Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 BREF TIL BLAÐSINS Er Blönduvirkjun gleymd? Frá Hauki Pálssyni og Ríkarði Pálssyni: UMRÆÐURNAR um Fljótsdals- virkjun taka hinar skringilegustu vendingar upp á síðkastið. Söng- kona íslensk er fengin hér upp á klakann utan úr heimi. Hún heldur blaðamannafund með honum pabba sínum og segir margt. Hún viður- kennir að hún hafi enga þekkingu á téðri virkjun enda er hún öllum ^tundum raulandi í útlandinu og sjaldséð á Austfjörðum. Gráskeggjaður hagyrðingur gengur á fund Noregskonungs og hyggst flytja honum drápu en kóngsi vildi ekki hlusta á hann enda líklega upptekinn við laufabrauðs- bakstur. En hvað um það, hagyrð- ingurinn fékk ódýra auglýsingu á bók eftir sig sem er í jólabókaflóð- inu. I allri þessari umræðu minnist enginn á deilurnar um Blönduvirkj- un fyrir tveimur áratugum. Gríðar- mikil mótmælaalda reis yfir landið. AIls konar sjálfskipaðh’ náttúruunn- endur og „besservisserar" risu upp á afturlappimar og mótmæltu virkj- uninni dyggilega studdir af mikkrum bændum úr upprekstrar- félagi Auðkúlu- og Eyvindarstaða- heiðar, sem sáu eftir graslendinu sem færi undir uppistöðulónið og töldu jafnvel að af völdum þess hlyt- ist loftslagskólnun. Landsvirkjun náði samningum við bændur, um- fangsmikil uppgræðsla var hafin og virkjunin reis. Þáttur Hjörleifs nokkurs Guttormssonar var sér- stakur í umræðunni. Hann hafði allt á homum sér út af Blönduvirkjun. Hann sagði hana vera vitlausa og óþarfa og að betra væri að drífa sig 'ðtrax í Fljótsdalsvirkjun. Óánægju- raddimar vegna Blönduvirkjunar era nú löngu þagnaðar og er ekki laust við að gömlu mótmælendumir skammist sín fyrir fyrri þröngsýni. Við viljum nú telja upp nokkra aðalkosti Blönduvirkjunarinnar og ágæti hennar: 1. Greiðfærir vegir liggja nú hvar- vetna um heiðamar og gera fleir- um en jeppaeigendum kleift að ferðast um þetta fallega svæði. 2. Uppistöðulónið er gríðarstórt og geysifagurt stöðuvatn með eyjum og fjörðum, iðandi af fuglalífi. 3. Blöndugilið neðan stíflunnar við Reftjamarbungu er orðið vinsæl gönguleið, áður náttúralega ófær. Leiðin frá stíflu er um 20 km löng. Þama eru sérstakar gróður- leifar og hrikalegir hamraveggir. Sannkallað náttúraundur. 4. Öll umgjörð um virkjunina er til mikillar prýði. Nú er meira að segja hafin skógrækt í Eiðstaða- landi. 5. Blanda sjálf er gjörbreytt. Hún er orðin að bergvatnsá. Laxveiði- menn veiða nú hvarvetna um fljótið en áður voru næstum ein- göngu húkkaðir laxamir í kol- mórauðu vatninu í Ennislandi skammt ofan Blönduóss. 6. Landbrot á bökkum Blöndu er nánast horfið enda er straumur- inn í henni reglulegur og flóðin aflögð að mestu. Við höfum ekki ástæðu til annars en að ætla að virkjunin fyrir austan verði eins vel lukkuð og Blöndu- virkjun. Okkur finnst óvinir Fljótsdals- virkjunar hafa farið offari og verið ósanngjarnir. Það er klárt að gæs- imar eystra muni flytja sig um set eins og þær gerðu á Auðkúluheiði og haldi áfram að geta sín afkvæmi sem era síðan Englendingum til skemmtunar á gæsaveiðum sínum. Sanngjamt er að Austfirðingar séu látnir í friði og fái að lifa lífi sínu. HAUKUR PÁLSSON, Röðli, Blönduósi. RÍKARÐUR PÁLSSON, Háaleitisbraut 65, Reykjavík. Álver - er það til bóta? Frá Sveini Indríðasyni: í NÓVEMBERHEFTI Florists’ Review fjallar ritstjórinn um níu ára góðæri í atvinnulífi Bandaríkja- manna. Hún segir frá því að 9 millj- ónir starfa hafi orðið til á þessum 'Tíma og 80% þessara starfa séu í fyr- irtækjum með 20 eða færri starfs- menn. Þetta eru merkilegar tölur, en koma ekki á óvart þar sem Banda- ríkjamenn hafa verið að flytja stór- iðju sína og fyrirtæki úr landi, þang- að sem laun eru lág og orka ódýr. Á sama tíma era Islendingar hel- teknir af því að sökkva náttúraperl- um og gefa með orkunni, í álver á Austfjörðum. Austfirðingar, sem ég hefi þekkt í gegnum tíðina, hafa verið með fullu viti og vel það, svo ég er ekki viss um, að þeir myndu una sér lengi í heilsuspillandi verksmiðjum, á lág- um launum. k I sambandi við að sökkva nátt- úraperlum til virkjunar, er fróðlegt að rifja upp sögu þjóðgarða í Bandaríkjunum. Það vora rithöfundar og lista- menn, sem fyrstir komu auga á verðmæti óspilltrar náttúra þar í landi. Árið 1832 kom George Catlin, rit- höfundur og listamaður á framfæri hugmynd um þjóðgarða. Undir þetta tóku síðan þekktir menn, eins og John James Audubon, fugla- fræðingur og rithöfundamir Ralph Waldo Emerson og Henry David Thoreau. Árið 1864 stofnaði Kalifomíuríki Yosemite-þjóðgarðinn og Yellow- stone-þjóðgarðurinn kom svo 1872, á vegum alríkisstjómar. Nú geta menn ekki nógsamlega þakkað þessum frumkvöðlum, að hafa tekið frá landflæmi undir þessa þjóð- garða og fjölmarga síðar og ekki hvarflar að mönnum að virkja í eða nálægt þeim. I sambandi við skammsýni og græðgi þeirra, sem öllu vilja sökkva og allt virkja, dettur mér í hug saga af kerlingu einni fyrir vestan, í gamla daga. Hún bjó á einhverju koti við þröngan kost og þótti lítil búkona. Ef eitthvað var til að borða í kotinu, umfram venju, var hún vön að segja: „Það er best að klára þetta í dag - ekki víst að maður lifi á morgun." SVEINN INDRIÐASON, Árskógum 8. ■íoi Aramótakristall í úrvali Líttu á verðið Opiö mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-17. Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 í DAG VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sport- markaðurinn KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að spyijast fyrir um, hvað hefði orðið af Sportmark- aðnum, sem var við Skip- holt. Hún hafði lagt inn skauta og fleira hjá þeim. Ef einhver getur gefið henni upplýsingar, þá er hún í síma 554-3448. Launþegar og kjara- samningar NIJ eru kjarasamningar bráðum lausir, og þá end- urtekur sama sagan sig aft ur og aftu. Þegar laun okk- ar eiga að hækka þá verð- ur allt ómögulegt. Þá koma þeir Davíð og félagar fram fyrir skjöldu, og segja að ekki sé hægt að hækka launin okkar. En þeirra laun geta hækkað og hækkað, svo skýla þeir sér á bak við Kjaradóm. Hvar er okkar Kjaradómur? Nú er mál að standa saman og knýja á um hærri laun, við þurfum minnst 150.000 kr. í launaumslagið. Það þýðir ekkert að tala um minna. Ágætu launþegar, gleym- um ekki þegar alþingis- menn, ráðherrar og fleiri góðir menn fengu sína hækkun sem var allþokka- leg. Ágætu launþegar, hnefann í borðið og hana nú. Gleðilegt ár og gangi okkur vel. 13. september. Að gefa og þiggja ÞAÐ kom mér mjög á óvart þegar ég frétti það, að vinnustaðir ÖBÍ skiluðu meira til ríkisins í einu og öðru formi en styrkur rík- isins skv.þjónustusamn- ingi. Með öðrum orðum, ríkið er að hagnast á vinnustöðum fyrir öryrkja. Hvert skyldu þessir pen- ingar fara? Eitt veit ég að ekki koma þeir til öryrkj- ans. Mér finnst þessi gjörningur til háborinnar skammar. Svo er annað, vinnustaðir fyrir öryrkja greiða til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, en skyldi öryrkinn fá greitt úr hon- um ef hann missir vinnu sína af einhverjum ástæð- um? Nei, það yrði væntan- lega sagt, þú ert á bótum sem öryrki, sem er í sjálfu sér rétt, en hann (öryrk- inn) verður engu að síður fyrir tekjumissi. Nú skilst mér að ríkisstjórnin ætli að gleðja okkur öryrkjana í byijun næsta árs og það ekkert lítið. Til stendur að hækka bætur um allt að 4%, sem mun gera 2.500 kr., enn þó ekki alveg, því þegar búið er að taka full- an skatt stendur eftir 1.500 kr. Fyrir þvílíka hækkun vil ég þakka, en vona samt sem áður að halli verði ekki á ríkisútgjöldum vegna þessara gjörða. Guðjón Sigurðsson, Hátúni 10A. Tapað/fundið Bíllyklar týndust BÍLLYKLAR týndust á bílastæðinu fyrir framan Sparisjóð Hafnarfjarðar við Linnetsstíg miðviku- daginn 22. desember sl. Upplýsingar hjá Ásmundi í síma 555-4028. Kvenarmbandsúr fannst LAUGARDAGINN 18. desember sl. fannst í Selja- hverfi kvenarmabandsúr. Upplýsingar í síma 557- 2650. Gullúr með svartri skífu GULLUR með svartri skífu týndist þriðjudaginn 21. desember sl., sennilega í Kópavogi, þó ekki víst. Eigandinn er fullorðin kona og hefur úrið tilfinn- ingalegt gildi fyrir hana. Upplýsingar í síma 554- 4568. Umslag týndist HVÍTT þykkt umslag, af stærðinni A5, týndist á leiðinni frá Landsímahús- inu að Laugavegi. Umslag- ið er merkt Rúnar Jóns- son. Skilvís finnandi vin- samlegast hringi í síma 483-3923. Kvengleraugu fundust KVENGLERAUGU fund- ust efst í Stangarholti rétt fyrir jólin. Upplýsingar í síma 552-2806. ■ .................................................... ■i Morgunblaðið/ Yíkverji skrifar... VÍKVERJI sá fyrir stuttu mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjann. Greinilegt er að gerð myndarinnar hefur ekki verið auðveld, en flestar útisenur er teknar að vetrarlagi, oft í vondum veðrum. Hrafni hefur tekist að skapa góða heildarmynd á verk sitt, auk þess sem honum hefur tekist að skapa áhugaverða sögu. Það er svo annað mál hversu sögulega rétt Hrafn fer með Píslar- sögu síra Jóns Magnússonar. Njörður P. Njarðvík, prófessor og rithöfundur, skrifaði grein í Morg- unblaðið fyrir skömmu þar sem hann gagnrýnir Hrafn harðlega fyr- ir meðferð á vamarriti sr. Jóns. Hann nefnir í grein sinni að Hrafn fari rangt með nöfn persóna og að ekki sé farið rétt með sagnfræðileg- ar staðreyndu-. Hann bendir m.a. á að Brynjólfur Sveinsson biskup dó á undan síra Jóni, en í kvikmyndinni er þessu öfugt farið. Hrafn svaraði þessari grein Njarðar og benti á það sem kemur fram í kynningu með myndinni, að hún sé lauslega byggð á Píslarsögu síra Jóns Magnússonar og til að leggja áherslu á þetta hafi t.d. nöfn- um feðganna í myndinni, sem vora brenndir á báli fyrir galdra, verið breytt. xxx VÍKVERJI telur að of mikið sé þrengt að sjálfstæði lista- manna til að skapa listaverk ef þeir mega ekki nota fortíðina og verk sem samin voru í fortíðinni sem yrkisefni. Upp í hugann koma sum verka Halldórs Laxness, sem iðu- lega sótti yrkisefni í gamlar sögur. Eitt frægasta verk hans, Islands- klukkan, er byggt á sögum af Árna Magnússyni handritasafnara og Jóni Hreggviðssyni, bónda á Rein. Ekki hirti Halldór alltaf um að fara rétt með sögulegar staðreyndir. Árna og Jón nefnir hann sínum réttu nöfnum, en hins vegar kallar hann Þórdísi, húsfreyju í Bræðra- tungu, Snæfríði. I sögunni lætur Halldór sem Þórdís og Ami hafi átt í ástarsambandi, en Már Jónsson sagnfræðingur hefur sýnt fram á í nýrri ævisögu um Arna að nær engar líkur eru á að nokkur fótur hafi verið fyrir þessu. Már bendir einnig á að Halldór dragi upp nokkuð grófa og ósanngjarna mynd af hinni dönsku eiginkonu Árna í íslandsklukkunni. Hann er þó ekki að áfellast Halldór fyrir að gera þetta; aðeins að benda á þess- ar staðreyndir. Einnig má nefna að Jón Hreggviðsson viðhafði aldrei þau orð um Danakonung sem lögð eru honum í munn í Islandsklukk- unni. Þau viðhafði annar maður og var refsað harðlega fyrir á Alþingi. Fáum dettur í hug að áfellast Hall- dór Laxness fyrir meðferð hans á sögulegum staðreyndum. Lesend- ur hans dáðst að Islandsklukkunni og öðrum bókum hans. Þess má geta að einn helsti handritasér- fræðingur okkar, Jón Helgason, var Laxness innan handar þegar hann samdi Islandsklukkuna og mun raunar hafa bent honum á þetta yrkisefni. Víkverja dettur ekki í hug að líkja Myrkrahöfðingj- anum við Islandsklukkuna, en kvikmyndagerðarmenn verða eins og rithöfundar að hafa ákveðið svigrúm til sköpunar. Þar geta menn hins vegar eins og alls staðar farið út fyrir eðlileg mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.