Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Helga K. Hall- dórsdóttir Olesen fæddist í Hafnarfirði 24. desember 1908. Hún lést í Reykjavík 26. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Friðriksson, skip- stjóri í Hafnarfirði, f. 14. mars 1871, d. 1946, og kona hans Anna Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 11. janúar 1878, d. 1952. Helga var næst.yngst sex barna þeirra sem öll eru látin. Hin voru Erlendur, brunaeftirlitsmaður í Hafnar- firði, Jón, útgerðarmaður í Hafn- arfirði, Oddný Margrét, húsfreyja í Hafnarfirði, Friðrik, Ioftskeyta- maður í Reykjavík, og Olafía Kristín dó í bernsku. Helga giftist 14. okt. 1938 Al- Kallið er komið, kommernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, N margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú er elskuleg tengdamóðir mín látin í hárri elli. Farin að hitta for- fred Kr. Olesen, f. 23. janúar 1908 í Vi- borg, Danmörku, d. 12. júní 1989. Synir þeirra eru: 1) Hall- dór Friðrik Olesen, f. 8. júlí 1945, vél- fræðingur, kvæntur Guðnýju Helgu Þor- steinsdóttur, f. 17. október 1948. Þau eiga þrjú börn: Helgu, Alfreð og Lovísu. Aður átti Halldór son, Helga Friðrik. 2) Martin Kr. Olesen, f. 4. sept- ember 1948, rafvirki, kvæntur Ernu Jónsdóttur, f. 21. nóvember 1947. Þau eiga tvær dætur: Helgu Kristínu og Svövu Maríu. Barna- barnabörn Helgu eru átta. Utför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. feðurna og eiginmann. Hennar er mjög sárt saknað, en hvíldin er henni kærkomin, þar sem fátt var eftir sem gat veitt henni ánægju. Við horfðum á líkamann minnka og minnka en samt kemur dauðinn alltaf á óvart. Helga var sérstaklega vel gerð kona, nægjusöm og mikil hannyrða- kona. Lærði ég mikið af henni sem ég hef alla tíð búið að. Ég hef alltaf sagt að ég ætti bestu tengdamóður í heimi. Helga var einstök og eiga börnin okkar hjóna yndislegar minn- ingar um ömmu og afa. Ég á þér mikið að þakka, elsku Helga, alltaf sýndir þú mér mikið þakklæti fyrir það sem ég gerði fyrir þig og seinni árin sagðir þú: „Ég skulda þér,“ en þá svaraði ég þér: „Þú átt þetta inni.“ Hvíl í friði, Helga mín. Þín tengdadóttir Guðný Helga. Kallið er komið, ekki óvænt en staðreyndin er sár. Astkær amma mín sem hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi mínu er látin. I nokkuð langan tíma var ljóst hvert stefndi en andláti ömmu minnar fylgdi mikil kyrrð og ró. Hún hafði fengið hvíld- ina sem hún þráði. Ég bað þess á Þorláksmessu, þegar ég fór með ljós að leiði afa, að við fengjum að njóta jólanna en síðan myndi amma fá hvíldina. Mér varð að ósk minni en amma lést að kvöldi annars dags jóla. I kjölfarið fylgja minningar um einstaka ömmu. Hugur minn er upp- fullur af ljúfum minningum úr æsku þegar amma og afi voru bæði á lífí og bjuggu í Nökkvavoginum. Þangað var gott að koma og alltaf tóku amma og afi á móti okkur bama- bömunum með opinn faðminn. Hann var hlýr faðmurinn hennar ömmu. I dag reyni ég að brosa í gegnum tárin og er þakklát fyiir það að hafa átt syo yndislega ömmu í tæp þrjátíu ár. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að njóta návistar hennar allan þennan tíma og fyrir það vil ég þakka. Amma og afí sýndu því alltaf mikinn áhuga sem ég hafði fyrir stafni, hvöttu mig áfram og verð- launuðu óspart. Þau vora gædd þeim hæfíleika að geta bæði gefið af sjálf- um sér og einnig gefíð veraldlega hluti. Alltaf fékk ég verðlaun fyrir frammistöðu í skóla, góðgæti með í Vindáshlíð og ennþá á ég fallega blómavasann sem ég fékk þegar ég kom heim eftir að hafa dvalið eitt sumar í Danmörku. Kveðjurnar í minningabókunum og fallega orðaði textinn í kortunum frá ömmu og afa era sem fjársjóðir fyrir mér í dag. Amma hafði einstaklega fallega rit- hönd, hún kunni mörg ljóð og tjáði oft hug sinn í gegnum þau. Hún hafði mikið dálæti á ljóðum bróður síns, Friðriks loftskeytamanns. Amma var mjög handlagin. Hún saumaði margar flíkurnar í gegnum árin og um tíma vann hún við sauma- skap. Hún saumaði út margar mynd- ir og allur útskurðurinn sem hún skilur eftir sig ber vitni um einstakt handbragð. Eg á nokkra muni eftir ömmu Helgu unna úr tré, beini og hvaltönnum. Ég nýt þess að kalla fram minn- ingarnar, hverja á fætur annarri. Ég fékk oft að gista heima hjá ömmu og afa, bæði þegar mamma og pabbi fóra út að skemmta sér en oftar að eigin framkvæði. Ég minnist þess þegar afi kom á fóstudögum eftir skóla og sótti mig. Við fóram síðan saman og sóttum ömmu inn á Norð- urbrún þar sem hún stundaði félags- starf aldraðra. Ég og amma sátum við hannyrðir um kvöldið á meðan afi las eða horfði á sjónvarpið. Um kvöldið bauð amma kvöldhressingu fyrir svefninn. Ég svaf síðan í hjón- arúminu við hlið ömmu á meðan afi svaf á sófa í öðra herbergi. Ég get auðveldlega kallað fram kaffilyktina sem barst um allt hús þegar ég vakn- aði. Þá var farið með afa á Land Ro- ver-jeppanum í bakaríið til þess að kaupa ný rúnnstykki. Kjallarinn var afskaplega spenn- andi, þar var margt að finna sem gaman var að skoða. Stundum klæddum við frænkurnai' okkur upp sem fínar frúr með hjálp ömmu og spókuðum okkur í hverfinu. Amma safnaði líka ýmsu dóti og hjálpaði okkur að opna „alvöru" búð. I stóra fallega garðinum þein-a áttum við sérmerktan reit þar sem við fengum, með hjálp þeirra, að rækta okkar eigið grænmeti og kartöflur. A sumrin voru afi og amma öllum stundum í garðinum. Afi ræktaði tómata og gúrkur í gróðurhúsinu og amma sá um að tína rifsberin og búa til saft. Ég hef aldrei smakkað betri rabarbaragi'aut en grautinn hennar ömmu. Þegar ég varð eldri lærði ég oft fyrir skólann hjá ömmu og afa vegna þess hversu gott mér fannst að vera í návist þeirra. Ári eftir að afi dó hóf ég sambúð í kjallaranum hjá ömmu og bjó þar um tveggja ára skeið. Það var gott að geta hlaupið og leitað ráða hjá ömmu. Amma tróð okkur svo sannarlega ekki um tær en á hverju kvöldi fengum við hana niður til okkar eða við litum upp til hennar í smástund. Fyrra árið sem ég bjó í kjallaranum var ég nánast óvinnu- fær sökum veikinda. Ég notaði sumarið til þess að byggja mig upp og þá var nú gott að vita af ömmu á efri hæðinni. Ég naut sólarinnar í garðinum eða var inni að dunda mér með henni. Amma Helga útbjó heit- an mat í hádeginu og yfirleitt var grautur í eftirrétt. Ég naut félags- skapar ömmu og ég held að ég hafi einnig stytt henni stundirnar eftir fráfall afa. Síðustu sex æviárin dvaldi amma á Grand þar sem hún naut frábærrar umönnunar. Er hér með komið á framfæri þakklæti til starfsfólks. Ég kom oft til ömmu og ávallt fagnaði hún komunni með bros á vör. Þegar tók að halla undan fæti naut ég þess einnig að koma og halda í hönd henn- ar. En nú verð ég að sleppa henni ömmu minni. Ég veit hún vakir áfram yfir mér og allri fjölskyldu sinni. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Hvert framtíðarverkefni ber af því blæ í bemsku erviðþráðumað gera við gróðuryl kærleikans frjófgast þau fræ sem fegurstu aldinin bera. (Friðrik Halldórsson) Þín nafna, Helga Halldórsdóttir. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og komin til afa, sem ég veit að mun taka vel á móti þér. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért dáin, en ég veit að þér líður vel núna. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Þín Lovísa. HELGA K. ' HALLDÓRSDÓTTIR OLESEN ASTA OLINA JÚNÍUSDÓTTIR > + Ásta Ólína Jún- íusdóttir fæddist í Björk í Sandvíkur- hreppi 11. október 1916. Hún Iést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 23. desember sl. Foreldrar hennar voru Guðfinna Guð- mundsdóttir, f. í Eyðisandvík 6. júlí 1884, d. 25. júní 1931, og Június Ól- afsson bifreiðastjóri, f. í Kolsholti 28. júní 1889, d. ð. október 1965. Ásta Óliría átti heima í Björk til ársins 1925. Það ár flyst hún með móður sinni til Hafnarfjaröar, þar hefur hún síðan átt hcimili. Hinn 11. október 1936 giftist Ásta Vig- fúsi Sigurðssyni húsa- smíðameistara í Hafn- arfirði, f. 22. maí 1912. Foreldrar hans voru Ingveldur Einarsdótt- ir, f. 27. mars 1875, d. 16. júlí 1960, og Sig- urður Jónsson, f. 19. júní 1892, d. 11. júní 1924. Ásta Ólína og Vigfús bjuggu öll sín búskaparár í Hafnar- firði. Síðustu árin áttu þau heima á Sólvangsvegi 1. Þau eignuðust tvær dætur. 1) Inga Sigrún, f. 11. júlí 1939, gift Ola Rafni Sumarliða- syni. Dætur þeirra eru fimm: a) Ásta, b) Kristjana, sonur hennar er fvar Rafn Guðmundsson, c) Berg- lind, gift Kristni Kristjánssyni. Þau eiga þrjú börn Örnu Yri, Ingu Rut og Ola Rafn, d) Karen, gift Ómari Helgasyni. Þau eiga tvær dætur, Tönju Björk og Natalíu Ösp, c) Rakel, sambýlismaður hennar er Jóhann S. Andrésson, dóttir þeirra er Sonja Rut. 2) Guð- finna, f. 12. maí 1941, gift Eyjólfi Sig. Bjarnasyni. Börn þeirra eru þijú: a) Ásta, gift Rafni S. Odds- syni. Þau skildu. Þau eiga þijá syni, Atla, Tryggva og ísak, b) Sig- urborg, sambýlismaður hennar er Sverrir K. Kristinsson. Þau eiga tvo syni, Ingimar Bjarna og Eyjólf Árna, c) Vigfús. Útför Ástu Ólínu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í dag er til moldar borin tengda- móðir mín Ásta Ólína. Ég vil kveðja hana hér með fátæklegum orðum. ’’Alltaf ríkti mikill kærleikur á milli okkar, allt frá því að ég kynntist dóttur ykkar hjóna og eignaðist hana fyrir konu. Ég tel mig lánasaman mann að hafa kynnst þér einstaklega Ijúfri og góðri konu og kveð þig með söknuði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. •, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elskulegur tengdafaðir, ég votta þér einlæga samúð. Óli Rafn. Elsku amma, það er sárt að kveðja þig. Minningarnar eru ->iargar og margs að minnast. Þeg- ar við voram lítil og áttum heima á Súgandafirði, þótti okkur svo gam- an að fara suður til Hafnarfjarðar og heimsækja ömmu og afa á Hraunkambinn, við komum yfirleitt með flugvél og sóttu þið afi okkur, það var sérstök athöfn að ganga inn í garðinn ykkar afa. Það var eins og í ævintýri, garðurinn var svo flott- ur. Þegar við fluttum suður vorað þið flutt á Klettahraunið og þar var líka kominn þessi fallegi garður, það var eins og þið afi gætuð galdr- að fram fallegustu garðana. í mörg ár var alltaf jólaboð á jóladag hjá ykkur afa, lengi gátum við öll verið við matarborðið, þá sátuð þið afi til endanna og horfðuð stolt yfir hóp- inn. Það var gaman á ættarmótinu á Geysi þar sem ættboginn þinn kom saman fyrir nokkrum árum, það geislaði af þér og þú varst alveg eins og drottning þarna. Þegar þið fluttuð á Sólvangsveginn var yndis- legt að fylgjast með hvað þú naust lífsins þar, alltaf var eitthvað að gerastog ef einhver ætlaði að koma í heimsókn þá sagðirðu oft: „Hringdu á undan ef við erum ekki heima.“ Næst þegar við komum, amma mín, verður þú ekki heima. Elsku amma, þakka þér fyrir allt. Ásta, Sigurborg og Vigfús. Elskuleg amma okkar er dáin. Þegar jólaundirbúningurinn stóð sem hæst kom kallið öllum að óvör- um. Við viljum þakka öll þau ár sem við áttum með þér. Við vorum svo lánsamar að hafa þig og afa alltaf nálægt okkur. Þar sem þið bjugguð í næsta húsi við foreldra okkar var stutt að fara í heimsókn. Þar sem þú varst heimavinnandi var gott að vita af þér ef okkur vanhagaði um eitthvað. Það rifjast upp fyrir okkur elstu systrunum þegar fanir voru ófáir sunnudagsbíltúrarnir með þér ög afa út fyrir bæinn, með smurt brauð og coca cola í nesti. Haustið 1993 fluttust þið afi á Sólvangsveg 1. Það var mjög skrítið fyrir okkur öll að venjast því að það var komið nýtt fólk í húsið ykkar. En þú blómstraðir öll á nýja staðnum, eignaðist fullt af vinum og hafðir mjög góðan félagsskap. Börnunum okkar fannst alltaf gott að koma í heimsókn til ykkar afa, þú varst kölluð súkkulaðiamma þeirra á milli því þú komst alltaf með súkkulaði- bita í skál þegar þau komu til ykk- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku afi, við vottum þér samúð okkar. Megi guð styrkja þig í þess- ari miklu sorg. Ásta, Kristjana, Berglind, Karen og Rakel. Langamma. Ég á heima á ísa- fu'ði og þú áttir heima í Hafnarfirði. Eins og var og er þá kem ég ekki oft til Hafnarfjarðar. En þegar ég kem í heimsókn þá kom ég til þín og langafa þar sem ég hafði mjög gam- an af að heimsækja ykkur. Nú skal ég hugsa oft til þín, og ég skal heimsækja Iangafa fyrir þig. Ég mun sakna þín, amma. Þín, Inga Rut. Elsku langamma. Okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er svo skrítið að þú skulir ekki vera ennþá hérna með okkur. Það var alltaf gott að koma til ykkar langafa, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, alltaf átti langamma konfektmola handa langömmu- strákunum sínum. Minningarnar eru svo margar, við minnumst þess þegar við, stóru strákarnir, vorum litlir og amma og afi fóra í sumar- bústaði hingað og þangað um sveit- ir þá komuð þið langafi oft með. Þá var spilað, farið í minigolf, við fór- um öll saman í sund og sátu þá oft saman fjórir ættliðir í heita pottin- um. Þið langafi vorað alltaf með okkur á gamlárskvöld hjá ömmu og afa á Víðivanginum og það verður skrítið að sjá ykkur ekki standa saman og horfa á okkur út um gluggann, þegar við unga fólkið eins og langafi segir alltaf erum að skjóta upp flugeldum og brenna blysum. Þú horfir bara á okkur úr stóra glugganum á himnum. Oft sátum við í fjölskylduboðum og vorum að rabba saman þegar þú, amma og Inga fenguð hláturskast og hlóguð svo að tárin runnu niður kinnarnar á ykkur og við vissum ekki alltaf út af hverju þið voruð að hlæja, þá sagði langafi alltaf: „Þá byrja þær“. Elsku langamma, við kveðjum þig með söknuði og við skulum passa langafa fyrir þig. Langömtnustrákarnir Atli, Tryggvi, Isak, Ingimar Bjarni og Eyjólfur Árni. Blómabúði n öa^Sskom v/ Fossvogskirkjngarð Sfmi. 55A 0500 Sérmerktar GESTABÆKUR fljót afgreiðsla fslenski póstlistinn s. 5571960 www.postlistinn.is Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.