Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Ekki hundi út sigandi?
Slagveðursrigning var komin síðla en það aftraði ekki gönguglöðu
gærdagsins á höfuðborgarsvæðinu fðlki og dýrum frá að viðra sig.
Samstarfsverkefni um
háskólanám á Suður-
nesjum undirritað
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Miðstöðvar símenntunar á Suður-
nesjum, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Jó-
hann Einvarðsson, framkvæmdasljóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
SAMKOMULAG um að koma á fót
samstarfsverkefni um háskólanám á
Suðurnesjum. var undirritað 29. des-
ember sl. af þeim Þorsteini Gunnars-
syni, rektor Háskólans á Akureyri
(HA), Skúla Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóra Miðstöðvar símenn-
tunar á Suðumesjum (MSS), og Jó-
hanni Einvarðssyni, framkvæmda-
stjóra Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja.
Markmið samstarfsins er að efla
háskólamenntun í þágu fólksins í
landinu og til að ná þessu markmiði
verður nýtt fullkomnasta upplýs-
ingatækni við nám og kennslu.
Samkomulagið felur í sér að samn-
ingsaðilar vinna að því að á haust-
misseri 2000 hefjist háskólanám í
hjúkrunarfræði í Reykjanesbæ. Um
er að ræða fjarnám í Reykjanesbæ
um þriggja símalína fjarfundabúnað
og um vefsíður á tölvuneti frá HA.
HA skipuleggur, leggur til náms-
efni og annast alla kennslu í hjúkrun-
arfræði í fjögur ár og ber faglega
ábyrgð á náminu og sérhæfðri bóka-
safnsþjónustu. Inntökuskilyrði í
námið eru stúdentspróf, nám frá öðr-
um háskóla eða sjúkraliðanám með
sjö ára starfsreynslu. HA ber kostn-
að af fjarnáminu vegna kennslu og
tækjabúnaðar á Akureyid og greiðir
rekstrarkostnað vegna sambands
fjarfundabúnaðar þar við byggða-
brú. Skrásetningargjald nemenda
sem rennur til HA er 25.000 kr. fyrir
skólaárið 2000-2001.
Símennntunarmiðstöðin leggur til
námsumhverfi og aðstöðu sem felur í
sér eftirfarandi þætti: Húsnæði og
aðgang að fjarkennslubúnaði í
kennslusal.
MSS greiðir rekstrarkostnað
vegna sambands þess fjarfundabún-
aðar við byggðabrú, tölvuver þar
sem m.a. er unnt að stunda hópvinnu
og vinna verkefni, tækniaðstoð/
tæknimann vegna fjai'funda- og
tölvubúnaðar, Ijósritun, námsgagna-
safn um tölvur og aðgang að fræðirit-
um og fræðitímaritum. Heilbrigðis-
stofnun Suðumesja sér um verklega
þjálfun nemenda, samkvæmt nánara
samkomulagi við HA. Fjárlög gera
ráð fyrir greiðslum til Háskólans á
Akureyri og til Miðstöðvar símennt-
unar á Suðurnesjum vegna þessa
verkefnis. Miðstöð símenntunar á
Suðurnesjum miðlar einnig fjarnám-
skeiðum og námi til Suðurnesja frá
Endurmenntunarstofnun HI og Há-
skóla Islands og viðræður eru hafnar
um samstarf við Samvinnuháskólann
á Bifröst um fjarnám í rekstrarfræði.
Miðstöð símenntunar gerði samning
við félagsþjónustusvið Borgarholts-
skóla um menntun fyiir stuðnings-
fulltrúa í skólum, en það hófst í nóv-
ember sl. Miðstöðin býður auk þess
upp á fjölda námskeiða fyrir atvinnu-
lífið og einstaklinga á Suðurnesjum.
956 einstaklingar stunduðu nám eða
sóttu námskeið á vegum Miðstöðvar-
innar á árinu sem er að líða en það er
95% aukning frá fyiTa ári.
Gengi krón-
unnar lækk-
aði um 0,5%
GENGI krónunnar lækkaði í
gær mest um tæplega 1% en í
lok dags nam lækkunin um
hálfu prósenti. Gengi banda-
ríkjadollars var skráð í sölu á
72,13 kr. en endaði í gær í 72,65
kr. Evran var skráð 72,77 kr.
en endaði í 72,97 kr.
Arnar Jónsson hjá Lands-
banka Islands segir að gengis-
vísitalan hafi verið komin afar
neðarlega og þá sé hagkvæmt
að loka stöðum og taka hagnað
í svokölluðum skiptasamning-
um. „Það sem menn hafa verið
að gera lungann úr árinu er að
nýta sér vaxtamuninn, skulda í
erlendri mynt og fá ávöxtun í
krónum á móti. Það hefur
styrkt krónuna en þegar þess-
um samningum er lokað þarf
að kaupa gjaldeyri til að greiða
upp lánin og hefur krónan til-
hneigingu til að veikjast aftur,“
segir Arnar.
Hann bendir á að einnig sé
um hreyfingar á millibanka-
markaði að ræða vegna ára-
mótafærslna hjá fyrirtækjum.
Vaxtamunur sé hins vegar enn
mikill og líkindi til þess að
vextir verði hækkaðir fljótlega
á næsta ári en reyndar sé búið
að verðleggja þá vaxtahækkun
inn í gengi krónunnar. „Ég
held að krónan styrkist ekkert
verulega við næstu vaxtahækk-
un. Það er ekkert sem segir að
krónan sé að fara að veikjast
verulega heldur," segir Ai-nar.
Hallgrímur Jónasson hjá Is-
landsbanka kveðst ekki muna
eftir að hafa séð svona stórar
hreyfingar á gengi krónunnar
á einum degi. Hann telur þó að
hér sé um skammtímasveiflu
að ræða og krónan haldist
áfram sterk í janúar, ekki síst í
ljósi þess að ávöxtunarkrafa
húsbréfa er að lækka.
Umhverfísáhrif vegagerðar á
hringveginum við Hörgsá á Síðu
Ekki talin breyta
landslagi verulega
SKIPULAGSSTOFNUN
hefur hafið athugun á um-
hverfisáhrifum vegalagn-
ingar á hringveginum um
Hörgsá á Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu. Sam-
kvæmt frummatsskýrslu
er ekki talið að væntanleg
vegagerð muni breyta
landslagi verulega eða
hafa áhrif á fornleiíar.
Um er að ræða 1,8 km
langan kafla og sér Vega-
gerðin um framkvæmdir
en verkfræðistofan Hnit
tók saman skýrslu um mat
á umhverfisáhrifum.
Áætluð verklok eru árið
2001.
Kynntar eru fjórar leið-
ir í frummatsskýrslu.
Leiðir eitt og tvö eru á og
við núverandi vegastæði.
Vegagerðin leggur til leið
þrjú en þar er gert ráð
fyrir nýju vegstæði frá ási
neðan Keldunúps að úti-
húsum við Múlakot. Veg-
urinn mun þvera Hörgsá
um 350 m neðan við núverandi brú. A
leið fjögur myndi veglínan þvera
Hörgsá um 1.000 metra neðan við
núverandi brú. Í frétt Skipulags-
stofnunar segir að við val á nýrri
veglínu um Hörgsá þurfi að taka til-
lit til þess möguleika að hringvegur-
inn verði færður til suðurs milli
Hörgsár og Fossála.
Samkvæmt frummatsskýrslu er
ekki talið að væntanleg vegagerð
muni breyta landslagi verulega eða
hafa áhrif á fornleifar. „Vestast á
svæðinu er fjölbreyttur gróður með
votlendi. Leið 3 mun raska algrónu
landi vestan Hörgsár en austan ár-
innar mun vegurinn liggja um meira
eða minna manngert land. Leið 3
mun skerða votlendi minna en leið 4.
Leið 1 og 2 hafa minnst áhrif á gróð-
urfár svæðisins. Lax og sjóbirtingur
gengur í Hörgsá."
Fi-ummatsskýrslan liggur frammi
á skrifstofu Skaftárhrepps, í Þjóðar-
bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofn-
un í Reykjavík. Gefst almenningi
kostur á að gera athugasemdir til 2.
febrúar. Leitað var umsagnar frá
Skaftárhreppi, Náttúruvernd ríkis-
ins og veiðimálastjóra og fram-
kvæmdin kynnt ýmsum öðrum aðil-
um.
Breytingar á 19:20
um áramótin
KYNNTAR verða breytingar á
fréttaþættinum 19:20 á Stöð 2 um
áramótin. Breytingarnar ná jafnt til
útlits þáttarins og uppbyggingar.
I fréttatilkynningu frá Islenska út-
varpsfélaginu segir að breytingarnar
feli það í sér að fréttatímar kvöldsins
verða þrír; kl. 18.55, 19.30 og 20.00.
Dægurmálaþátturinn ísland í dag
verður á sínum stað alla daga vikunn-
ar, með úrvali á laugardagskvöldum
og íþróttum á sunnudagskvöldum.
Veðurfréttirnar taka umtalsverðum
breytingum, bæði hvað varðar graf-
íska útfærslu og uppbyggingu veður-
fréttatímans. Aðalveðurfréttir
kvöldsins verða kl. 19.55. Útsend-
ingu 19:20 lýkur kl. 20.05.
Breytingarnar haldast í hendur
við nýtt útlit á öllum útsendingum
Stöðvar 2 frá og með 1. janúar nk„
þar sem kynnt verður nýtt merki
sjónvarpsstöðvarinnar, nýjar upp-
hafskynningar fyrir þætti o.s.frv.
Andlát
KRISTÍN SIGRÍÐUR
ÓLAFSDÓTTIR
KRISTÍN Sigríður Ól-
afsdóttfr lést á Landa-
koti í gær, 87 ára að
aldri. Kristín fæddist
16. april árið 1912 í
Reykjavík þar sem hún
ólst upp. Hún var dóttir
hjónanna Ólafs Magn-
ússonar, forstjóra
Fálkans, og Þi-úðar
Guðrúnar Jónsdóttur.
Kristín lauk verslun-
arprófi frá Verzlunar-
skóla Islands árið 1930.
Hún lagði einnig
stund á nám í handa-
vinnu, einkum leður-
iðju, í Reykjavík. Kristín var mikil
íþróttaáhugakona og kom m.a. fram
með fimleikahópi Bjöms Jakobsson-
ar. Hún var einnig mikil skíðakona
og göngugarpur.
Kristín giftist árið 1944 Haraldi
Matthíassyni, rithöfundi og fyrrver-
andi menntaskólakennara.
Þau hjónin fluttu til Laugarvatns
árið 1951. Kristín var stundakennari
við húsmæðraskólann á Laugavatni í
handavinnu og leður-
iðju á árunum 1965-
1977.
Kristín var ásamt
manni sínum einn
frumkvöðla gönguferða
um óbyggðir íslands og
var sæmd gullpeningi
Ferðafélags Islands.
Kristín var manni sín-
um einnig stoð og
stytta við ritstörf hans,
en hann samdi m.a.
bækur fyrir Ferðafé-
lagið. Auk þess unnu
þau saman að gerð
heimildamyndar á ár-
unum 1963-1978 um atvinnu- og bú-
skaparhætti. Haraldur lést hinn 23.
desember sl„ tæpri viku á undan
Kristínu.
Kristín og Haraldur eignuðust
fjögur börn, Jóhönnu Vilborgu, sem
er sálfræðingur í Reykjavík, Ólaf
Örn, sem er alþingismaður, Matthías
Björn stúdent, sem lést árið 1981, og
Þrúði Guðrúnu, sem er fram-
kvæmdastjóri.