Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 4

Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landssíminn boðar verulegar hækkanir á afnotagjöldum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningur við fyrsta viðskiptavin simaþjónustu Landsnets handsalað- ur. Stefán Snorri Stefánsson, t.v., framkvæmdastjóri Landsnets, og Guðmundur Hafsteinsson, skrifstofustjóri Atlanta hf., takast í hendur. Lengsttil vinstri, við hlið Stefáns, stendur Atli Viðar Jónsson hjá Lands- neti og lengst til hægri er Jón Ágúst Reynisson hjá Atlanta. N etþj ónustufy rirtækið Landsnet ehf. á símamarkaðinn Býður ódýrari utanlandssímtöl LANDSSÍMI íslands hefur boðað verulega hækkun á afnotagjaldi fyr- ir síma en á móti mun skrefagjald lækka. Islandssími lýsir sig reiðu- búinn til að bjóða í rekstur á not- endalínum Landssímans. Eyþór Arnalds, forstjóri Islandssíma, gagnrýnir boðaða hækkun á afnota- gjaldinu og segir hana einkum koma niður á þeim sem minnst nota síma en þurfa þó á honum að halda sem öryggistæki, eins og t.d. aldrað fólk. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssíma Islands, segir ljóst að Landssímanum sé skylt að leiðrétta gjaldskrána samkvæmt fjarskipta- löggjöf sem gildir innan EES. Þórarinn segir að kveðið sé á um það í frumvarpi til fjarskiptalaga að leggja eigi fyrir Póst- og fjarskipta- stofnun sem nýjastar upplýsingar um kostnað af notendalínunum eigi síðar en 1. mars næstkomandi. Póst- og fjarskiptastofnun á síðan að ljúka sinni umfjöllun um upplýsingarnar fyrir 1. apríl. Til séu góðar upplýs- ingar um rekstrarkostnaðinn síðast- liðin þrjú ár. „Við vitum að það hefur verið greitt mikið með þessum þætti. Við innheimtum ekki nema 300 krónur á mánuði með virðis- aukaskatti fyrir notendalínuna á sama tíma og gjaldið er trúlega hvergi undir 1.000 krónum í nálæg- um löndum og sums staðar upp und- ir 2.000 krónur. Það er ekkert í kostnaðaruppbyggingunni sem gef- ur það til kynna að í okkar dreifbýla landi sé þessi kostnaður minni. Við erum því að horfa til verulegrar hækkunar á afnotagjaldinu sem aft- ur kemur fram í því að aðrir þættir í gjaldskrá munu lækka. Það var ein- kenni á gjaldskrám allra evrópskra ríkissímafélaga að afnotagjöld voru lág, langlínugjöld voru há og út- landasamtöl voru feiknadýr. Þetta er að breytast á þann veg að afnota- gjöldin munu standa undir notenda- línunum og lækkanir á hinum þátt- um símþjónustunnar eru þegar orðnar mjög miklar. Við erum komnir nokkuð áleiðis í því ferli. íslandssími vill bjóða í rekstur á notendalínum Landssímans Fyrsti þátturinn var sá að afnema langlínutaxta hér á landi og gera ís- land að stærsta gjaldsvæði í Evrópu á þeim tíma. Lækkanir í útlandasím- tölum eru þegar byrjaðar að koma fram. Við höfum ekki tekið ákvarð- anir um aðra þætti en sjáum þó fyrir okkur að stofngjöld í kerfinu munu lækka,“ segir Þórarinn. Hann segir að sjálfsagt sé hægt að halda því fram að hækkun afnota- gjalds komi þyngst niður á þeim sem minnst nota síma, eins og t.d. öldr- uðum. Það breyti því þó ekki að reglur Evrópusambandsins séu mjög skýrar og kveði á um það að af- notagjaldið eigi að vera leigugjald fyrir þann búnað sem notandinn hef- ur einn og sér. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort við reynum að mæta þessu með einhverjum sér- stökum tilboðum, hugsanlega til sér- stakra hópa, en við munum reyna að gera þessar breytingar sem ein- faldastar og sársaukaminnstar fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Þórarinn. Hækkun boðuð þar sem engin samkeppni er Eyþór Arnalds, forstjóri íslands- síma, segir að hér sé það sama upp á teningnum og gerst hafi hjá sam- bærilegum félögum erlendis. Verið sé að boða hækkun á því sviði þar sem engin samkeppni er. Boðuð er veruleg hækkun á gjaldi fyrir síma- línu heim til notandans sem bitni mest á þeim sem noti símann lítið. „Þórarinn V. Þórarinsson nefnir að núverandi gjald sé 300 krónur fyrir utan notkun og boðaði að gjaldið hækkaði í 1.000-2.000 krónur á mán- uði. Þeir sem nota lítið símann eru t.d. eldri borgarar -og nefna má að óskertur grunnlífeyrir ellilífeyris- þega og öryrkja er 16.800 krónur á mánuði. Verði hækkunin eitthvað í líkingu við það sem Þórarinn boðar þýddi það að símakostnaður þessa hóps næmi einum og hálfum mánað- artekjum þeirra og forsendur margra til þess að hafa þetta örygg- istæki, sem síminn er, því brostnar," segir Eyþór. Hann bendir á að samkeppni er um símnotendur en Landssíminn sé í þeirri einstöku stöðu að ráða yfir öllum grunnlínum símkerfisins. Fyrirtækið reikni núna út mikinn kostnað vegna viðhalds á grunnlín- unum, eða 2-3 milljarða króna á ári. Eyþór segir að notendalínur í land- inu séu 180.000. Með því að hækka fastagjaldið fái Landssíminn fastar tekjur án tillits til notkunar. „Ef raunin er sú að það er svona dýrt að reka koparlínurnar í jörð- inni, held ég að heppilegast sé fyrir alla að reksturinn verði boðinn út. Útboð hafa lækkað kostnað á mjög mörgum sviðum. Við erum tilbúnir að bjóða í rekstur grunnnetsins. Menn þurfa að huga að því hvort ekki sé hægt að koma á samkeppni í grunnkerfinu ef til stendur að hækka fastagjaldið svo mikið vegna mikils rekstrarkostnaðar," segir Eyþór. Eyþór segir að skrefagjöld séu til- tölulega lág á Islandi í samanburði við nágrannaþjóðir en boðuð lækkun skrefagjalda hjá Landssímanum sé svar við samkeppni. „Það sýnir sig enn og aftur að verð er að lækka vegna samkeppninnar. Verð hefur lækkað á millilandasímtölum, á int- ernetmarkaði og samkeppni mun ör- ugglega leiða til lækkunar á GSM- símtölum og skrefagjaldi í innan- landssímtölum. En sá sem er í þeirri stöðu að ríkja yfir grunnnetinu get- ur flutt kostnaðinn af annarri þjón- ustu yfir á grunnnetið þar sem engin samkeppni er. Hækkun á fastagjaldi er einvörðungu til þess fallin að auka tekjupósta Landssímans án tillits til símaumferðar," segir Eyþór. LANDSNET ehf. hóf í gær að veita síma- og faxþjónustu um Net- ið til útlanda. Býður fyrirtækið í flestum tilvikum lægra verð en í boði er á markaðnum og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins fullyrð- ir að talgæði séu jafnframt með því besta sem gerist í sambærilegri þjónustu. Landsnet ehf. er sjálfstætt net- þjónustufyrirtæki. Stefán Snorri Stefánsson framkvæmdastjóri seg- ir að ekki sé ætlunin að breyta fyr- irtækinu í símafyrirtæki, heldur sé símaþjónustan við útlönd aðeins viðbót við starfsemina, til hagsbóta fyrir viðskiptavini þess. í gær var undirritaður samningur við fyrsta viðskiptavininn, flugfélagið At- lanta, og segir Stefán Snorri að fleiri stór fyrirtæki hyggist nýta sér þjónustuna, meðal annars Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. Venjulegir símnotendur, jafnt fyrirtæki og einstaklingar, geta nýtt sér þjónustuna og hringt úr venjulegum símtækjum. Viðskipta- vinurinn þarf að skrá sig í upphafi á skrifstofu fyrirtækisins eða á heimasíðu þess, www.landsnet.is. Eftir skráningu er valið númerið 1080 þegar hringt er til útlanda, strax á eftir er slegið inn lands- númer, svæðisnúmer og loks sím- anúmer þess sem hringt er í- Landsnet ehf. er beintengt Intís hf. og þaðan fara símtölin um Net- ið beint til New York, en þar er fyrsti tengipunktur Netsins frá Is- landi. Símtöl til Bandaríkjanna fara um netkerfi sem er lokað gagnvart almennri netumferð og síðan með hefðbundinni símtækni til viðkomandi símnotanda. Þau sambönd sem fara eiga til annarra landa en Bandaríkjanna fara beint frá New York með hefðbundinni símtækni. Símgjöld eru í flestum tilvikum lægri en hjá Landssímanum og Skímu. Mínútan til Englands kost- ar 15,50 kr., til Svíþjóðar 16,20, Danmerkur 17,80, Lúxemborgar 21 kr. og 19,90 kr. til Bandaríkjanna svo dæmi séu tekin úr verðskrá. Stefán Snorri segir að hið lága verð byggist á því að blandað er saman nýjustu net- og símatækni, mikilli sjálfvirkni og með því að fækka milliliðum. Breytingatillaga þingmanna Samfylkingarinnar 2.700 kr. gjald verði lagt á hvert kvótatonn SEX þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi breyting- artillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2000 þar sem lagt er til að innheimt verði 2.700 króna gjald á hverja þorskígildislest af úthlutuðu aflamarki, samanber 6. grein laga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Gera þingmennirnir ráð fyrir því að á þann hátt megi ná samtals 750 milljónum króna í ríkissjóðs á næsta ári . 600 milljónir fari til Hafrannsóknastofnunar Leggja þeir til að þeim fjármun- um verði varið þannig að 600 millj- ónir fari til Hafrannsóknastofnun- ar, 20 milljónir króna til Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins og 130 milljónir króna til Fiskistofu. í 6. gr. laga um Þróunarjóð sjáv- arútvegsins sem þingmennirnir vitna í hér að framanstendur m.a. að Fiskistofa skuli innheimta gjald til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins af úthlutuðu aflamarki og skuli það gjald nema a.m.k. 1.000 kr. fyrir hverja þorskígildislest miðað við þá verðmætastuðla af einstökum teg- undum sem sjávarútvegsráðuneytið ákveður. Fyrsti flutningsmaður breyting- artillögunnar er Svanfríður Jónas- dóttir en aðrir flutningsmenn eru Jóhann Ársælsson, Sighvatur Björgvinsson, Asta R. Jóhannes- dóttir, Lúðvík Bergvinsson og Bryndís Hlöðversdóttir. Andlát ÁRMANN KR. EINARSSON ÁRMANN Kr. Einars- son, rithöfundur og kennari, lést á Landa- kotsspítala í gær, mið- vikudag, 84 ára að aldri. Armann var um árabil einn afkastamesti og kunnasti bamabóka- höfundur þjóðarinnar. Foreldrar Armanns voru þau Einar Gríms- son bóndi og Kristjana Kristjánsdóttir, en Ár- mann fæddist 30. jan- úar 1915 í Neðradal í Biskupstungum. Hann stundaði nám í Iþrótta- skólanum í Haukadal 1929-1931 og tók kenn- arapróf 1937, sama ár og fyrsta bók hans Margt býr í fjöllurmm var gefin út. Armann sótti kennaranámskeið í Askov í Danmörku 1938 og fór á lög- reglunámskeið 1942 og starfaði sem lögregluþjónn árin 1942-46. Ármann var skólastjóri Bamaskól- ans á Álftanesi árin 1948-1954 og starfaði sem kennari við Austurbæj- arskóla 1954-1955 og síðan Hlíða- skóla frá stofnun skólans 1955 til 1979. Hann stundaði nám í bókmennt- um og skólasafnsfræði við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn 1962-63. Ármann skrifaði fjölda barna- og unglingabóka, m.a. sagnaflokka um Áma í Hraunkoti og Magga og Óla. 35 leikþættir úr Áma-bók- unum vora fluttir í út- varpi á áranum 1965- 1976. Margar af bókum Ár- manns hafa verið þýdd- ar á dönsku, norsku, færeysku, rússnesku og þýsku og tíu þættir framhaldsleikritsins um Áma í Hraunkoti voru fluttir í sænska útvai’p- inu 1973. Solfugls-verðlaunin norsku hlaut Ármann 1964 fyrir bókina Vík- ingaferð til Surtseyjar og Bamabókarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavík- ur 1978 fyrir bókina Ömmustelpa. Ár- mann tók þátt í félagsstörfum rithöf- unda og var gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra rithöfunda 1982. Hann samdi auk bamabókanna þrjár skáldsögur og nokkrar smásögur fyr- ir fullorðna. Árið 1980 hlaut Ármann riddara- kross Fálkaorðunnar. Hann stofnaði Verðlaunasjóð íslenskra bamabóka 1985 ásamt fjölskyldu sinni og bóka- útgáfunni Vöku-Helgafelli. Eiginkona Armanns, Guðrún Rebekka Runólfsdóttir, lést 1985 og láta þau eftir sig þijú uppkomin börn. Sambýliskona Armanns hin síðari ár var Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Ármann Kr. Einarsson i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.