Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 33
LISTIR
Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs á eins árs afmæli 2. janúar
„Horfum glöð
fram á nýtt og
spennandi
starfsára
SALURINN í Tónlistarhúsi Kópa-
vogs á eins árs afmæli 2. janúar nk.
Að sögn Vigdísar Esradóttur, for-
stöðumanns Salarins, hefur starf-
semin verið blómleg þetta fyrsta
starfsár og telur hún að það hljóti
að lofa góðu fyrir framtíðina.
„Hér hafa verið fluttir yfír 120
tónleikar á fyrsta
starfsárinu; þar af hafa
verið yfír 30 einsöngs-
tónleikar, yfir 30 ein-
leikstónleikar, 15 kór-
tónleikar og annað eins
af kammertónleikum,
nokkrir djasstónleikar,
lúðrasveitartónleikar,
harmonikkutónleikar,
afmælis-, minningar-
og menningarvökur,
einleikara- og burtfar-
arprófstónleikar, tölvu-
tónleikar, útgáfutón-
leikar og svo mætti
áfram telja. Auk þess
hefur verið hér talsvert
um ráðstefnur, mál-
þing og móttökur, því
við höfum lagt áherslu á að reyna
að nýta húsið sem best. Góður
hljómburður Salarins hentar vel
hinu talaða orði ekki síður en tón-
listinni," segir Vigdís.
Hún segir aðsóknina hafa verið
góða, þó áberandi besta að söng- og
kórtónleikum en heldur minni að
leikinni nútímatónlist. „Fólk hefur
lokið lofsorði á hljómburðinn og all-
an aðbúnað í Salnum, auk þess sem
þetta er fallegt hús og and-
rúmsloftið notalegt, svo við horfum
glöð fram á nýtt og spennandi tón-
listarár," heldur hún áfram.
Þrjár nýjar tónleikaraðir í
Tíbrá á vorönn
A vorönn 2000 verða þrjár tón-
leikaraðir í Salnum á vegum Kópa-
vogsbæjar undir merkjum Tíbrár.
Röð 1 hefur að geyma
fímm einleiks- og
samleikstónleika, í
röð 2 er tónlist fyrir
alla fjölskylduna og í
röð 3, sem heitir Við
slaghörpuna, eru
fernir söngtónleikar,
auk tónleikanna
Tónlist, ljóð og mynd-
ir.
Alls eru þetta fjórt-
án tónleikar og verða
þeir fyrstu í röð 1 á
ársafmælinu 2. jan-
úar kl. 20.30. Þá leika
þær Sif Tulinius fíðlu-
leikari og Steinunn
Birna Ragnarsdóttir
píanóleikari verk eft-
ir Beethoven, Handel, Ysaýe, Jan-
ácek og Ravel. Aðrir tónleikarnir í
röð 1 verða 13. febrúar, en þá leik-
ur Peter Máté á píanó verk eftir
Bela Bartók, Mist Þorkelsdóttur,
John A. Speight og Franz Liszt. 4.
mars leikur Domenico Codispoti á
píanó verk eftir Schumann, Jan-
ácek og Chopin. 22. apríl er komið
að hinu árlega páskabarokki, en þá
syngur Sigríður Gröndal og Martial
Nardeau, Guðrún Birgisdóttir og
fleiri leika tónlist eftir Bach. Loka-
Vigdís
Esradóttir
Tónlistarhús Kópavogs
tónleikamir í röð 1 verða 30. apríl
en þá leika tékknesku hjónin Koj-
anova og Novotny fjórhent á píanó
verk eftir tékknesk tónskáld, Schu-
bert o.fl.
Röð 2, sem ber yfirskriftina Tón-
list fyrir alla fjölskylduna, hefst
með harmonikkutónleikum rúss-
nesku tvíburabræðranna Yuri og
Vadim Fjodorov 29. janúar. Brúð-
ur, tónlist og hið óvænta er yfir-
skrift tónlistargjörnings brúðuleik-
arans Bernd Ogrodnik 26. febrúar.
Á söngtónleikum 25. mars flytja
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanólcik-
ari fjölbreytta efnisskrá og 8. aprfl
syngur Gradualekór Langholts-
kirkju undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar. Allir tónleikarnir í röð 2 em
á laugardagseftirmiðdögum kl. 16
og standa í um klukkustund án
hlés.
Röð 3, Við slaghörpuna, hefst
með söngtónleikum Kristins Sig-
mundssonar og Jónasar Ingi-
mundarsonar. Vegna anna erlendis
sér Kristinn sér aðeins fært að
halda þessa einu tónleika að þessu
sinni og verða þeir fimmtudag-
skvöldið 6. janúar. Yfirskriftann-
arra tónleikanna í röðinni er Tón-
list, ljóð og myndir. Dagskráin er
byggð á ljóðinu Óður steinsins eftir
Kristján frá Djúpalæk. Ljósmynd-
um af íslenskum steinum eftir
Ágúst Jónsson verður varpað upp á
tjald, Arnar Jónsson leikari les ljóð-
ið og Jónas Ingimundarson leikur á
píanó tónlist sem Atli Heimir
Sveinsson samdi við ljóðið og mynd-
irnar. Norrænir söngvar og lög eft-
ir Obradors og Granados eru á efn-
isskrá tónleika 22. febrúar, þar sem
Ásgerður Júníusdóttir syngur og
Jónas Ingimundarson leikur á
píanó. 15. mars flytja Auður Gunn-
arsdóttir og Jónas Ingimundarson
íslensk sönglög og verk eftir Schu-
bert og Brahms. Röð 3 lýkur svo
með tónleikum 4. aprfl, þar sem
Rannveig Fríða Bragadóttir mezzó-
sópran og Jónas Ingimundarson
flytja antikaríur og verk eftir Ross-
ini og Britten auk söngva frá Vín.
Kynningarbæklingur liggur
frammi í anddyri Salarins en einnig
geta áhugasamir hringt í Salinn í
síma 5 700 400 og fengið bækling-
inn sendan. Fastir áskrifendur að
TÍBRÁR-röð fá aðgöngumiða sína
senda heim í vikunni fyrir valda
áskriftartónleika. Áskriftarsala er
hafín í anddyri Salarins og Vigdís
kveðst vilja vekja athygli á því að
nú er hægt að kaupa sérstök gjafa-
kort á tónleika í Salnum. Miðasala
Salarins er opin alla virka daga kl.
9-16 og tónleikadaga frá kl. 19,
nema laugardaga frá kl. 14. Opið er
á venjulegum afgreiðslutíma milli
jóla og nýárs.
Frá Ishafínu
til Afríku
MYNDLIST
Listasafn fslands
BLÖNDUÐ TÆKNI Á
PAPPÍR KARL EINARS-
SONDUNGANON
Til 15. janúar. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 11-17.
Aðgangur 300 kr. Miðvikudaga
ókeypis.
HALLDÓR Laxness talaði um
Karl Einfer sem áhrifavald í lífi sínu.
Eftir fáein lausleg en ógleymanleg
kynni af Karli Einarsson Dunganon
taldi Halldór sig beinlínis háðan
þessum seyðfirsk-færeyska þúsun-
dþjalasmiði, bragðaref og sérvitr-
ingi. Karl seldi honum meðal annars
ljóð eftir ónefndan íslenskan öldung,
eitt sinn þegar þeir hittust í Kaup-
mannahöfn, og umsamdi Halldór
ljóðið og nýtti í eina af skáldsogum
sínum. Gat hann þess í smásögunni
Völuspá á hebresku, úr safninu Sjö
töframenn, að sjaldan hefði mönnum
fundist sér takast betur upp í kveð-
skapnum en einmitt í því ljóði.
Eitt af sérkennum Karls, sem þeir
nefna báðir, Halldór Laxness og
Björn Th. Björnsson, var þörf hans
fyrir að bregða sér í alls kyns líki
með vægast sagt óhefðbundnum
hætti. Þetta stóð í beinum tengslum
við þá þörf hans að útvega mönnum
eða selja, hvaðeina það sem hann
taldi að þeim nýttist til aukins frama
og hamingju. Oftar en einu sinni
bauðst hann til að útvega Halldóri
Nóbelsverðlaunin, og var þá við-
kvæðið að hann áskildi sér þóknun
upp á helmingaskipti tækist honum
ætlunarverkið. Af þessum sökum
gátu menn aldrei vitað fyrir víst
hvort það sem hann lét frá sér fara í
myndlist eða skáldskap væri hans
eigið pródúkt eða keypt af öðrum.
Til dæmis eru þeir til sem álíta að
256 mynda syrpa hans Oracles - en
myndirnar sautján á kaffistofu
Listasafns íslands eru einmitt úr
hinni risavöxnu myndröð Véfréttir -
sé ekki eftir Karl E. Dunganon,
heldur litríkan alþýðuskreyti í Kaup-
mannahöfn sem gekk undir heitinu
Tatoverings Ole. Snilld Karls væri
þá fólgin í þeim vel heppnuðu lodd-
arabrögðum að smygla myndum
keyptum af Óla húðflúrara inn í
hirslur Listasafns íslands, rétt eins
og öllu því vafasama kvonfangi sem
honum tókst að smygla inn á ein-
hleypa menn út um alla Evrópu með-
an hann var á kafi í trúlofunarbrask-
inu sem doktor Anakananda í
Brussel.
Nú skortir undirritaðan alla sam-
anburðarþekkingu til að kveða upp
úr um handbragð Karls heitins, en
myndröðin er óumdeilanlega frá
honum komin svo hún verður að telj-
ast hans, rétt eins og trúa
verðm’ höfundarstimpli allra
þeirra listamanna sem segja
verk sín vera sín þótt enginn
sé til vitnis um að þeir hafi
sjálfir staðið að gerð þeirra.
í því sambandi er vert að
minnast Rubens, hins ágæta
flæmska barokkmálara, en
stór hluti verka hans -
þeirra verka sem honum eru
eignuð - eru verk aðstoðar-
manna hans og hjálpar-
kokka.
En frá svo ófrjóum vanga-
veltum er vert að snúa sér að
myndunum sautján.
Þær eru allar af sömu
stærð, gerðar með olíukrít,
vaxlitum og bleki á pappír,
en að endingu lakkaðar með
glansandi lakki. Fyrir vikið
verður yfirbragðið hálf-
glansandi en litaraftið viðar-
kennt, eins og listrænar af-
urðir frumskógarbúa. Þessi
heildstæði blær er afar sann-
færandi. Hann gefur mynd-
röðinni svipmót mannfræði-
legra
landkönnunarheimilda.
Manni verður þegar hugsað
til Hughrifanna frá Afríku
eftir Raymond Roussel,
fi’umskógarmynda Henri Rousseau
og Afríkuteikninga hins vitskerta
Carls F. Hill, sem hann vann með
grófri krít, lokaður inni í herbergi
sínu í Malmö.
Um leið skynjar áhorfandinn ná-
lægð Karls við sér 77 árum eldri
Sölva Helgason og 25 árum yngri
Þórð Valdimarsson. Það eru hin
mam'sku einkenni sem þremenning-
arnir eiga sameiginleg, ásamt graf-
ískri festu - snilligáfunni - sem er
eina haldreipi þeirra gegn óreiðunni,
sem er ekkert minna en óskiljanlegt,
grimmúðlegt og óhamið almættið í
Manna-
því um
og dýraval, úr niyndröðinni Véfréttir, frá
1948-1955. Blönduð tækni á pappír, 19 x
12,5 cm, í eigu Listasafns íslands.
líki sigri hrósandi villidýra
og forynja. Um leið og þeir
lýsa þessari ytri ólgu nátt-
úrunnar sem hamslausu
stríði höfuðskepnanna vísa
þeir - vitandi eða óafvit-
andi - til eigin ólgandi blóð-
rásar sem er ekki síður
hluti af hinni skefjalausu
náttúru, og rekur þá áfram
eins og harður húsbóndi.
Og þrátt fyrir þennan
ójafna leik sem ekki getur
endað nema á einn veg förl-
aðist Karli Einarssyni
Dunganon - greifa af
Sankti Kildu og doktor í
sálrænni fjáröflun, fjar-
stýrðu makavali og hvers
kyns huglægum straum-
miðunum - hvergi í lýsing-
um á þeim sendingum sem
ásóttu hann. Hver verður
sinn djöful a ð draga, en fá-
um er gefið að geta lýst
þeim átökum með jafn-
skýrum og skipulegum
hætti og Seyðfirðingurinn
Einfer - alías Óli húðflúrari
- gerði á eftirstríðsárun-
um.
Halldór Björn Runólfsson
Hvernig er best að nota
afgangana úr kalkúnaveislunni?
Svarið er á Netinu
www.kalkunn.is
Rétta slóöln aö llúffengrl nátiöarmáltiö