Morgunblaðið - 16.12.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leikskóla- og grunnskólabörn heimsækja Grafarvogskirkju í desember
Morgunblaðið/Þorkell
Séra Vigfús Þór Ámason, sóknarprestur í Grafarvogi, talar við nemendur úr Engjaskóla
sem heimsóttu Grafarvogskirkju í ga'rmorgun. Síðdegis komu svo nemendur úr Foldaskóla.
Morganblaðið/Þorkell
Nemendur taka sjálfir mikinn þátt í helgistundunum, lesa upp, syngja og sum
flytja tónlistaratriði og helgileiki.
Nærri sjö
þúsund
í helgi-
stundum
HÁTT í sjö þúsund leikskóla- og
grunnskólanemendur heimsækja
Grafarvogskirkju nú í desember
en þar er þeim boðið til helgi-
stundar á aðventu. Séra Vigfús
Þór Árnason sóknarprestur segir
að fyrsti hópurinn hafi komið í
heimsókn 2. desember og sá síð-
asti komi 21. desember.
í Grafarvogshverfunum eru 10
leikskólar sem starfræktir eru á
vegum Reykjavíkurborgar auk
eins einkarekins og grunnskól-
amir eru orðnir sjö. Á leikskól-
unum eru hátt í eitt þúsund börn
og á sjötta þúsund í grunnskólun-
um sjö og lætur því nærri að um
sjö þúsund börn heimsæki
kirkjuna í jólamánuðinum. Séra
Vigfús segir að börnin taki sjálf
mikinn þátt í hclgistundunum,
yngstu börnin flytji sjálf jólaguð-
spjallið í helgileik og þau eldri
lesi það og mikið er um söng og
annan tónlistarflutning.
Prestar Grafarvogssóknar
skiptast á um að annast athafn-
irnar en auk séra Vigfúsar Þórs
Árnasonar eru það þau séra
Anna Sigríður Pálsdóttir og séra
Sigurður Arnarson.
Útreikningar á arðsemi Fljótsdalsvirkjunar miðað við rekstur í 100 ár, 4-6%
ávöxtunarkröfu, bjartsýna rekstrarspá og að ekkert se greitt fyrir umhverfíð
Núvirt tap 530-3.280
millj ónir króna
NUVIRT tap á rekstri Fljótsdals-
virkjunar í eitt hundrað ár er á bilinu
530 til 3.280 milljónir króna miðað
við 4-6% ávöxtunarkröfu og bjart-
sýna spá um reksturinn og að ekkert
sé greitt fyrir umhverfið. Tapið er
enn meira eða 12-13 milljarðar kr. á
sama tímabili miðað við raunsæjar
forsendur, að því er fram kemur í
grein eftir Guðmund Ólafsson, hag-
fræðing og lektor við Uðskipta- og
hagfræðideild Háskóla íslands, sem
birt er á heimasíðu hans.
í greininni segir að miðað við
bjartsýna spá um reksturinn og að
virkjunin selji 1.400 gígavattstundir
frá fyrsta degi á 1 kr. kWst, sem sé
ekki lítið frá stóriðju, sé fjárfestingin
óhagkvæm. Ríkið styðjist gjarnan
við ávöxtunarkröfuna 4-6% og núvirt
tap á rekstrinum í 100 ár miðað við
4% ávöxtunarkröfu sé 530 milljónir
króna og 3.280 milljónir króna miðað
við 6% ávöxtunarkröfu. Miðað er við
25 milljarða króna fjárfestingu, sem
er öll tekin að láni, þar sem 60% af-
skrifast á 60 árum og 40% á 30 árum.
í greininni segir að tvennt geti
helst breytt þessari niðurstöðu. Ann-
ars vegar hærra orkuverð en 1 kr. en
það sé ólíklegt, þar sem meiri líkur
séu á að orkuverðið verði lægra en í
rekiniforsendunni. Hins vegar gæti
aukin framleiðsla án verulegs kostn-
aðarauka breytt niðurstöðunni, en
þar kæmi til álita röð virkjana, sem
gæti nýtt sér þær fjárfestingar sem
áður væru komnar að verulegu leyti.
Guðmundur reiknar einnig út arð-
semi Fljótsdalsvirkjunar miðað við
raunsæisspá, eins og sagt er, um
rekstur virkjunarinnar. Þá er miðað
við að kostnaður sé heldur hærri, eða
28 milljarðar króna, og er þá tekin
með vegagerð og ýmis annar tengd-
ur kostnaður sem ekki sé reiknaður
með í virkjunarkostnaði. Þá er gert
ráð fyrir að orkusalan verði 84% en
ekki 100% og því 1,180 gígavatt-
stundir og verðið fyiTr kWst verði 88
aurar, en það hafi sést sem hugsan-
legt verð. Þá er núvirt tap á virkjun-
inni 12-13 milljarðar króna og segir
Guðmundur að hér sé ekki um sér-
lega svartsýna spá að ræða, verri
staða gæti komið upp.
Guðmundur varpar því einnig
fram hvort vatnsaflsvirkjanir á ís-
landi séu ekki orðnar óhagkvæmar í
samanburði við orku sem framleidd
sé með kjarnorku, þar sem meðal-
kostnaður sé jafnvel undir 50 aurum
á kWst. Heildarkostnaður Lands-
virkjunar hafi numið 8.777 milljónum
kr. á árinu 1998 og hafi verið fram-
leiddar 5.811 GWst. Meðalkostnaður
hjá fyrirtækinu sé því ríflega 1,51 kr.
á kWst og spurning sé hvort ekki sé
rétt að draga úr umsvifum þessa fyr-
irtækis.
Ríkið miðar við 4-6%
arðsemi
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að fram hefði komið í
riti fjármálaráðuneytisins um arð-
semi að ríkið miðaði við 4-6% arð-
semi af fjárfestingum sínum og þess
vegna hefði hann lagt hana til grund-
vallar í útreikningum sínum. I fyrra
tilvikinu væri miðað við að allt gengi
upp í rekstrinum frá fyrsta degi, en í
síðarara tilvikinu styðjist hann við
raunsæjari spá um reksturinn. I því
sambandi sé rétt að hafa í huga að
þessari virkjun sé eingöngu ætlað að
framleiða orku fyrir stjóriðju, en all-
ar fyrri vh'kjanir hafi byggst á orku-
framleiðslu fyrir almennan markað
og stóriðja hafi einungis verið hluti
kaupenda orkunnar og þannig gert
virkjanaframkvæmdir auðveldari en
ella. Það hafi verið styrkur íslenski’a
virkjana til þessa.
Aðspurður hvort ekki væri óskyn-
samlegt að ráðast í virkjunina miðað
við þessá útreikninga, sagði Guð-
mundur að það færi eftir því hvort
fleiri virkjanir yrðu byggðar á svæð-
inu. Ný virkjun gæti nýtt sér þau
uppistöðulón sem fyrir væru, vega-
kerfi og annað og þar af leiðandi yk-
ist tilkostnaður ekki í hlutfalli við
aukningu framleiðslunnar. Þá væri
hins vegar verið að tala um allt annað
dæmi en væri til umfjöllunar á Al-
þingi nú. „Ef ekki stendur neitt ann-
að til en virkja bara þessa einu virkj-
un þá jafnast þetta á við það að gefa
hverjum Austfirðingi í eingreiðslu
eina milljón," sagði Guðmundur enn-
fremur.
Perlur
íslenskrar
sagnalistar
Sagnaþættir
Tómasar
Guðmundssonar
sameina skáldlegt
innsæi, fagran stíl
og sagnfræðilega
nákvæmni.
Þjóðlegur fróóleikur
eins og hann gerist
bestur.
Mrtl og msnnlngftJI
nmlogmsnnlrtg.ii «p|l
Laugavegi 18 • Slmi 515 2500 • Síöumúla 7 • Sfmi 510 2500
Tekjuhlið fiárlaga hækkar um 5 milljarða við 3. umræðu
Kostnaður við stækkun flug-
stöðvarinnar er 3,6 milljarðar
SAMKVÆMT endurskoðaðri áætl-
un um stækkun Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar eru horfur á að kostn-
aður við framkvæmdina verði 3,6
milljarðar, en eldri áætlun gerði ráð
fyrir 3 milljarða kostnaði. Þetta
kemur fram í framhaldsnefndaráliti
fjárlaganefndar Alþingis.
Breytingatillögur fjárlaganefndar
við þriðju umræðu um fjárlög gera
ráð fyrir að útgjöld lækki um 435,3
milljónir frá þeim tillögum sem lágu
fyrir við aðra umræðu og að tekjur
ríkissjóðs aukist um 4,9 milljarða.
I endurskoðaðri áætlun er gert
ráð fyrir að flatarmál nýbyggingar
við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði
13.800 fermetrar í stað 10.500 fer-
metrar. Stækkunin skýrist af
stærra svæði til útleigu og meira
rými til að flokka farangui*og fyrir
sprengjuleitarbúnað. Fjárlaganefnd
gerir tillögu um að lántökuheimild
flugstöðvarinnar verði hækkuð úr
1,2 milljörðum í 2,4 milljarða.
Framlag til LÍN lækkar
í tillögum fjárlaganefndar er
einnig gert ráð fyrir að framlag til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
lækki um 100 milljónir og nemi
1.910 milljónum. Samkvæmt endur-
skoðaðri áætlun sjóðsins er gert ráð
íyrir minni útlánum, aðallega vegna
fækkunar lánþega frá fyrri áætlun.
Fjárlaganefnd gerir jafnframt til-
lögu um að 24 milljónum verði varið
til áframhaldandi vöktunar á Eyja-
fjallajökli. Þetta er gert í ljósi jarð-
hræringa á svæðinu.
Fjárlaganefnd gerði við þriðju
umræðu tillögu um að framlag til
byggingar stafkirkju í Vestmanna-
eyjum yrði hækkað um 11,5 milljón-
ir og verði 29,5 milljónir á þessu ári.
Alþingi samþykkti í fyrra að veita
20 milljónir til verkefnisins á þessu
ári.
Endurskoðun fjármálaráðuneyt-
isins á lífeyrisskuldbindingum ríkis-
sjóðs leiðir til 600 milljóna króna
lækkunar á gjaldfærslu á næsta ári.
Greiðslur í sjóðinn hækka aftur á
móti um 1.880 milljónir þar sem nú
er ekki gert ráð fyrir að viðbótarið-
gjöld verði dregin frá lífeyrisupp-
bótum stofnana.