Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 84
84 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Syngja öll saman
ÞAU eru öll
þekkt í tónlist-
arbransanum
þótt tónlist
þeirra sé
vissulega ólík.
Sá tónlistar-
munur mun þó
ekki aftra
þeim að stilla
saman strengi
því nú hafa
þau Mick
Jagger,
Kryddpíumar,
Íggy Pop og
blúsarinn B.B.
King gefið út
lag þar sem þau syngja öll saman
gamla Rolling Stones-lagið „It’s On-
ly Rock ’n Roll“. Lagið kom út síð-
astliðinn mánudag í Bretlandi.
Ekki eru ofantaldar stórstjörnur
þau einu sem syngja í laginu því
heill hópur rappara, blúsara og
poppara tekur undir með þeim, en
allur ágóði rennur til hjálparstarfa,
nánar tiltekið til samtakanna
„Children’s Promise Charity". Þau
samtök hafa beðið fólk um að gefa
laun sín fyrir síðustu unna klukku-
stund ársins til líknarmála í tilefni
þess að árið 2000 er að ganga í garð.
' „Hvernig er hægt að halda betur
upp á árþúsundaskiptin en með því
að hlusta á þessa smáskífu með
þessum stjörnufans að syngja lag
einnar vinsælustu hljómsveitar ald-
arinnar," sagði Lorna Dickinson,
ein þeirra sem stendur að útgáfu
lagsins.
Meira en 300 börn tóku þátt í að
leika áheyrendur á þykjustutónleik-
um þegar lagið var tekið upp, en
margir telja að lagið muni berjast
um toppsætið í Bretlandi við gamla
popparann Cliff Richards sem hefur
trónað á toppnum um skeið með lag
sitt „Millennium Prayer" um nokk-
urt skeið. Ekki hafa allir tónlistar-
menn verið hrifnir af því lagi
Richards og íþróttakryddið Mel C
lét t.a.m. hafa eftir sér í fjölmiðlum í
vikunni að lag Richards væri lélegt,
algjör stuldur og helber markaðs-
brella, en í laginu syngur Richards
Faðirvorið við skoska lagið ,Auld
Lang Syne“ sem flestir þekkja sem
lag skoska skáldsins Roberts
Burns.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Þetta er leiðrétting á auglýsingu 14. desembers.l. um
innlausnarverð 15. desember 1999 en i þeirri auglýsingu var
innlausnarverð reiknað m.v. 15. nóvember 1999.
4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.859.767 kr. 1.771.953 kr. 177.195 kr. 17.720 kr.
4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.219.124 kr.
1.000.000 kr. 1.443.825 kr.
100.000 kr. 144.382 kr.
10.000 kr. 14.438 kr.
2. flokkur 1995: Nafnveró: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.920.128 kr.
1.000.000 kr. 1.384.026 kr.
100.000 kr. 138.403 kr.
10.000 kr. 13.840 kr.
1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.167.307 kr.
100.000 kr. 116.731 kr.
10.000 kr. 11.673 kr.
Inntausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
• frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
Ibúðaiánasjóður
ll Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fimmtu-
dagskvöld koma Borgardætur fram
en þær eru Andrea Gylfadóttir,
Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen
Kristjánsdóttir. Tónleikamir hefjast
kl. 21. Aðgangseyrir 1.000 kr. Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Gildrumezz. Aðgangs-
eyrir 800 kr.
■ ÁSGARÐUR v/Glæsibæ Á
fimmtudagskvöld er bingó kl. 19.15.
■ BROADWAY Á fóstudagskvöld
verða Álftagerðisbræður með útgá-
futónleika sína í tilefni plötunnar
Bræðralög. Síðar um
kvöldið verður sýning-
in Laugardagskvöld á
Gili þar ;sem fram
koma Álftagerðis-
bræður, Raggi Bjama
og Öskubuskur. Á
laugardagskvöld er
síðan Bee Gees-sýn-
ingin þar sem fimm
strákar flytja þekkt-
ustu lög Gibb bræðra.
Strákarnir heita
Kristinn Jónsson,
Davíð Olgeirsson,
Kristján Gislason,
Ki-istbjörn Helgason
og Svavar Knútur
Karlsson. Hljómsveit-
in Sixties leikur fyrir
dansi í aðalsal báða dagana.
■ BÆJARBARINN, Ólafsvík Á
laugardagskvöld verður diskótek
með plötusnúðnum Skugga-Baldri.
Aðgangseyrir 500 kr.
■ CAFE AMSTERDAM Á föstu-
dags- og laugardagskvöld verður
diskóveisla undir stjórn Dj. Birdy
sem er betur þekktur sem fuglinn á
Monó.
■ CAFÉ MENNING, Dalvík
Föstudagskvöld leika þeir Gulli &
Maggi til kl. 3. Á laugardagskvöldinu
er diskótek.
■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó-
leikarinn Bubby Wann leikur öll
kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat-
argesti Café Ópera.
■ EINAR BEN Á fimmtudag-
skvöld, leikur Kvartett Þóru Grétu
frá kl.22-24. Kvartettinn skipa Þóra
Gréta söngur, Agpar Már á píanó,
Páll P. á bassa og Ásgeir Ó. á ti'omm-
ur.
■ FÉLAGSHEIMILIÐ GRUND-
ARFIRÐI Hljómsveitin Á móti sól
með nýja söngvarann Magna í broddi
fylkingar leikur á árlegum jóladans-
leik laugardagskvöld.
■ FJÓRUKRÁIN Píanóleikaiinn
Jón Möller spilar á píanó ljúfa tóna
fyrir matargesti. Fjörugarðurinn:
Víkingasveitin syngui' fyrir matar-
gesti. Dansleikur fóstudags- og laug-
ardagskvöld.
■ GAUKUR Á STÖNG Hljóm-
sveitin Papar leikur fimmtudags-
kvöld. Á föstudagskvöld leikur hljóm-
sveitin írafár með nýja söngkonu
Birgittu Haukdal. Á laugardagskvöld
er komið að lokakvöldi 3ja ára afmæl-
isveislu Undirtóna þar sem dansinn
ræður ríkjum. Þýskur dj. að nafni
Marco Carola kemur fram og leikur
hann allt frá funky-house yfir í
techno. Honum til aðstoðar er dj.
Grétar. Á sunnudagskvöld leikur
gleðisveitin Geirfuglarnir og á mánu-
dagskvöld leikur hammond-grúvín-
band Óskars Guðjónssonar. Á þriðju-
dagskvöld leika Ensúni og Quarashi í
beinni á www.xnet.is og á miðviku-
dagskvöld leikur BP og þegiðu K.K.
og leika þeir rokk-blús kokteil með
Kristján Krisljánsson, Tomma
Tomm, Didda í Skífunni, Bjögga
Ploder og Einar Rúnars innanborðs.
■ GLAUMBAR stendur fyrir funk-
veislum á miðvikudögum og verður
leikið funk af plötum og strákamir í
Funkmaster 2000 sjá um að allir fari
sveittir heim.
■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Tón-
listarmaðurinn Gunnar Páll leikur
fyi'ir matargesti frá kl. 9-23 fimmtu-
dags-, föstudags- og laugardags-
kvöld. Á efnisskránni eni gömul og
hugljúflög.
■ GRAND ROKK Rokkhljómsveit-
in VSOP spilar föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hljómsveitin sem er skip-
uð reyndum tónlistarmönnum tróð
upp í fyrsta skipti um síðustu helgi.
Hljómsveitina skipa: Haraldur Dav-
íðsson, söngur og_ gítar, Matthias
Stefánsson, gítar, Ólafur Þór Krist-
jánsson, bassi og Helgi Víkingsson,
trommur.
Frá A til Ö
■ GULLÖLDIN Á fimmtudags-
kvöld verða jasstónleikar þar sem
Kvartett Steina Krúbu leikur. Sveit-
ina skipa þeir Þorsteinn Eiríksson,
Sveinbjörn Jakobsson, Siguijón Árni
Eyjólfsson og Gunnar Pálsson. Tón-
leikamir hefjast kl. 21.30 og er að-
gangur ókeypis. Á föstudags- og laug-
ardagskvöld leika þeir Svensen &
Hallfunkel.
■ HARD ROCK CAFÉ Á fimmtu-
dagskvöld verður Selma Björnsdótt-
ir, söngkona, heiðmð kl. 16 en þá mun
hún afhenda búninginn sem hún
klæddist í Eurovision-keppninni og
árita nýja plötu sína I am.
■ HÁSKÓLABIÓ íslensku popp-
ararnir Páll Óskar, Quarashi og Ja-
gúar halda tvenna tónleika í Háskóla-
bíói fimmtudagskvöld. Þetta er í
fyrsta skipti sem þessir popparar
koma fram saman og ætla þær að
halda tónleika fyrir 16 ára og yngri og
16 ára og eldri. Fyrri tónleikarnir
hefjast kl. 18 og þeir seinni, sem em
fyrh' 16 ára og eldri, hefjast kl. 21.
Miðaverð er 650 kr. Forsala aðgöngu-
miða fer fram í verslunum Tals,
Kringlunni, Smáratorgi, Skífunni
Laugavegi, Síðumúla 28 og í verslun-
um Japis Laugavegi og Kringlunni.
■ HLÖÐUFELL, Húsavík Hljóm-
sveitin 8-villt leikui' laugardagskvöld.
■ HÓTEL MÆLIFELL, Sauðár-
króki Hljómsveitin írafár með nýja
söngkonu Birgittu Haukdal leikur
laugardagskvöld.
■ HÓTEL -SAGA Á föstudags- og
laugardagskvöld verður jólahlaðborð
og skemmtiatriði í Súlnasal. Örn
Araason, Egill Ólafsson, Signý Sæ-
mundsdóttir og Bergþór Pálsson
koma fram. Dansleikur með hljóm-
sveitinni Saga Klass frá kl. 23.30.
Miðaverð 1.000 kr.
■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum
Hljómsveitin Sól Dögg leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld.
■ KAFFILEIKHÚSIÐ Á fimmtu-
dagskvöld leika þeh- KK og Magnús
Eiríksson lög af nýjum geisladisk sín-
um. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Á
fóstudagskvöld er kvöldverðui- kl.
19.30. Kl. 21 verðajólalögsungin und-
ir kertaljósum. Flytjendur em þær
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Auna
Sigríður Helgadóttir og Kristín Erna
Blöndal. Á laugardagskvöldinu verða
litlu jól Kaffileikhússins. Lesið verður
úr bókum, Sveinbjörn I. Baldvinsson
syngur lög og texta af nýútkomnum
geisladisk og söngkvartett flytur jóla-
lög. Kl. 22 hefst síðan dansleikur með
hljómsveitinni Six Pack Latino. Á
sunnudagskvöld kl. 21 er síðan haldið
kvennakvöld þar sem lesið verður úr
bókum og fram fara umræður.
■ KAFFI LIST, Laugavegi 20A
opnar fóstudagskvöld á nýjum stað.
Opnunarhátíð verður kl. 17-19 eða
19-21 og er boðskort ekki skilyrði.
Staðurinn er nú á tveimur hæðum, á
efri hæðinni er matstaður sem sér-
hæfir sig í spænskum réttum með
Pedro Suqia í fararbroddi. Staðurinn
er opinn til kl. 3 um helgar en 1 á virk-
um dögum.
■ KAFFI REYKJAVÍK Hljóm-
sveitin Sljómin leikur föstudags- og
laugardagskvöld.
■ KLAUSTRIÐ, Klapparstig Á
fóstudagskvöld verður haldið sér-
stakt glamúrkvöld sem nefnist
Klassakisur. Allar stúlkm' em beðnar
um að vera í pinnahælum og fínum
kjól og piltar em beðnh' um að vera í
jakkafótum. Happdi-ætti verður á
staðnum og kostar miðinn 300 kr. en
boðið er upp á veitingar. Plötusnúðar
frá The StollyBolly Crew leika og
einnig verður sérstök skemmtidag-
skrá í boði þar sem fram koma Lista-
klúbburinn Temateater, dansdúett-
inn Melinda Sue o.fl. Húsið opnað kl.
22.
■ KNUDSEN, Stykkishólmi
Hljómsveitin Blístró leikur föstudag-
skvöld.
■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtu-
dagskvöld leika þeir Geir Gunnlaugs-
son og Rúnar Guðmundsson og á
fóstudags- og laugai'dagskvöld er
Jólahlaðborð og Guitar Islancio leik-
ur frá kl. 18-21. Hljómsveitin Léttir
sprettir leika fyrir dansi frá kl. 22. Á
sunnudagskvöld leikur síðan Guð-
mundur Rúnar Lúðvíksson.
■ LIONS-SALURINN, Auð-
brekku 25, Kóp. Áhugahópur um
línudans heldur dansæfingu fimmtu-
dagskvöld kl. 21-24. Elsa sér um tón-
listina. Allir velkomnir.
■ LUNDINN, Vestmannaeyjum
Hljómsveitin Heiðursmenn með þeim
Ágústi Atla og Kolbrúnu í farar-
broddi leika fostudags- og laugardag-
skvöld.
■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá
kl. 18 íyrir matargesti. Boðið er upp á
jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin.
Reykjavíkurstofa er opin frá kl. 18.
Söngkonan og píanóleikarinn Liz
Gammon frá Englandi leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld.
■ NAUSTKRÁIN Á föstudags- og
laugardagskvöld leikur
skagfirska hljómsveitin
hans Geirmundar Valtýs-
sonar frá kl. 23-3..
■ NJÁLSSTOFA,
Smiðjuvegi 6 Á föstu-
dags- og laugardagskvöld
leikm' Njáll úr Viking-
band. Ókeypis aðgangur.
■ NÆTURGALINN Á
föstudags- og laugardags-
kvöld leika þeir Stefán P.
og Pétur.
■ ODD-VITINN, Akur-
eyri Hljómsveitin 8-viIlt
leikur föstudagskvöld.
■ PÉTURS-PÖBB Á
föstudags- og laugardag-
skvöld leikur tónlistar-
maðurinn Rúnar Þór. Op-
ið til kl. 3. Boltinn á breiðtjaldi, stór
350 kr. Matur til kl. 21.30 öll kvöld.
■ SIGLUFJÖRÐUR Hljómsveitin
Butt.ercup leikur laugardagskvöld
ásamt Dj. D.Ó,D.
■ SJALLINN, Akureyri Hljóm-
sveitin Sálin lians Jóns míns leikur
föstudags- og laugardagskvöld. Á
föstudeginum verðm' 18 ára aldurs-
takmark en á laugardeginum verða
menn að vera orðnir fullra 20 vetra til
að fá inngöngu. Sálverjar árita disk-
inn sinn á laugardag í versluninni
Bókval frá kl. 15 til 16.
■ SPOTLIGHT Um helgina leikur
Dj. Ivar Amore. Opið fimmutdag kl.
23—1 og föstudags- og laugardags-
kvöld frá kl. 23 og fram eftir nóttu.
■ VEGAMÓT Á fimmtudagskvöld
leikur Fönksveitin Oran. Sveitina
skipa: Pétur HallgiTmsson, gítar, Jó-
el Pálsson, sax, Eyþór Gunnarsson,
hljómborð og Matthías Hemstock,
trommur.
■ VIÐ POLLINN, Akureyri Á
fimmtudagskvöld eru útgáfutónleikar
danssveitarinnar Cantabile. Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Einn & sjötíu.
■ WUNDERBAR Á fimmtudag-
skvöld leika Pétur Jesús og Matti
Regge. Á föstudags- og laugardag-
skvöld leikur Dj. Le Chef. Lokað
mánudag vegna jólafagnaðar starfs-
fólks Wunderbar.
Stjórnin leikur á Kaffi Reykjavík föstudags- og
laugardagskvöld.
Hljómsveitin Quarashi kemur fram á tón-
leikum í Háskólabíói fimmtudagskvöld ás-
amt Páli Óskari og hljómsveitinni Jagúar.