Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Talebanar vaxa í áliti á alþjóðavettvangi ístamabad. AP. AP Starfsmenn flugvallarins í Kandahar í Afganistan fylla flöskur af vatni handa 155 gíslum um borð í indverskri farþegaþotu sem var rænt á föstudag. Þotan sést í bakgrunni. Vampcu- mnág^láos Mörkinni 3, s. 588 0640. Opið mán.-fös. 12-18, lau. 11-16, sun. 13-17. MÁL flugræningjanna, sem halda 155 manns í gíslingu í farþegaþotu á afgönskum flugvelli, hefur varpað ljóma á Taleban-hreyfmguna sem hefur verið í litlu áliti hjá þjóðum heims til þessa. Aðeins örfá ríki hafa viðurkennt stjóm Talebana, sem ráða yfir 90% Afganistans, og íslamska hreyfingin hefur verið einangruð vegna strang- trúartúlkunar sinnar, en samkvæmt henni mega konur ekki mennta sig eða vinna utan heimilis, auk þess sem þeim ber að hylja andlit sitt og lík- ama utandyra. Karlmönnum hefur einnig verið refsað fyrir að snyrta skegg sitt eða að sækja ekki bæna- samkomur fimm sinnum á dag. Þá hafa ráðamenn á Vesturlöndum gagnrýnt hreyfinguna fyrir að vemda Sádi-Arabann Osama bin La- den, sem er grunaður um að hafa staðið fyrir sprengjuárásum á banda- rísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu sem urðu 224 að bana á síðasta ári. Framganga Talebana dásömuð Nú er komið annað hljóð í strokk- inn og margir hafa lokið lofsorði á Talebana vegna framgöngu þeima í máli gíslanna á flugvellinum í Kanda- har. Talebanar hafa fordæmt gísla- tökuna þótt þeir styðji málstað flug- ræningjanna - uppreisn múslíma á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír. Stjóm Talebana hefur ennfremur hótað að fyrirskipa hermönnum sín- um að ráðast á flugræningjana verði gíslunum gert mein. „Það kemur ekki til greina að veita þeim hæli í landinu,“ sagði Wakil Ahmed Muttawakil, utanríkisráð- herra í stjórn Talebana. „Við viljum aðeins að farþegar þotunnar verði látnir lausir.“ Talebanar hafa reynt að semja við flugræningjana frá því farþegaþotan lenti á flugvellinum í Kandahar á laugardag. Þeir hafa einnig séð gísl- unum fyrir matvælum og vatni og tekið á móti stjómarerindrekum frá nokkmm ríkjum, sem hafa ekki við- urkennt stjórn íslömsku hreyfingar- innar. Indversk stjórnvöld hafa verið andvíg Taleban-hreyfingunni, stutt andstæðinga hennar í norðurhluta landsins og líta á enn á leiðtoga þeirra, Burhanuddin Rabbani, sem forseta Afganistans. Utam-íkisráðhema Indlands, Jaswant Singh, fór hins vegar lof- samlegum orðum um samstarfið við Talebana í gíslamálinu í fyrradag. Indverska stjómin hefur einnig hrósað Talebönum fyrir að notfæra sér ekki málið í pólitískum tilgangi. Erick de Mul, sendimaður Sam- einuðu þjóðanna í Afganistan, sagði að Talebanar hefðu sýnt mikið örlæti með því að sjá farþegum þotunnar fyrir matvælum, vatni og lyfjum. Hann bætti við að ástandið í Kanda- har væri mjög slæmt og Sameinuðu þjóðirnar yrðu að koma gíslunum til hjálpar ef málið drægist á langinn þar sem matvæli og lyf væm af skornum skammti í Afganistan. Muttawakil sagði að leiðtogar Ta- lebana hefðu aðeins eitt að leiðarljósi í samningaviðræðunum við flugræn- ingjana: „blóði saklausra manna verði ekki úthellt í Afganistan“. Viðræðumar hafa hins vegar gengið mjög hægt íyrir sig. „Vanda- málið er að lásinn er í okkar höndum en lyklamir í höndum flugræningj- anna,“ bætti utanríkisráðherrann við. Langvinnustu flugrán sögunnar SEX dagar em nú liðnir síðan ind- verskri farþegaþotu var rænt skömmu eftir flugtak frá Nepal. Þotan lenti á flugvellinum í Kanda- har í Afganistan á jóladag, daginn eftir að henni var rænt, og flugræn- ingjarnir hafa hótað að myrða 155 gísla ef Indverjar fallast ekki á að leysa 35 íslamska aðskilnaðarsinna í Kasmír úr haldi. Hér era rifjuð upp nokkur af langvinnustu flug- ránum sögunnar. • 23. júlí-1. september 1968.40 dagar. Liðsmenn róttækrar hreyfingar Palestínumanna, PFLP, rændu ísraelskri flugvél á leið frá Róm til Tel Aviv. Flugvélin lenti í Algeirs- borg og síðasta gíslinum var sleppt 1. september. • 14. júm'-l. júlí 1985. 18 dag- ar. Vopnaðir shítar rændu banda- rískri flugvél og neyddu flugmenn- ina til að lenda henni í Beirút í Líb- anon. Þeir kröfðust þess að ísraelar leystu 700 araba úr haldi. Kafari í sjóher Bandaríkjanna beið bana og 39 bandarískum gíslum var sleppt fyrir milligöngu Sýrlend- inga. • 5.-20. apríl 1988.16 dagar. Shítar rændu kúveiskri breið- þotu skömmu eftir flugtak frá Taí- landi. Þotan lenti í íran, Kýpur og Alsír. Flugræningjarnir kröfðust þess að hermdarverkamenn, sem studdu klerkastjórnina í Iran, yrðu leystir úr haldi í Kúveit. Shítamir urðu tveimur farþeganna að bana en létu hina lausa og flugræningj- unum var leyft að fara frá Algeirs- borg. • 2.-14. mars 1981.13 dagar. Þrír Pakistanar rændu pakist- anskri flugvél á leiðinni frá Karachi til Peshawar og neyddu flugmenn- ina til að lenda henni í Afganistan og síðan Sýrlandi. Flugræningjarn- ir fóra úr flugvélinni eftir að stjóm- völd í Pakistan féllust á að leysa 54 pólitíska fanga úr haldi. • 27. júnf- 4. júlf 1976. Átta dagar. Palestínskir og þýskir hryðju- verkamenn rændu franskri flugvél á leið til Entebbe í Úganda og kröfðust þess að 53 palestinskir fangar yrðu leystir úr haldi í Israel, Kenýa, og Evrópu. Israelskir sér- sveitarmenn réðust inn í flugvélina og björguðu gíslunum. Fjórir far- þeganna biðu bana í björgunarað- gerðinni. • 3.-8. desember 1984. Tæpir sex dagar. Vopnaðir shítar rændu kúveiskri flugvél eftir flugtak frá Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. Flugvélin lenti í Teheran og flugræningjarnir kröfðust þess að stjórnvöld í Kúveit slepptu 17 föng- um, sem vora dæmdir fyrir sprengjuárásir á bandarískar og franskar byggingar í landinu. Tveir bandarískir gíslar vora drepnir. Umsátri um flugvélina lauk þegar íranskir sérsveitarmenn, klæddir sem ræstingamenn, réðust inn í hana. Atökin í breska Ihaldsflokknum Kenneth Clarke ræðst harkalega á Hague London. The Daily Telegraph. EINN af helstu áhrifamönnum íhaldsflokksins breska, Kenneth Clarke, réðst í gær heiftarlega á flokksleiðtogann William Hague, sagði hann gera mistök æ ofan í æ og vera undir miklum áhrifum „hug- myndafræðinga á villigötum" á aðal- skrifstofu flokksins. Clarke sagði að undir forystu Hagues hefði íhaldsflokkurinn færst mjög til hægri. Honum hefði mistek- ist að gera flokkinn trúverðugan, hætta væri á að íhaldsmenn yrðu ut- an ríkisstjórnar áratugum saman. Mesta hættan sem steðjaði að flokknum væri að hann gerði sams konar mistök og Verkamannaflokk- urinn 1979; hann hefði teygt sig of langt til vinstri og þannig málað sig út í horn í augum kjósenda. Clarke sagði að óheppni hefði vissulega að hluta valdið óföram flokksins en stefna Hague væri of öfgafull til að vinna aftur hylli þeirra íhaldsmanna sem hefðu kosið Verka- mannaflokkinn í síðustu þingkosn- ingum 1997. Leiðtoginn yrði að hætta að vera „heltekinn af Evrópu- málunum" en allir vissu að framtíð þjóðarinnar væri komin undir upp- byggilegri þátttöku í Evrópusam- starfinu. Hague var kjörinn leiðtogi 1997 og einn af keppinautum hans í emb- ættið var Kenneth Clarke. Hann var fjármálaráðherra er flokkurinn missti völdin. Segja andstæðingar hans innan flokksins að hann beri mikið af ábyrgðinni á ósigrinum en einnig fullyrða þeir að eindreginn stuðningur hans við þátttöku Breta í nánara samstarfi í Evrópusamband- inu sé alls ekki í takt við skoðanir al- mennra flokksmanna. Clarke hefur ásamt fleiri þekktum íhaldsleiðtog- um lýst stuðningi við að Bretar taki þátt í EMU, Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu og stefni að því að taka upp evru í stað pundsins. Hague er á öndverðri skoðun. Eykur enn sundrungu Ummæli Clarke hafa enn aukið sundrangu íhaldsmanna en flokkur- inn hefur orðið fyrir ýmsum áföllum vegna hneykslismála undanfarnar vikur og leiðtogahæfileikar Hague hafa verið dregnir í efa. Verka- mannaflokkurinn er ávallt mun öfl- ugri í skoðanakönnunum og virðist ekkert bíta á vinsældir Blairs. Andrew Boff, sem hyggst keppa við Steven Norris um að verða fram- bjóðandi íhaldsmanna til embættis borgarstjóra í London, lagði í gær áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart Hague og sagðist ekki myndu verða bundinn af kosningastefnuskrá flokksins við næstu þingkosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.