Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNELAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Sturla Friðriksson, forraaður stjómar Ásusjóðs, veitir hér Hermanni Pálssyni prófessor viðurkenningu Ásusjóðsins 1999. Heiðursverðlaun Ásusjóðsins 1999 Hermann Pálsson prófessor hlýtur verðlaunin HERMANN Pálsson prófessor hlaut í gær árleg heiðursverðlaun verðlaunasjóðs Ásu Guðmunds- dóttur Wright. Voru Hermanni veitt verðlaunin fyrir margþætt störf á sviði íslenskra forn- bókmennta og fyrir kynningu þeirra erlendis. Ásusjóðurinn, eins og hann er kallaður, veitir árlega viðurkenningu íslenskum vísinda- manni sem unnið hefur veigamikið afrek á Islandi eða fyrir Island. Verðlaunahafinn hlýtur heiðurs- skjal, minningarpening um gefa- ndann og 175 þúsund krónur. Hermann er fæddur á Sauðanesi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu hinn 26. maí árið 1921 og hefur um fjögurra áratuga skeið ritað fjölda greina og ritdóma í innlend og er- lend tímarit auk margra bóka um íslensk fræði, fornbókmenntir okkar og ýmislegt fleira. Má til að mynda geta um Hrafnkels sögu og Freysgyðlinga sem út kom árið 1962, Siðfræði Hrafnkels sögu sem út kom 1966, Uppruna Njálu og hugmyndir 1984 og Leyndarmál Laxdælu 1986. I ræðu sinni í gær sagði Sturla m.a. að Hermann hefði verið mikill brautryðjandi í að kynna íslenskar bókmenntir og íslenska menningu erlendis. Hefur hann einn og í samvinnu við aðra, sem hafa haft ensku að móðurmáli, þýtt á enska tungu margar helstu fornsögur okkar og gert erlendum mönnum þær aðgengilegar í læsilegu máli. Þá hefur hann m.a þýtt Hávamál á ensku með öðrum og séð um út- gáfu á Völuspá á ensku áriðl996. „Hermann Pálsson hefur sem fræðimaður verið mjög athafna- samur og afkastamikill í störfum, sem stjórn Ásusjóðs, hefur kosið að virða,“ sagði Sturla m.a. í ræðu sinni í gær, en þetta er í fyrsta sinn sem Islendingi búsettum er- lendis eru veitt Ásuverðlaunin. „Vill sjóðurinn heiðra Hermann Pálsson með því að veita honum Ásuverðlaun ársins 1999 fyrir margþætt störf hans á sviði ís- lenskra fornbókmennta og fyrir kynningu þeirra erlendis." Veitt í 31. sinn Ásusjóður var stofnaður hinn 1. desember árið 1968 með peninga- gjöf Ásu Guðmundsdóttur Wright til Vísindafélags Islendinga. Ber sjóðurinn nafn hennar og var stofnaður til minningar um eigin- mann Ásu, enska lögmanninn dr. Henry Newcome Wright, ættingja hennar og aðra venslamenn. Með Hermanni hefur 31 vísindamaður hlotið verðlaun úr sjóðnum en verðlaunaþegarnir hafa gjarnan verið kallaðir Æsir. Stjórn sjóðsins skipa þeir dr. Jó- hannes Nordal, dr. Sveinbjörn Björnsson og dr. Sturla Friðriks- son, sem jafnframt er formaður stjórnar. Garður stofnaður af Asu Guðmundsdóttur Wright nýtur vinsælda í Karabíhafínu Vísindamenn njóta góðs af höfðingjan- um í Arimadalnum Margir vita eflaust að stofnandi Ásusjóðsins, sem árlega veitir viður- kenningu íslenskum vís- indamanni, er íslensk kona að nafni Asa Guð- mundsdóttir Wright. En færri vita líklega að hún er vel þekkt í eyríki einu í Karíbahafinu, Trinidad og Tobago, og að þar beri vinsæll ferða- mannastaður einnig nafn hennar, Asa Wright Natural Centre. ÞAÐ er afar merkilegt að kona sem dvelur fimmtíu ár ævi sinnar erlendis skuli á efri árum koma á vísindasjóði fyrir íslenska vísinda- menn. Maður hefði fremur haldið að eftir dvöl hennar í eyríkinu Trinidad og Tobago væri lítið eftir af íslend- ingnum í henni ekki síst vegna þess hve eyjan er ólík íslandi," segir Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, er hún vitnar til heið- urskonunnar Ásu Guðmundsdóttur Wright sem í nær þrjá áratugi ól manninn á hitabeltiseyjunni Trini- dad í Karabíhafinu. Þar rak Ása plantekru ásamt eiginmanni sínum Henry Newcome Wright, og eftir hans daga m.a. gistiheimili fyrir fuglaskoðara. Seinna seldi hún búgarðinn sam- tökum náttúruverndarmanna og gerði jörðina um leið að friðlandi og húsin sem þar voru að aðsetri fyrir náttúruskoðara. Skömmu síðar var stofnaður félagsskapur um eignina og heitir staðurinn nú Asa Wright Nature Centre. Að sögn Elsu Þorkelsdóttur og eiginmanns hennar Más Guðmunds- sonar, aðalhagfræðings Seðlabanka íslands, er friðlandið sem ber nafn Ásu Wright vel þekkt af Trinidad- búum og eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þar um slóðir enda er hans getið í öllum fremstu ferða- manna- og upplýsingabæklingum um Trinidad. Þau eru heldur ekki frá því að staðurinn sé að verða æ vinsælli meðal erlendra ferðamanna ekki síst vegna hins fjölbreytta Morgunblaðið/Porkell Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Islands, og eigin- kona hans, Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. 12. apríl árið 1892 en foreldrar henn- ar voru hjónin Arndís Jónsdóttir og Guðmundur Guðmundsson héraðs- læknir, sem lengi vel var kenndur við þau héruð sem hann þjónaði, bæði Laugardæli og síðar Stykkis- hólm. Svo farið sé stuttlega yfir sögu Ásu þá ólst hún upp í Stykkishólmi og lærði hjúkrun við Middlesex- sjúkrahúsið í London. Hún kynntist eiginmanni sínum, lögmanninum Henry Newcome Wright, eitt sinn á ferð sinni til íslands og gengu þau í hjónaband árið 1917. Fyrstu hjóna- bandsárin bjuggu þau á sunnan- verðu Englandi en síðar, eða eftir seinni heimsstyrjöldina, ákváðu þau að flytja til nýlendu Breta í Vestur- Indíum þar sem dr. Newcome hafði áður haft eftirlit með rekstri á tin- námum. Leituðu þau að landsvæði í Trinidad og festu að lokum kaup á bújörð sem lá hátt í dalverpi, uppi við jaðar á frumskógi fjallendisins norðanvert á eynni. Þar ræktuðu þau m.a. kaffi, kakó, banana og alls kyns sítrusaldin og seldu afurðir til höfuðborgarinnar, Port of Spain. I aldarminningu Ásu G. Wright eftir Sturlu Friðriksson, sem birtist í Morgunblaðinu, í apríl árið 1992, segir að eftir lát dr. Newcomes í kringum 1950 hafi Ása staðið ein fyrir búrekstrinum á jörð þeirra og unnið af annálaðri stjórnsemi og skörungskap. Gengu af henni ýmsar sögur um ráðsmennsku eða af hjúkrunarstörfum hennar í dalnum og varð hún brátt að þjóðsagnaper- sónu á eynni. „Litið var til hennar sem höfðingjans í Arima-dalnum og eins var talið að hún færi sínu fram í Við sölu jarðar Ásu G. Wright. Með henni á myndinni er fulltrúi stjórnvalda í Trinidad sem und- irritar kaupsamninginn. fugla- og dýralífs sem þar má finna. „Þangað kemur töluverður fjöldi er- lendra ferðamanna á ári hverju og dvelur þar jafnvel í nokkra daga á gistiheimili á svæðinu, sem áður var heimili Ásu Wright, og fer í skipu- lagðar skoðunarferðir um landið," segja þau Elsa og Már en þau hafa sjálf verið svo heppin að hafa átt leið þarna um ekki alls fyrir löngu. Skoð- uðu þau þá m.a. umrætt friðland sem kennt er við konuna, Ásu, sem fædd er og uppalin á ísi köldu ís- landi. Þjóðsagnarpersóna á eynni Ása var fædd í Laugardælum hinn Ríkar hefðir og hátíðleiki gera kalkún að einni vinsælustu hátíðarmáltíð áramótanna • Kalkúnn er hátíðleg fjölskyldumáltíð • Fjórða hver íslensk fjölskylda borðar kalkún um áramót • Kalkúnn er hollur og fitulítill málsverður • Kalkúnn skapar réttu stemmninguna við mikil tímamót www.kalkunn.is Rétta slóðin að Ijúffengri hátíðarmáltíð Itarlegar upplýsingar um matreiðslu ásamt fjölda uppskrifta og ráðlegginga til að tryggja fuiikominn árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.