Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 36

Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR er 300 síður og kostar 2478 krónur www.tunga.is Gíróseðlar Uggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum mr á nncthúcum Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von MA5TER Hitablásarar Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - síml 461-1070 Nuddnám hefst 10. janúar nk. Nuddnámið tekur eitt og hálft ár. Út- skriftarheiti er nuddfræðingur. Námö er viðurtennt af menntamál- aráðuneytinu og Félagi íslenskra nuddfræðnga. Uppiýsingar í síma 567 8921 virka daga M. 13-17. Hægt.er að sætga um f síma, á staðnum eða fá sent umsóknareyðu- blað. Kynningarfrvöld í kvöld kl. 20.00, Nuddskóli Guðmundar Smiðshöfða 10,1í2Rvfk 2. og 3, hæð LISTIR Drepum til að lifa LAUFEY er aðalpersónan í sam- nefndu verki eftir Elísabetu Jök- ulsdóttur. Hún býr við harðræði og hefur farið á mis við ást og um- hyggju. Litla systir hennar fær hins vegar hvort tveggja og Lauf- ey leitar huggunar í dagdraumum. Þ., önnur aðalpcrsóna, býr við sama skort og Laufey. Hans hug- arheimur og dægrastytting vekur lesandanum hroll. Þú hefur skrifað ljóð, leikrit og sögur en þetta er fyrsta skáld- sagan. Er öðruvísi að skrifa skáld- sögu? „Það er bæði líkt og ólíkt. Ég hef skrifað örsögur og ljóð og þar snýst baráttan um hvert orð. En þegar ég var komin með ákveðið vald yfir sögunni og farin að kynnast henni fannst mér gam- an að tengja saman persónurnar og byggja upp spennu. Þetta er reyfarakennd spenna, þar sem hún gengur út á það hvort önnur aðal- persónan muni fremja glæp. Ör- sögurnar mínar hafa haft sérstak- an endi og þegar kom að því að Ijúka við Laufeyju naut ég góðs af því. Hann varð dramatískur," seg- ir Elísabet. Hver var aðdragandinn að verk- inu? „Ég var alls ekki á leiðinni heim að skrifa daginn sem ég kom við hjá Guðmundu Elíasdóttur, söngkonu. Hún sagði við mig: „Farðu heim og skrifaðu, því sögu- persúnan þín er vannærð.“ Mér fannst þetta mjög dularfullt. En ég fór heim og þá var Laufey heima hjá mér og vildi fá að komast að með þessa sögu. Hún hótaði öllu illu ef ég héldi ekki áfram og ég sem reyki rúman pakka af sígar- ettum á dag reykti ekki eina ein- ustu sígarettu, sat bara og skrifaði og skrifaði eins og ég væri að bjarga lífi nn'nu. I heila fímm daga var þessi saga að dettifossast upp úr mér. Svo lokaði ég hana niðri í heilt ár því mér fannst að það gæti ekki verið góð saga sem væri skrifuð á fímm dögum, og byijaði aftur að reykja. Þar með hætti sagan. Svo lauk ég við hana ári seinna. Lokabaráttan kostaði blóð, svita og tár,“ viðurkennir Elísabet. Sjónarhornið er óvenjulegt. Það skiptist stöðugt milli tveggja per- sóna. Þær eru einmana og af- skiptalitlar og lifa í hrollvekjandi heimi. Þær ganga á ystu nöf til að uppskera ást og athygli, til að lifa af. „Lífíð er svo sterkt, Iffíð í fru- munum. Lífíð kallar endalaust á útsmogn- ar aðferðir til að halda áfram að lifa. Þá á ég við hvernig manneskjan brýtur öll lögmál, þegar um það er að ræða að bjarga lífínu. Manneskjan getur verið tilbúin að brjóta siðferðislögmál vegna þess og þá er hún komin í vítahring, því það er svo aftur spurning hvort mann- eskjan geti haldið áfram að lifa, þegar hún hefur brotið sið- ferðislögmál. Stundum valda áföll klofningi persónuleikans. Við búum til aðra persónu til að bera áfallið fyrir okkur. Það er spurning hvort Laufey sé fáviti eða hvort hún hafí breytt sér í fávita til að afneita því sem hefur komið fyrir hana. Þ. finnur engan annan farveg fyrir sína orku en að skipuleggja glæp. Hann er hættulega einmana, “segir Elísabet. „Við gerum þetta stundum, við drepum eitthvað í okkur til að geta haldið áfram að lifa.“ Það er honum að kenna að allt er að síga þar sem ég er aumust. Hann hefur komið svo lengi að ég er hætt að vita eitthvað um tímann. Svo fer hann fram og segir: Er ekki allt í lagi? Og hún segir: Allt í lagi? Þá fer hann og kemur ekki heim aftur fyrren eftir marga daga. A eftir fæ ég krampa til að rétta við það sem hefur sigið. En það sígur samt. Óveðrið fer í veggfóðrið og það hreyfist þangað til herbergið snýst á ógnarhraða. Og tár streyma niður kinn- arnar. En ég kann ráð við því. Ég set tárin í rifuna mína. Fyrst tek ég tárin og klístra þeim í skítugt gólfið svo þau klístrast sam- an við rykið og skit- inn. Það er sérstök rifa í gólfinu sem ég treð þeim í. Tárarifan. Hún er mjög djúp. Veistu hvað ég kalla hana? Þessa sem notar augun í mér? Hörku- aumingjann. Hún er aumingi sem þolir ekki hörku og svo ég skil varla hvernig hún getur verið til. Ein- hvern daginn sting ég úr mér aug- un frekar en að leyfa henni að nota mín augu. Hún fær ekki einu sinni ekkasog þegar hún grætur, tárin leka bara niður einsog klístraðir regndropar niður rúðu og stundum þegar hún reynir að troðast í gegn með tárin set ég dauðar flugur und- ir augnlokin. Ef það dugar ekki geri ég allt stíft. Ég get gert allt stíft. Líka hjartað. tír Laufeyju. Elísabet K. Jökulsdóttir Vestfírsk fyndni BÆKUR G a m a n m á I HUNDRAÐ OG EIN NÝ VESTFIRSK ÞJÓÐSAGA. 2. Gísli Hjartarson tók saman. Vest- firska forlagið, Hrafnseyri, 1999, 116 bls. ÞAÐ virðist engin þurrð vera á gamansögum hjá Vestfirðingum. Fyrir réttu ári kom 101 saga úr prentsmiðjunni frá sama safnanda og nú kemur annar skammtur jafn- stór. Gísli Hjartarson er augljós- lega iðinn við að halda þeim til haga. í inngangi sínum boðar hann framhald á næsta ári, svo að eitt- hvað á hann enn í pokahorninu. Það er dálítið fróðlegt að íhuga hvað endurspeglar mannlíf í ýms- um sveitum eða héröðum landsins. Vestfirðingar segja gamansögur hver af öðrum og njóta þess bersýnilega. Skringileg tilsvör, furðulegar uppákomur og hlægileg mistök verða þeim tilefni til kátínu. Skagfirðingar búa til smellnar eða meinhæðn- ar vísur af svipuðum til- efnum (segja raunar líka sögur). Hvað er gert í öðrum héröðum? Safnandi hefur þann hátt á, að í öllum sögum eru rétt nöfn notuð. Það kann ef til vill að meiða suma, en óneitanlega verður sagan meira lif- andi með þeim hætti, einkum meðal þeirra, sem til þekkja. ’I þessu tilviki hlýtur svo að vera, því að allur þorri þeirra, sem sögurnar fjalla um er enn á lífi. í inngangi sínum segir safnandinn að sumar sögurnar „séu alveg á mörk- unum í glannaskap höfundar. Ekki er þó ætlunin að meiða neinn eða særa.“ Jú, jú, ekki er því að neita, að sumar sögurnar eru nokkuð grófar eða kvikindislegar, en mörg- um íslendingum þykja raunar slík- ar sögur bestar. Skopskyn okkar er nokkuð af því taginu. Líklegast verður seint sagt, að safn af sögum sem þessum teljist til „fagurbókmennta". Þeim mun varla heldur ætlað annað hlutverk en skemmta, kalla fram hlátur eða bros. Ætli okkur veiti heldur af því? Það er vel hægt að sitja eina kvöldst- und yfir sögum sem þessum og skella upp úr annað slagið. Það hlýtur að vera heilsu- samlegt í skammdeg- inu. Gísli Hjartarson vinnur því gott verk með því að láta þessi gamanmál Vestfirðinganna á þrykk út ganga, svo að margir geti notið þeirra, hver eftir sínum smekk og hugarfari. Vestfirðingum skemmta þær vafalaust best, því að þeir þekkja persónurnar sem við sögu koma. Þess vegna segi ég að lokum: Haltu áfram, Gísli! Sigurjón Björnsson Gísli Hjartarson Nýjar bækur • Simone de Beauvoir. Heim- spekingur - Rit- höfundur. Höf- undar efnis eru: Dagný Krist- jánsdóttir, Irma Erlingsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, Sigríður Þor- geirsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Ritstjórar eru Sigríður Þorgeirsdóttir og Irma Erlingsdóttir. A þessu ári er liðin hálf öld frá því að tímamótaverkið Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir kom út (1908-1986. í tilefni af fimmtíu ára afmæli bókarinnar stóð Rann- sóknastofa í kvennafræðum fyrir málþingi þar sem fjallað var um fjölbreytt höfundarverk Beauvoir, áhrif þess og konuna sjálfa sem skapaði það. í þessu greinasafni eru erindi þingsins ásamt íslenskri þýðingu Torfa H. Tulinius á inn- gangskafla Hins kynsins. Utgefandi: Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla ís- lands. BÆKUR Heiðursmerki ÍSLENSK HEIÐURS- MERKI Birgir Thorlacius. Háskólaútgáfan, 1999,131 bls. Orður o g titlar ÉG get víst ekki sagt, að orður og tignarmerki séu mér áhugaefni og að mig fýsi að fræðast mjög um sögu þeirra, tilhögun, gerð og veit- ingarform. En sagnfræðin spyr varla um hvað manni líki eða líki ekki. Hún spyr einungis um hvað sé upplýsandi. Og víst er efni sem þetta upplýsandi um vissan þátt í þjóðarsögunni. Þá er og ekki fyrir það að synja, að margir hafa vænt- anlega áhuga og löngun til að öðiast þann heiður, sem heiðursmerki eru vottur um, og því er ekki fráleitt að upplýsa fólk um hvað getur boðist og hvernig á að bera sig til við að hreppa hnossið. Hið litla snotra rit, sem hér er á boðstólum, fjallar um þetta sértæka efni. Því skyldi það ekki vera látið njóta sannmælis, svo fremi sem það er vel gert, skipulega og ljóst fram sett, á vönduðu og læsilegu máli og smekklega út gefið? Þetta rit hefur alla þá kosti til að bera, enda samið af smekkvísum kunnáttumanni. Bókin hefst á um- fjöllun Um heiðurs- merki almennt og er það stutt sögulegt yfirlit. Síðan hefst umfjöllun um ís- lensku fálkaorðuna. Hún var stofnuð árið 1921 af Kristjáni tíunda. Reglugerð hennar er birt og síðan segir frá Birgir Thorlacius umræðum á Alþingi, sem fljótlega hófust og hafa vaknað upp alltaf annað slagið, allt fram undir þetta. Býsna skondnar voru þær um- ræður á stundum og dæmi vóru um, að þing- menn brygðu á leik og mæltu í bundnu máli. Skoðanir voru tíðum skiptar. Sumir viidu af- nema orðuna með öllu, töldu hana einberan hé- góma, aðrir vildu veita hana útlendingum ein- göngu og enn aðrir vildu leggja skatt á krossber- ana. En aldrei fékkst meirihluti fyrir þessum sjónarmið- um og fálkaorðan blívur enn. Við lýðveldisstofnunina var fálka- orðunni breytt nokkuð og ný reglu- gerð sett, sem hér er birt. Uppta- lningar eru hér nokkrar: stórmeistarar, formenn orðunefnd- ar, orðuritarar, orðunefndarmenn og tilgreindir þeir, sem nú sitja í orðunefnd. Þá koma myndir. Fyrst af stórmeisturum með keðju, þ.e. Kristjáni X og íslensku forsetunum og tveimur öðrum (án keðju!). Síð- an eru litmyndir af öllu skrautinu ásamt nokkrum öðrum heiðurs- merkjum: Ærulaun iðju og hygg- inda, verðlaunaskjöldur Kristjáns X. og nokkur önnur heiðursmerki og heiðurspeningar. Reglugerðir sumra þesara heiðursmerkja eru birtar og hverjir hafa hlotið þau. Ekki er birt skrá yfir þá sem hlotið hafa fálkaorðuna. Hún yrði líka löng, því að margar þúsundir hafa hlotið þann heiður. Heimilda- og nafnaskrá er í lok bókar. Hér er sem sagt allt sem vita þarf um íslenskar orður og heiðurs- merki og þarf því ekki lengur að fara villur vegar í þeim skógi. Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.