Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 46
46 FÍMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
-te,
Ameríska
öldin
Ríkisstjórnarstefna Davíðs Oddssonar
/
hefurgert það að verkurn að Islending-
arstanda beturað vígi en flestar þjóðir
að njóta ávaxtanna afvelmegunar-
bylgju síðustu ára.
Þá öld sem er að líða (og lýkur
með réttu í lok næsta árs) má með
sanni kalla amerísku öldina.
Bandaríkin standa fyrir flest það
sem til heilla hefur horft á öldinni
- sigur lýðræðis yfir kúgunaröfl-
um kommúnisma og nasisma, sig-
ur frjálsrar verslunar yfir hafta-
búskap, hagsæld og framfarir í
tækni og vísindum. Við upphaf
aldarinnar skiptu Banda-
ríkjamenn sér lítt af því sem gerð-
ist í öðrum heimshlutum, en við
lok aldarinnar eru Bandaríkin
eina stórveldi heimsins. En þrátt
fyrir efnahagslega og hemaðar-
lega yfírburði hafa Bandaríkin
markvisst stuðlað að sjálfsforræði
smærri ríkja og lagt sig fram um
að haga skipan alþjóðamála á
þann veg að frjáls samvinna sjálf-
stæðra ríkja
VIÐHORF
Eftir Jakob F.
Ásgeirsson
leysti af hólmi
stórveldajafn-
vægi gamla
tímans. Með
forystu sinni hafa Bandaríkja-
menn á þessari öld treyst í sessi
vestræna siðmenningu með svo
afgerandi hætti að sumir fræði-
menn tala nú um endalok sögu-
legrar þróunar.
Samt er ekki lengra síðan en
10-15 ár að spekingar ýmsir
kepptust við að sannfæra okkur
um að áhrif Bandaríkjanna færu
þverrandi og fijálst hagkerfi væri
jafnvel að líða undir lok. Fjöldi
hagfræðinga hélt því fram að pen-
ingamálastefna Reagans og
Thatchers kallaði yfir þjóðirnar
stórfellt atvinnuleysi og misskipt-
ingu. Þeir bentu á vöxt og viðgang
Japans og Þýskalands til vitnis
um yfirburði miðstýrðs blandaðs
hagkerfis þai- sem leyst væri úr
ágreiningsefnum með skynsam-
legu samkomulagi. Og sagníræð-
ingar með Yale-prófessorinn Paul
Kennedy í broddi fylkingar (The
Rise and Fall ofthe Great
Powers) þóttust sýna fram á að
Bandaríkin hefðu ekki lengur
efnahagslega burði til að standa
við „heimsveldis-skuldbindingar"
sínar! En hinir bölsýnu lærdóms-
menn höfðu vart sleppt pennan-
um þegar kommúnisminn féll,
miðstýrðu hagkerfin sigldu í
strand og geysimikill efnahags-
uppgangur hófst í Banda-
ríkjunum sem enn stendur.
I nýlegri grein í Intemational
Herald Tribune er reynt að skýra
þá gríðarlegu velmegun sem ein-
kenna Bandaríkin við lok tuttug-
ustu aldar. Þar segir m.a. að end-
urskipulagning bandarískra
fyrirtækja - sem hófst snemma á
níunda áratugnum þegar harð-
sæknir fjárfestar reyndu að kló-
festa fyrirtæki sem skiluðu litlum
arði íýrir eigendur sína - hafi orð-
ið til þess að hagsmunir for-
stjóranna og hluthafanna fara nú
saman. I öðru lagi hafi góð ríkis-
stjómarstefna - markviss pen-
ingamálastjórn, hinar miklu
skattalækkanir á fyrstu árum
Reagan-stjómarinnar, aukið
frjálsræði á símamarkaði, í flutn-
ingum og á fjármálamarkaði -
haft geysimikii áhrif. I þriðja lagi
hafi frjálsari verslun opnað nýja
markaði og aukið samkeppni og
leitt til meiri hagkvæmni og betri
framleiðslu. Samhliða hafi kapít-
alisminn hnattvæðst eftir fall
kommúnismans og efnahagsum-
skiptin í Kina og Suður- og Mið-
Ameríku. í fjórða lagi hafi tækni-
framfarir, einkum útbreiðsla
einkatölvunnar og vöxtur Nets-
ins, minnkað kostnað við viðskipti
og tengt betur seljendur og kaup-
endur. Jafnframt hafi upplýsinga-
tækni dregið úr birgðasöfnun og
aukið framleiðni.
Bandaríkin fengu forskot á
önnur ríki því þau vora móttæki-
legust fyrir jákvæðum áhrifum
slíkra breytinga vegna hins mikla
sveigjanleika á vinnumarkaði sem
þar ríkir og sökum þess að frum-
kvæði í viðskiptum og atvinnulífi
er þar betur umbunað og skjótar
en þekkist annars staðar. Þar að
auki hafi frjálslynd innflytjend-
astefna Bandaríkjanna og um-
bætur á velferðarkerfinu orðið til
þess að vinnuafl hefur ekki skort.
Vegna ríkisstjórnarstefnu Dav-
íðs Oddssonar hafa íslendingar
notið ávaxtanna af ofangi-eindum
breytingum í ríkari mæli en flest-
ar aðrar Evrópuþjóðir. Hér er
búið að gerbreyta rekstraram-
hverfi fyrirtækjanna með því að
skapa stöðugleika í efnahagsmál-
um og stuðla að markvissri einka-
væðingu. Þannig hefur okkur m.a.
verið búin fótfesta til að hasla
okkur völl í alþjóðlegri samkeppni
á þeim sviðum atvinnulífsins þar
sem vöxturinn hefur verið hvað
mestur - í tölvugeiranum og í líf-
tækni. Samhliða hefur rekstrar-
grundvöllur undirstöðuatvinnu-
vegs þjóðarinnar verið treystur
með þeim hætti að til fyrirmyndar
er talið á alþjóðavettvangi. í skjóli
þessara umskipta hefur tekist að
auka kaupmátt landsmanna um
25% á fimm áram - og er óhætt að
segja að almenningur á íslandi
hafi aldrei notið jafngóðra lífs-
kjara.
í nýlegri bók eftir James K.
Glassmann og Kevin Hassett,
Dow 36,000, er því haldið fram að
virði hlutabréfa sé enn stórlega
vanmetið og að þau muni halda
áfram að hækka uns þau hafi náð
jafnvægi - þ.e. þegar Dow-vísi-
talan hefur náð 36,000 markinu!
Kenningin byggist á því að hluta-
bréf hafi hingað til verið talin mun
áhættusamari en efni standi til.
Viðvarandi stöðugleiki í efnahags-
málum eyði áhættunni og hluta-
bréfin muni smátt og smátt finna
raungildi sitt. Með hækkandi
gengi hlutabréfa eykst vitaskuld
auður eigenda þeirra - en án þess
að nýju fjármagni sé dælt inn á
markaðinn.
Reynist þetta rétt munu ís-
lendingar njóta góðs af - verði
stöðugleikinn varðveittur og
áfram haldið á einkavæðingar-
brautinni. Geysimikilvægt er að
örva enn frekar hlutabréfakaup
almennings. Þannig verða laun-
þegar að beinum þátttakendum í
rekstri fyrirtækjanna og gera sér
betur ljóst en áður að hagur
þeirra og fyrirtækjanna fer sam-
an. Jafnframt mun almenningur
verða betur á varðbergi gagnvart
ýmsum ráðagerðum stjórnmála-
manna sem telja sér trú um að
unnt sé að bæta hag láglaunafólks
með skattpíningu fyrirtækja. Með
aukinni hlutabréfavæðingu mun-
um við því ekki aðeins njóta auk-
innar velmegunar heldur búa við
heilbrigðari stjórnmálaumræðu.
MARGRJET
GRÍMSDÓTTIR
+ Margrjet Gríms-
dóttir fæddist í
Reykjavík 12. ágúst
1908. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eiri 19. desember
siðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Grímur Jónsson, sjó-
maður, f. á Stokks-
eyri 13. okt. 1884, d.
31. okt. 1957, og
kona hans Sumarlína
Pétursdóttir, f. í Mið-
dal í Kjós 22. apríl
1886, d. 6. febr. 1954.
Systkinin voru níu
talsins. Elstur var Jón, þá Mar-
grjet, Ingvar, Sigurgrímur, Guð-
finna, Guðfínna, Pétur, Benjamín
og Ingibergur. Jón drukknaði að-
eins 17 ára gamall. Guðfinna
eldri dó á fyrsta ári (fimm mán.
gömul).
Margrjet giftist 19. okt. 1929
Víglundi Jósteini Guðmundssyni,
bifreiðastjóra, sem fæddur var í
Deild á Stokkseyri 30. september
1905, d. 15. janúar 1987. Foreldr-
Móðir okkar, Mai-grjet Gríms-
dóttir, lést á hjúkranarheimilinu
Eiri að kvöldi sunnudags 19. desem-
ber sl. Minningarnar um móður
okkar era um öragga, heilsteypta og
trausta konu sem gerði gott úr að-
stæðum og atvikum, var úrræðagóð
og hugmyndarík, ævinlega sjálfri
sér samkvæm.
Hún ólst upp á mannmörgu heim-
ili þar sem húsnæði var lítið en þó
nóg rými fyrir marga sem þurftu
skjól. Enda mun það hafa verið svo,
að ýmsir áttu athvarf hjá foreldrum
hennar, þegar þeir þurftu á því að
halda.
Foreldrar okkar áttu húseignina
á Laugavegi 70 ásamt föðurforeldr-
um okkar. Húsið var og er í þjóð-
braut og oft margt um manninn þar
meðan foreldrar okkar vora ungii-
og vinirnir líka.
Við skildum, þegar við voram orð-
in fullorðin, að móðir okkar var
óvenju fróðleiksfús og svalaði þess-
ari löngun sinni að hluta með lestri
góðra bóka. Þær voru henni gluggi
út í umheiminn fyrir daga ferðalaga
alþýðunnar og sjónvarps. Minnið
var trútt og sögurnar voru iðulega
endursagðar við borðstofuborðið og
urðu samræður oft býsna fjörugar
og ýmsar sögupersónur ljóslifandi
enda móðir okkar óvenju ötull les-
ari. Við hlustuðum á samræðurnar
og héldum t.d. um tíma að Bjartur í
Sumarhúsum myndi birtast einn
góðan veðurdag ásamt Rauðsmýr-
ai-maddömunni, héldum að þau
væra kunningjar ofan úr sveit.
Þegar börnin voru vaxin og tóm
fór að gefast til ýmissa skapandi
starfa og þátttöku í félagsstörfum
utan heimilisins kom listhneigð
móður okkar glöggt í ljós. Hún setti
saman liti og mynstur og saumaði
hina fegurstu muni. Formskynið var
mjög næmt og tilfinning fyrir litum
sérstæð og áhugaverð. Ung mann-
eskja nú á dögum með hennar hæfi-
leika myndi eflaust læra hönnun eða
til annarrar listsköpunar. En sjó-
mannsdætur, eins og móðir okkar
var, lærðu ekki til listsköpunar upp
úr síðustu aldamótum, jafnvel þó að
meðfæddir hæfileikar væra til þess.
Mörg ár var hún virkur félagi í Hús-
mæðrafélagi Reykjavíkur og vann
að áhugamálum þess af heilum hug.
Þar eignaðist hún góðar kunningja-
konur sem mátu hana vel og vora
henni gleðigjafar.
í huga okkar er þakklæti fyrir
þau lífsviðhorf sem hún birti okkur.
Þau einkenndust af æðraleysi,
bjartsýni og sátt. Ekki var það þó
svo að hún væri skaplaus kona, en
hún hafði þroska til að láta ekki sól-
ina setjast yfir reiði sína. Það var
lærdómsríkt að sjá hana takast á við
mótlæti sem hún mætti í lífinu og
kynnast andlegum styrk hennar.
Greinilegast sáum við mannkosti
hennar þegar faðir okkar var orðinn
veikur og hún annaðist hann af þol-
gæði og góðhug - lengur en kraftar
ar Víglundar voru
Guðmundur Sig-
urðsson, kaupmaður
á Laugavegi 70,
Reykjavík, f. 12. des.
1877 í Gljúfurholti,
Ölfusi, d. 7. ágúst
1956, og kona hans,
Þóranna Þorsteins-
dóttir, f. 11. febr.
1881, d. 13. maí
1969. Börn Mar-
grjetar og Víglund-
ar eru: 1) Bergþöra,
f. 3. jan. 1931, gift
Þóri Tryggvasyni,
sem látinn er. 2)
Sigrún, f. 22. maí 1932, gift Ás-
geiri Eyjólfssyni. 3) Bryndís, f.
22. febrúar 1934, gift Guðmundi
Bjarnasyni, sem látinn er. 4) Jón,
f. 30. júní 1935, kvæntur Stein-
unni Jónsdóttur. 5) Björgvin, f. 4.
maí 1946, kvæntur Guðrúnu Guð-
mundsdóttur. Afkomendur Mar-
grjetar eru orðnir þrjátíu.
Utför Margrjetar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
leyfðu - í kærleika til lífsförunautar
síns. I því er mennskan að vera fólki
góður, þegar á reynir.
Sjúkdómar Elli rændu hana
smám saman minninu en lengst
mundi hún æskuheimilið, systkini
sín og foreldra. Þá kom gleggst í ljós
hvað hún unni þeim öllum og böndin
voru traust.
Móðir okkar dvaldi á hjúkrunar-
heimilinu Eiri síðastliðin fjögur ár
og átti við vanheilsu að stríða um
nokkurt skeið. Það er erfitt að horfa
á ástvini sína missa atgervi sitt. Elli-
nni fylgja oft erfiðir sjúkdómar til
líkama og sálar og ofan á það bætist
að vinirnir hverfa yfir móðuna
miklu. Þá er sem aldrei fyrr þörf á
stuðningi, umhyggju og nærfærni
vina og afkvæma.
Síðasti spölurinn á lífsgöngu móð-
ur okkar var brattur og torfær. All-
an tímann sem hún bjó á Eiri naut
hún margs konar stuðnings, umönn-
unar og hjúkrunar og nú síðast kær-
leiksríkrar líknar. Onnum kafið
starfsfólk úr öllum kimum heimilis-
ins gaf sér einnig tóm til þess að
hlúa að okkur, aðstandendunum,
sem stundum þurftum stuðnings
við. Fyrir allt þetta viljum við þakka
af heilum hug og biðjum góðan guð
að blessa ykkur öll.
Hér er við hæfi að þakka einnig af
alhug trúfastan stuðning og um-
hyggju Steinunnar, tengdadóttur
foreldra okkar, sem hún veitti þeim
mörg, löng ár. Við kveðjum móður
okkar í kærleiksríkri þökk.
Bryndís og Jón.
Mín gamla velgerðarkona Mar-
grjet Grímsdóttir fæddist þegar að-
eins níu ár vora liðin af þeirri öld
sem senn er gengin. Hún ólst upp í
Laugarnesinu meðan vegurinn að
hinu forna höfuðbóli, sem nú var
orðið holdsveikraspítali, var enn
malarvegur og konur og böm unnu
við að breiða fisk á Kirkjusandi, þar
sem nú stendur listaháskóli. Hand-
an við flóann hillti Snæfellsjökul
uppi en inn til landsins lagði gufuna
frá gömlu þvottalaugunum, sem
1000 áram áður gaf Reykjavík nafn.
Hún fæddist og ólst upp þegar þjóð-
in var að leggja út á hraða braut
breytinga og Islendingar voru að
byrja að rétta úr kútnum.
Margrjet var glaðlynd, greind og
skemmtileg kona, sem án efa hefði
gengið menntaveginn hefði hún ver-
ið ung í dag. Ung kynntist hún
mannsefninu sínu, Víglundi J. Guð-
mundssyni, sem var maður nýrrar
tækni í hópi fyrstu bifreiðastjóra
landsins. Þau bjuggu lengst af á
Laugavegi 70, í þrílyftu timburhúsi
sem enn gnæfir reisulegt yfir veg-
farendum í jólaösinni. Þeim hjónum
fæddust fimm böm, þrjár dætur og
tveir synir.
Það eru nærfellt 50 ár síðan und-
irrituð kynntist yngstu dóttur
þeirra og varð heimagangur á
Laugavegi 70. Mér varð strax ljóst
að þar var myndarheimili og menn-
ingarlegt. Tónlist, einkum sönglist,
og taflmennska vora í hávegum
hafðar þarna. Lestur góðra bóka og
hannyrðir vora einnig mjög iðkaðar
á heimilinu. Heimilisfaðirinn var
mikill laxveiðimaður og dró löngum
væna björg í bú. Þannig ólust börnin
upp við íslenskan menningararf eins
og hann gerist bestur.
A þeim árum sem Margrjet og
Víglundur vora að koma upp börn-
um sínum var heimilisrekstur miklu
flóknari en gerist í dag. Matargerð á
haustin þegar fólk birgði sig upp til
ársins og framleiðsla fatnaðar
handa börnum og unglingum og
jafnvel fullorðnum var líka snar
þáttur í heimilisrekstrinum. For-
staða heimilis var full vinna mynd-
arlegri húsmóður. Víglundur lést
fyrir allmörgum árum en Margrjet
bjó áfram um hríð á Laugáveginum.
í áratugi var ég heimagangur hjá
þeim hjónum og naut þar alúðar og
gæða. Einkum reyndust þau mér
væn eftir að móðir mín féll frá en þá
var ég 17 ára. Fyrir það vil ég þakka
nú er Margrjet leggur yfir móðuna
miklu til fundar við sinn lífsförana-
ut. Börnum, tengdabörnum og öðr-
um ættingjum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Guðrún Halldórsdóttir.
Kveðja frá Húsmæðra-
félagi Reykjavíkur
I dag verður til moldar borin,
Margrjet Grímsdóttir, aldursforseti
Húsmæðrafélags Reykjavíkur og
heiðursfélagi til margi’a ára. Mar-
grjet var 91 árs er hún lést. Hún var
mjög virkur félagi í Húsmæðrafé-
laginu meðan heilsa hennar leyfði.
Nær alla búskapartíð sína bjó hún á
Laugavegi 70 en síðustu æviárin
dvaldi hún hinsvegar á Hjúkrunar-
heimilinu Eir. Félagskonur Hús-
mæðrafélagsins hittast reglulega
einn dag í viku 9 mánuði ársins við
handavinnu sem síðan er seld á ár-
legum basar félagsins fyrir jólin.
Þau era ófá sporin sem Margrjet
hefur stungið og lykkjur sem hún
hefur prjónað til heilla fyrii' félagið
og til hagsbóta fyrir þá fjölmörgu
sem Húsmæðrafélagið hefur styrkt
gegnum árin. Margrjet var velvirk
og afkastamikil kona til hverskonar
verka. Húsmæðrafélagið átti svo
sannarlega hug hennar og hjarta.
Margrjet lét ekki þar við sitja að
vinna eingöngu að handavinnu fyrir
félagið á samveradögum félags-
kvennanna heldur vann hún gjarnan
heima hjá sér við gerð fjölbreyttra
muna sem hún síðan færði félaginu á
vikulegu samverastundunum. Þeir
era ófáir prjónuðu bangsarnir og
dýrin sem hún lagði til auk annarra
handavinnugersema sem eftir hana
liggja. En Margrjet lagði félaginu
ekki einungis til handavinnu sína
heldur færði hún félaginu auk þess
tengdadóttur sína, sem síðan hefur
reynst félaginu stoð og stytta um
mörg ár og lengi setið sem formað-
ur. Margrjet var rólynd kona að eðl-
isfari, yfirveguð og hafði sitt á
hreinu. Það sem hún lagði til mála
var ávallt vel ígrundað. Margt fróð-
legt fræddi hún yngri félagskonur
um frá fyrri tímum þegar baráttu-
mál húsmæðra vora hvað mest
brennandi. Og okkur var öllum ljóst
að löng lífsreynsla hennar á erfiðum
tímum hafði kennt henni gildi þess
að vera forsjál. Þetta kom berlega
fram í því ef einhverja kvennanna
t.d. vanhagaði um eitthvað á sam-
verastundunum, svo sem málband,
nál útsaumsskæri eða eitthvað ann-
að, fór hún bara í pokan sinn og sótti
það sem vantaði rétt eins og ekkert
væri eðlilegra. Margrjet vissi að
ekki færi maður milli bæja nema
hafa það með sem við átti. 40 ára af-
mæli Húsmæðrafélagsins var Mar-
grjet gerð að heiðursfélaga.Við fé-
lagskonur höfum margs að minnast.
Elskulegrar viðkynningar, góðs fé-
laga og traustrar vináttu sem marg-
ar okkar munu lengi sakna.Við fé-
lagskonur Húsmæðrafélags Reykja-
víkur þökkum Margrjeti langt og
heilladrjúgt samstarf og sendum
fjölskyldu hennar innilegar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning Mar-
grjetar Grímsdóttur.