Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ BOKARKAFLI FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 65 anna. Akkerisvindan hafði skemmst við sprenginguna og því ekkert að gera annað en að sleppa akkerisfest- inni. Ljóst var að skipið sökk hratt að framan og lét ég setja út aftari líf- bátinn bakborðsmegin og björgun- arflekana og skipaði flestum úr áhöfninni að fara í þá. Aðrir bátar voru í festingum sínum og þýðingar- laust að reyna að sjósetja þá við þessar aðstæður. Annar stýrimaður tilkynnti að stýriskeðjan væri farin í sundur og ekki hægt að hreyfa stýr- ið. Sjór hafði þá flætt yfir bakkann og framþilfarið og ljóst að ekkert yrði frekar að gert. Gaf ég skipun um að yfirgefa skipið kl. 11.15 en lét bátinn bíða við skipshliðina á meðan ég skaust í klefa minn eftir skips- skjölunum. Við klefadyrnar fann ég pokann með dulmálslyklunum og leynilegum fyrirmælum, sem búinn var lóðum svo hann sykki, og hafði verið látinn þar af einum yfirmann- anna. Taldi ég tryggast að hann færi niður með skipinu og setti hann því inn í klefann, en greip þar það sem ég gat af skjölum mínum áður en ég yfirgaf skipið á lífbátnum kl. 11.20.“ Skömmu síðar settist stafn skips- ins á botninn og stóð þá skuturinn og um tveir metrar af kilinum upp úr sjónum. Norskur bátur sem kom þar að flutti áhöfnina til lands. Um tvö- leytið hélt McGow skipstjóri aftur út að skipinu ásamt fyrsta stýrimanni og fyrsta vélstjóra, tveimur skyttum og fjórum hásetum og fóru þeir um borð í skut skipsins sem enn var upp úr sjó. Gengu þeir úr skugga um að slökkt hefði verið á öllum vélbúnaði og lokuðu ventlum og kýraugum svo skuturinn héldist á floti. Tóku skytt- umar aftari loftvarnarbyssurnar tvær og einhverjir mannanna náðu að bjarga eigum sínum úr skipinu. Ekki leist skipstjóranum á að vera lengi um borð, ef vera kynni að skut- urinn gæfi sig snögglega, og hélt aft- ur í land með menn sína. Áhafnir kaupskipa voru ráðnar til einnar ferðar í senn, og er henni lauk, eða skipið sökk, var hún afmunstruð. Fengu skipstjórinn og flestir úr áhöfninni ferð til Reykjavíkur síðar um daginn og varð hann því ekki vitni að því er skip hans sökk til botns um hálfsjöleytið um kvöldið. Urðu fyrsti stýrimaður og fyrsti vél- stjóri eftir á Seyðisfirði og biðu komu björgunarskips sem kanna skyldi möguleika á að ná skipinu upp. Flotamálaráðuneytið hafði hins vegar mælt gegn því að farið yrði út í björgunaraðgerðir á miklu dýpi og er ljóst var að skipið lægi á um 50 m dýpi var hætt við björgun. Þá höfnuðu bresk stjórnvöld beiðni íslenskra stjórnvalda um að skipið yrði fjarlægt í bréfi breska sendiherrans í Reykjavík til utanrík- isráðuneytisins 23. apríl 1945 með þeim rökum að slík aðgerð yrði geysilega umfangsmikil og til slíks þyrfti krafta björgunarliðs sem væri takmarkað og þegar upptekið við fjölmörg og aðkallandi verkefni. Búist væri við að svo yrði um langt skeið enn og í raun af sömu sökum mjög vafasamt að slík björgunarað- gerð yrði nokkru sinni reynd. Jafn- framt var því lýst yfir að eigendur féllu frá öllu tilkalli til skips og farms og íslenskum stjórnvöldum því frjálst að fara með hvort tveggja að vild. Ekki kemur fram í þeim skýrsl- um, sem kannaðar hafa verið um at- burðinn, hvort skipinu var í raun sökkt af herliðinu á Seyðisfirði þá um kvöldið. Flestum þeim sem verið hafa til frásagnar af atburði þessum ber hins vegar saman um að svo hafi verið og er þá gjarnan tilgreint að það hafi verið til að koma í veg íyrir frekari loftárásir Þjóðverja á flakið með tilheyrandi hættu. Þá hafa kaf- arar sem kafað hafa niður að skipinu greint frá því að skemmdir á skut skipsins séu ekki þess eðlis að flug- vélasprengjurnar hafi valdið þeim og aðgerðir McGows skipstjóra og manna hans um borð í skipinu síð- degis benda ekki til þess að leki hafi verið í vélarrúminu. Skömmu eftir þennan atburð fengu skotliðarnir á Eyrum heimsókn sérfræðinga sem rannsökuðu orsök bilunarinnar í tölvubúnaðinum. I ljós kom að við- eigandi endurbætur höfðu ekki verið gerðar á búnaðinum til að koma í veg fyrir að hann slægi út með þeim ÞETTA OG MARGT FLEIRA! 1°” 8> |0nU^- Philips sjónvarp Áður 119.990 J 29.900 kr. Áðu 9.900 kr. Áður 59.900 89.990 kr. Áður 1 3.990 kr. 39.990 kr. Áður 59.900 39.990 kr. Áður 57.4 39.990 kr. Áðui 9.990 kr. Áður 44.900 !■ Aður 74.900 Áður 57.400 Áður 59.900 Aður 14.990 ^ 1.990 kfi Áður 2.990 2.490 kr. Áður 3.990 Halló, hallól Allt að m% afsláttur af símum • 50% afsláttur af skrautsímum - 25% afsláttur afþráðlausum Samsung símum • Tilboðsverð á Bosch GSM símum Áður 14.155 Áður 2.890 Áður 2.490 7.990 kr. Áður 9.990 8.990 kr. Áður 14.155 I. 890 kr. Áður 2.890 1.495 kr. Áður 2.490 *i«5kr. Áður 990 IgJ2.990 kr. Áður 3.990 II. 990 kr. Áður 16.990 16.990 kr. Áður 2 9.990 kr. Áður 13.990 9.900 kr. Áður 14.900 Áður 990 Áður 3.990 Áður 16.990 Áður 23.740 eldavélar, gufustraujárn, örbylgjuofna, þurrkara, heimabíómagnara, geislaspilara, hradsudukönnur, útvarpstæki, kaffivélar Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 hætti sem gerst hafði. Dynia segir Momeau liðþjálfa hafa sýnt frábæra frammistöðu þennan dag sem ein- ungis þrautþjálfuðum hermönnum sé gefið. Auðvitað voru menn ekkert án- ægðir með að hafa ekki tekist að hindra flugvélarnar í að sökkva olíu- skipinu, en Dynia segir að hama- gangurinn hafi gert öllum gott. Heimamenn hafi tjáð þeim að þýsk flugvél hefði hrapað í hafið en það hafi aldrei verið kannað frekar. Wilham S. Key yfirhershöfðingi, sem tekið hafði við af Bonesteel, heimsótti stórskotaliðsflokkinn á Eyrum hálfum mánuði eftir þennan atburð á yfirreið sinni um Norður- og Austurland. Segir Dynia að hann hafi haldið ræðu yfir þeim félögum og lofað þeim kassa af viskíi ef þeim tækist að skjóta niður óvinaflugvél. Þýskar könnunarflugvélar flugu yfir fjörðinn nokkrum sinnum eftir þetta og gerðu skyttumar sitt besta til að hreppa verðlaunin, en vélamar flugu í sveig yfir fjallatoppunum um- hverfis fjörðinn og því ekki gott að áætla feril þeirra nógu nákvæmlega með miðunarbúnaðinum. Þessar flugvélar segir Dynia að hafi síðan flogið yfir bæinn í nokkuð minni hæð og hafi þeim tekist að hitta eina með lítilli loftvamarbyssu, sem flutt var inn í bæ, en hún hafi sloppið. Stað- festir dagbók yfirstjórnar banda- ríska hersins þetta. Brottflutningnr síðasta herliðsins af landsbyggðinni Brátt leið að brottför herliðsins í Camp Ricker á Eyrum. Vorið 1944 hafði flug Þjóðverja við landið og umsvif kafbáta á Atlantshafi minnk- að svo mikið að ákveðið var að kalla herliðið frá Akureyri og Seyðisfirði. Var yfirstjórn bandaríska herhðsins á íslandi færð úr höndum Evrópu- herstjómarinnar í London til Bandaríkjanna um sumarið. Breski flotinn sprengdi tund- urduflalögnina undan Eymnum um vorið og hætti starfsemi eftirlits- stöðvar sinnar þar á lokadaginn, 11. maí, 1944. Um miðjan maí fékk stórskota- liðsflokkurinn loks fyrirskipun um að tygja sig til brottfarar með strandferðaskipinu Nova hinn 10. júm'. Hættu menn brátt að sýta kjör sín í fásinninu og bið eftir stopulum póstsendingum og ekki síst þann vana, sem flestir höfðu tileinkað sér, að skima til himins í tíma og ótíma og einbhna á lítinn díl í angist yfir því hvort þar færi fugl eða flugvél. Nefndu þeir það Focke-Wulf kæk. Mikið verk var að búa allan bún- aðinn til flutnings og losa byssumar, sem þar höfðu setið svo lengi, en loks stigu þeir á skipsfjöl og sigldu með Nova til Reykjavíkur. Hvarf Seyðisfjarðarvarnammdæmið þá á vit sögunnar, en Uðsmenn B-batterís sameinuðust félögum sínum úr her- sveitinni og sigldu til Glasgow á breska herflutningaskipinu High- land Brigade. í Bretlandi vom þeir næstu sjö vikur við æfingar með nýj- um búnaði, en héldu við svo búið yfir Ermarsund án þess að fá svo mikið sem helgarfrí. Börðust þeir með iyrsta og níunda hernum bandaríska allt til stríðsloka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.