Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 47 AGNESUNNUR INGVARSDÓTTIR KOHBERGER + Agnes Unnur Ingvarsdóttir Kohberger fæddist í Móhúsum í Garði 6. desember 1938. Hún lést á Sjúkrahúsi Suð- urnesja 20. desember síðastliðinn. Agnes ólst upp á Bjargi í Garði. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Jóna Valdimars- dóttir, f. 2.7. 1913, d. 4.12. 1995, og Ingvar Júlíusson, f. 6.12. 1912, d. 11.3. 1992. Systkini Agnesar eru: Guðbjörn, f. 1935, kvæntur Sigríði Lúðvíksdóttur; Hafsteinn, f. 1936, kvæntur Hjördfsi Trausta- dóttur; Sigurður, f. 1941, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur; Krist- jana, f. 1943, gift Jóhannesi Ágústssyni; Helgi, f. 1946, d. 1946; Matt- hildur, f. 1948, gift Magnúsi Þór Magn- ússyni; og Ingvar Jón, f. 1952, kvæntur Jdnu Karenu Péturs- dóttur. Agnes giftist 20.7. 1961 Thomas E. Kohberger, f. 22.5. 1938, d. 18.4. 1993. Þau eignuðust eina dóttur, Kathleen Margréti, f. 3.1. 1962, gift Glenn Dep- elisi, og eiga þau þrjú börn. Þau eru Christopher, f. 1984; Lauren, f. 1988; og Glenn Thomas, f. 1994. Þau búa í Flórída. Utför Agnesar fer fram frá Ut- skálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku systii-. Nú ert þú farin, og skilur eftir mikið tómarúm í hjaita mínu. Á milli okkar hefm- alltaf verið sterkt samband þó fjarlægð í búsetu haíi verið mikil lengst af. Við ólumst upp á Bjargi sjö systkinin og oft bjuggu fleiri þar, frænkur og frænd- ur, oft tímabundið, en alltaf var nóg pláss. Aldrei man ég eftir að þar væri þröngt. Það eru tíu ár á milli okkar, en ég man samt eftir að hafa viljað vera eins og þú í klæðnaði og fleiru. Mér er mjög minnisstætt þegar þú varst ung stúlka og mamma var að sauma á þig pils með axlaböndum köflótt, það var voða flott og ég vildi fá eins, ekki skokk eins og til stóð. Sennilega hef ég grenjað það út, því pilsið fékk ég og var mikil gleði yfir því. Þú varst ung er þú fórst að heim- an, fyrst í húsmæðraskólann og síðan að vinna. Ég man eftir að þú bjóst í Njarðvík og fórst að vinna uppi á Keflavíkur- flugvelli, en þar voru öriög þín ráðin er þú kynntist ungum manni Thomas E. Kohberger og fluttir með honum til Bandaríkjanna. Þar giftuð þið ykkur og eignuðust augasteininn og einkadótturina Kathleen Margréti. Þú bjóst yfír 30 ár úti. Þið bjuggð víða, til dæmis í Afríku, á Bahama- eyjum og á Spáni. En lengst af í Flór- ída. Alltaf var jafn spennandi að fá jóla- pakkana frá ykkur, því það var alltaf eitthvað öðruvísi en fékkst hér. Enda þá sjaldnar farið á milli landa en nú er. Áldrei gleymi ég heldur ferming- arkjólnum sem þú sendir, snjóhvítur með fimmföldu pilsi. Aldrei hef ég séð svona flottan kjól. En margt hefur á daga þína di-ifið, elsku Agga, og ekki hefur alltaf verið létt þitt líf. Þú varst mjög ung með ungt barn þegar þú veiktist fyrst af krabbameini, langt frá okkur, en þú varst alltaf hetja, þú bai-ðist og sigr- aðir í það skiptið. Önnur alvarleg veikindi komu síðar en þú hélst ótrauð áfram. Er ég var 19 ára og þurfti tilbreyt- ingu í líf mitt eftir eiditt tímabil og þú varst að ná þér eftir veikindi, var ákveðið að ég færi út með ykkur eftir áramót, en þið höfðuð eytt jólunum hjá okkur. Það er oft búið að hlæja að því þegar þú varst að lýsa þessari ömurlegu vinnukonu sem þú fékkst, en ég var að sjálfsögðu ekki sam- mála. Þið bjuggð þá á Bahama-eyj- um. Ég átti mjög góðan tíma þó ekid entist ég árið en ég var í sex mánuði. Seinna heimsótti ég ykkur tfl Flór- ída, en ég var þá í brúðkaupsferð og vorum við í fimm vikur hjá ykkur. Ekki urðu nú ferðir mínar fleiri enda langt að fara. En eftir að þú komst heim, höfum við átt margar stundir saman. Þú fluttir eftir að hafa misst mann þinn. Þú bjóst fyrst á Bjargi en síðan fluttir þú í eigin íbúð í Heiðartúni 4, hér í Garði, sem þú vai-st mjög stolt af. Þú varst alltaf mjög hress og kát og laðaðir að þér fólk. Þú varst barn- góð og frændsystkinin elskuðu öll Oggu frænku. Þú gekkst í Kvenfélag- ið Gefn og hafðir mjög gaman af þeim félagsskap. Þú fékkst góða vinnu uppi á Keflavíkurflugvelli í klúbbi við matreiðslu. Þar eignaðist þú góða samstarfsmenn og félaga. Já, Agga mín, þú hafðir gaman af lífinu, og elskaðir íslenska náttúru, fjöllin, fjöruna og grjótið. Aldrei gleymi ég er þú heimsóttir mig á Homafjörð, og við fóram upp í Lón. Þú varðst bergnumin og þá voru nú tíndir steinar og höfðum við mest- ar áhyggjur af því að engin flugvél tæki allan þennan farm. Listræn varst þú og fórst að vinna úr gijóti, fiskbeinum og að mála, bæði keramik, gips og myndir. En þó að þér liði mjög vel á Islandi, þá var hugurinn oft úti, því þar býr jú Kathleen og yndislegur tengdasonur, Glenn, og barnabörnin þrjú, þau Cristopher, Lauren og litli Glenn. Þú saknaðir þein-a sárt og aldrei liðu margir dagar á milli hringinga ykkar á milli, enda samrýnd öll sömul. Christopher dvaldi hjá þér sumar- langt fyrir tveimur árum, þér tfl mik- illar gleði og var það stefna þín að Lauren kæmi næsta sumar, því þú lifðir fyrir börnin þín. Fyi-ir um einu og hálfu áii kom í ljós að þú værir með krabbamein sem ekki yrði læknað. Þá var erfitt að hafa börnin þín svona langt í burtu. Það var því mikil gleði þegar þau komu öll á síðasta ári og eyddu jólum og áramótum hjá þér. Og á þessu ári fórst þú út til þeirra þótt fársjúk vær- ir, en því miður veiktist þú þar og þurftir að koma heim eftir nokkra daga. En þú ætlaðir og fórst og það sýnir hvers konar baráttukona þú varst. Þú kvartaðir aldrei, og ef þú varst spurð hvernig þú hefðir það var svarið alltaf það sama: „Bara gott, ég er fín.“ En elsku Agga, þú stóðst ekki ein, þú áttir góða fjölskyldu sem öll elskaði þig, og systkinaböm sem dáðu þig, því eins og þau sögðu: „Agga frænka er svo sérstök og hress.“ Góða samstarfsmenn áttir þú og mjög góða vini og vinkonur sem aldrei verður þakkað nóg fyrir allt sem þau gerðu fyrir þig. Mig langar samt að þakka fjölskyldunni í Laufási en þau eiga miklar þakkir skilið fyrir allt sem þau gerðu fyrir Öggu, en þau reyndust henni sérstaklega vel, svo og gömlu vinkonurnar sem héldu Öggukvöld á hveiju föstudagskvöldi. Þá komuð þið saman, þú, Helga, Lilla, Inga Lína og Gunna. Þetta var fastur liður og langar mig að senda ykkur ástarþakkir fyrir. Sigga Þor- steins, þú átt líka miklar þakkir skilið fyrir allt sem þú gerðir fyrir Öggu. í hverjum mánuði tókst þú hana með þér tfl að hitta gamlar skólasystur frá húsmæðraskólanum og voru þær ferðir mjög góðar. Hafðu mikla þökk fyrir allt. Einnig langar mig að þakka séra Birni og hans góðu konu, Susan, fyrir allar heimsóknirnar og hlýjan hug. Þau voru alveg sérstök. Síðan Möggu Þóru S. og hennar dætrum fyrir hvað þið reyndust henni vel. Það er ekkert sjálfsagt að þótt þið hafið búið í sama húsi að það sé eins og það var hjá ykkur. Aldrei leið sá dagur að ekki væri labbað á milli íbúða og litið til hennai’. Hafið mikla þökk íyrir. Ástarþakkir öll. Síðasta Öggukvöldið var haldið á Sjúkrahúsi Keflavíkur, og þar var Sigga einnig. Þá var Agga orðin hel- sjúk og ekkert orðið hægt að tala við hana. En allt í einu, þegar þið voruð allai’ komnai-, opnaði hún augun og sagði á sinn sérstaka hátt: „Hæ.“ Þama áttuð þið yndislega stund sam- an allar gömlu vinkonurnar. En þetta var í síðasta sinn sem hún gat eitt- hvað talað. Já, nú er ég búin að nefna hér nokkur nöfn, en það voru fleiri sem reyndust Öggu vel. Og vil ég þakka öllu því góða fólki fyrir samhug og hlýju, og allt sem það gerði fyrir okk- ur, því í veikindum sem þessum er ómetanlegt að eiga góða að. Einnig langar mig að senda þakklæti til Jak- obs Jóhannssonar krabbameins- læknis. Hann er einstakur maður. Einnig til starfsfólks á 11 E á Land- spítalanum og göngudeild krabba- meinslækninga. Starfsfólki öllu á Sjúkrahúsi Suðurnesja þakka ég frá- bæra aðhlynningu. I öllu þessu fólki slær stórt hjarta, sem þeir sem því kynnast gleyma aldrei. Elsku Agga mín, það er svo sárt að kveðja, en ég hugga mig við það að þú þurftir ekki að þjást, og er ég sat hjá þér og h'élt í hönd þína, tókst þú síð- ustu andvörpin hljótt og mikill friður færðist yfir þig. Vertu sæl, elsku systir, hafðu þökk fyrir allt. Hvíl þú í friði. Þín systir Matthildur og Ijöiskylda. í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því þú drottinn, lætur mig búa í náð- un. (Sálm. 4.9.) Já, það var friður yfir Agnesi, mágkonu minni þegar hún sofnaði svefninum langa, sem var henni lausn frá veikindunum. Það voru þung sporin okkar Matthildar systur henn- ar fyrir einu og hálfu ári til að til- kynna henni úrskm’ðinn úr rann- sóknunum sem hún þá var búin að ganga í gegnum. En Agga lét ekki bugast, hún ætlaði að beijast og hún barðist svo sannarlega, jafnvel leng- ur en nokkur þorði að vona að henni tækist. Agga var nýlega flutt til Am- eríku þegar ég kom í fjölskylduna á Bjargi þannig að ég kynntist henni ekki fyrr en nokkrum árum síðar er hún kom til Islands sína fyi-stu ferð frá því að hún fluttist utan. Þá var hún búin að ganga í gegnum erfið veikindi, þar sem hún vann sigur á þeim sjúkdómi sem nú vann sigur á henni. Það var samt eins og við hefð- um alltaf þekkst því Agga var svo blátt áfram og hress. Við urðum strax mjög góðar vinkonur. Þótt langt væri á milli okkar skrifuðumst við á og höfðum svo símasamband þegar það varð auðveldara. Alltaf vai’ eftirvænting að fá jóla- pakkana frá Ameríku þá sérstaklega fyrir frændsystkinin, sem öll elskuðu frænku sína, enda var hún þeim góð frænka. Síðar fórum við Siggi að heim- sækja þau Tom og Kathleen og var það ekki síður ánægjulegt. Allt var gert til að okkur liði sem best og einnig var ferðast með okkur. Heim- sóknir okkar urðu margar og sú síð- asta tfl þeirra var þegar Tom lést eft- ir stutta legu. Eftir að hann lést fluttist Agga til íslands og hafði kom- ið sér vel íyrir hér í Garðinum sem hún unni, hún hafði eignast sína eigin íbúð og var í vinnu þar til hún veikt- ist. Um baráttuvfljann hjá Öggu er það að segja að þegar í ljós kom úr- skurðurinn um þennan sjúkdóm sem svo marga tekur þá sagði hún: Ég ætla fyrst að ná 60 ára aftnælinu mínu og það tókst, svo ætla ég að ná jólunum núna og áramótunum, en það tókst því miður ekki, en hún fékk að njóta byrjunar jólaföstunnar heima, því þá breyttist heimili henn- ar í algjört jólaland, en Agga var mjög mikið jólabarn og marga hlut- ina í jólalandinu sínu hafði hún útbúið sjálf. Eftir að hún veiktist stytti hún sér stundir við að mála ýmist á kera- mik eða myndir, komu þá áður óþekktir hæfileikar í ljós. Það lýsh’ persónuleika Öggu vel þegai’ tengdasonur minn kom í heim- sókn til hennar á sjúkrahúsið, nokkr- um dögum áður en hún lést, þá opn- aði hún augun, horfði á hann og sagði: „Brostu.“ Eins og ég gat í upphafi var friður yfir Öggu og hún virtist eins sátt og hægt var. En við vitum að hugur hennar var ávallt hjá dóttur hennar Kathleen og fjölskyldu hennar en þær mæðgur voru sérlega nánar og miklar vinkonur. Nú er það okkar fjölskyldunnar að rækta samband við fölskyldu Kathleen og styrkja, þann- ig minnumst við Öggu best. Að leið- arlokum vil ég kveðja Öggu með þessari litlu bæn. Vaktu minn Jesús, vaktu í mér vakaláttumigeinsíþér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr.Pét.) Þín mágkona Kristfn (Didda). Elsku Agnes mín, nú er þinni bar- áttu lokið og er það viss léttir að vita að þér líður betur og þjáningarnar eru horfnar. Nú ertu komin til guðs og ég trúi því og treysti að hann taki vel á móti þér. Elsku Agnes mín, fleiri verða stundimar því miður ekki og verður þín sárt saknað. A kerti mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þá fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virlgað til góðs, í vanmætti sem oss er yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson.) Þín frænka Heiða Björk Ingvarsdóttir. Komið er að kveðjustund. Kær vinkona okkai’, Agnes Unnur, er lát> in, of fljótt að okkur finnst. Hún fæddist inn í jólin og dó inn í jólin. Jólabarn frá vöggu til grafai’. Tfl marks um það var hvernig hún töfr- aði fram lítið jólaundraland á heimili sínu í byrjun aðventu ár hvert. Svo fallegt að ekki er með orðum lýst. Mikið af því skrauti var unnið af henni sjálfri. Þrátt fyrir þverrandi heilsu var engin breyting á fyrir þessi jól, naut hún þess uns hún lagðist á sjúkrabeð hinn 9. desember sl. Hún átti við veikindi að stríða um eins og hálfs árs skeið. En Agga, sem var dugmikfl, sterk og kjörkuð, snerist fljótt til vai-nai’, vék sér fimlega und- an. Oft hafði hún betur, þá var gaman að lifa og kölluðum við hana þá stund- um furðuverkið okkar, því Ágga var óútreiknanleg í öllu sínu lífi, bæði í leik og starfi. Hún kvartaði aldrei og vorkun- nsemi var bönnuð. Hafði létta lund, var kát, sérlega skemmtileg, vinsæl og vinamörg, eftirsótt til vinnu, dug- leg, trygg og traust. Fljót að hugsa og svara fyrir sig. Stolt að uppruna sínum, sannur Islendingur og Garð- maður þrátt fyrii’ meira en 30 ára búsetu í öðrum heimsálfum. En fyrst og síðast var hún Agga á Bjargi. Bjarginu sínu ,besta stað í heimi, en þar ólst hún upp hjá sínum góðu for- eldrum í stórum og samheldnum systkinahóp. Aftur í Bjargið sitt flutti hún þegar hún sneri heim eftir lát Toms, mannsins síns. Þau eignuðust einkadótturina Kathalin Margréti, vel gefna myndarstúlku, sem á sína fjölskyldu, mann og þrjú böm á Flor- ída. Agnes bjó síðustu ár sín í faflegri og bjartri íbúð að Heiðartúni 4 í Garði. Fyrir um ári þegar ljóst var að veflrindi Öggu væru alvarleg ákváð- um við nokkrar vinkonur hennar að eiga með henni eitt kvöld í viku, hitt- ast hjá hver annarri. Urðu föstudag- skvöldin fyrir valinu, það voru Ögg- ukvöldin okkar. Ogleymanlegai’ stundir og vorum við satt að segja að kynnast upp á nýtt. Rifja upp liðnar stundii’, skoða gamlar myndir, rýna í gömul bréf, kíkja í bækur og fleira. Mikið var hlegið og var Agga ávallt hrókur alls fagnaðar, enda afar fynd- in og hnyttin. Einn fagran, heitan dag í ágústmánuði var farið í Borgíjr- fjörð, í sumarbústað hjá einni okkar, við borðuðum vínarbrauð drukkum kók, tíndum ber og Agga steina. Komið við í Hvassaleitinu á heimleið, í höfðinglega móttöku og heim í kvöldkyrrðina eftir vel heppnaðan dag. Állt var hægt að gera fyrir Öggu. En Agga var alltaf að koma á óvart. Allt í einu var hún orðin alvöru listamaður. Steypti styttur og ýmsa muni úr gifsi sem hún málaði af snilld og smekkvísi. Og svo fór hún að mála myndir, málverk. Sum voru hennar eigin hugai’fóstur eða það sem augað nam. Fjaran, flóinn, fjöllin, jökulliitn og skýin. Myndii’ hennar prýða nú veggi margra heimila. Hún var mikill steinasafnari, tíndi steina úti um allt, pússaði þá og lakk- aði, setti í hillur og skálar, kunni á þeim skil hvar og hjá hverjum hún fékk þá. Hún bjó einnig til margt skemmti- legt og frumlegt úr fiskibeinum og fleiru. Hennar verður sárt saknað þegar vorar. Á fótboltavellinum var hún óspör að hvetja sína menn í Víði, fara á flakk um fjöruna og sandinn, skoða fuglana, gamla vitann og sólar- lagið á Garðskaga. Hennar sól er nú sest. Agga var mjög minnisstæður og sérstakur persónuleiki. Við þökkum henni sam- veruna allt frá bernskudögum, hún kenndi okkur margt þessa síðustu mánuði, taka hveijum degi af æðru- leysi, þakka það sem við höfum átt og gleðjast yfir því sem við eigum. Við vottum dóttur hennar og fjölskyldu, systkinum og ástvinum öllum dýpstu samúð. Hvíldu í friði, elsku Ágga. Guð geymi þig. Þegar æviþrautin dvín þegar lokast augun mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms og veldisstól, ^ bjargið alda, borgin mín byrgmigþáískjóliþín. (M.Joch.) Þínarvinkonur Ingibjörg Gísladóttir, Guðrún Torfadóttir, Gi'slína Torfa- dóttir, Kristín Matthíasdóttir og Helga Tryggvadóttir. Elsku Agga vinkona okkar, nú er Guð búin að taka þig til sín, þú sem varst svo mikið jólabam. Fæddist í desember og kvaddir rétt fyrir jól. Það er mjög sárt að kveðja þig. Þú varst heimalningurinn okkar og mikil vinkona, eins og eitt bamabarnið okkar sagði: ,Ámma mín, nú er Aggga vinkona þín dáin og orðin engill. Við bræðurnir keyptum þennan engil og það er hún Agga. Þú átt að hengja hann á jólatréð" sem ég og gerði. Engillinn verður alltaf sérstakur í hjörtum okkar Eyja. Elsku Agga, við þökkum þér alla þína vináttu alla tíð. Þú varst hetja og barðist til hinstu stundar. Þú varst einstök vinkona, við gleymum þér aldrei. Nú ert þú búin að hitta eiginmann þinn og fjöl- skyldu þína, þau hafa tekið vel á móti þér. Veru sæl, elsku vinkona, við söknum þln. Megi góður Guð styrkja Kathleen, fjölskyldu og vini. Ljóð dagsins 6. desember, á af- mælisdegi Öggu: Ég vaknaði af djúpum dvala ’ við dýrlegan hörpuóm. Sálmínadreymirsíðan sólskin og undarleg blóm. Ég fann hvemig foldin lyftist og fagnandi tíminn rann, með morgna, sem klettana klifu, og kvöld, sem í laufmu brann. Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðm.) Helga og Eyjólfur, Laufási. • Fleiri minningargreinar um Agn- esi Unni Ingvarsdóttur Kohberger bíða birtingar og munu birtast í j blaðinu næstu daga. * —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.