Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 69 UMR/EÐAN sannfæringu, og virðingu fyrir fyrri skjólstæðingum sínum, snúið við þeim baki. Eitt af því sem andstæðingar af- saka sig með er það að virkja skuli einhversstaðar annarsstaðar. Rétt er að með Fljótsdalsvirkjun er eng- inn lokapunktur í virkjanamálum. Sjálfsagt er að nýta sjálfbærar um- hverfisvænar orkulindir sem sífellt verða verðmætari þai- sem ekkert bendir til þess að verð á orkugjöfum svo sem kolum og olíu fari lækkandi á komandi tímum, og allir vita um ókosti kjarnorkunnar og geislavirks úrgangs sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Notkum léttmálma fer sífellt vax- andi einkum í fai’artæki og burðar- virki ýmisskonar. Ekkert bendir til að breyting verði á því á næstu ára- tugum. Við málmvinnslu þar sem orkan er fengin úr „brennslu-orku- verum“ fer margfalt meira magn af skaðlegum efnum út í umhverfið heldur en hér er verið að tala um, auk þess sem framleiðslukostnaður er hærri. Það er því full ástæða til að vinna taktfast að framhaldi þessa máls í stað þess að kæfa afsprengið í fæðingu. Mengun frá vinnslunni verður ein- hver, en auðvelt er með vönduðum vélbúnaði að halda henni í lágmarki. Við þetta spyrja menn sjálfa sig; hverjir eru umhverfisverndarsinnar, þeir sem vinna með eða móti marg- umræddum framkvæmdum? Sameiginlegt með þeim greinum sem sést hafa á prenti seinasta miss- eri um þetta mikilvæga mál er, að þær eru skrifaðar að miklu leyti á til- finningalegum nótum, og svo er einnig um þessa grein. Sem mótvægi við því er rétt að benda lesendum á mjög málefnalega grein eftir Jakob Björnsson fyrrverandi orkumála- stjóra sem birtist í Sunnudagsblaði Mbl. þ. 31.10. sl. Greinin byggist á málefnalegum samanburði orkugjafa og aðstæðna, ásamt tilvitnunum í tæknilegar og umhverfislægar staðreyndir sem óþarft er að endurtaka hér. Við eins og aðrar þjóðir gerum kröfu til ákveðins lífsstíls, en til þess að halda því markmiði verður að róa í takt. Taka verður hæfilegt tillit til fagurfræðinnar og listarinnar enda hvort tveggja afstæð hugtök. Það er oft ekki nóg að vinna aðeins í mjúku málunum. Ein af sérstöðum okkar sem þjóð- ar er einhæf atvinna, miðað við aðra. Þetta á fyrst og fremst við úti á landsbyggðinni. Sú vinna sem þar fer fram er að mestu leyti láglaunuð fiskvinna í fremur óaðlaðandi um- hverfi með þeim afleiðingum að íbúar flytjast burt. Verðmætasköp- unin er þó sennilega sú mesta sem gerist, einkum með tilliti til gjaldeyr- istekna. Þær þjónustugreinar sem þegar eru til staðar styrkjast þegar (ef) umrædd stórfyrirtæki taka til starfa. Þau standa engan veginn í vegi fyrir öðru sem til hagsbóta horfir í at- -/elina Fegurðin kemur innan fró Laugavegi 4, sími 551 4473 vinnu- og byggðamálum, heldur þvert á móti. Stærri byggðakjarnar myndast með bættri félagslegri þjónustu og fjölbreyttara mannlífi. Það hlýtur að vera grundvallar- markmið að líta fram á veginn með því að efla atvinnulífið og styi’kja undirstöður þjóðarbúsins. Það er allra hagur. Höfundur er ráðgjafí í tækni- og uni- hverfismálum. ésCHWAB Eldtraustir öryggisskápar Vilhjálmur Árnason Sigurvegarinn JÓN Steinar Gunnlaugsson telur nemendur mína ekki öfundsverða að þurfa að hafa mig fyrir kenn- ara. Ég get fullvissað lögmanninn um að heimspekinemum er engin vorkunn. Þeir leggja sig umfram allt fram við að lesa texta, greina röksemdh’, virða sannleikann og gera greinarmun á réttum og röngum ályktunum. Þeh’ læra að meta texta málefnalega, en vega ekki að manninum sem skrifar hann. Sómakær heimspekinemi hlustar á röksemdir annarra og leggst aldrei svo lágt að snúa út úr orðum þeiiTa. Lögmaðurinn gæti tekið sér þessi vinnubrögð til fyr- irmyndar. Það blash’ við af skrif- um hans að þau eru ekki annað en stílfærð hefnd. Hann virðist hafa það eitt að leiðarljósi að vinna mál og svífst einskis í því skyni. Þetta er afstaða sem heimspekingar hafa allt frá dögum Sókratesar reynt að sporna gegn. í orðræðu sem einkennist af vopnaskaki og mælskulist er þetta vonlítil við- leitni. Þar hafa þeir vitaskuld sig- ur sem hæst láta og lengst duga. Ég óska lögmanninum fyi-irfram til hamingju með sigurinn því að hann mun sem endranær eiga síð- asta orðið. Höfundur er prófessor í heim- speki við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.