Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN V er ðlag og verðlagsmál ÖÐRU hvoru kemur upp umræða í fjölmiðl- um um hærra verðlag á matvælum og öðrum nauðsynjum hér á landi, en í ýmsum nágrannalöndum. Nú á tímum ferðalaga og samskipta fjölmargra við aðrar þjóðir, verð- ur þetta æ meira áber- andi og gegnsærra. Birtar hafa verið tölur um æpandi mismun á verðlagi og kallað eftir skýringum. En minna hefur orðið um svörin. Þó að laun og tekjur hafi afgerandi áhrif varðandi af- komu hverrar fjölskyldu, er það fleira sem skiptir miklu máli. Þar má nefna verðlag og verðaðhald al- mennra nauðsynja. Fyrir fáum ái'um var hávær um- Matarverð Þó að laun og tekjur hafí afgerandi áhrif varðandi afkomu hverrar fjöl- skyldu, segir Jón Karls- son, er það fleira sem skiptir miklu máli. ræðan um verslunarferðir til út- landa sem fjöldi fólks sannanlega tók þátt í. Talsmenn verslunarinn- ar báru sig illa undan því að missa viðskipti á þennan hátt. En hvert var svo svar verslunarinnar á Is- landi? Verðlag t.d. á fatnaði hefur lækkað og það verulega. Eftir allan barlóminn var þá hægt að bjóða fatnað á lægra verði. Hvað með aðrar vörutegundir; matvæli og annað það sem fólk hefur til dag- legra nota? Nærtækt virðist að Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin taki höndum saman um að hefja könnun á þessu. Ekki einungis að draga fram mis- munandi verðlag á samskonar vörum, heldur kafa dýpra og draga fram hver hin raunverulega ástæða er á svo mikl- um mun sem raun ber vitni. Hér er sannarlega verk að vinna. Landsbyggðin - höfuðborgarsvæðið Oft er til umræðu fólks á meðal mikill verðmunur nauðsynja eftir því hvar er á landinu. Virðist sá munur aðallega skiptast þannig, að annarsvegar sé höfuðborgarsvæðið og Akui-eyri með hagstæðara verð, en aðrir hlutar landsins hinsvegar með hærra. Hér kemur inn í sú þróun, sem átt hefur sér stað, að hinar stóru einingar - á okkar mælikvarða - hafi yfirtekið megin- hlutann af smásöluversluninni. Og síðan hafa þessi fyrirtæki enn verið að sameinast og einingarnar hafa enn verið að stækka og verslunin verið að færast á æ færri hendur. Hafa ýmsir ótta af að það leiði aftur til þess, að almennt verðlag hækki og að stjórnendur hinna stóru ein- inga hafi vald á þeirri þróun í krafti fákeppni og samþjöppunar. En það lagar ekki þann mun sem virðist vera á verðlagi á lands- byggðinni og höfuðborgarsvæði. Ekki frekar en í heildarsamanburði á verðlagi á Islandi og í öðrum löndum. Það þarf að draga fram þann mun sem þarna er á almennu verðlagi í báðum tilfellum. Þó svo að ekki megi búast við að verslanir í hinum dreifðari byggðum geti keppt í verðlagi við stóiTnarkaðina, þá er samt full ástæða til öflugs verðaðhalds. Það gerist tæpast nema með samanburðarkönnunum sem gerðar yrðu með reglubundn- um hætti. Er afar nauðsynlegt að þar sé faglega staðið að málum, þannig að ekki skapist tortryggni um framkvæmdina. Það er fleira kjör en þær krónur sem teknar eru uppúr launaums- laginu. Þar skiptir líka máli verðlag hinna daglegu nauðsynja. Margvís- leg önnur þjónusta sem fólk er að kaupa, hvar á landinu sem er, er mismunandi að verði og gæðum. Þetta allt er nauðsynlegt að draga fram og gera gegnsætt. Ekki endi- lega til að ná sér niðri á þeim sem eru með hærra verðlagða þjónustu, heldur líka til þess að öllum sé ljóst að hverju er gengið og fólk viti al- mennt um gæði og verð þeirrar þjónustu sem það er að kaupa. Það er ástæða til og mikil þörf á að gera kröfur um aðgerðir í þess- um efnum. En almennt launafólk getur einnig gert kröfur til sjálfs sín og gengið til liðs við þá sem það er að gera kröfur til, t.d. með því að gerast félagar í Neytendasamtök- unum - eða að hafa áhrif í sínu stéttarfélagi um afskipti af þessum málum. Höfundur erformaður Verkalýðs- félagsins Fram og stjórnarmaður í Neytendasamtökunum. Jón Karlsson Friðþjófur Nansen og Flj ótsdalsvirkj un i. FRIÐÞJÓFUR Nansen fæddist árið 1861 og andaðist árið 1930. Hann var m.a. sendiherra Noregs í Lundúnum árin 1906-8, en Noreg- ur hafði skilið endan- lega við Svíþjóð árið 1905 eftir harðvítugar deilur, sem næstum því leiddu til styrjaldar. Nansen var þá (1905) sem fyrr og síðar frið- flytjandinn, sem hvatti til sátta og að þessar bræðraþjóðir mættu lifa í sátt og samlyndi. Sendiherrastarf hans í London var m.a. ætlað að afla Noregi viður- kenningar og virðingar meðal þjóða, því hann var þá þegar orðinn heimskunnur maður íyrii' landkönnun og vísinda- störf. II. Nú er svipað ástatt íyrir hinni ís- lensku þjóð og Norðmönnum og Svíum árið 1905. Þjóðin er klofin í tvær fylkingar, önnur vill náttúru- vernd, en hin stóriðju með stórvirkj- un, hvað sem það kostar hina við- kvæmu náttúru Austurlands. III. Aðallega hafa stjórnvöld verið í sambandi við Norsk Hydro, auð- hring að helmingi (51%) í eigu norska ríkisins. Það fyrii'tæki ætlar þó eigi að fjánnagna nema 20% af verkefn- inu. Islendingum er ætlað að fjái’- magna hin 80%. Stofnað hefur verið fjárfestingarfélag, Hæfir hf., þar sem eignum lífeyrissjóða verður hætt í þetta áhættusama fyrii'tæki, fé Is- landsbanka á að hætta í þetta verk- efni án þess að hluthafar séru spurðir á aukahluthafafundi. Allar þessar að- ferðir minna meira á einræði en lýð- ræði. Stjómir lífeyrissjóða og banka- ráð íslandsbanka hf. taka sér hér með vald, sem þeim var aldrei ætlað í samþykktum þeiira. Hér verður að fara með gát. Ekki ana út í neina vit- leysu með fé sem þeim er trúað fyrir. Ég er félagi í Lífeyris- sjóði verslunarmanna og allstór hluthafi í Isl- andsbanka hf. og ég krefst þess, að félags- mönnum í þessum stofnunum verði gefinn kostur á að tjá sig í þessu máli áður en flan- að er lengra út í álfenið. IV. Nú skora ég á Stort- inget, ríkisstjórn Nor- egs og Norsk Hydro, að hætta við öll áform um stóriðju á Reyðarfirði, gera það í minningu Friðþjófs Nansen, mesta friðflytjanda aldarinnar, Nobelsverðlaunahafa friðarverð- launanna 1922. Stóriðja Nú skora ég á Storting- et, ríkisstjórn Noregs og Norsk Hydro, segir Leifur Sveinsson, að hætta við öll áform um stóriðju á Reyðarfirði. v. Nú (26. des. 1999) berast þær gleðifréttir fi'á Norsk Hydro, að fé- lagið sé orðið fráhverft álveri á ís- landi og er það vel. Allir góðir menn ættu nú að sameinast um að skapa ný atvinnutækifæri á Austfjörðum, þar er af nógu að taka, þegar menn eru lausir úr álfjötranum. Höfundur er lögfræðingur. Leifur Sveinsson Tvítyngi, fjársjóður, ekki fötlun NÝLEGA mátti lesa í Morgunblaðinu að Reykjavíkurborg ætl- aði að verja 12 milljón- um til stefnumótunar í málefnum nýbúa. Um 600 böm sem eiga ann- að móðurmál en ís- lensku era í leikskólum og skólum borgarinnar og um 2.700 erlendir ríkisborgarar búa Reykjavík. Borgar- stjóri segir brýnt að Is- lendingar geri ekki sömu mistök og verið hafa gerð meðal sumra annarra þjóða hvað varðar móttöku nýbúa. Ingibjörg Sólrún segir og réttilega að það auð- gi íslenskt samfélag að fá hingað fólk frá öðram löndum. Það er okkur öll- um akkur í að taka sem best á móti útlendingum og því veitir ekki af að almenningur velti mál- inu fyrir sér. Auk þess búa búa um 10% ís- lendinga erlendis og margar íslenskar fjöl- skyldur flytja heim eft- ir dvöl ytra með tví- tyngd böm. Vanþekking á fyrir- bærinu tvítyngi virðist vera nokkur og ekki við öðra að búast í þjóðfé- lagi sem alltaf hefur að mestu verið eintyngt. Margir telja hollast og eðlilegast að alast upp við eitt tungumál og álíta allt annað hljóta að kalla á vandamál. Eintyngdum er gjamt að rangtúlka málnotkun þeirra sem alast upp við að tala fleiri tungumál en eitt. Þeir sjá stundum vandamál þar sem engin eru og h'ta framhjá raunverulegum vanda. Við uppeldi tvítyngdra bama hefur stundum verið bragðið á það ráð að takmarka notkun annars tungumáls- ins í þeirri trú að það sé betra fyrir málþroska barnsins. Þessari trú að heilinn sé eins konar öskutunna sem hægt sé að fylla hafa flestir ef ekki allir sem stunda tvítyngisrannsóknir hafnað. Það er misskilningur að tali barn annað tungumál heima hjá sér en í skóla þurfi það að standa barn- inu fyrir þrifum í námi. Tungumál þurfa ekki að „keppa“ hvert við ann- að og fólk almennt lærir ekki einn hlut á kostnað annars nema síður sé. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í Kanada benda til að tvítyngd börn Tungumál Vanþekking á fyrirbær- inu tvítyngi virðist vera nokkur, segir Þórdis Gísladóttir, og ekki við öðru að búast í þjóðfé- lagi sem alltaf hefur að mestu verið eintyngt. leysi jafnvel verkefni á meira skap- andi hátt en eintyngd böm. Þetta er talið vera vegna þess að þau séu vön því vegna málfarslegrar reynslu sinnar að líta á hlutina frá ólíkum sjónarhomum í stað þess að einblína á að eitthvað eitt hljóti að vera rétt og að fleiri lausnir komi ekki til greina. Finnskir foreldrar fá á fæð- ingardeildum bækling þar sem segir „gefðu barninu þínu gjöf - gefðu því tungumál" og er fólk hvatt til að gera sitt besta hafi það möguleika á að kenna börnum sínum fleiri mál en eitt. í veröldinni eru töluð um þrjátíu sinnum fleiri tungumál en löndin á landakortinu era. Varlega áætlað elst minnst helmingur jarðarbúa upp við að tala fleiri en eitt mál. Nýlega las ég um Suður-Afríkubúa sem sagðist tala ellefu tungumál og fannst lítið til koma þar sem þetta væru allt ríkismál í hans heimalandi. Flest málin hafði hann lært í æsku af Þórdís Gísladóttir félögunum sem töluðu margar ólíkar tungur og fannst það sjálfsagt að nota þær allar. Því má ekki gleyma að tungumálið er tjáskiptatæki mannsins. Tví- tyngdum (og fjöltyngdum) er eðli- legt að tala ólík mál eftir aðstæðum. Þeir nota oft annað mál heima en í skóla eða á vinnustað. Því er ekki sjálfsagt að krefjast þess af þeim að þeir hafi vald á orðaforða á öllum sviðum þeirra tungumála sem þeir tala. Það er ekkert fm’ðulegt við það að bam sem elst upp við að tala ann- að mál en íslensku heima viti ekki hvað pottaleppur eða jólakaka þýðir. Viðkomandi á ekki að kalla hálf- tyngdan, ótalandi eða segja að barn- ið kunni ekkert tungumál vegna þessa, en slíkt hefur því miður stund- um heyrst. Fólk í Hyderabad á Indlandi notar kannski málið telegu við fjölskyld- una, sanskrít við trúarlegar athafnir, ensku í skóla eða vinnu, m*du í við- skiptalífinu og jafnvel önnur mál við aðrar aðstæður. Hjá þessu fólki á hvert mál sér sinn stað og sína stund. Þannig er í mörgum löndum sjálf- sagt að nota ólík tungumál og fæstir veigra sér við að læra nokkur mál eða telja það tímafrekt og taka pláss frá öðru námi. Heyrst hefur að börn í Singapore séu betri í raungreinum en íslenskir jafnaldrar. Þau læra flest mörg tungumál án þess að það komi niður á námi og kannski er góð- ur árangur jafnvel tungumálakunn- áttunni að þakka. Margii- grannar okkar á Norðurlöndum tala mállýsk- ur heima við sem eru ólíkar ríkismál- unum sem notuð era í skólum og fjölmiðlum, bæði hvað orðaforða og framburð varðar, og era því tví- tyngdir. Heimsmynd eintyngdra er önnur en heimsmynd tvítyngdra því hverri tungu fylgir heill menningarheimur. Fjölbreytni í menningu og mannlífi er aukinn gleðigjafi og minnkar bil milli ólíkra hópa látum við fordóma og þröngsýni ekki byrgja okkur sýn. íslendingar verða að bera virðingu fyrir fólki sem talar ólíkar tungur og gefa nýbúum og öðram tvítyngdum möguleika á að rækta öll sín tungu- mál. Engin tunga er í sjálfu sér betri og göfugri en önnur eða betur fallin til tjáningar. Tvítyngdir nemendur allt frá leikskólaaldri eiga rétt á að tekið sé á móti þeim með námsefni og kennslu við hæfi. Það á ekki að vera þeim tálmi að tala annað tungu- mál við foreldra en í skólanum. Því verða kennarar að geta kynnt sér fyrirbærið tvítyngi og hafa menntun til að geta metið hvort vandamál, sem tvítyngdir nemendur kunna að eiga við að etja, séu málfarsleg eða af öðram ástæðum. Árangur þessara nemenda á prófum þarf að meta for- dómalaust og af faglegri þekkingu. Þann sem talar með hreim og hefur ekki orðaforða á við innfæddan jafn- aldra má ekki afgreiða sem ótalandi svo viðkomandi glati sjájfstraustinu og hrökklist frá námi. Ég hef sjálf rannsakað málnotkun og málviðhorf tvítyngdra. I þeirri rannsókn kvart- ar Islendingur sem á erlendan maka, sem lært hefur nokkra íslensku, yfir fordómum landa sinna í garð makans og yfir lítilli þolinmæði við að tala við fólk sem ekki talar íslensku eins og barnfæddir Islendingar. Markmiðið með íslenskukennslu allra nýbúa þarf kannski ekki að vera að ekki heyrist að þeir hafi annað móðurmál. Nóg er að þeir geti tileinkað sér efni á íslensku og tjáð sig skiljanlega. Það er ábyrgð okkar allra að koma til móts við þennan hóp. Hvernig væri að fleiri Islendingar lærðu tungur nýbúa? Þannig myndum við nálgast veraleika tvítyngdra sem myndi auka gagnkvæma virðingu. í kaup- bæti fengjum við nýjan menningar- heim. Höfundur stundar framhaldsnám í tvftyngisfræðum við Upp- salaháskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.