Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ANNA ÖRNÓLFSDÓTTIR + Anna Ömólfs- dóttir fæddist 30. desember 1928 á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi 16. desember siðast liðins. For- eldrar hennar vom hjónin Ragnhildur K. Þorvarðsdóttir húsmóðir og kirkju- organisti á Suður- eyri, f. 24. febrúar 1905 á Stað í Súg- andafirði, d. 16. sept- ember 1986 í Reykja- vík, og Örnólfur Valdimarsson kaupmaður og útgerðarmaður á Suðureyri, f. 5. janúar 1893 á Isa- firði, d.3. desember 1970 í Reykja- vík. Foreldrar Örnólfs voru hjónin Guðrún Sigfúsdóttir, f. 15. júní 1853 á Ketilstöðum í Hlíð, N-Múl., d. 15. nóvember 1911, og Valdimar Örnólfsson verslunarmaður, f. 5. september 1960 á ísafirði, d. 27. febrúar 1942. Foreldrar Ragnhild- ar vom hjónin Anna Stefánsdóttir, f. 25. október 1874 á Desjarmýri, N-Múl., d. 5. mars 1960, og sr. Þor- varður Brynjólfsson, prestur á Stað í Súg- andafirði, f. 15. maí 1863 á ísafirði, d. 9. maí 1925. Hálfsystir Önnu var Finnborg Örnólfsdótt- ir, látin, en alsystkin hennar Þorvarður Örnólfsson, Guðrún Örnólfsdóttir, dó á fjórða aldursári, Vald- imar Örnólfsson, Ing- ólfur Óttarr Örnólfs- son, Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir, Þórunn Örnólfsdóttir, Mar- grét Örnólfsdóttir, Guðrún Úlf- hildur Örnólfsdóttir og Sigríður Ásta Örnólfsdóttir. Anna ólst upp í foreldrahúsum á Suðureyri uns hún fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur sumarið 1945. Hún stundaði nám í héraðsskólanum á Núpi í Dýra- firði, Gagnfræðaskóla Reykvík- inga og tóvinnuskólanum á Sval- barði við Eyjafjörð. Anna giftist 11. júní 1960 Kri- sljáni Tryggva Jóhannssyni kenn- ara og rithöfundi, f. 10. desember Fyrir nákvæmlega sjötíu og einu ári var falleg, lítil telpa í heiminn borinn á Suðureyri við Súganda- fjörð. Hún var annað barn hjónanna Ornólfs Valdimarssonar útgerðar- manns og seinni konu hans, Ragn- hildar Þorvarðsdóttur kennara og organista, en með fyrri eiginkonu sinni, sem lést kornung að árum, átti Örnólfur auk þess eina dóttur, móð- ur þeirrar er þetta ritar. j Litla stúlkan sem fæddist inn í Dirtu jólaljósanna árið 1928 var skírð Anna í höfuðið á móðurömmu sinni. Hún hlaut í vöggugjöf marga dýrmæta eiginleika, en það sem öðru fremur gerði hana að einstakri gersemi í augum okkar sem áttum samleið með henni í lífinu var óvenju gott og göfugt hjartalag. Anna frænka mín var án efa ein besta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Anna ólst upp á Suðureyri við mikið ástríki foreldra sinna í ört stækkandi systkinahópi. A heimilinu ríkti andrúmsloft mannúðar og menningar því Örnólfur afi og Hild- ur amma voru samtaka í að rækta með sér og sínum þau gildi sem möl- + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJARNASON, Hlíð, Hvalfjarðarströnd, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 27. desember. Útförin auglýst síðar. Sigrún M. Jónsdóttir, Jónas B. Erlendsson, ) - Sigríður V. Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Guðmunda Ó. Jónsdóttir, Vilhjálmur Hannesson, Bjarni Jónsson Jóanna H. Sigurðardóttir, Eyjólfur Jónsson, Ingibjörg U. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Kaldárbakka, Stigahlíð 12, Reykjavík, lést miðvikudaginn 29. desember. Ólafur Erlendsson, Helen Hannesdóttir, Halla G. Erlendsdóttir, Trausti Kristinsson, Pétur Erlendsson, Áslaug Andrésdóttir, Agatha H. Erlendsdóttir. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, JÓRUNN fSLEIFSDÓTTIR, Fjölnisvegi 15, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 28.desember. Birgir fsl. Gunnarsson, Lilja Jóh. Gunnarsdóttir, Sonja Backman, Guðlaugur Stefánsson. 1929. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Árnadóttir og Jóhann Sigurjónsson, búendur í Hlíð í Svarfaðardal. Anna og Kristján áttu lengst af heimili á Langholts- vegi 20 í Reykjavík en síðustu árin var hún á hjúkrunarheimilinu Eir. Anna og Kristján voru bamlaus en ólu að miklu leyti upp börn Þór- unnar, systur hennar, þau Þorvarð Árnason náttúrufræðing, f. 15. maí 1960, og Christine Carr leik- konu, f. 9. maí 1965. Þorvarður er kvæntur Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðingi, f. 25. septem- ber 1959. Börn þeirra eru Sigríður Þórunn, f. 21. nóvember 1995, og Árai Birgir, f. 5. júlí 1998 en eldri synir Soffíu og fóstursynir Þor- varðar eru Jökull, f. 6. júní 1981 og Kolbeinn, f. 24. maí 1985. Börn Christine og Glenns Roberts Hodge lögfræðings eru Kumasi Máni, f. 16. júní 1996, og Þóranna Kika, f. 18. júlí 1999. Anna hóf störf í Utvegsbanka Is- lands í maí 1949 og vann þar (og undir lokin í Islandsbanka) allan starfsaldur sinn, meira en fjörutíu ár. Síðast var hún fulltrúi í erlend- um samskiptum. Um árabil var hún í stjórn Sjúkrasjóðs starfs- manna Utvegsbankans. Útför Ömiu verður gerð frá Áskirkju í dag, á afmælisdegi hennar, og hefst athöfnin klukkan 10.30. ur og ryð fá ekki grandað og bera af- komendur þeirra þess glögg merki. Tónlistargyðjan var í sérstökum há- vegum höfð í fjölskyldunni og undir handleiðslu foreldranna uxu upp ell- efu músíkölsk börn sem notuðu hvert tækifæri til að safnast saman kringum hljóðfærið og syngja. Afi og amma fiuttu til Reykjavík- ur með barnaskarann sinn þegar Anna var sautján ára. Hún fór fljót- lega að vinna í Utvegsbankanum, sem einnig varð vinnustaður Örnólfs afa, og þar starfaði hún nánast óslit- ið upp frá því. Á öðrum tíma og við aðrar aðstæður þykir mér líklegt að Anna hefði kosið að ganga mennta- veginn, því hún var stálgreind og náði góðum árangri í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Eg held að hana hafi langað til að verða ljós- móðir, en örlögin leiddu hana eftir öðrum brautum og hún hafði ekki mörg orð um þá drauma sem ekki rættust. Auk vinnunnar í bankanum var Anna frænka stoð og stytta foreldra sinna við heimilishaldið á Langholts- vegi 20 og dró hvergi af sér við að létta þeim önn dagsins. Hún reynd- ist þeim alla tíð frábærlega góð dótt- ir, var vakin og sofin yfir velferð þeirra og lét hana án efa oft ganga fyrir eigin þörfum eins og henni var tamt þegar ástvinir hennar áttu í hlut. Afi og amma mátu hana mikils og með þeim ríkti djúpur kærleikur. Fyrsta lifandi minningin sem ég á um Önnu frænku er frá því um 1960. það er sólríkur sunnudagur í Kópa- vogi og mamma hleður kræsingum á borð til heiðurs hjartkærri systur sinni, sem er komin gangandi alla leið af Langholtsveginum til að heimsækja okkur, eins og hún gerði reyndar oft bæði fyrr og síðar. En þessi tiltekna heimsókn er sérstök, því með í för er ungur og glæsilegur maður sem ég hef ekki hitt fyrr. Hann heitir Kristján og er kærast- inn hennar Önnu. Ég sé þau fyrir mér í borðstofunni heima, ijóð og frískleg eftir röska göngu þennan löngu liðna sólskinsdag og man hvað andrúmsloftið sem fylgdi þeim var glaðvært og skemmtilegt og hvað mér leist firnavel á mannsefni móð- ursystur minnar. Það reyndist líka rétt mat því hjónaband Önnu og Kristjáns varð með eindæmum far- sælt og áttu mannkostir Kristjáns ekki minnstan þátt í því. Kristján starfaði sem barnakennari en lagði jafnframt stund á ritstörf. Hann hafði þegar sent frá sér tvær ljóða- bækur þegar þau Anna kynntust og fleiri fylgdu í kjölfarið, svo og all- margar barnasögur sem áttu góðum vinsældum að fagna. Á yngri árum var Kristján afreksmaður í íþróttum og hafði alla tíð mikið yndi af útivist. Það hafði Anna líka og frístundum sínum vörðu þau löngum í göngu- ferðir úti í náttúrunni. Anna og Kristján bjuggu fyrstu hjúskaparárin í kjallaranum á Lang- holtsvegi 20 en létu síðar innrétta íbúð í risinu og kjallarinn varð eftir það afdrep annarra fjölskyldumeð- lima um lengri eða skemmri tíma. Á miðhæðinni bjuggu afi og amma. Innangengt var á milli hæða og í reynd var þetta eins og eitt stórt heimili. Margar skemmtilegustu bernskuminningar mínar eru ættað- ar af Langholtsveginum og ógleym- anlegar eru stórhátíðirnar þegar öll þessi glaðlynda og hláturmilda fjöl- skylda safnaðist þar saman við veisluhöld, leiki og söng. í huga mín- um er hinn sanni jólaandi upprunn- inn í afa- og ömmuhúsi þar sem hönd tengdist hendi í margföldum hring kringum stóra jólatréð og Heims- um-bólið ómaði margraddað lang- leiðina upp í himininn. I þeim söng munaði ekki lítið um styrku og hljómfögru röddina hennar Önnu frænku. Á Langholtsveginum var stöðug- ur erill enda íbúar hússins góðir heim að sækja og móttökur þeirra hjartanlegar, hvort sem gesturinn var ungur eða gamall. Enginn gekk þar ókysstur um garð, öllum var borin hressing, spjallað við alla. I fjölskyldu þar sem systkinin eru ell- efu og börn þeirra skipta tugum er vandséð hvernig fullvinnandi fólk getur fundið tíma til að rækta tengsl við hvern og einn svo úr verði meira en yfirborðskunningsskapur. Þetta tókst Önnu og Kristjáni þó svo vel að öll systkinabörnin tóku sérstöku ást- fóstri við þau og hafa frá unga aldri tengst þeim traustum vináttubönd- um. Anna og Kristján voru afar barn- elsk en varð sjálfum ekki barna auð- ið. Þau reyndust hins vegar börnum Þórunnar móðursystur minnar, þeim Þorvarði Árnasyni og Kristínu Carr, eins og bestu foreldrar eftir að alvarleg veikindi gerðu henni ókleift að ala önn fyrir þeim. Ótal önnur kærleiksverk unnu þau í þágu fjöl- skyldunnar því umhyggju Ónnu fyr- ir sínum nánustu voru lítil takmörk sett og Kristján studdi hana heils- hugar. Enginn skyldi þó ætla að Anna hafi verið einhver píslarvottur sem lét allt yfir sig ganga - þvert á móti, hún var skapstór og ákveðin og órög við að segja meiningu sína ef því var að skipta. En hjartagæska hennar og óvenjulegur innri styrkur gerði að verkum að til hennar leit- uðu margir í raunum sínum og hún brást aldrei neinum. Fyrir réttum sex árum fór Anna á eftirlaun og hlakkaði til að eiga loks nægan tíma til að sinna hugðarefn- um sínum. Það var algjört reiðarslag þegar heilsa hennar bilaði ör- skömmu síðar með svo afgerandi hætti að ekki varð aftur snúið. Heilasjúkdómur olli því að síðustu árin voru henni þungbær þraut sem lítt var hægt að lina. Það var hryggi- + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi, HERMANN FRIÐRIKSSON múrarameistari, Bleikjukvísl 8, Reykjavík, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 28. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Agnes Einarsdóttir. legra en orð fá lýst að horfa upp á þessa góðu og hugprúðu konu verða svo grimmum örlögum að bráð. Ef eitthvert réttlæti væri til hefði Anna frænka átt að eiga áhyggjulausa og yndislega elli og allir hefðu átt að fá að keppast um að bera hana á hönd- um sér. En þannig fór það ekki. Ættingjar hennar reyndu þó sann- arlega að gleðja hana og létta henni sjúkdómsstríðið en til þess voru fá ráð. Anna dvaldi á hjúkrunarheimilinu Eir síðustu árin. Eftir brotthvarf hennar af heimili þeirra Kristjáns hefur Þorri frændi verið fóstra sín- um hlíf og skjól og verður ástríki hans í garð Önnu og Kristjáns aldrei fullþakkað. Skömmu fyrir jól veikt- ist Anna af lungnabólgu og lést eftir stutta legu á Landspítalanum að kvöldi 16. desember í faðmi ástvina sinna. Hún er sárt syrgð af okkur öllum sem unnum henni. En við er- um þakklát fyrir að hafa átt hana að. Við lærðum margt af samfylgdinni við hana og án efa gerði hún okkur að langtum betri manneskjum en við hefðum ella orðið. Minning elsku Önnu er björt og hrein. Olga Guðrún Árnadóttir. Elsku Anna frænka er dáin. Hún Anna frænka, sem var svo miklu meira en bara frænka, hún var líka svolítil amma og mamma. Anna var elst af móðursystrunum, þessum yndislegu konum, sem ómetanlegt er að hafa alist upp með. Hún og Kristján bjuggu á Lang- holtsveginum með ömmu og afa, fyrst í kjallaranum og síðan innrétt- uðu þau risið. Þannig að þegar farið var í heimsókn til ömmu og afa var líka farið í heimsókn til Önnu og Kristjáns. Anna var hægri hönd ömmu og afa og sá að miklu leyti um fjölskylduboðin sem haldin voru á Langholtsveginum. Eftir að afi dó hugsaði Anna um ömmu eins og þurfti og aldrei fann maður annað en að hún gerði það með glöðu geði. Eftir að amma dó hélt Anna uppi þeim fjölskylduvenjum, sem höfðu verið við lýði á Langholtsveginum, og gerði það af fórnfýsi, umhyggju og rausnarskap. Þar sem Anna og Kristján voru barnlaus varð stórfjölskyldan henn- ar eiginlega fjölskylda. Hún gaf öll- um systkinabörnum sínum ávallt jólagjafir og opnaði heimili sitt fyrir okkur á öllum tímum. Dáðist ég að því hernig hún gat fundið svo góðar gjafir handa öllum þessum stóra hópi, tíminn sem hlýtur að hafa farið í að velja gjafirnar var gefinn af um- hyggju og væntumþykju. Þegar ég hugsa um Önnu kemur fyrst í hugann mynd af hárri og grannri konu, stæltri og yfirvegaðri, konu sem var jarðbundin og með yf- irbragð jafnvægis og styrks. Hún sýndi ósvikinn áhuga á því sem var að gerast í lífi manns og var alltaf til- búin að gefa tímann sinn. Hún var róleg, glaðlynd og hreinskiptin. Hún var kletturinn á Langholtsveginum, í stórfjölskyldunni, kletturinn sem ég hélt að myndi aldrei brotna. En sterk tré geta haft veikar greinar og þar kom að líkami Önnu gat ekki fylgt sálinni eftir. Fyrir rúmum fimm árum veiktist Anna og allt breyttist. Það hefur verið erfitt að fylgjast með þeirri vanlíðan sem veikindi Önnu ollu henni og meðfylgjandi missi á getu og hlutverki. Nú er kominn tími lausnar, lausnar frá þjáningu og vanlíðan. En eftir situr hjá mér þakklæti fyrir þann stóra og mikil- væga þátt sem Anna hefur gegnt í mínu lífi, fyrir allar hlýju minning- arnar sem tengjast henni og söknuð- ur eftir þvi sem var. Hugsanir um Önnu kalla fram óteljandi myndir því eins og segir í ljóði Steinunnar Sigurðardóttur: Þegar fólk deyr þá deyr ekki bara fólk með því deyr alheimur af háttalagi, vinnulagi, raddblæ, visku, fá visku. Sérstakur hlátur deyr og bros á sérstök- um hraða. Mín kæra frænka, hafðu þökk fyr- ir allt. Þdra Björg Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.