Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rangar forsendur, röng niðurstaða AKVORÐUN bæj- arstjórnar Hveragerð- isbæjar á sölu á dreifl- kerfi rafveitu Hvera- gerðis hefur fengið all- nokkra umíjöllun. Það kann að vera að bera í bakkafullan lækinn að ætla að bæta þar nokkru við svona rétt áður en ný öld gengur í garð en viðhorf þeirra sem að ákvörðuninni stóðu hafa hins vegar ekki komið fram með jafn glöggum hætti og hinna sem á móti voru. Gísli Páll Því er mér bæði ljúft Pálsson og skylt að gera stutt- lega grein fyrir málavöxtum. Á fundi bæjarstjórnar hiri'n 14. október sl. var þriggja manna starfshópi falið að kanna vilja áhugasamra um kaup á dreifikerfi Rafveitu Hveragerðisbæjar (RH). Eins og áður hefur komið fram var áhugi hjá Hitaveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkj- kerfisins. un, RARIK og Selfoss- veitum bs. um hugsan- leg kaup. Fulltrúar Hvera- gerðisbæjar (HVG) ræddu við fulltrúa allra orkufyrirtækjanna og gerðu þeim grein fyrir hver áform HVG væru varðandi dreifikerfið. Fljótlega varð ljóst að áhugi Landsvirkjunar beindist ekki að dreifi- kerfinu og þar sem áform HVG náðu ekki til annars voru þeir ekki frekar inni í myndinni sem hugsan- legur kaupandi dreifi- Aldrei um útboð að ræða Til að auðvelda bæjarstjórn HVG að taka ákvörðun um hverjum ætti að selja urðu þremenningarnir sam- mála um að óska eftir formlegri upp- lýsingagjöf frá áhugasömum sem væri til þess fallin að auðvelda bæj- Rafveitusala Það er því erfítt og í raun næsta ómögulegt að halda því fram af ein- hverri sanngirni, segir Gísli Páll Pálsson, að almennt siðferði í viðskiptum hafí verið sniðgengið. arstjórn HVG að taka ákvörðun um hverjum skynsamlegast væri að selja dreifikerfið. I bréfi sem sent var kom skýrt fram að ekki væri um beiðni um til- boð að ræða eins og almennur skiln- ingur er á því orði enda segir orðrétt í bréfi sem þessu aðilum var sent; „Eins og samkomulag varð um förum við þess hér með á leit við yð- ur að þér gerið okkur grein fyrir hugmyndum yðar varðandi kaup- verð dreifikerfisins, ... svo og öðru sem þér teljið máli skipta þegar kemur að því að bera saman þann áhuga sem endurspeglast í svari þeirra aðila sem þetta bréf fá. Hér er ekki um formlegt útboð að ræða eins og bréf þetta sýnir ótví- rætt og áskiljum við okkur í raun allan rétt til að ganga til samninga við hvaða aðila sem er á grundvelli umbeðinna upplýsinga eða hafna öll- um. Þó svo að hér sé ekki verið að biðja um formlegt tilboð í dreifikerf- ið er þess samt krafist að þær verð- hugmyndir sem þér gerið grein fyrir í svari yðar verði það verð á dreifi- kerfinu sem þér viljið greiða fyrir það og eigi lægra ef bæjarstjórn Hveragerðisbæjar ákveður að ganga til samninga við yður þar um. Það er von okkar að þessi leið sé ásættanleg að yðar mati og er aðeins sett svona fram til að auðvelda end- anlega ákvörðun bæjarstjórnar." Hvað réði ákvörðuninni? í raun var það aðeins eitt sem var haft að leiðarljósi í vinnu okkar þremenninganna en það var að heildarhagsmunir bæjarfélagsins yrðu sem best tryggðir í lengd og í bráð. I því sambandi var í fyrsta lagi horft til þeirrar lagalegu stöðu sem er um orkusölu í dag og þar sérstak- lega litið til einkarétts RARIK, í öðru lagi til þeirra fjármuna sem Hveragerðisbær fengi til sín til að mæta þeim verkefnum sem unnið er að, og í þriðja lagi til verðlagningar orkunnar og líklegrar þróunar verð- lagningai' hennar í ljósi þeirra brejdinga sem ný löggjöf um orku- geirann mun hafa í för með sér. Ekki var sérstaklega horft til þess samstarfs við Sunnlenska orku ehf. sem sveitarfélögin Ölfus og Hvera- gerðisbær ásamt RARIK hafa efnt til. Að lokum Það er því erfitt og í raun næsta ómögulegt að halda því fram af ein- hverri sanngirni að almennt siðferði í viðskiptum hafi verið sniðgengið. Hér er einfaldlega verið að afla upp- lýsinga til að auðvelda ákvarðana- töku og hver sá sem lítur öðruvísi á verður að kafa í eigin hugarheim og grandskoða eigin viðhorf um sið- gæði, því þeir sem byggja á röngum forsendum komast óhjákvæmilega að rangiá niðurstöðu. Eg vísa öllum ásökunum um óheilindi og öðru af álíka toga beint heim til föðimhúsanna um leið og ég vil nota tækifærið og óska Hver- gerðingum og öðrum landsmönnum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna. Höfundur er forseti bæjurstjórnar Hveragerðis. Er náttúran einskis virði? I UMRÆÐUNNI um Fljótsdalsvirkjun hefur oft verið bent á þá staðreynd að nátt- úran hafi ekki verið metin með í dæminu þegar rætt hefur verið um arðsemi fram- kvæmda. Er þá ekki verið að gefa í skyn að náttúran sé einskis virði? Eða þá að hún sé svo lítils virði að ekki þurfi að taka hana með í reikning- inn? Nú er hinsvegar ljóst, og þetta ættu nú Kjartan nefndarmenn í um- Bollason hverfis- og iðnaðar- nefndum Alþingis að vita eftir fundi sína síðustu vikur með ýmsum sér- fræðingum, að til er aðferð, viður- kennd af hagfræðingum, til að meta heildarverðmæti náttúrunnar. Með þessari aðferð eru hin ýmsu nota- gildi náttúrunnar tekin með í reikn- inginn, ekki eingöngu hin hefð- bundu gildi, sem auðveldast er að koma auga á, eins og ferða- mennsku, landbúnað og vatnsafls- virkjanir heldur einnig hin ýmsu svokölluðu óhefðbundu notagildi sem hér verður fjallað um. Heildarverðmæti náttúrunnar mæli hina ýmsu hæfi- leika jurta við fram- leiðslu sinna vara. Því gæti verið dul- inn fjársjóður í mörg- um jurtum landsins. Fyrir utan þessi nota- gildi eru til svokölluð önnur gildi. Þetta eru gildi eins og umboðs- gildi, þar sem gildi velferðar sem verður til við óbeina notkun eru metin, t.d. lestur bóka um svæði, mynd- ir af svæði o.fl. Þá kemur arfleiðslugildi, s.s. gildi svæðis fyrir afkomendur og síðast er svo tilvistargildi, s.s. gildi þess að svæði skuli yfirleitt vera til. Metið til fjár Öll þessi gildi er hægt, meira og minna, að meta til fjár. Það er s.s. hægt að setja efnahagslegan Virkjanir Okkur ber skylda til að íhuga þær afleiðingar, segir Kjartan Bollason, sem slíkum stórfram- Við þessa aðferð eru hin ýmsu notagildi tekin með í reikninginn. Fyrst skulum við nefna beint nota- gildi. Hér má nefna ferðamennsku, landbúnað, nytjir af jurtum, nytjir af genum plantna og rannsóknir á svæðinu. Síðan koma hin óbeinu notagildi svo sem þjónusta vistkerf- isins (t.d. hreinsun vatns), binding koltvíildis í jarðveg (minnkar losun gróðurhúsategunda), áhrif á veður- far (t.d. gróður viðheldur jafnvægi loftslags) og viðhald heimkynna ýmissa plantna og dýra. Næst er komin röðin að valkostagildi. Hér er þá um að ræða hugsanlegt fram- tíðargildi svæðis. Hér getur t.d. komið til greina að friða svæðið með tilliti til hugsanlegra notagilda í framtíðinni (bæði þá beinna og óbeinna notagilda). Sér í lagi er hér verið að taka tillit til hlutverks vist- kerfis og einnig til líffræðilegrar fjölbreytni sem beri að varðveita. Hér má benda á að bæði lyfja- og snyrtivörufyrirtæki nota í æ ríkari kvæmdum fylgja. mælikvarða á verðmæti lands. Til eru hinar ýmsu aðferðir, sem hér verða ekki raktar, en hægt er að benda á nokkur dæmi. Þögnin, er hún einhvers virði, er t.d. hægt að meta verðmæti öræfa- kyrrðarinnar? Hér væri hugsan- lega hægt að beita svokallaðri markaðshliðstæðuaðferð. Þá er markaðsvirði vöru eða þjónustu sem tengist viðkomandi umhverfis- gæðum könnuð, t.d. er þá kannað hvort fólk borgi meira fyrir íbúð fjær miklum umferðaræðum heldur en nálægt slíkum. Ætli t.d. íbúð við Miklubraut fái eins hátt verð og íbúð úti á Arnarnesi? Hér væri hægt að reikna út ferðakostnað fólks sem fer upp á öræfin, s.s. hversu mikið það er í raun tilbúið að borga fyrir að komast upp á ör- æfin og njóta kyrrðarinnar þar. Aðra aðferð mætti hér einnig nefna og það eru viðhorfskannanir, en þær eru sérstaklega mikið notaðai- til að meta verðmæti óhefðbund- inna gilda. Þá er spurt hvað fólk vilji borga fyrir að viðhalda svæði eða hvað fórnarkostnaður fyrir ákveðið svæði eigi að vera mikill. Þessi aðferð hefur mikið verið notuð til að meta efnahagslegt gildi verndaðra svæða, svo sem þjóð- garða. Til hvers eru lög um umhverfismat? Þær aðferðir sem nefndar hafa verið hafa verið í notkun víða um heiminn í a.m.k. sjö ár eða frá því að Ríó-ráðstefnan var haldin og mælst var til þess við aðildarlönd Ríó-sáttmálans að tekið yrði upp umhverfismat á stórframkvæmd- um. Við Islendingar tókum upp slík lög og voru þau sett því sýnt þótti að á þann hátt nyti náttúran þess að hún væri tekin með í dæmið. Margar stórframkvæmdir í heiminum sem lagt var af stað í áð- ur en lög um mat á umhverfisáhrif- um voru sett hafa reynst vera ákaf- lega óhagkvæmar fyrir bæði menn sem og náttúru. Til að forðast slík mistök hafa flest öll vestræn ríki sett slík lög svo hægt væri að meta, áður en lagt væri af stað í fram- kvæmd, hve áhrifin yrðu jafnt á náttúruna sem þjóðfélagið í heild sinni. Einungis með því að fara að þessum lögum er hægt að meta raunverulegt gildi náttúrunnar og meta hvað sé í raun hagkvæmt. Einnig er hlutverk slíks matferils að hagsmunir sem flestra fái að heyrast og að þegar niðurstöður liggi fyrir að sátt náist um markmið framkvæmda. Þegar tekið er tillit til alls þessa er ákaflega undarlegt að stórframkvæmd eins og Fljóts- dalsvirkjun eigi ekki að fara í slíkt mat. Að mínu mati eru engin rök fyrir þvi að notast ekki við nýjustu og bestu aðferðir í meðhöndlun slíkra stórframkvæmda. Þvert á móti ber okkur skylda til að íhuga þær afleiðingar sem slíkum stór- framkvæmdum fylgja. Þar af leið- andi hvet ég alla til að skrifa undir kröfur Umhverfisvina um mat á umhverfisáhrifum. Höfundur er nemandi í meistara- námi i umhverfisfræðum við Háskóla Islands. Hvar er barnið þitt svona seint um kvöld? MÓÐIR, hvar er barnið þitt svona seint um kvöld. Faðir, hvar er yndið þitt, þokan er svo köld ... Svona söng Bubbi í „den“ og benti okkur á ástandið sem viðgekkst á sín- um tíma á hallæris- planinu. Þó að hallær- isplanið sé horfið þá hefur sumt ekkert farið. Ennþá safnast unglingar saman um helgar í miðborginni og í hverfum borgar- innar eftir að útivist- artíma þeirra lýkur. Sífellt hærri raddir mótmæla þessu og stöðugt er verið að vinna gegn ólöglegum útivistum og óæskilegri hópamyndun ungl- inga. Ekki er vanþörf á að einhver líti eftir þeim unglingum sem úti eru eftir að þeim ber að vera kom- in í foreldrahús og þá sérstaklega nú yfir hátíðarnar og áramótin. Við sem vinnum með unglingum finnum fyrir miklum spenningi hjá unglingum þegar ný þúsöld nálg- ast. Unglingar hafa háleit plön, rétt eins og margir aðrir, um að skemmta sér vel um áramótin. I hverju það felst að skemmta sér vel fer að sjálfsögðu eftir hverjum og einum. Margir ætla að skemmta sér með fjölskyldum sínum og ætt- ingjum en aðrir ætla að hitta félag- ana eftir að flugeldum hefur verið skotið upp. Ekki hefur heldur farið fram hjá okkur að sumir hafa uppi áform um að útvega sér vín fyrir gamlárskvöld. Því miður þá sýnir reynsla síðustu ára að unglinga- drykkja er þekkt fyrirbæri á gaml- árskvöld. Er einhver ástæða til að ætla að raunin verði önnur um þessi áramót? Rétt er að vara foreldra við því flest þau öryggisnet sem vinna gegn ólöglegum útivistartíma og óæskilegri hópamyndun eru ekki í gangi um áramótin. Göturölt fé- lagasmiðstöðva ÍTR starfar ekki, miðbæjarathvarfið er lokað, for- eldraröltið liggur niðri, félagsmið- stöðvar eru lokaðar og svona mætti áfram telja. Um venjulegar helgar starfa þessir aðilar ásamt fleirum í samvinnu við lögreglu og félags- þjónustuna á vakt í miðbænum og í hverf- um borgarinnar. Þá er rölt um hverfin og höfð viðkoma á þeim stöðum sem unglingar safnast saman á. Þessir starfsþættir miða að því að veita unglingum aðhald og afla upplýsinga um unglingahópinn. Ungl- ingar hafa sagt okkur að þeim finnst gott að vita af fullorðnu fólki sem þeir geta treyst á. Nú á gamlárskvöld verðum við að treysta á foreldra. Foreldrar eru hvattir til að sýna gott fordæmi og vera með börnum Forvarnir Rétt er að vara foreldra við, segir Ragnhildur Helgadóttir, því flest þau öryggisnet sem vinna gegn ólöglegum útivistartíma og óæski- legri hópamyndun eru ekki í gangi um áramótin. sínum yfir áramótin. Foreldrar eru ávallt bestir í forvörnum. Þeir hafa bestu ítökin og geta stuðlað að því að unglingar séu ekki úti aðgerða- lausir eða við óæskilega iðju og þess heldur í hættu fyrir misjöfn- um einstaklingum sem kunna að vera á ferð þetta umrædda kvöld. Þó að lagið sem Bubbi Morthens samdihafi verið vinsælt í „den“ þá á boðskapur hans ekki síður við í dag. Höfundur er tómstundaráðgjafi í fé- lagsmiðstöðinni Gufunesbæ. Ragnhildur Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.