Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 62
432 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Smetttu þér á bók...
www.boksala.is
WOMAN
'lríiim/ih
KYNNING í das frá kl. 14-18 í Kaupfélasi Borsfiröinsa, Borsarnesi.
15% kynninsarafsláttur
AGUST ARMANN hf
UMBOÐS- OG HEil
SUNDABORG 24 - REYKJAS
'Æ.
UMRÆÐAN
Schengen-samningurinn
og fíkniefnavarnir
HINN 14. júní 1985 var undirritað
í bænum Schengen í Lúxemborg
samkomulag nokkurra ríkja í Mið-
Evrópu um að fella smám saman nið-
ur eftirlit á sameiginlegum landa-
mærum þessara ríkja.
Hinn 19. júní 1990 var
síðan undirritaður á
sama stað samningur
milli sömu ríkja um
framkvæmd samkomu-
lagsins frá 1985,
Schengen-samningur-
inn. Síðan gengu fleiri
ríki Evrópu inn í samn-
inginn. I ársbyrjun
1995 fékk samningur-
inn aukið gildi fyrir
Norðurlönd er ákveðið
var að það þjónaði best
hagsmunum norræna
vegabréfasambandsins
að Norðurlönd tækju
sameiginlega jákvæða
afstöðu til þátttöku í Schengen-sam-
starfinu. Samstarfssamningur Is-
lands og Noregs við Schengen-ríkin
var síðan undirritaður í Lúxemborg
19. des. 1996 samhliða aðildarsamn-
ingum Danmerkur, Finnlands og
Svíþjóðar. A ríkjaráðstefnu Evrópu-
sambandsins (ESB), sem lauk í júní
1997 í Amsterdam, var ákveðið að
fella Schengen-samstarfið undir
ESB. Síðan hefur verið unnið að því
að gera samkomulag um fyrirkomu-
lag þátttöku Islands og Noregs í
samstarfinu í ljósi þeirrar þróunar.
Schengen-samningurinn er í meg-
inatriðum um frjálsa för fólks um
innri landamæri aðildarríkjanna og
afnám persónueftirlits við innri
landamæri. Þá fjallar hann m.a. um
samræmdar reglur um vegabréfs-
áritanir, sameiginlega upplýsinga-
banka um óæskilega útlendinga, eft-
irlýsta einstaklinga og lögreglu-
samvinnu, s.s. í fíkniefnamálum. Með
samningum er „einstaklingum heim-
ilt að fara yfir innri landamæri aðild-
arríkjanna hvar sem er og án þess að
þeir sæti nokkru perónueftirliti“
nema „vegna allsherjarreglu og
þjóðaröryggis“. Þó á að vera „áfram
heimilt að halda uppi eftirliti með
farangri farþega" og „samningurinn
nær ekki til vöruflutninga og því hef-
ur hann ekki áhrif á tollskoðun hér á
landi. íslensk yfirvöld ákveða því eft-
ir sem áður hvaða aðferðum skuli
beitt í baráttunni gegn fíkniefnum"
(þingskj. 1176-682. mál).
Allt samstarf lög-
gæsluyfirvalda, sem
hefur það að markmiði
að spyrna við meðferð
fikniefna, hvort sem
um er að ræða á inn-
lendum vettvangi eða
erlendum, er af hinu
góða og reynslan sýnir
að slíkt samstarf getur
skilað umtalsverðum
árangri. Schengen-
samstarfið mun vænt-
anlega enn auka líkur á
árangri, en vara ber við
því að það kunni að
vera lausn alls vanda
hvað þennan málaflokk
varðar. Shengen-samn-
ingurinn gerir t.d. ráð fyrir skipu-
legu upplýsingastreymi um þekkta
brotamenn og aukinni gæslu á ytri
landamærum aðildalandanna, en „af-
nám persónueftirlits" á innri landa-
Eftirlit
Schengen-samningur-
inn er í meginatríðum
um frjálsa för fólks og
afnám persónueftirlits,
segir Ómar Smári
Armannsson, við innri
landamæri aðildar-
ríkjanna.
mærum þeirra. Þannig verður t.d.
hert vegabréfa- og tollskoðun gagn-
vart þeim, sem koma hingað til
lands, s.s. frá Ameríku, Asíu eða Afr-
íku, en ef fólk er að koma frá aðildar-
landi ætti það að öllu jöfnu að geta
gengið hindrunarlítið í gegn ef það
hefur og getur framvísað gildu vega-
bréfi. Bent hefur verið á að helstu
hættur samfara Schengen-samstarf-
inu felist fyrst og fremst í minna
markvissu eftirliti með fólki, sem
hingað kemur frá evrópska efna-
hagssvæðinu er aukið geti líkur á
fíkniefnasmygli hingað til lands. Þær
ábendingar byggjast m.a. á þeirri
staðreynd að flestir, sem staðnir
hafa verið því að bera fíkniefni hing-
að eru ekki eftirlýstir glæpamenn,
fíkniefnasalar og smyglarar, heldur
fólk sem yfirleitt hefur ekki komið
áður við sögu mála hjá lögreglu, þó
að nefndir aðilar kunni að standa að
baki innflutningnum. Gefa þarf þess-
um þætti sérstakan gaum, ekki síst í
ljósi þess að langmest af þeim fíkni-
efnum, sem hingað hafa verið flutt,
hafa komið frá löndum innan
evrópska efnahagssvæðisins. A það
hefur og verið bent að hert gæsla á
ytri landamærum dregur ekki úr lík-
um frá því sem verið hefur á inn-
flutningi fíkniefna sem framleidd eru
í verksmiðjum í Evrópu, en hún gæti
dregið eitthvað úr umferð fíkniefna
er komið hafa þaðan en átt uppruna
sinn utan svæðisins. Þá ber að huga
að því að hert gæsla á ytri landa-
mærum gæti ýtt undir aukna fram-
leiðslu fíkniefna innan svæðisins og
því þai'f að gefa þeim þætti aukinn
gaum. Einnig hefur verið bent á að
innflytjendur fíkniefna kunni að leita
nýrra seljenda utan efnahagssvæðis-
ins og reyna nýjar leiðir til að koma
efnunum til landsins.
Þá skiptir miklu að þær mögulegu
leiðir hafi verið skilgreindar og ráð-
stafanir gerðar til að draga úr líkum
á að hægt verði að nýta þær í þeim
tilgangi. Ekki er ástæða til að gera
lítið úr hættunni því mikilvægt er við
allan undirbúning að taka mið af öll-
um hugsanlegum þáttum er áhrif
geta haft á þróun þessara mála, en
rétt er að taka undir og fagna þeim
nýju möguleikum sem Schengen-
fyiirkomulagið kann að hafa í for
með sér varðandi nýja möguleika,
miðlun upplýsinga og samstarf lög-
regluliða.
Samkvæmt Schengen-samningum
„skal setja á fót vinnuhóp þar sem
m.a. eru fulltrúar frá lögreglu og
tollyfirvöldum til að rannsaka sam-
eiginleg vandamál í baráttunni gegn
fíkniefnabrotum og til að gera tillög-
ur um að bæta hagnýt og tæknileg
viðhorf vegna samvinnu aðildarríkj-
anna á þessu sviði“. Ljóst er að
hætta á innflutningi fíkniefna verður
áfram veruleg þrátt íyrir samstarfið
og því full ástæða til að vera vel á
varðbergi hvað þessi mál varðar.
Margir óttast þróun mála, en það er
þó vissulega von mín sem og flestra
annarra að vel takist til í þessum efn-
um sem og öðrum og að samstarfið
verði til að skila tilætluðum árangri.
Höfundur er aðstoðaryfirlög-
regluþjónn íReykjavík.
Uinalína Rauða krossins
- Ókeypis símaþjónusta
þegar þér er vandi á höndum
- Ert þú 18 ára eða eldri og þarft
að ræða við einhvern í trúnaði?
- Uinalínan sími 800 6464
frá kl. 20-23 öll kvöld
Ómar Smári
Ármannsson
SVXXLi
KJÖTVINNSLAN ESJA EHF. SMIÐJUVEGI 10 KÓPAVOGI SlMI 567 6640
S K I N K A ^
sérvalió hráefni
fyrsta flokks meöhöndlun
lágmarks fyrirhöfn