Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÞÓTT viðbygging við Kringluna hafi verið opnuð standa enn yfir fram- kvæmdir á lóð verslunarhússins og í tengibyggingunni, sem tengja mun verslunarmiðstöðina við Borgar- Unnið við Kringluna leikhúsið og nýtt Borgarbókasafn. Á lóðinni eru starfsmenn Istaks nú að ganga frá innkeyrslu að þjónustu- álmu Kringlunnar og Borgar- leikhússins. Veðurspá setur strik í reikninginn Hætt að safna í brennur Reykjavík HÆTT er að safna í brennur í umdæmi Eldvarnareftirlits Reykjavíkur. Gangi verður- spá áramótanna eftir verður aðeins kveikt á einni brennu í Reykjavík og nágrenni á gamlárskvöld; borgarbrenn- unni við Sundahöfn. A gaml- ársdag spáir Veðurstofan suðvestan 13-18 metra vindi á sekúndu, rigningu eða slydduéljum og 1-5 stiga hita. Bjarni Mathiesen, eld- varnareftirlitsmaður í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að spáð væri of miklum vindi til að hættandi væri á að kveikja í brennum vegna eldhættu. „En þetta verður ákveðið upp úr hádegi á gamlárs- dag,“ sagði Bjarni. „Annars verða þær geymdar til þrett- ándans." Umdæmi eldvarnareftir- lits Reykjavíkur nær yfir Seltjarnarnes og Kópavog og Mosfellsbæ og hefur ver- ið safnað þar í 16 brennur. Bjarni sagði að hætt væri að safna í brennur, bæði vegna veðurhorfa og vegna þess að samkvæmt nýrri reglugerð er búið að takmarka stærð bálkastanna og mega þeir nú mest vera 300 rúmmetrar. Bjarni sagði að t.d. hefði brennan á Ægisíðu lengi verið talin standa of nærri húsum og með hana í huga væri vindáttin, sem spáð er, sú versta sem komið getur upp á neistafiug og aðra hættu. Stór brenna hefur verið á Geirsnefi undanfarin ár og sagði Bjarni vindáttina óhagstæða fyrir þá brennu, þar sem stutt er í Súðarvog- inn. Bjarni segir að nú orðið sé eingöngu leyft að safna timbri í brennur en alls ekki plastefnum og pappa vegna eiturgufa og fokhættu. í umdæmi Eldvamareftir- lits Hafnarfjarðar hefur ver- ið sótt um leyfi fyrir þremur brennum, einni á Alftanesi, einni í Garðabæ og einni við Ásvelli í Hafnarfirði. Krist- ján Jens Kristjánsson, eld- varnareftirlitsmaður, vildi ekkert láta hafa eftir sér um horfur á því að kveikt verði í köstunum. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að hætt væri að safna í brenn- urnar og sagði að það væri ákvörðun lögreglu að feng- inni umsögn Eldvamareftir- lits hvort brennt yrði á gaml- árskvöld. Samráð boðað vegma sam- skipta við Orkuveituna Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar hefur samþykkt að boða til samráðsfundar með sveitarfélögum, sem kaupa þjónustu af veitustofnunum Reykjavíkurborgar, einkum vegna óánægju með hve borgarsjóður tekur til sín stóran hluta tekna Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu lagði Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnar- firði nýlega til að boðað yrði til samráðsfundar með þess- um sveitarfélögum vegna fyr- irætlana borgarinnar um að skuldsetja Orkuveituna um 4 milljarða króna með lántöku, sem ætlað er að létta skulda- stöðu borgarsjóðs. Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, sagði að ákveðið hefði verið að boða til samráðsfundarins í fram- haldi af umræðunum undan- farið og viðræðum bæjarins fyrr á árinu við Reykjavíkur- borg vegna endurkrafna Hafnfirðinga á Hitaveituna. „Enn og aftur er borgarsjóð- ur að taka mikið inn með arð- greiðslum til borgarinnar frá veitustofnunum og það er ástæða til að halda málinu áfram enda var það ekki ætl- un okkar að nema staðar," sagði Magnús. „Við höfum fyrst og fremst verið að reifa málið frá a-ö og safna gögn- um og við teljum að við séum með nokkuð skýr markmið þegar við förum í viðræður við borgaryfirvöld. Við erum búnir að senda bréf frá okkur og eigum von á að þær við- ræður hefjist fljótlega á nýju ári.“ Magnús sagði að markmið bæjarins í viðræðum við borgaryfirvöld væru þríþætt. í fyrsta lagi vildi bærinn ná fram endurskoðun á samn- ingi bæjarins og Hitaveitu Reykjavíkur frá 1. nóvember 1973. í öðru lagi vilji bærinn að réttindi í þeim samningi sem varða nýtingu jarðvarma í landi Krýsuvíkur verði felld út úr samningnum. „I þriðja lagi teljum við að lagaheimild skorti fyrir arðgreiðslu sem hitaveitan hefur verið að greiða í borgarsjóð undanfar- in ár,“ sagði Magnús. „Við teljum að lagagrundvöllinn verði að tryggja. Þar geti varla verið um að ræða jafn- háar greiðslur og nú og eðli- legt að setja lög um þessa tekjustofna, þar sem t.d. væri miðað við 10% af heildartekj- um en ekki um 30% arð af heildartekjum, eins og nú er tekinn. Ef á annað borð stendur til að innheimta skatt með þessum hætti. Auðvitað er þetta ekkert annað en skattheimta." Arðgreiðslan 900 milljónir Magnús segir að á síðasta ári hafi arðgreiðslan verið 900 milljónir króna en heild- artekjur hitaveitunnar um 3 milljarðar króna. Einnig deila borgin og Hafnarfjarðarbær um oftekin gjöld í fortíðinni. Viðræður vegna þess hófust fyrr á ár- inu en hafa legið niðri um hríð. Magnús segir að ein leiðin í þeirri deilu sé að vísa henni til gerðardóms. „Það eru deildar meiningar og það stendur orð á móti orði og álitsgerð á móti álits- gerð. Menn þurfa að reyna að lenda málinu einhvern veg- inn,“ sagði Magnús um ágreininginn við borgina. Hann sagði að Hafnfirðingar væru að túlka sömu sjónar- mið og nágrannasveitarfélög- in enda hefðu þau haft sam- flot um margt í málinu. Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi 1 Garðabæ, vill breyta rekstrarformi tónlistarskolans Sjálfseig'narstofnun en ekki bæjarfélagið annist reksturinn Gardabær EINAR Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi framsóknar- manna í Garðabæ, hefur lagt fram tillögu til bæjarstjórnar um að rekstrarformi Tónlist- arskóli Garðabæjar verði breytt og hann gerður að sjálfseignarstofnun í stað þess að reksturinn sé á veg- um bæjarins. Einar, sem eins og aðrir bæjarstjórnarfull- trúar, greiddi Agnesi Löve atkvæði sitt í umdeildu vali á nýjum skólastjóra, segir að sú mikla óánægja sem orðið hefur í skólanum eftir af- greiðslu bæjarstjórnar hafi hreyft við sér og orðið til þess að hann fór að huga að fram- tíð skólans. Hann segist ekki hafa fallið frá þeirri skoðun sinni að Agnes hafi verið hæf- asti umsækjandinn. Einar kvaðst telja tíma- bært við þær aðstæður, sem. nú eru uppi, að skoða mögu- leika á breyttu rekstrarformi skólans; í stað þess að bærinn reki hann verði stofnuð um hann sjálfseignarstofnun. Hann benti á að Reykjavíkur- borg ræki enga tónlistarskóla heldur styrkti eina 14 skóla á grundvelli laga um stuðning við tónlistarskóla. Með þjón- ustusamningum kaupi borgin af skólunum kennslu í sam- ræmi við nemendafjölda og umfang náms hvers og eins. Skammtímaráðning hugsanleg „Ef við færum þessa leið í Garðabæ bæri skólinn einn ábyrgð á rekstri og stjómun og fengi að þróast og aðlagast án afskipta bæjaryfirvalda og fengi framlög í takt við nem- endafjölda og kennslumagn á hverjum tíma. Einnig verður þá hægara en áður að semja um skólavist Garðbæinga í öðrum skólum á höfuðborgar- svæðinu," sagði Einar og kvaðst þar einkum vísa þar til þeirra skóla sem eru sér- hæfðir, líkt og t.d. Suzuki- skólinn í Reykjavík. „Ég er búinn að senda bæj- arstjóra minnisblað um að þessi leið verði skoðuð til hlít- ar á næstu dögum og skóla- stjóri verði ráðinn með fyrir- vara í kjarasamningi um að í vændum geti verið form- breyting á rekstri skólans. Það yrði háð ákvörðun bæjar- stjórnar, væntanlega á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir ára- mót,“ sagði Einar. Næsti bæjarstjórnarfund- ur er ráðgerður 20. janúar og Einar sagðist ekki telja málið gefa tilefni til aukafundar. Hann sagðist ekki vera að leggja til að ráðningu skóla- stjóra yrði frestað eða hann ráðinn til stutts tíma heldur að staðið verði við ákvörðun bæjarstjórnar. „En ef menn ætla í þessa breytingu getur verið um skammtímaráðn- ingu að ræða. Ef stofnuð verður sjálfseignarstofnun þá er kosin stjórn á fyrsta aðal- fundi þeirrar stofnunar og sú stjórn ræður stjórnendur og annað starfsfólk." V elunnarafélag Einar sagði að það sem þyrfti væri viljayfirlýsing bæjarstjórnar um að fara þessa leið í málum skólans. Síðan þurfi bæjarstjórn að stofna velunnarafélag skól- ans, sem ásamt bæjarstjórn kýs fulltrúa í undirbúnings- nefnd, sem leggi drög að stofnskrá. Velunnarafélagið kysi síðan í stjórn tónlistar- skólans auk þess sem bæjar- stjóm ætti þar einn fulltrúa, samkvæmt lagaskyldu. „Vel- unnarafélagið hefði samt meirihluta og réði skólanum," sagði hann. Einar sagði að stærsti þröskuldur í vegi málsins væri nýtt húsnæði tónlistarskólans, sem er í eigu skólans en fjármagnað með lánum bæjarins og er skólagjöldum nemenda ætlað að greiða niður byggingar- kostnaðinn í fyllingu tímans. Færa þyrfti þessar skuld- bindingar yfir til sjálfseignar- stofnunar en eitthvað af lán- um þyrfti að vera með bæjarábyrgð. Áhyggjur af skólastarfinu Einar sagðist leggja til að hugað yrði að þessu þegar gengið er frá ráðningu Agn- esar í skólastjórastarfið fyrir áramót. „Ég fer þessa leið að senda bæjarstjóra bréf um þetta af því að ég á ekki setu í bæjarráði, sem hefur farið með þetta mál milli bæjar- stjórnarfunda. Þess vegna kem ég minni skoðun á fram- færi með þessum hætti,“ sagði hann. Aðspurður sagði Einar að viðbrögð við kosningu bæjar- stjómar hefðu komið sér eins og öðrum á óvart. „Ég neita því ekki að ég hef áhyggjur af skólastarfinu og að það sé hætt við að ekki verði sá frið- ur, sem er nauðsynlegt að sé í starfsemi eins og þessari. Tónlistarskólinn er ekki bara skóli heldur líka menningar- stofnun," sagði Einar. „En ég greiddi Agnesi auðvitað at- kvæði mitt vegna þess að ég tel hana vera hæfasta um- sækjandann. Ég hef ekkert á móti Smára en það má koma fram að almennt séð tel ég það ekki skólastarfi til fram- dráttar að yfirkennari til margra ára sé ráðinn sjálf- krafa sem næsti skólastjóri; það sé farsælla að fá inn nýtt blóð,“ sagði Einar Svein- björnsson. „Viðbrögðin við kosningu Agnesar hafa ekki breytt skoðun minni en þau hafa hreyft við mér í þá átt að ég hef farið á stúfana og skoð- að hvort ekki sé tímabært að fara í þessa formbreytingu.“ Morgunblaðið hafði í gær samband við Agnesi Löve en hún kvaðst telja rétt að tjá sig ekki um málin að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.