Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 54
4)4 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórarinn Brand- ur Helgason Pjeturss fæddist í Stykkishólmi 8. ágdst 1908. Hann var sonur hjónanna Kristfnar Brands- dóttur, húsmóður og sjúkranuddara, f. 2. apríl 1887, d. 17. ap- rfl 1959 og dr. Helga Pjeturss, jarðfræð- ings og heimspek- ings, f. 31. mars 1872, d. 28. janúar 1949. Kristín var dóttir hjónanna Brands Bjarnasonar, útvegs- bónda, á Hallbjarnareyri við Kolgrafaríjörð í Breiðafirði og Ól- ínu Bjamadótt.ur, húsmóður. Dr. Helgi var sonur Péturs Pétursson- ar, bæjargjaldkera í Reykjavík og Önnu Sigríðar Thorarensen, píanóleikara og kennara í Reykja- vík. Systkini Þórarins voru Pétur Hamar, f. 14. júní 1904, d. 3. októ- ber 1923, Anna Sigríður, píanó- leikari, f. 16 aprfl 1906, d. 27. maí 1988 og Helga Kristín, húsmóðir, f. 2. október 1909, d. 24. ágúst 1944. Eiginkona Þórarins var Elsku afí minn. Þú hefur alltaf verið svo stór og sterkur í mínum augum að einhvem veginn fannst mér að aldrei kæmi að kveðjustund hjá okkur. Þú sigraðist á öllum veikindum og hvert sinn er maður hélt að þetta væri kannski síðasta skiptið sem maður fengi að sjá þig hélstu nú aldeilis ekki. Þú varst orðinn stálsleginn stuttu síðar. Þó að 70 ár hafi skilið okkur að náðum við samt ótrúlega vel saman. Og við urðum æ betri vinir eftir því sem ég eltist. Þú varst sífellt að leggja mér lífsreglurnar þó held ég oftast meira í gríni en í alvöru. Þó ár- in séu bara 70 sem skildu okkur þá hafa orðið svo gífuriegar breytingar á lífi og viðhorfum fólks að ótrúlegt er að þú hafir náð að innbyrða og taka þessu öllu. Og það fyndna er að ráðin sem þú gafst mér eiga enn jafnvel við og þegar einhver gaf þér þau. Við mennirnir breytumst nú ekki meira en það. Það verða vist ekki fleiri sunnu- Auður Svava Ólafs- dóttir Pjeurss, f. 24. september 1914. Hún var dóttir Ólafs fs- leifssonar, togara- skipstjóra hjá AU- iance, og Stefaníu Pálsdóttur, húsmóð- ur, kennd við Ána- naust í Reykjavík en ættuð frá Neðridal í Biskupstungum. Synir Þórarins og Svövu eru: 1) Helgi Ólafur Þórarinsson, f. 9.2. 1939, var kvæntur Hrafnhildi Hreiðar- sdóttur, skrifstofumanni, en þau skildu og eru börn þeirra Pétur Haukur, matvælafræðingur, f. 23.8 1957, giftur Magdalenu Gests- dóttur, skrifstofumanni og Hel- ena, húsmóðir, f. 24.10 1964 gift Þorláki Ingjaldssyni, pípulagn- ingameistara. Seinni kona Helga var Sigríður Rósa Gunnarsdóttir, röntgentæknir en þau skildu og eru böm þeirra Helga Björk, há- skólastúdent f. 17.6 1978 og Gunn- ar Þór, framhaldsskólanemi, f. 17.2. 1981. 2) Þórarinn Brandur Þórarinsson, rafeindavirki hjá dagsheimsóknir með kökum og sæl- gæti og skemmtilegum samræðum. Þó að það hafi nú stundum fokið í þig sem er einmitt eitt einkenni ættar- innar þá var ekki langt í glettnina og góða skapið og við virtumst alltaf geta laðað fram það góða hvort í öðru. Ég á eftir að sakna ökutúranna okkar og þér að segja þá gladdir þú mig mikið þegar þú hrósaðir mér sem ökumanni því ég var mikið búin að kvíða því að fara með sjálfan bíl- stjóra Jónasar frá Hriflu í ökutúr! En mest af öllu á ég auðvitað eftir að sakna þín. En svona er þetta víst þegar líkaminn er orðinn eldri en hugurinn. Nú hittirðu loks hana ömmu mína sem þú ert mikið búinn að sakna. Ég vil bara þakka þér fyrir að hafa verið svona sterkur og hafa lifað svona lengi því að þú áttir svo sannarlega engan þinn líka, komst til dyranna eins og þú varst klæddur hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Ég veit að þér á eftir að líða vel Flugleiðum, f. 30.10. 1943. 3) Ste- fán Þórarinsson, framkvæmda- stjóri, en kona hans er Kristrún Þórðardóttir, sérkennari, og eru börn þeirra Sæunn háskólastúdent og Svava Lóa verslunarskólanemi. Þórarinn var búfræðingur frá Hvanneyri og stundaði landbúnað- arstörf á uppvaxtarárum sínum. Hann starfrækti ásamt fleirum bif- reiðastöðina Bifröst á árunum 1928-1929. Hann var bflstjóri hjá Bifreiðarstöð Steindórs 1930, bfl- sljóri hjá Stjórnarráðinu um tíma og ók þá einkum Jónasi frá Hriflu, ráðherrra. Hann var háseti á varð- skipinu Óðni í tvö ár en frá 1935 var hann verkstjóri hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur allt til starfs- loka 1978. Þórarinn rak véla- og flutningadeild Rafveitunnar í fjölda ára og sá m.a. um alla þungaflutninga við uppbyggingu Sogsvirkjananna og línubyggingu frá þeim. Þórarinn var yfirdyra- vörður Hótels Loftleiða um 12 ára skeið. Þórarinn var hestamaður og átti hesta lengst af ævinnar. Hann gegndi m.a. fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Hesta- mannafélagið Fák í Reykjavík og Hestamannafélagið Andvara í Garðabæ. Hann var einnig mikill áhugamaður um stangaveiði og útivist. Þá var hann félagi í Odd- fellowreglunni frá 1954 og var meðal stofnenda stúku Þormóðar goða. Utfór Þórarins B.H. Pjeturss fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og ég vona að þið amma lítið með mér annað slagið og víst er að ég á eftir að hugsa til ykkar. Þín Sæunn. Látinn er í hárri elli Þórarinn Pjeturss, fyrrverandi yfirmaður flutningadeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Með Þórarni er geng- inn góður starfsfélagi, atorkusamur og traustur starfsmaður fyrirtækis- ins, sem gott er að minnast við lok ævikvölds. Við Þórarinn unnum saman hjá RR í tugi ára. Hann var hafsjór af fróðleik um starfið og uppbyggingu RR frá ár- dögum rafmagns í Reykjavík. Þórarinn Pjeturss byggði upp og stjórnaði flutningadeild Rafmagns- veitunnar sem var ein stærsta og umsvifamesta deild fyrirtækisins í fjölda ára. En hún annaðist m.a. þungaflutninga í varastöðina við Elliðaár og seinni virkjanir við Sogs- fossa. Deild Þórarins flutti línuefni í þessar virkjanir auk þess sem hún sá um flutninga á spennum í útivirki fyrir austan og við Elliðaár. Einnig sá deildin um flutninga á spennist- öðvarhúsum, rafbúnaði og útdrátt við strengjalagnir. Þá flutti deildin oft fyrir Reykjavíkurborg og fleiri aðila, eftir því sem með þurfti. En á þessum árum voru engin tæki til sem gátu flutt verulega þung stykki. Flutningadeild Þórarins Péturss réði yfir kranabílum, dráttarbílum og aftanívögnum, sem báru allt að fimmtíu tonn. Það hefur stundum verið haft á orði að ekki hefði verið mögulegt að flytja allan þennan mikla þungabúnað í virkjanimar við Sogsfossa án þessara öflugu dráttar- bíla og vagna, sem segir sitt um mik- ilvægi þessara tækja fyrir Raf- magnsveituna. Þórarinn kynntist fyrst þungaflutningum árið 1935 þegar hann starfaði að flutningum við Ljósafossvirkjun og Sogslínu I, en í þeim flutningum vann hann með Matthíasi Stefánssyni, sem var orð- lagður dugnaðarmaður og stjórnaði þá þeim flutningum. Má vera að sú þekking sem Þórarinn ávann sér þá með dugnaði við flutningana austur hafi síðar orðið til þess að til hans var leitað þegar uppbygging flutninga- deildarinnar var ákveðin. Ekki var mér kunnugt um að slys eða óhöpp hafi gerst í þessum miklu flutning- um, svo orð sé á gerandi. Segir það sitt um öryggi og var- færni sem hann viðhafði jafnan við störf sín. Þórarinn kvæntist ungur Auði Svövu Ólafsdóttur sem lést fyrir nokkrum árum. I viðtali sem ég átti við Þórarin og birst í Starfsmanna- blaði RR, Línunni, árið 1992, kom fram hjá þeim hjónum að heimilið var oft eins og vélamiðlun og mikill erill í kringum starfið á þessum fyrstu árum RR. Þórarinn hafði milligöngu um stofnun fyrsta Starfsmannafélagsins innan RR uppúr miðjum fimmta ára- tugnum. Fyrstu fundirnir vora hald- ir heima hjá Þórarni og Auði Svövu. Mörg baráttumál þessa félags era nú komin inn í samninga í dag, m.a. vinnufatnaður, öryggismál starfs- manna og aðbúnaður starfsfólks á vinnustað, en þessi atriði vora efst á baugi í þann tíð. Stuttu eftir að seinni heimsstyrj- öldinni lauk byrjaði Þórarinn að byggja upp flutningadeild Raf- magnsveitunnar með það í huga að hún gæti annað þungaflutningum fyi’ir fyiirtækið, en framundan vora áformaðar stórframkvæmdir í raf- magnsmálum. Rafmagnsveitan hafði komist yfir tvo stóra birgðaskála í Fossvoginum, sem herinn hafði yfir- gefið í stríðslok og fékk Þórarinn annan þeirra til afnota fyrir starf- semina, en spennistöðvardeildin hinn skálann. Þarna var aðstaða til bílaviðgerða og þangað vora bílhræ flutt sem Rafmagnsveitan hafði keypt af sölunefndinni. A þessum ár- um hafði hann afburða góða viðgerð- ai-menn og bílasmiði sem gerðu glæsivagna úr bílhræjum. En sömu menn störfuðu flestir einnig við þungaflutninga á milli þess sem þeir sinntu viðhaldi og end- urbyggingu bílaflotans. Það var því reynt að nýta vinnuafl sem best og halda kostnaði í lágmarki. Þegar Þórarinn fékk hergóssið á Keflavíkurflugvelli fékk RR einn nýjan bíl sem gat dregið allt að fimmtíu tonna þunga og þegar þeir notuðu hann höfðu starfsmenn tólf tonna farg á honum, svo þeir kæm- ust niður Kamba með þungaflutn- inga en á þessum árum vora Kamb- arnir brattir með mörgum beygjum, sem gerðu þungaflutninga erfiða. Þessi bíll vakti mikla athygli borgar- búa vegna stærðar sinnar og drátt- argetu og var stærsti og öflugasti bíll sem fór um vegi landsins á þessum árum. Þegar Þórarinn sá bílinn fyrst sá hann strax að hér var tæki sem mundi gagnast Rafmagnsveitunni vel við þungaflutninga og mátti ekki til þess hugsa að bíllinn færi úr landi. Hann fór því strax að kanna kaup á tækinu og sneri sér til Jakobs Guð- johnsens yfirverkfræðings sem var næsti yfirmaður rafmagnsstjóra og bar upp erindið. Hann ætlaði í fyrstu ekki að leyfa honum að kaupa bílinn og hefur sjálfsagt ekki viljað taka svo stóra ákvörðun án vitundar rafmagns- stjóra, sem auðvitað var skiljanlegt. En Þórarinn ætlaði ekki að gefa sig og nærri grátbað hann um að mega kaupa tækið. Hann bauðst til að ganga í ábyrgð sjálfur og sagði hon- um, sem satt var, að tækið væri hundruð þúsunda virði og að Raf- magnsveitan yrði að eignast bflinn til að hægt væri að sinna þungaflutn- ingum. Bfllinn var keyptur og RR borgaði sjötíu þúsund fyrir hann. Við afhend- ingu vora greiddar tíu þúsund og það sem upp á vantaði á næstu sex mán- uðum. Eins og fyrr segir var bíllinn nýr og því ónotaður. Þetta var gjöf en ekki sala. Þetta tæki átti eftir að sanna sig vel þegar farið var að flytja þyngstu vélarhlutana og spennana í virkjanirnar fyrir austan. Rafmagnsveitan naut oft góðs af tækjabúnaði varnarliðsins í Keflavík eftir seinni heimsstyijöldina. Nokkru eftir að byrjað var á bygg- ingu varastöðvarinnar við Elliðaár árið 1946 hófst vinna flutningadeild- ar með ýmsan búnað og síðar tæki í sjálft stöðvarhúsið. Þegar lokið var framkvæmdum þurfti að sjá stöðinni fyrir eldsneyti en hún gekk fyrir svartolíu. Þurfti flutningadeildin að flytja svartolíu úr skipum í höfninni í birgðatankanavið Elliðaár. Þórarinn og Ágúst Guðmundsson, stöðvar- stjóri, fóru út á Keflavíkurflugvöll og töluðu við „Kanana“ um að fá nokkra olíutanka lánaða. „Kanarnir" brugðust vel við bón- inni og lánuðu tanka sem starfsmenn drógu á skífubílum á fjótvirkan hátt. Síðar komst Þórarinn í feitt á Kefla- + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, BÁRÐUR AUÐUNSSON skipasmiður, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést föstudaginn 10. desember. Hann verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstu- daginn 17. desember kl. 11.00. Steinunn Bárðardóttir, Isak Möller, Herjólfur Bárðarson, Ragnhildur Mikaelsdóttir, Auður Bárðardóttir, Þröstur Björgvinsson, Elínborg Bárðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásta Bárðardóttir, Páll Kolka ísberg, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR BLÖNDAL, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 10. desember, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. desember kl. 15.00. Tryggvi G. Blöndal, Benedikt Blöndal, Ragna Blöndal, Sigurður G. Blöndal, Irma Blöndal, Margrét Þ. Blöndal, Sigurjón Finnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORARINN BRANDUR HELGA- SON PJETURSS víkurflugvelli þegar að því kom að RR mátti hirða það sem fyrirtækið vildi. Þar var þá fjöldi aflagðra bfla frá hemum og Þórarinn hirti bæði vélar og gírkassa úr þeim og setti í vagna. Annað dró Þórarinn í bæinn. Þetta var milljónavirði ef keypt hefði verið út úr búð. Auk þess sem þetta fékkst ekki í landinu og hefði orðið að sérpanta. I fyrmefndu viðtali mínu við Þóra- rin sagði hann það hafa verið guð- dómlegt að fá þarna allt sem þeir þurftu. Það var ekki laust við að ánægjusvipur færi um andlit hans þegar hann sagði frá gullnámunni á Vellinum, sem þeir fengu að ganga í hjá hernum eftir seinni heimsstyrj- öldina. Ég kynntist því hve mikil einlægni og ástríki var milli gömlu hjónanna, Þórarins og Auðar Svövu, og barna þeirra. Það fann ég þegar ég heim- sótti þau á efri árum þeirra í Kirkjul- undi í Garðabæ. Við samstarfsmenn þökkum samfylgdina löngu og góðu. Við vottum eftirlifandi börnum og öðrum ættingjum samúð okkar. Guðmundur Egilsson. Fallinn er frá móðurbróðir okkar Þórarinn Helgason Pjeturss. Okkur langar að minnast þessa heiðm’s- manns með nokkram orðum. Þórarinn, eða Tóti frændi eins og við kölluðum hann, var afar skemmtilegur og ljúfur maður sem bjart er yfir í minningunni. Faðir okkar og Þórarinn urðu snemma góðir vinir og hélst vinátta þeirra alla tíð þótt móðir okkar félli frá ung að áram. Þeir mágarnfl- áttu margt sameiginlegt, báðir vora góðir sögu- menn, höfðu yndi af hestum og áttu til að bregða fyrir sig glettni og stríðni þegar sá gállinn var á þeim. Þegar Þórarinn og Svava kona hans, sem lést fyrir tæpum sjö árum, vora í heimsókn hjá föður okkar og stjúpu var ævinlega glatt á hjalla. Þau hjón- in voru sérlega samrýnd og gagn- kvæm væntumþykjan var svo aug- ljós að öllum leið vel í návist þeirra. Þegar hugsað er til þessara ára er eins og dillandi hlátur Svövu að gam- anyrðum Þórarins klingi enn í eyr- um. Þórarinn var búfræðingur að mennt en starfaði aldrei sem slíkur. Mestan hluta ævinnar vann hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var þar m.a. verkstjóri við flutninga á efni til virkjananna við Sog. I því starfí reyndi mjög á dugnað og út- sjónarsemi við að koma þungum hlutum á áfangastað við allt aðrar aðstæður en við nú þekkjum, og sagði Þórarinn oft skemmtilegar sögur frá þeim ferðum. Fyrir kom að Þórarinn átti leið um Þingvallasveit- ina vegna vinnu sinnar, stundum með flokk manna með sér, og kom hann þá gjarnan við í Arnarfelli þar sem fjölskylda okkar dvaldist á sumrin. Fyrr á áram náði vegurinn ekki alla leið heim að Amarfelli og var Þórai’inn þá alltaf boðinn og búinn til að hjálpa við flutninga. Okkur bræðrum þótti mikið til þessa kraftmikla frænda okkar koma, hvað trukkarnir vora merkilegir og öll þau tæki sem hann þurfti að nota við vinnu sína. Síðar vann Þórarinn um árabil við dyra- og næturvörslu á Hótel Loftleiðum og naut hann í því starfi vinsælda og virðingar og þar komu þeir kostir hans að góðum not- um að geta talað á léttum nótum við hvem sem var og leysti hann oft erf- ið mál með lipurð og fortölum. Á yngri áram var Þórarinn í varaliði slökkviliðsins í Reykjavík og tók m.a. þátt í baráttunni við eldinn þegar Hótel ísland brann. Margt fleira væri hægt að rifja upp frá áratuga kynnum okkar af Tóta frænda en við látum þetta nægja að sinni. Genginn er góður maður sem reyndist okkur systur- sonum sínum góður vinur og traust- ur félagi þegar til var leitað. Séu kenningar föður hans um lífið í al- heimi sannar þá er Þórarinn nú kom- inn þangað sem rétt er lifað og fal- lega hugsað, og er þá vel. Við sendum samúðarkveðjur til sona Þórarins, þeirra Helga, Brands og Stefáns, sem og barna þeirra, barnabarna og fjölskyldna. Matthías Matthi'asson, Einar Matthiasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.