Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 35
Margbrotinn
einfaldleiki
ogskáldverðaaðeins
þrírafþúsundi.
Elska þau
enelskalíkamakkar-
ónusúpu
elska gullhamra og blátt
elska gömul sjöl
elskaaðstandafyrir
mínu
elskaað klappa hundum.
Ljóðið
aðeinsþannigerþeim
lióðið.
Orættsvar
við horfmni spum
það veit ég ekki, ég veit
þaðekkiogþví
gríp ég í þessa framréttu hönd,
Wislawa
Szymborska
persónu lýsing), í seinni
hluta er ljóðmælandinn
köttur. I „Tregaupp-
gjöri“ er fjallað um
gengna vini. Allt sem
sagt er í þessu ljóði er
jafnóðum dregið í efa
innan sviga. „Vakan“ er
annar sterkur texti,
heimspekilegur einsog
fleiri ljóð Szymborska.
„Ærsialeikir" fjallar
um engla og hvað þeir
gera „utan engilsiðju/
og því ómennskari
starfa“. Þeir lesa ekki
skáldsögur, ekki ljóð
heldur horfa á þöglar
kvikmyndir. Ljóðmæl-
andi vonar að þeir gleðjist:
Stjörnu-
spekingur
deyr
BÆKUR
Ljóð
ENDIR OGUPPHAF
eftir Wislawa Szymborska, þýðandi
Geirlaugur Magnússon, Bjartur,
Reykjavík, 1999, 63 bls.
WISLAWA Szymborska er pólsk
skáldkona og Nóbelsverðlaunahafi
árið 1996. Endir og upphaf er níunda
ljóðabók hennar, kom út á frummál-
inu 1993 og nú á íslensku. Geirlaugur
Magnússon þýðandi bókarinnar rit-
ar einnig ítarlegan og fróðlegan for-
mála. í honum eru allnokkur ljóð úr
öðrum bókum Szymborska.
Szymborska hóf útgáfuferil
sinnl952. Hún hefur verið bendluð
við pólitískt andóf í ljóðagerð sinni,
en það stenst ekki vel; ljóð hennar
eru ekki pólitísk í þrengsta skilningi
þess orðs. Nær lagi er að kalla þau
„ritgerðarljóð" einsog hún er í for-
mála sögð sjálf hafa gert. Einfald-
leiki er einkenni á ljóðum hennar,
talmálsstíll, efi og spurn. „Eg veit
ekki“ eru orð sem hún sagðist meta
mikils í ávarpi sínu á Nóbelshátíð
1996. Og þeim bregður reyndar fyi-ir
í þessu ljóði hér:
Sumir elska ljóð
Sumir-
en ekki nærri allir.
Sannlega ekki fjöldinn fremur en þeir fáu.
Læra þau ekki í skóla þó verði
BÆKUR
F r æðirit
KORTLAGNING HUGANS
eftir Ritu Carter í þýðingu Sverris
Hólmarssonar. Mál og menning
1999,225 bls. Prentuð á Ítalíu.
KORTLAGNING hugans er
glæsileg bók með aðgengilegum
skýringarmyndum. Texti er skýr og
vel fram settur, og þótt efnið sé all-
flókið þá tekst höfundinum að gera
það spennandi. Rita Carter er á
baksíðu sögð vera blaðamaður sem
fjalli einkum um læknisfræðileg efni
og skrifi með almenna, fróðleiksfúsa
lesendur í huga. Hún er einnig sögð
njóta aðstoðar fjölmargra sérfræð-
inga við þessa leiðsögn um lendur
mannshugans eins og þær blasa við
af sjónarhóli hinna nýju heilavísinda
og er eins þeirra sérstaklega getið,
Christopher Frith. Fleiri upplýsing-
ar fylgja á baksíðu, einkum þær að
með nýjustu tækni í myndatöku á
mannsheilanum hafi opnast nýjar
víddir í rannsóknum á huga manns-
ins. Hægt sé að sýna hugsanir og
minningar - og jafnvel hugarástand-
á myndum á sama hátt og röntgen-
myndir sýni bein. Það megi til dæmis
sjá heila fólks lýsast upp á ákveðnu
svæði þegar það heyrir brandara,
senda frá sér dauft skin á öðru svæði
við dapurlega minningu og Ijóma á
því þriðja þegar hugurinn er að.
kljást við ný orð. Eg var að lesa
margt nýtt í þessari bók, um rann-
sóknir og tækni sem ekki er til
hversdagslegra nota enn sem komið
er heldur á tilraunastigi en samt
finnst mér Rita Carter alloft falla í
þann pytt að fullyrða um of, enda
gengst hún við því í inngangi bókar-
innar. Þar kemur fram að sumt af því
sem í bókinni getur að lesa sé í raun-
inni flóknara en hún láti í veðri vaka
og sumt af því eigi áreiðanlega eftir
Yrkisefnin eru af ýmsum toga. í
titilljóði bókarinnar er ort um stríð
eða öllu heldur eftirköst þess: „Það
verður/að ryðja veginn/svo líkvagn-
arnir/komist leiðar sinnar." („Endir
og upphaf‘, 23.) Þau eftirköst teljast
ekki fréttnæm, „Myndavélarnar
horfnar/ til annarra styrjalda" og
smám saman grær ekki aðeins yfir
menjar stríðsins heldur einnig or-
sakir þess og afleiðingar: „í grasinu
sem nú hylur/orsök og afleiðingu/
liggur líklega einhver/ tyggur strá/
og gónh' upp í skýin“ („Endir og upp-
haf“. 25.) Ljóðið „Köttur í auðri
íbúð“ fjallar um kött eftir að eiga-
ndinn er dáinn; þetta er í senn húm-
orískt og harmrænt ljóð, fyrri hlut-
inn frásagnarkenndur (þriðju
að reynast rangt. Það stafi af því að
margar af niðurstöðunum séu svo
nýjar að ekki sé enn búið að sann-
reyna þær. Mér finnst það heiðarlegt
af höfundi að gera strax í upphafi
hreint fyrir sínum dyrum á þennan
hátt en það þýðir jafnframt að taka
verður margt í bókinni með fyrir-
vara.
Leyndardómar heilans og mann-
legrar hugsunar hafa löngum heillað
vísindamenn og hefur heilinn því
verið rannsakaður á hveijum tíma í
samræmi við þær aðstæður sem þeir
hafa búið við, allt frá höfuðbeina-
fræði, höfuðlagsrannsóknum og
krufningum íýrri alda að nútíma
tækni sem fært getur okkur ítarlegri
upplýsingar um innviði og starfsemi
heilans en okkur hefur getað órað
fyrir.
Margar sjúkrasögur koma til tals í
bókinni. Þær auðga frásögnina veru-
lega og gera hana léttari aflestrar.
Einnig er komið inn á ýmiss konar
skapbrigði og hugsanir, kynhegðun
og kynjamun og hvernig hans gætir í
rannsóknunum. Á bls. 73 er til dæm-
is smáklausa um rannsóknir amer-
ísks líffræðiprófessors um hvort heili
í samkynhneigðum körlum sé ólíkur
heila annaira kai'lmanna. Hann
komst að þeirri niðurstöðu að ákveð-
inn hluti heilans, kjarninn í undir-
stúkunni svonefndu.væri mun minni
í hommum en það rennir stoðum
undir þá kenningu að samkynhneigð
eigi sé líffræðilegar rætur.
Rita Carter er eins og fyrr segir
blaðamaður, sem ritar um læknis-
fræðileg efni fyrir brezk blöð á borð
við Independent, New Scientist,
Daily Mail og Daily Telegraph. Það
er hrein unun að lesa bók sem er svo
vel þýdd eins og Kortlagning hug-
ans, en Sverrir Hólmarsson hefur
leyst það vandasama verkefni af
hendi með stakri prýði.
Katrín Fjeldsted
Ég get jafnvel ímyndað mér þá
klappa saman vængjunum
ogtárfalliúrauga
þó ekki væri nema af hlátri
Það smáa, lítilsverða, ósögulega,
það sem telst ekki til tíðinda er
gjarnan leitt til móts við það sögu-
lega, stóra, svo sem í ljóðinu „Mætti
vera nafnlaust" þar sem efast er um
„að það sem máli skiptir/ skipti
meira máli en það sem engu skiptir“.
Það er fyrst og fremst einfaldleikinn
sem gerir þessi ljóð að mjög sterkum
textum, einfaldleiki sem leynir á sér,
bæði í stíl og efnistökum.
Sýning
framlengd
SÝNINGU Jónasar Braga „Bárur“
í sýningarsal Gallerí Hár & List,
Strandgötu 39, Hafnarfirði, hefur
verið framlengd til áramóta.
Jónas sýnir skúlptúra og mynd-
verk sem hann hefur unnið úr
kristalgleri og öðrum glerefnum
sem eru meðhöndluð á sérstakan
hátt.
Sýningin er opin á afgreiðslu-
tíma verslana.
ERLENÐAR
BÆKUR
S p c n n ii s a <í a
„STARSTRUCK"
eftir Val McDermid. HarperCoIlins
1999.240 síður.<
VAL McDermid er spennusagna-
höfundur fædd í Skotlandi og á að
baki nám í bókmenntum við Oxford -
háskóla. Hún hefur sent frá sér á
annan tug skáldverka en tæplega
helmingur þeirra fjallar um hressi-
legan einkaspæjara að nafni Kate
Brannigan. Sú nýjasta heitir „Star
Struck“ og kom fyrir skemmstu út í
vasabroti hjá HarperCollins-útgáf-
unni, en í henni kynnist Brannigan
heimi bresku dagsápuóperanna þeg-
ar hún fær það verkefni að vera líf-
vörður eins aðalleikarans í vinsælli
dagsápu. Þeim kynnum er lýst eins
og kannski við mátti búast af kald-
hæðnislegri lítilsvirðingu því það er
gamansamur tónn í einkaspæjaran-
um, sem segir frá í lyrstu persónu,
en það vantar talsvert upp á að sagan
sé nægilega spennandi til þess að
halda athyglinni óskiptri og endirinn
er næsta fyrirsjáanlegur.
McDermid og sápurnar
McDermid starfaði í fjölda ára
sem blaðakona og má sjá af lestri
bókarinnar að hún hefur talverða
reynslu sem slík. Hún segir í eins-
konar formála að hún hafi undir það
síðasta unnið hjá blaði sem hafði í
gegnum tíðina sífellt meiri áhuga á
breskum sápuópemm og leikurum
þeirra. „Aí'raksturinn er sá að ég hef
gleymt meii'u en nokkur heiðarlegur
maður vill vita um einkalíf hinna
frægu.“
Kate Brannigan er ein af þremur
persónum sem hún skrifar um, en
hinar tvær eru glæpasérfræðingur-
inn Tony Hill, sem birtist í sálfræð-
itryllunum „The Mermaids Singing11
og „The Wire in the Blood“, og
Lindsay Gordon, en um hann fjalla
bækur eins og „Union Jack“ og
„Report for Murder. Þess má geta
að bækur McDermid hafa unnið til
verðlauna í Bretlandi, m.a. hlotið
Gullna rýtinginn, verðlaun samtaka
glæpasagnarithöfunda í Bretlandi.
Brannigan rekur spæjaraskrif-
stofu í Manchester ein síns liðs en
hún hefur ritara á sínum snærum og
Gizmo er tölvuséní sem hún leitar til
þegar í nauðirnai' rekur. Hún er á
fertugsaldri og býr með tónlistar-
blaðamanni, reyndar búa þau í sitt-
hvorri íbúðinni í sömu blokkinni sem
hentar henni ágætlega og hún á
fjölda vina úr ýmsum áttum, sem oft
þurfa að leita ásjár hjá henni - og
hún hjá þeim.
Morð á stjörnuspekingi
Einn daginn rekur á fjörur hennar
stórstjörnu úr sápuóperunni „North-
erners“. Gloria Kendal heitir hún op-
inberlega því það er ekkert spenn-
andi að vera sápuleikari og heita sínu
raunverulega nafni, Doreen Satt-
erthwaite. Hún hefur fengið hótun-
arbréf í pósti þar sem bréfritari
hyggst stytta líf hennar umtalsvert
af einhverjum ástæðum. Gloria ræð-
ur Brannigan til þess að gæta sín á
tökustað og annarstaðar. I ljós kem-
ur að stjarnan þurfti ekki að hafa
neinar áhyggjur, því Brannigan er
ekki lengi búin að láta sér leiðast við
upptökur á sápunni þegar stjörnu-
spekingur leikaranna finnst myitur.
McDermid er gríðarlega lengi að
koma sér að efninu og hún setur
fjölda hliðarsagna inn í aðalsög-
uþráðinn sem lengir óþarflega frá-
sögnina og koma þar við sögu smá-
krimminn Dennis, sem er inn-
brotsþjófur meðal annars, Cassie,
sem er kynskiptingur, angi af mafí-
unni í Manchester-borg og svert-
ingjadrengur sem afhendir stefnur
fyrir Brannigan og sífellt er verið að
handtaka. Með svolítið meiri snerpu
hefði eflaust mátt bæta söguna nokk-
uð. Hins vegar er ávallt gamansamur
tónn í sögunni er sprettur ekki síst af
því að Brannigan er kona og hefur
skemmtilegt innsæi í þá karlaveröld
sem hún sem spæjari þarf að kljást
við.
Arnaldur Indriðason
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00
1981-l.fl. 25.01.00-25.01.01 kr. 316.927,00
1986-l.fl. B 10.01.00- 10.07.00 kr. 28.086,50 <
1989-1.fl. A 2,5 ár 10.01.00- 10.01.01 kr. 26.462,60 o
1989-2.fl. A 10 ár 15.01.00- 15.01.01 kr. 23.943,80 X < >
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 30. desember 1999
SEÐLABANKIÍSLANDS
Hermann Stefánsson
Heilinn heillar