndi hana „fyrirmyndarmóður“ og var frúin, sem er á sjötugasta ald- ursári, ánægð með titilinn. „Ég er komin hingað aft.ur ... en dásamlegt. Það er mæðra- dagur, dagur kærleikans,“ sagði hún fréttamönnum og svo virtist sem hún hefði aldrei yfirgefið höllina. Imelda var meðal þrjátíu mæðra sem voru tilnefndar og var hún valin fyrir að styðja börnin sín til mennta og í starfi og vegna þess starfs sem hún vann í þágu fátækra á valdatíma eiginmannsins. Imelda hafði ekki komið til hallarinnar síðan bylting var gerð í landinu og fjölskylda hennar hrakin til Hawaii árið 1986. Með þeim aðgerðum var bundinn endi á harðstjórnartíð forsetans Ferdinands Marco. 4 v
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.