Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 76
^76 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
.Frá Broadway
í Perluna
Anne Runólfsson er hálfíslensk söng-
kona sem hefur náð miklum frama í
söngleikjum í New York. Hún hefur
meðal annars verið staðgengill Julie
Andrews í Victor/Victoria og núna á
gamlárskvöld skemmtir hún gestum
Perlunnar ásamt Agli Olafssyni.
ANNE Runólfsson á reyk-
vískan fööur, Kjartan
Runólfsson, en fæddist og
. ólst upp í Kalifomíu. Hún
kom fyrst til íslands þriggja ára og
svo aftur fjórtán ára, en þá dvaldist
hún hjá systur sinni og frænku.
„Þessi ferð er sennilega minnis-
stæðust. Eg var hérna allt sumarið
og án foreldranna. Viðbrigðin voru
'auðvitað mikil að koma hingað frá
Kaliforniu; ég man sérstaklega eft-
ir brennisteinslyktinni og öllu
hreina vatninu, kökunum sem mér
fundust svo góðar, íslenskum
pönnukökum, skyrinu og svo auð-
vitað hinum séríslensku pylsum
með öllu. Mér fannst líka skringi-
legft að það var ekkert sjónvarp í
júlí og hve sumarið var kalt,“ segir
Anne, „það var bjart allan sólar-
hringinn og maður vissi varla hvc-
nær ætti að fara að sofa og hvenær
ætti að vakna.“
Hvenær ákvaðstu að verða söng-
kona?
„Eg gerði mér einmitt fyrst grein
fyrir því að ég gæti sungið þegar ég
var á þessum aldri, u.þ.b. fjórtán
ára. Þá fór ég að læra söng og
syngja í söngleikjum. Mér fannst
það svo ofsalega gaman að ég söng
í söngleik eftir söngleik og var sí-
fellt í áheyrnarprófum."
Söngurinn kom ekki niður á
náminu
Truflaði þessi þátttaka ísöng-
leikjum ekki skólagönguna?
„Nei, ég lagði alltaf mikinn metn-
að í námið, var iðin og vildi fá góðar
einkunnir. Mér tókst að standa mig
mjög vel í skóla og stunda leiklist-
ina um leið, en oft var það þannig
apótek
bar • grill
Nýársfagnaður
i. janúar 2000
S
sökum forfalla eigum við laust á nýársfagnað
okkar 1. janúar nk kl. ig.30
Matseðill
c&o
Fordrykkur
Sushi & Kampavín
Grillaður humarog hörpuskelsfrauð
Túnfiskur með Wasabe og koriender
cffo
Andabringa með sólberjasósu & spínati á Charlottuconfit
Millennium desert
c>&
'<fl
apúbek
Borðapantanir í síma 5757 goo
Netfang: apotek@veitingar.is
zvww.veitingar.is
Morgunblaðið/Jim Smart
að svefninn var af skornum
skammti. Þegar ég kom heim af æf-
ingu klukkan tíu um kvöld þurfti ég
að vinna heimavinnuna til klukkan
tvö. Þetta var því nokkuð erfitt, en
vel þess virði. Eg fór síðan í UCLA-
háskólann og hélt söngnáminu
áfram þar, en lauk ekki námi, þar
sem ég vildi einbeita mér að söng-
leikjum."
Þá ákvaðstu að freista gæfunnar
ogflytja til New York, höfuðborgar
söngleikjanna.
„Já, það var árið 1986, þegar ég
var tvítug. Mig hafði alltaf dreymt
um að flytja þangað og reyna að
komast að á Broadway. Ég minntist
á þennan draum við vin minn, sem
hvatti mig til að láta slag standa.
Ég keypti því flugmiða til New
York, aðra leiðina, og tók mcð mér
fjórar ferðatöskur og 200 dollara.
Ég varð strax ástfangin af borg-
inni, dvaldi þar í eitt ár, en fór aftur
til Kaliforníu til að leika í Les Mis-
érables. Árið 1990 flutti ég svo aft-
ur til New York, enda hafði það
alltaf verið ætlunin."
Löngunin verður að vera sterk
Er erfitt að ná frama íNew
York?
„Til þess að gera það þarf að
vera ógurlega metnaðarfullur, dug-
legur og hæfileikaríkur. Löngunin
verður að vera geysisterk. Ég var
gríðarlega metnaðargjörn og ekk-
ert annað komst að hjá mér en að
ná lengra og lengra. Það er hins-
vegar stórskrýtið hvernig þessi
metnaður hverfur með aldrinum;
a.m.k. í mínu tilfelli. En á þessum
aldri miðuðust allar gjörðir mínar
við að ná lengra.“
Ríkir þá ekki mikil samkeppni á
Broadway?
„Jú, svo sannarlega. Þangað
flykkjast allir þeir sem dreymir um
að ná frama í leiklist iimi og margir
heltast úr lestinni. Fæstir eru jafn
heppnir og ég, en auðvitað eru
margir heppnari eins og gengur og
gerist. Þrátt fyrir alla þessa sam-
keppni er andrúmsloftið fágað og
ég á marga vini og vinkonur í fag-
inu. I söngleikjaheiminum bera
söngvarar og söngkonur virðingu
hvert fyrir öðru. Ég hringi til dæm-
is gjarnan í vinkonu mína og bendi
henni á áheyrnarprufu sem mér
hefur verið boðið í. Það er nefni-
lega þannig að leikstjórarnir hafa
oftast fullmótaða hugmynd um
hvernig leikara þeir vilja og engar
tvær leikkonur eru eins, þannig að
samkeppnin er ekki alveg bein.“
Julie Andrews eftirminnilegust
Þú hefur unnið með mörgu
frægu fólki, eins ogJulie Andrews,
Lizu Minnelli, Raquel Welch og
José Carreras. Hver er eftir-
minnilegasti samstarfsmaðurinn ?
„Ég held ég verði að segja Julie
Andrews. Hún er ekki ósvipuð þeim
persónum sem hún er þekkt fyrir
að hafa leikið, eins og til dæmis
Mary Poppins. Hún er góðhjörtuð,
vingjarnleg og örlát. Hún er sann-
arlega stórkostleg manneskja. Það
var mikil heppni að fá að vinna með
henni og verða vinkona hennar í
kjölfarið. Ég hef Iært mikið af
henni, jafnt af því að tala við hana
sem horfa á hana á sviði. Hún legg-
ur sig fram manna mest, þótt hún
teljist vera svokölluð stjarna."
Það er ekki tekið út með sældinni
að leika ísöngleik. Hversu oft er
sýntí viku?
„Átta sinnum. Mánudagar eru
einu frídagarnir og á miðvikudög-
um og laugardögum er tvær sýn-
ingar. Þetta er erfitt, reyndar held-
ur of erfitt að mínu mati.“
Hvert er erfiðasta hlutverk sem
þú hefur leikið?
„Aðalhlutverkið í Victor/
Victoria, vegna þess að allt verkið
snýst um aðalpersónuna og þess
vegna mæðir auðvitað mest á aðal-
leikkonunni. Hlutverk Roxane í
Cyrano er líka rnjög erfitt. Þar er
söngurinn mjög erfiður og búning-
arnir þungir. Maður þurfti að burð-
ast með fimm aukakíló, sem var
mjög erfitt.“
Stundum eru þekktar leikkonur
fengnar til að lcika aðalhlutverk í
söngleikjum, ekki vegna sönghæfi-
leika heldur frægðar, og hoppa
þannig beint inn á Broadway. Er
það ekki gremjuefni fyrir þær sem
hafa unnið hörðum höndum ísöng-
leikjum?
„Jú, það verður að segjast eins og
er. Eiginmaður minn, sem er fram-
leiðandi á Broadway, hefur reynt
að útskýra fyrir mér að þessi
þekktu nöfn séu nauðsynleg til að
söngleikirnir séu yfir höfuð settir
upp og beri sig. Auðvitað er það
skiljanlegt, en samt frekar svekkj-
andi. Stundum fer maður á söng-
leik og hugsar með sér: „Ég held ég
gæti nú staðið mig betur“ eða jafn-
vel „ég veit um að minnsta kosti tíu
manns sem gætu staðið sig betur“,“
Rudy Guiliani gaf þau saman
Hvernig er að búa íNew York?
„New York er stórskemmt.ileg
borg og hentar mér alveg sérstak-
lega þar sem ég vinn í leiklistar-
heiminum. Þar er alltaf eitthvað á
seyði og fólkið sem kemur þangað
er gjarnan hæfileikaríkt og
skemmtilegt. Glæpatíðnin hefur
lækkað, þökk sé borgarstjóranum
Rudy Guiliani, og það er ekkert mál
að fara í göngutúr með barnið og
hundinn í Central Park.“
Hefurðu hitt borgarstjórann?
„Já, reyndar vill svo til að hann
gaf okkur saman, mig og eigin-
manninn. Þannig vildi til að fjöl-
miðlar í New York höfðu verið að
stríða borgarstjóranum opinber-
lega samkvæmt hefð og í samræmi
við hefðina átti borgarstjórinn að
svara með sniðugu tiltæki. Það
gerði hann með því að dansa í kven-
mannsfötum við Julie Andrews í
sýningunni Victor/Victoria, sem
við vorum að vinna við. Eiginmaður
minn skipulagði þessa uppákomu,
en hann var framleiðandi sýningar-
innar. Samstarfsmaður hans kom
því síðan i kring að Guiliani kom
heim til okkar og gaf okkur saman.
Reyndar vildi svo óheppilega til
að sama kvöld átti sér stað skotárás
á efstu hæð Empire State-
byggingarinnar og þess vegna tafð-
ist borgarstjórinn töluvert, en kom
á cndanum og þurfti að skilja
hundruð Ijósmyndara og frétta-
manna eftir við ráðhúsið, þar sem
þeir biðu eftir að fréttamannafund-
ur hæfist. En Guiliani kom, fram-
kvæmdi hjónavígsluna og fór svo
beint á fundinn."
Ánægð með að vera á íslandi
Að allt öðru. Hvað varð til þess að
þú ákvaðst að eyða áramótunum á
fslandi?
„Reykjavíkurborg bauð mér í
tengslum við að hún er ein af menn-
ingarborgum Evrópu árið 2000. Ég
syng með Agli Ólafssyni í Perlunni
á gamlárskvöld, en ég söng með
honum þegar ég kom hingað til
lands íyrir þremur til fjórum árum.
Þá aðstoðaði hann mig við að setja
upp kabarettsýningu. Mér finnst
frábært að syngja með honum.
Þetta boð um að koma hingað um
áramótin var langáhugaverðasta
boðið sem ég fékk og mér þótti til-
valið að sækja landið heim í fyrsta
skipti að vetri til.
Ég fór í gönguferð með mannin-
um mínum og við hrifumst mjög af
fegurð borgarinnar á þessum árs-
tíma. Jólaskreytingarnar eru af-
skaplega fallegar. Reykjavík er frá-
bær borg; hún er gædd flestum
kostum stórborgar í smæð sinni og
rólegheitum. Öllum þörfum er full-
nægt þótt borgin sé smá. Ég er
mjög ánægð með að eyða ára-
mótunum hérna.“
Kæmi tilgreina að búa hérna í
framtíðinni?
„Ég veit það ekki, ég yrði að
minnsta kosti að læra íslensku, sem
hefur reyndar staðið til hjá mér í
langan tíma. Ég syng reyndar
nokkur lög á íslensku í Perlunni á
gamlárskvöld. Dagskráin verður
blanda af íslenskum og erlendum
lögum."