Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ut um borg og bý Morgunblaðið/Golli Verk Helga Hjaltalín Eyjólfssonar til útláns í Borgarbókasafninu. MYNDLIST Myndhöggvaral'élag í s I a n d s HÖGGMYNDIR ÝMSIR Sýningin er í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík HÖGGMYNDARAFÉLAGIÐ stóð fyrir afar velheppnaðri sýn- ingu í fyrra á ströndinni í Skerja- firði. Sýningin hét einfaldlega Strandlengja og þeir sem gengu eftir ströndinni frá Ægisíðu og inn að Nauthólsvík gátu virt fyrir sér verk félagsmanna á leiðinni. Nú í haust hefur félagið aftur gengist fyrir eins konar sýningarverkefni í bænum og ber það nafnið Firma. I raun er hér alls ekki um sýningu að ræða heldur hefur verkum tíu listamanna verið komið fyrir hér og þar í fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar, allt frá Sorpu í Ána- naustum austur í Árbæjarsafn. Ekki virðist hafa verið horft til þess að verkin séu endilega á stöð- um þar sem almenningur kemur eða á auðvelt með að sjá þau; þannig sýnir Birgir Andrésson á slökkvistöðinni í Skógarhlíð þar sem vart nokkur maður á alla jafna erindi annar en starfsmenn, og Jukka Járvinen sýnir í vélsmiðju borgarinnar og þarf að fara inn í hana til að skoða verkið. Verkin láta mörg ekki mikið yfir sér og þannig felst framlag Þorbjargar Þorvaldsdóttur til dæmis í ljós- mynd af fólki sem býður eftir strætó og hangir myndin á vegg í strætóstöðinni við Hlemm. Mest áberandi er líklega verk Ingu Sig- ríðar Ragnarsdóttur við Sorpu þar sem unnið er með hugmyndir um endurvinnslu. Það verk er hins vegar nauðalíkt verki sem Jónína Guðnadóttir sýndi fyrir nokkru í Hafnarborg og getur því ekki talist frumlegt framlag. Eitt skemmtilegasta verkið í Firma-uppákom- unni er framlag Helga Hjaltalín Eyjólfssonar sem sjá má í Borgar- bókasafninu við Þingholtsstræti. Listunnendur þurfa reyndar ekki að láta sér nægja að skoða verkin þar því þau eru til út- lána eins og bæk- urnar í safninu. Helgi hefur komið nokkrum litlum höggmyndum fyrir í rammgerðum trékössum sem þeir sem hafa bókasafn- skort geta tekið með sér heim og notið þar. Auk þeirra sem þegar hefur verið getið taka þátt í Firma þau Jaroslaw Kozlowski, Inga Svala Þórsdóttir, Haraldur Jónsson, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdótt- ir. Þetta eru góðir listamenn sem skila flestir sínu vel frá sér en verk þeirra njóta sín engan veginn í þessu undarlega sýningarsamhengi og sem ein- hverskonar þemasýning gengur Firma engan veginn upp enda hæpið að nema örfáir hafi séð fleiri en tvö eða þrjú verkanna. Jón Proppé LANGAR ÞIG AÐ NÁLGAST VERKEFNIN FRÁ NÝRRI HLIÐ? Litaheimur Sjafnar MYYDLIST Vinnustofugallerf / L i s t h ú s i ð f L a u g a r d a I MÁLVERK SJ0FN HARALDSDÓTTIR Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18. SJ0FN Haraldsdóttir sýnir á vinnustofu sinni nýleg málverk undir yfirskriftinni Litir úr ísnum. Hér er um að ræða olíumyndir í ýmsum stærðum og er myndefnið einhvers konar hugleiðingar og afstraksjónir út frá náttúrunni. Þessi málverk eru afar svipuð þeim sem Sjpfn hefur sýnt undanfarin ár og er ekki að sjá að mikil þróun sé að eiga sér stað í verkunum þótt reyndar sé nú minna um ávöl form en oft áður og meira um hvöss hom og tinda. Litaskalinn er mjög breiður eins og áður í mál- verki Sjafnar og hún hikar ekki við að tefla saman sterkum og andstæð- um litum. Þegar best gengur gefur þetta myndunum mikinn kraft en stundum verður niðurstaðan óskilj- anleg litasúpa. Myndir Sjafnar ná sjaldan að skera sig vel hver frá annarri og er þar líklega helst um að kenna því að byggingin er tekin beint úr landslag- inu og sjaldan gerð tilraun til að hnika henni eða finna sjónarhom sem virkja myndflötinn og mynda einhverja spennu. Þá er það líka að þrátt fyrir litagleðina myndast sjald- an áhugaverð birtuhrif í myndunum, ólíkt til dæmis því sem gerir lands- lagsmyndir Georgs Guðna svo spennandi. Sjpfn hefur notið vin- sælda sem málari, enda era myndir hennar hressilegar og litskrúðugar, en líklega þykir mörgum kominn tími til að hún reyni fyrir sér með nýjar nálganir eða viðfangsefni. Jón Proppé Ljósskúlptúr við árþus- undamót í Tókýó stendur nú yfir mikil há- tíð til að fagna komu nýs ár- þúsunds. Ýmsir listamenn koma þar að máli og meðal verka á há- tíðinni er þessi ljósskúlptúr, To- kyo Millenario, eftir Japanann Hirokazu Imaoka og Italann Va- lerio Festi. Hefur verkinu verið komið upp í Marunouchi-hverfinu í borginni. Hátiðinni lýkur á nýársdag. Reuters Morgunblaðið/Ásdís Matthfas M.D. Hemstock, Tómas R. Einarsson, Eyþór Gunnarsson, Ósk- ar Guðjónsson og Einar Már Guðmundsson. Ljóð og djass á Sóloni Islandusi Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 29.086 kr. á mánuSi Fjármtignunarleíga Utborgun 270.000 kr. 16.582 kr. á mánuði Rekstrarleíga er miðuð við 24 mdnuði og 20.000 Mm akstur á ári. Fjármögnunarleiga er miðufi við 60 mánuði og 25% útborgun, greiBslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiSslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er me8 skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 RENAULT HALDNIR verða ljóða- og djass- tónleikar í Sölvasal, efri hæð Sól- ons íslandusar við Bankastræti, í Málverkasýn- ing á Netinu SIGURRÓS Stefánsdóttir mynd- listarkona hefur opnað heimasíðu sína á slóðinni http://www.simn- et.is/bjornsson. Þar er hægt að fræðast um listakonuna og skoða málverk sem hún hefur unnið. kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Þar mun Einar Már Guðmundsson lesa upp úr ýmsum ljóðabókum sínum við undirleik kvartetts Tómasar R. Einarssonar, sem flyt- ur tónlist sem hann samdi við ljóð Einars Más. Auk Tómasar, sem leikur á kontrabassa, skipa hljóm- sveitina Óskar Guðjónsson saxó- fónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, sem einnig mun spila á bongó- og kóngatrommur, og Matthías M.D. Hemstock trommu- leikari. Þessi dagskrá var frumflutt á Djasshátíð Reykjavíkur sl. haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.