Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 92
Aðsendar greinar á Netinu
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Tuga milljóna
tjón í eldi
Iðgj aldagreiðslur
LÍtí til VSÍ hækka
TALIÐ er að tjónið sem varð í
eldsvoða í fyrirtækjunum
Barnagamni og Pólýhúðun á
Smiðjuvegi í gær nemi allt að
100 milljónum kr. Allt tiltækt
slðkkvilið var kallað á staðinn.
Starfsmaður fyrirtækjanna var
í hættu staddur á kaffístofu á
millilofti en það tókst að bjarga
honum á síðustu stundu.
Eldurinn kom upp um eitt-
leytið í gær og magnaðist á
örskotsstundu. Þegar slökkvi-
lið kom á staðinn logaði upp úr
þaki í vesturhluta hússins. Var
lögð áhersla á að koma í veg
fyrir útbreiðslu eldsins í við-
byggingar og tókst það.
Olafur Baldvinsson, eigandi
fyrirtækjanna, segir að tjón á
húsi, tækjabúnaði og lager
nálgist 100 milljónir króna.
Hann segir að vatnsskortur hafi
háð slökkvistarfinu í a.m.k.
fimmtán mínútur og á meðan
haf! húsið orðið alelda.
Jón Viðar Matthíasson vara-
slökkviliðssljóri segir að ekki
hefði tekist að bjarga húsinu
þótt aðgangur að vatni hefði
verið greiðari. Húsið hafi verið
illa farið þegar að var komið.
■ Starfsmenn/6
SJÁVAR ÚTVEGSFYRIRTÆKI,
sem aðild eiga að LIU, munu greiða
iðgjöld til Samtaka atvinnulífsins
sem hlutfaO af heildarlaunum sjó-
manna, en ekki sem hlutfall af kaup-
tryggingu þeirra eins og verið hefur.
Iðgjald til samtakanna mun hins
vegar lækka úr 0,34% niður í 0,21%
og hefur það þá lækkað um helming
á tíu árum.
Aðalfundur VSI samþykkti í gær
tillögu um stofnun Samtaka atvinnu-
lífsins í haust, en aðild að þeim munu
eiga m.a. Vinnumálasambandið og
Samband íslenskra viðskiptabanka.
Fyrirtæki sem aðild eiga að Vinnu-
málasambandinu munu kaupa sig
inn í vinnudeilusjóð VSÍ með tæp-
lega 11 milljóna eingreiðslu. I sjóðn-
um eru núna tæplega 1.200 milljónir
og hefur sjóðurinn vaxið um einn
milljarð á tíu árum.
Meðal nýmæla í skipulagi SA er að
gert er ráð fyrir að fyrirtæki geti
fengið aðild að samtökunum án þess
að framselja þeim umboð til að gera
kjarasamninga. Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri VSI, segir
að áhugi hafí komið fram hjá fyrir-
tækjum í hugbúnaðargerð á að fá að-
ild að SA án þess að framselja um-
boð til kjarasamningagerðar og
sjálfsagt sé að koma á móts við þessi
sjónarmið. Laun í hugbúnaðarfyrir-
tækjum lúti ekki sömu lögmálum og
laup í fyrirtækjum almennt.
Á aðalfundinum lýsti Davíð Odds-
son forsætisráðherra því yfir að sala
á Landssíma og ríkisbönkunum gæti
verið mikilvægur hluti aðgerða til að
auka sparnaðí þjóðfélaginu.
Ólafur B. Ólafsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, gaf þá yfirlýsingu á fund-
inum að VSI myndi við gerð næstu
kjarasamninga leita eftir nýjum
lausnum á fyrirkomulagi fæðingar-
orlofs þannig að greiðslur tækju mið
af tilteknu hlutfalli reglubundinna
launa.
■ Starfsmenn/12
ELDTUNGUR stóðu út úr húsinu þegar að var komið.
Morgunblaðið/Júlíus
Spáð auknum
verðbólgu-
þrýstingi
VÍSITALA neysluverðs miðað við
verðlag hefur undanfarna þrjá mán-
uði hækkað um 1,5% sem jafngildir
6,2% verðbólgu á ári, að sögn Hag-
stofu Islands. Hún birti í gær niður-
stöður könnunar sem gerð var í byrj-
un maímánaðar á verðlagi þá.
Hækkunin frá fyrra mánuði var
0,5% og er vísitalan nú 187,3 stig.
Matvæli höfðu í maíbyrjun hækkað
um 1%, fatnaður og skór um 2,5% og
bensín ogplía um 2,1%.
Birgir Isleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segist aðspurður ekki
telja ástæðu til ótta þrátt fyrir þess-
ar tölur í maí. Hins vegar horfi málið
öðruvísi við ef framhald verði á þess-
ari þróun næstu mánuði. Ymislegt
valdi því að vísitalan sé að jafnaði
hærri- í maí en ella, það hafi hún
einnig verið í fyrra. Hafa beri í huga
að vorútsölur séu nú búnar en þær
valdi verðlækkunum á fatnaði.
Einnig hafi erlent grænmeti nú orðið
að þoka fyrir innlendu sem er dýrara
og þrýstir verðlagi upp.
Áðspurður um gengið, sem hefur
sigið nokkuð síðustu mánuði, segii-
Birgir ísleifur að líklegt sé að að-
dragandi kosninga hafi eins og alltaf
haft neikvæð áhrif á gengið, óvissa
sé slæm fyrir gengi gjaldmiðla.
■ Verðbólga gæti aukist/C2
Fiskrétta-
verksmiðja
á Rif
FYRIRHUGUÐ er stofnun
fiskréttaverksmiðju á Rifi á
Snæfellsnesi og er áætlað að
framleiðsla hefjist í verksmiðj-
unni í haust. Áð stofnun verk-
smiðjunnar standa Humall ehf.,
Frostfiskur ehf., Klumba ehf.
og Hraðfrystihús Hellissands.
Verksmiðjan tekur við rekstri
Humals ehf. og heldur áfram
þeirri framleiðslu sem Humall
hefur staðið að undanfarin ár,
auk þess sem áhersla verður
fögð á frekari þróun fiskrétta.
Stofnað hefur verið félag um
rekstur verksmiðjunnar og er
nú unnið að frekari undirbún-
ingi. Þegar hafa verið fest kaup
á húsnæði á Rifi sem hýsa mun
starfsemina.
■ Tekur til starfa/30
EFTA-dómstóllinn gefur álit fyrir Hæstarétti Islands í máli Fagtúns
Skilyrði um íslenskar þak-
einingar ekki réttlætanlegt
EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg telur í ráðgef-
andi áliti sínu að ekki sé unnt samkvæmt EES-
samningnum að réttlæta skilyrði sem byggingar-
nefnd Borgarholtsskóla í Reykjavík setti um að
nota skyldi íslenskar þakeiningar við byggingu
skólans. Nefndin fór fram á þetta við lægstbjóð-
anda þegar gengið var frá verksamningi við hann.
Hæstiréttur Islands óskaði eftir ráðgefandi
áliti EFTA-dómstólsins vegna máls sem Hæsti-
réttur hefur til meðferðar en áfrýjandinn, Fag-
tún ehf., sem átti lægsta tilboð í byggingu Borg-
arholtsskóla, gerði ráð fyrir að við verkið yrðu
notaðar einingar sem fyrirtækið flytur inn frá
Noregi.
Dómstóllinn taldi að ákvæði í opinberum verk-
samningi sem tekið er upp í samninginn að kröfu
samningsyfirvalds eftir að útboð hefur farið
fram, þ.e. að nota skyldi íslenskar þakeiningar,
feli í sér ráðstöfun sem hefur samsvarandi áhrif
og magntakmarkanir á innflutningi en 11. grein
EES-samningsins bannar slíkar magntakmark-
anir. Telur dómstóllinn slíka ráðstöfun ekki rétt-
lætanlega en samkvæmt 13. gr. EES-samnings-
ins geta takmarkanir verið lögmætar vegna mik-
ilvægra sjónarmiða svo sem um vemd lífs og
heilsu manna.
Þá taldi dómstóllinn ekki skipta máli að skil-
yrði um smíði þakeininga innanlands var ekki
sett fram fyrr en að því kom að ganga frá verk-
samningi þar sem ekki yrði skilið á milli útboðs-
ins sjálfs og samningsgerðarinnar. Akvæðið væri
talið til þess fallið að koma í veg fyrir að innflutt-
ar þakeiningar yrðu notaðar og fæli því í sér tak-
markanir á viðskiptum í skilningi áðumefndrar
11. greinar.
Ekki búið
Að sögn Jakobs R. Möllers lögmanns Fagtúns
ehf. er dómsmálið sem er til meðferðar hjá
Hæstarétti ekki búið þótt álit EFTA dómstóls-
ins sé komið, því áfrýjandi á eftir að sýna fram á
það fyrir Hæstarétti að hin ólögmæta aðgerð
byggingarnefndar Borgarholtsskóla hafí valdið
áfrýjanda tjóni og hversu mikið það tjón var.
„Ur þessu mun Hæstiréttur skera auk þess sem
Hæstiréttur mun skera úr um það hvaða stöðu
álit EFTA dómstólsins hefur fyrir íslenskum
dómstóli,“ segir Jakob.