Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Forstjóri Granda tekur undir ummæli framkvæmdastjóra Básafells um lög um hámarksaflahlutdeild
Geta haft hamlandi
áhrif á hagræðingu
í sjávarútvegi
BRYNJÓLFUR Bjarnason, for-
stjóri Granda, tekur undir ummæli
sem höfð voru eftir Guðmundi Krist-
jánssyni, framkvæmdastjóra Bása-
fells, í Morgunblaðinu í gær um að
lög um hámarksaflahlutdeild eig-
enda sjávarútsfyrirtækja geti haft
hamlandi áhrif á hagræðingu í
rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.
Horfír Brynjólfur þar einkum til
þess hluta þeirra sem sem snýr að
einstökum fisktegundum.
,Að svo miklu leyti sem krafan um
arðsemi, sem sífellt fer vaxandi, og
að svo miklu leyti sem hún liggur í
aukinni hagræðingu, þá takmarkar
þetta hugsanlega, þegar til lengri
tíma er litið, möguleika fyrirtækja til
að ná fram þeirri hagræðingu sem
sóst er eftir,“ segir Brynjólfur. „Og
þá getur verið erfiðara fyrir þau að
keppa um fjármagnið, ef þau ná ekki
fram arðseminni.“
Ósammála takmörkunum
á einstakar tegundir
Á aðalfundi Básafells í fyrradag,
sem sagt var frá í Morgunblaðinu í
gær, hafði Guðmundur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
greint frá þeirri skoðun sinni að ytri
aðstæður gerðu sjávarútvegsfyrir-
tæki ekki eins spennandi fjárfesting-
arkost á Verðbréfaþingi og önnur
fyrirtæki. Nefndi hann í því sam-
bandi hugsanlega sameiningu ís-
iandsbanka og Landsbanka og hins
vegar ef Samherji og Grandi, tvö
stærstu sjávarútvegsfyrirtækin sem
skráð eru á Verðbréfaþing Islands,
yrðu sameinuð. Markaðsverðmæti
Islandsbanka og Landsbanka yrði
tæplega 50 milljarðar en Samherja
og Granda tæplega 22 milljarðar en
skv. lögum væri ekki leyfilegt að
sameina þessi félög nema þau seldu
frá sér hluta af aflaheimildum sínum
sem á hinn bóginn eru forsenda
rekstrarins.
Sagði Guðmundur að yrði þessum
lögum ekki breytt myndu þau skaða
íslenskan sjávarútveg gríðarlega og
valda því að hann geti ekki keppt um
áhættufjármagn.
Brynjólfur Bjamason segir að á
sínum tíma hafi verið eins konar póli-
tískt samkomulag um það að ekkert
fyrirtæki mætti eiga eða hafa að-
gang að meiru en 10% í þorskígildum
af aflaheimildum héma á Islandi.
„En síðan var jafnframt sett tak-
mörkun á einstakar tegundir og ég
hef alltaf lýst mig ósammála því,“
segir Brynjólfur. í því sambandi hef-
ur hann tekið sem dæmi að Grandi
hefur sérhæft sig í karfa, á meðan
Útgerðarfélag Akureyringa er sér-
hæft í þorski. „Og ef það kæmi nú
fyrir t.d. að heildarkarfaveiði yrði
takmörkuð og ég sæktist eftir því við
ÚA að skipta og láta þá fá þorsk, og
ég fengi frá þeim karfa, að þá skv.
lögunum myndi það takmarka. Það
væri svo augljóst að það væri meiri
hagræðing í því að ég héldi áfram að
sérhæfa mig í karfa en ég myndi
hugsanlega ekki mega það sam-
kvæmt þessum lögum. Og þá fengju
menn óhagkvæman rekstur á fleiri
en einum stað,“ segir Brynjólfur.
í lagií bankakerfinu
en ekki í sjávarútvegi?
Brynjólfur segir að á sínum tíma
þegar lögin um hámarksaflahlut-
deild eigenda sjávarútvegsfyrir-
tækja voru sett hafi menn ekki litið á
það sem mikla takmörkun að enginn
mætti eiga meira en 10% heildar-
kvóta. Hins vegar séu hugleiðingar
Guðmundar á aðalfundi Básafells
réttar að sínu mati, einkum ef þró-
unin verði í sömu veru áfram og und-
anfarin ár, að sjávarútvegsfyrirtæk-
in verði stærri rekstrareiningar.
„Því hvað eru þessar einingar að
gera? Þær eru að keppa um fjár-
magn, áhættufjármagn, og ef það er
í lagi að gera það í bankakerfinu þá
spyr maður af hverju ætti það þá
ekki líka að vera í lagi í sjávarútveg-
inum?“
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Tekjutrygging öryrkja í sambúð áfram skert
Ihuga að leita til æðri
dómstiga með kröfu sína
ÖRYRKJABANDALAG íslands
mun, að sögn formanns ÖBI, að öll-
um líkindum leita til æðri dómsstiga
vegna niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur frá í gær þar sem tveir
af þremur dómurum sýknuðu ríkið af
þeirri kröfu ÖBÍ að viðurkennt yrði
með dómi að Tryggingastofnun ríkis-
ins hefði verið óheimilt frá 1. janúar
1999 að skerða tekjutryggingu ör-
orkulífeyrisþega í hjúskap.
Fjölskipaður dómur Héraðsdóms
Reykjavíkur féllst hins vegar á fyrri
dómkröfu ÖBÍ um að ríkinu hefði
verið óheimilt að skerða frá 1. janúar
1994 tekjutryggingu öryrkja í hjú-
skap með því að telja helming sam-
anlagðra tekna beggja hjóna til tekna
örorkulífeyrisþegans í því tilviki sem
makinn var ekki lífeyrisþegi.
Öryrkjabandalagið íhugar að
áfrýja niðurstöðu dómsins hvað varð-
ar kröfuna sem ríkið var sýknað af
þar sem staða öryrkja er sú sama og
áður, þ.e. að heimilt er enn að skerða
tekjutryggingu öryrkja í hjúskap
vegna tekna maka.
Viðurkenning á
málstað öryrkja
Spurður hverju dómurinn breyti í
raun fyrir hag öryrkja í hjúskap úr
því að enn sé tekjutrygging þeirra
skert þrátt fyrir ólögmæti þess á
nokkurra ára tímabili segir Garðar
Sverrisson, formaður ÖBI, að dóm-
urinn sé mjög mikil viðurkenning á
málstað öryrkja í langvinnri deilu við
stjómvöld um lögmæti þeirra tak-
markana á rétti öryrkja til hjúskapar
og fjölskyldulífs sem hafa verið í gildi
á undanförnum árum.
„Hvað seinni dómkröfu okkar
áhrærir, sem varðar lög sem sett
voru til að verja stjómvöld gegn yfir-
vofandi lögsókn af okkar hálfu, þá
klofnar héraðsdómur í afstöðu sinni
til þess hvort þau lög standist sjálfa
stjómarskrána," segir Garðar. „Ökk-
ur er því varla stætt á öðm en að
áfrýja þeirri niðurstöðu meirihluta
héraðsdóms til Hæstaréttar."
ÞAÐ sem af er árinu hafa 33 ein-
staklingar farist af slysföram, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum frá Slysa-
varnafélaginu-Landsbjörg. Dauðs-
föllin urðu í 31 slysi, 24 karlar og níu
konur, þar af þrír erlendir gestir.
Á síðasta ári lést 41 einstaklingur
af slysföram hér á landi og 43 árið
1997. Síðastliðin tíu ár vora fæst
banaslys árið 1996, 32 talsins, og
næstfæst urðu slysin á árinu sem er
að líða.
Flest dauðsföll urðu vegna um-
ferðarslysa, eða 22 menn í jafnmörg-
um slysum. Þar af lést einn íslend-
ingur erlendis og tveir erlendir
ríkisborgarar létust hér á landi.
Fjöldi banaslysa í umferðinni er 71%
af heildarfjölda banaslysa á árinu.
Sex létust í sjóslysum og drukkn-
unum í fjórum slysum. Fjórir
drakknuðu í stöðuvötnum, einn
fannst látinn í Reykjavíkurhöfn og
erlend kona lést í Bláa lóninu. Fjöldi
drakknana er 13% af heildarfjölda.
Ekkert banaslys varð á árinu
vegna flugslysa. Fimm létust í jafn-
mörgum slysum sem skilgreind era
ýmis slys, þar af einn erlendur ríkis-
borgari.
Tölurnar miðast við 30. desember.
Banaslys á Islandi 1986-99
Banaslys í umferðinni 1990-99
35
30
25
57 58
'90 '91 ’92 '93 '94 '95 '96''97 ”98 '99
£41
33 r Ýmis slys (5)
- Sjóslys og
drukknanir (6)
Umferðarslys (22)
1973 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99
Farið nýtur sín vel í fallegri síðdeg-
isbirtunni við Akureyri. Farið var
reist til að minna á upphaf sam-
fellds atvinnuflugs sem er talið
hefjast með stofnun Flugfélags Ak-
ureyrar.
------♦♦♦------
33 hafa
farist af
slysförum
á árinu
Slysum
fækkar
verulega
hjá ÍSAL
SLYSUM fækkaði um 60% í álver-
inu í Straumsvík milli áranna 1997
og 1998 og allt stefnir í að sama
fækkun verði milli áranna 1998 og
1999. Hrannar Pétursson, upp-
lýsingafulltrúi ÍSAL, segir að skýr-
ingar á hárri slysatíðni árið 1997
megi m.a. fínna í miklum fram-
kvæmdum á því ári. Það ár urðu 50
slys sem ollu fjarveru starfsmanna
en árið 1998 urðu slysin 22 og á
þessu ári hafa orðið tíu slys.
Hrannar segir að í samanburði
við aðra sambærilega vinnustaði sé
slysatíðni hjá álverinu lægri en al-
mennt í Evrópu en svipað því sem
geristíNoregi.
Fækkun slysa síðustu tvö ár sé
fyrst og fremst að þakka átaki inn-
an vinnustaðarins og áhuga starfs-
manna. Þá hafa miklar umbætur og
framkvæmdir orðið í vinnuum-
hverfi starfsmanna og þeir orðnir
meðvitaðri en áður um vinnuum-
hverfi sitt.
Farið