Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 53
MINNINGAR
GUÐLA UGINGUNN
EINARSDÓTTIR
+ Guðlaug Ingunn
Einarsdóttir hús-
móðir var fædd á
Vcstdalseyri við
Seyöisfjörð 28. októ-
ber 1921. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 21. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Einar Aðalberg
Sigurðsson sjómað-
ur, f. 17.11.1895, d.
13.8.1931 og Dagný
Einarsdóttir, f. 16.1.
1901, d. 6.7. 1968.
Systkini Guðlaugar
voru Einar Björn, Rósa, Garðar
scm lést 1985, Birna sem lést
1987, Sigurveig, Aðalsteinn, Ingi,
Einína, Hallsteinn Friðþjófsson og
Vífill Friðþjófsson
Guðlaug giftist 23. nóv. 1942
Einari Jónssyni f. 14. okt. 1914 í
Skógum í Mjóafirði, d. 18.4.1995.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
rún Einarsdóttir og Jón Árnason
bóndi og organisti í Skógum. Guð-
laug og Einar eignuðust fjóra
syni: 1) Agnar Smári, skipstjóri og
útgerðarmaður í
Reykjavík, f.
5.1.1942, maki Guð-
rún Halldórsdóttir
og eiga þau tvo syni.
2) Guðjón Ármann,
framkvæmdastjóri
Seltjarnarnesi, f.
22.6. 1946, maki Elín
Guðmundsdóttir og
eiga þau eina dóttur,
Guðjón Ármann á
tvö börn frá fyrra
hjónabandi. 3) Jón
Ingi, skólasfjóri í
Reykjavík, f. 20.8.
1948, maki Olga Að-
albjörg Bjömsdóttir og eiga þau
fjögur böm. 4) Einar Dagur, bak-
ari, búsettur í Sviss, f. 22.5. 1950.
Hann á fjögur börn.
Guðlaug og Einar hófu búskap í
Reykjavík um 1940, fluttu síðan til
Keflavíkur þar sem þau bjuggu í
nokkur ár en fluttu aftur til
Reykjavíkur árið 1947 og bjuggu
þar síðan.
Utför Guðlaugar fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Morguninnerhljóður
þarsemégstendog
horfi út í rökkrið
þar sem jólaljósin lýsa
í öllum gluggum.
Gleðiættiaðríkja
en söknuður í hjarta mínu
er þungur.
Horfinertuábraut
úrþessumheimi
og hvíldinni varstu fegin.
Augun þín sem horfðu
ámigþreytteru nú
lokuð í hinsta sinn.
Táráhvörmum
losasársaukann.
Eggengútogloka
hurðinni, en minningamar
gleymastekki.
Eg man.
Þín tengdadóttir,
Olga.
Elsku amma. Nú hefurðu öðlast
hvíldina löngu og ég veit að þú
kvaddir sátt því þú vissir að nú
myndirðu hitta afa aftur. Þú skipaðir
ávallt sérstakan sess í huga mínum
enda varstu eina amman sem ég átti.
Fæðingardag minn bar upp á afmæl-
isdag móður þinnar og því hlaut ég
nafn hennar og það varst þú sem
hélst á mér undir skírn á páskum
1976 í Vík. Ég og systkini mín áttum
ekki þess kost að umgangast ykkur
afa reglulega sökum þess að við
bjuggum úti á landi. Aftur á móti sáu
foreldrar mínir alltaf til þess að farið
væri í höfuðborgina nokkrum sinn-
um á ári og var þá gist hjá þér og afa
á Egilsgötunni. Það fannst mér ljúft
og þvílík upplifun þegar.þú og afi
leyfðuð okkur að ná í myndbands-
spólu og horfa á. Einnig er sterkt í
minningunni þegar setið var í eld-
húsinu, því eldhússtólarnir ykkar
voru frekar spennandi vegna þeirra
hljóða sem þeir gáfu frá sér.
Haustið 1992 kom ég til Reykja-
víkur í menntaskóla og upp frá því
urðu heimsóknimar tíðari. Þú og afi
glöddust þegar svo foreldrar mínir
fluttu suður í byrjun árs 1994. Eftir
að afi dó var greinilegt að þér leidd-
ist. Þú komst nokkrum sinnum í
heimsókn til mín og Einars Krist-
jáns í Grænuhlíðina og talaðir alltaf
um hvað ég væri nú heppin að hafa
risastórt eldhús, það væri það sem
skipti máli. Þér varð tíðrætt um
Birting afmælis- og minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1; Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
stjórnmál enda fylgdist þú vel með
fréttum. Það var oft gaman þegar þú
náðir þér á strik í þeim efnum. Ekki
vorum við þó alltaf sammála.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast á það hér hversu móðir mín hugs-
aði vel um þig. AJlt frá því að afi dó
og þar til nú í lok ágúst fór hún út til
þín með mat á næstum því hverju
einasta kvöldi svo þú myndir borða
eitthvað. Þér fannst svo gott að
borða heimagerða matinn hennar
mömmu. Ef svo vildi til að pabbi var
ekki í mat vegna funda fór mamma
og keypti eitthvað sérstaklega gott í
matinn og borðaði með þér svo þú
hefðir félagsskap. Einnig fór pabbi
oft um helgar og náði í þig til að
borða og vera hjá þeim svo þú mynd-
ir breyta tíl. Ég fór líka oftar en einu
sinni að ná í þig og er mér minnis-
stætt þegar bróðir minn útskrifaðist
um síðustu jól. Þá var veislan haldin
hjá foreldrum mínum og þau búa á 4.
hæð. Þú varst eins og vanalega
spariklædd og í pelsinum. Þegar þú
hafðir gengið upp nokkur þrep
varstu strax þreytt, kom ég með þá
tillögu að taka af þér pelsinn. Þú
hélst nú ekki, þú færir ekki að ganga
á almannafæri án yfirhafnar! Ég
þreif nú samt af þér pelsinn og þú
viðurkenndir að það væri mikill
munur að vera laus úr honum. Ég
klæddi þig svo í hann þegar upp var
komið áður en við gengum inn í veisl-
una. Ég held að þú hafir sjaldan ver-
ið fegnari en þegar þú hittir mig og
Einar Kristján í Nóatúni á Þorláks-
messu í fyrra. Þá hafðir þú gleymt að
pabbi ætlaði að kaupa fyrir þig gosið
fyrir jólin og þú fórst af stað og hafð-
ir sett eina sex lítra í körfuna og ým-
islegt annað en gleymt að hugsa um
hvemig þú kæmist með þetta heim.
Það var því stórt gleðibros sem færð-
ist yfir andlit þitt þegar þú sást okk-
ur koma til þín og þú minntist oft á
þetta.
Elsku amma. Ég sá þegar ég
heimsótti þig bæði á Borgarspítal-
ann og á Landakot, að ekki væri
langt eftir. Þú hlaust hægt og frið-
sælt andlát. Fyrir það er ég þakklát
að þú skyldir ekki þurfa að beijast
lengi. Ég er fegin að hafa fengið að
eyða tíma með þér og einnig er ég
fegin því að hafa ræktað þau bönd
sem tengja okkur saman. Minningin
um þig mun lifa í hjarta mínu.
Þín sonardóttir,
Dagný Jónsdóttir.
I dag kveð ég elsku ömmu mína
Guðlaugu Einarsdóttur. Amma Guð-
laug eins og ég var vön að kalla hana
er nú farin frá okkur. Þegar mamma j
var að útskýra þetta fyrir mér sagði
ég: „Þá er hún amma Guðlaug orðin
að engli hjá guði eins og afi.“ Ég veit
að afi hefur tekið vel á móti henni.
Amma Guðlaug var einstaklega
dugleg í höndunum meðan heilsan
leyfði. Fyrir tveimur árum færði hún
mér fallegan útsaumaðan kross sem
hún sagði að ég ætti að hengja yfir
rúmið mitt, en aðeins um jólin. Hann
hangir þar nú og minnir okkur á
hana.
I fyrra gaf hún mér listilega málað
keramikjólatré. Þegar kveikt er á
því, lýsa litlir hvítir fuglar sem sitja á
trénu. Þessir dýrgripir munu ávallt
fylgja mér. Ég kveð elsku ömmu
Guðlaugu mína og þakka fyrir okkar
sex ára samfylgd, með kvöldbæninni
minni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Þín,
Auður Guðjónsdóttir.
+ 01ga Jóna Pét-
ursdóttir fæddist
á Sauðárkróki 17.9.
1928. Hún lést á
heimili sinu hinn
17.12. 1999. Foreldr-
ar hennar voru Pétur
Jónsson verkstjóri,
Sauðárkróki, og
kona hans Olafía Sig-
urðardóttir húsinóð-
ir frá Dýrafírði. Pét-
ur var sonur Jóns
Jónssonar bónda á
Kimbastöðum og
konu hans Guðrúnar
Eggertsdóttur _ frá
Skefilsstöðum. Ólafía móðir Olgu
var dóttir Sigurðar Ólafssonar frá
Dýrafirði og konu hans Dagbjart-
ar Helgu Jónsdóttur. Systkini
Olgu í aldursröð voru: Rafn Al-
exander, f. 1918, Guðrún, f. 1920,
Dagbjört, f. 1921, Björg, f. 1923,
Elínborg, f. 1926, Guðný, f. 1927,
Ingibjörg, f. 1930, Ingigerður, f.
Þeir sem voru manni góðir í æsku
gleymast aldrei. Þannig er því farið
með Olgu frænku. Olga móðursystir
kom oft í heimsókn til okkar á
bernskuárum mínum. Meðal annars
passaði hún okkur bræðurna þegar
mamma þurfti að bregða sér af bæ.
Var það ávallt mikið tilhlökkunarefni
þegar í ljós kom að von væri á Olgu í
heimsókn svo ekki sé talað um að
hún myndi vera ein með okkur
bræðrum meðan mamma færi í
bæinn að sinna einhverjum erindum
fjölskyldunnar. Hún hafði alveg ein-
1931, Edda, f. 1933,
Hrafnhildur, f. 1936,
Hrafnhildur Ester, f.
1939, og Brynja, f.
1942. Af systkinun-
um eru nú fimm látin
þau: Hrafnhildur
sem lést á öðru ári
1937, Brynja sem
lést 1995, Rafn lést
1997, Ingigerður
lést 1998 og nú Olga
sem hér er kvödd.
Olga giftist
Bjarna P. Thoraren-
sen verslunarmanni
1963. Þau skildu.
Þau áttu einn son, Ragnar Thor-
arensen. Hans dætur eru í aldurs-
röð: Áslaug, Olga Sonja og Gríma
Björg. Olga stundaði nám við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni, ljós-
móðurnám í Reykjavík og sjúkra-
nuddaranám í Göttingen i
Þýskalandi.
Utför Olgu fór fram í kyrrþey.
stakt lag á að ná algjörlega óskiptri
athygli okkar bræðra og ef við vor-
um eitthvað baldnir þá kunni hún
endalaus ráð við því. Einu atviki
gleymi ég aldrei. Ég hafði verið ón-
otalegur við Rafn yngri bróður minn
og átti skilið umvöndun. Brá hún þá
á það ráð að bjóða honum til Amer-
íku. Þau voru í burtu í smátíma og
komu svo alsæl úr ferðinni sem varla
tók meira en hálftíma. Þau höfðu far-
ið með dráttarbátnum Magna og
komið við í Ólabúð og keypt sælgæti
þar. Óréttlætið var algjört, þetta var
of mikið. En mikið lærði ég af þessu.
Síðari árin hitti ég Olgu ekki oft,
því miður. Þó er okkur öllum sem
voru á fjölskyldumótinu á Vindheim-
um í Skagafirði íyrir allmörgum ár-'
um ógleymanlegt þegar að Olgu röð-
uðust öll systkinabörnin þar sem hún
rifjaði upp ævintýri liðinna ára og
hópurinn veltist um í grasinu af
hlátri.
Með Olgu frænku kveður ljúfur
þáttur bemsku minnar, hún var ein
af þeim góðu sem aldrei gleymast.
Megi góður Guð styrkja ástvini
hennar um alla framtíð.
Ágúst A. Ragnarsson.
Elsku amma, mér þótti svo vænt
um þig og þú vildir mér allt svo vel.
Þegar ég var lítil man ég eftir að þú
varst alltaf með lakkrisskál á stofu-
borðinu og að þú leyfðir mér að fá
mér eins og ég vildi. Eg og litla systir
mín vorum líka með leynihólf undir
borði hjá þér sem enginn vissi um
nema við og þú.
Ég sakna þín svo mikið, amma
mín, en ég veit að nú ert þú hjá Guði
og þér líður vel og þú fylgist með
okkur sem syrgjum þig. Grímu
Björgu langaði líka til að minnast
þín, hún þakkar allar góðu stundim-
ar sem hún átti með þér, elsku
amma.
Guð í náðamafni þínu,
nú til hvfldar legg ég mig,
hvíl þú nú í hjarta mínu
helga það svo elski ég þig.
Góði faðir, gættu mín,
gefiblessuðmildiþín,
aðífriðisættégsofi
síðanþig.ervaknalofi.
(Páll Jónsson.)
Megi Guð og englarnir gæta þín.
Þín nafna og ömmustelpa,
Olga Sonja.
OLGA JONA
PÉTURSDÓTTIR
Viltu kaupa
eða selja verðbréf?
I Ráðgjöf varðandi verðbréfaviðskipti
hérlendis og erlendis
VERÐBREFASTOFAN
ÁVÖXtun fjármuna Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200