Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 1 3 umferðinni í höfuðborginni, þegar hún ók þar um á gamla pallbílnum sínum.“ Seldi jörðina og stofnaði Asusjóð Eftir því sem árin liðu fór Ása æ meir að fá áhuga fyrir náttúrufriðun og skrifaði hún m.a. hingað til ís- lands hvatningarorð um þær hug- sjónir sínar. Tók hún að hýsa á setri sínu náttúruskoðara, sem komu til þess að kanna lífið í skóginum og að lokum fór svo að hún hóf að starf- rækja gistiheimili fyrir fuglaskoð- ara. Eins og fyrr greinir seldi hún síðan búgarðinn samtökum náttúm- verndarsinna og notaði hún hluta að andvh'ði eignarinnar til þess að stofna verðlaunasjóð við Vísindafé- lag íslendinga, sjóð sem nú er kall- aður Ásusjóður. Er nú liðið þrjátíu og eitt ár frá því sjóðurinn vai' stofn- aður til minningar um dr. Newcome og nokkur náin ættmenni, og hafa jafnmörgum íslenskum vísinda- mönnum verið veitt verðlaun úr sjóðnum síðan þá. Annar hluti fjár- ins, sem fékkst með sölu jarðarinn- ar, fór til þess að stofna sjóð við Þjóðminjasafn Islands, og hefur hann það að markmiði að stuðla að því að hingað megi bjóða erlendum fræðimönnum til að flytja fyrirlestra á vegum safnsins. Sennilega hafa ekki margir ís- lendingar sótt heim Asa Wright Nature Centre en Már Guðmun- dsson segir að ástæðan fyrir því að hann hafi átt leið þar um sé sú að hann hafi unnið þar tímabundið sem ráðgjafi fyrir seðlabanka Trinidad og Tobago. I einni af ferðinni til Trinidad, eða í júlí 1998, tók hann fjölskyldu sína með og notaði hún m.a. tímann til að skoða Ásu-garðinn og gistiheimilið þar sem geymir m.a. smekklegu húsgögnin hennar Ásu. I þessari sömu ferð hitti Már forseta Trinidad, Arthur N.R. Robinson, og notaði hann m.a. tækifærið til að segja Robinson sögu Ásu G. Wright. „Honum þótti þessi saga mjög merkileg vegna þess að hann þekkti náttúrulega Ásu Wright-garðinn mjög vel og hafði að því er mér skild- ist hitt hana þótt honum hefði ekki verið ljóst að hún væri íslensk," út- skýrir Már og segir einnig frá því að Robinson hafi síðar sagt sér að hann hafi aftur heimsótt Ásu-garðinn og þá sér meðvitandi um það að garður- inn væri kenndur við konu sem ætti rætur sínar að rekja til eyju langt norður í Atlantshafi. Það þótti hon- um merkilegt. Áhrifamikill kvenvíkingur Elsa og Már hafa undir höndum tímarit og bækur um Trinidad og Tobago sem fjalla m.a. um Asa Wright Natural Centre. I einni bók- inni, sem fjallar um fólkið og menn- ingu Trinidad-eyjarinnar er, m.a. greint frá Ásu-garðinum og „frú Wright“ sem hafi verið áhrifamikill kvenvíkingur. Þá er í flugtímariti Trinidad og Tobago-flugfélagsins tekið fram að Asa Wright Nature Centre hafi hlotið verðlaun tímarits- ins Islands Magazine á Karabíeyjum árið 1998 í vistvænni ferðamennsku. Bar garðurinn þar með sigurorð af yfir áttaíu vistvænum ferðasvæðum í 25 löndum. Verðlaunin hlaut garð- urinn m.a. fyrir einstakt fuglalíf. „Eftir að ég sá þetta flugtímarit í vélinni á leið til Trinidad hitti ég Robinson forseta aftur og sagði hann mér að rætt hefði verið um það við verðlaunaafhendinguna að garð- urinn væri stofnaður af íslendingi,“ segir Már. Þau hjón hafa fleiri sögur að segja um ágæti garðsins og vinsældir hans, m.a. segja þau frá bandarísk- um hjónum, sem haíi vart átt orð til að lýsa ánægju sinni með dvöl sína í garðinum og umhverfinu þar. Að lokum segir Elsa að hún gæti vel hugsað sér að dvelja í garðinum, jafnvel í viku eða svo, og njóta nátt- úrunnar þar. „Eg gæti vel hugsað mér að dvelja þarna og skoða mýr- arnar og skógana og hlusta á hljóðin í dýrunum," segir hún og bendir á að þarna séu hundruð fugla sem syngi hver í kapp við annan og stundum, segir hún, er eins og maður sé stadd- ur inni í miðri hljómsveit ásamt fiðr- ildum, flugum og öðrum villtum dýr- um. Með hugbúnaði sem fyrirtæki íslenskrar konu hefur þróað er unnt að þýða á milli fjökla tungumála Hefur samið við Evrópu- sambandið um notkunina Hugbúnaðarfyrirtækið ESTeam, sem er í meirihlutaeigu Guðrúnar Magnúsdóttur á í viðræðum við íslenska utanríkisráðuneytið um mögulega samvinnu til að flýta fyrir þýðingum í ráðuneytinu. Erla Skúladóttir ræddi við Guðrúnu, sem stödd er hér á landi, og Asgeir Bjarnason, forstjóra NovaMedia. Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Bjarnadóttir ásamt Ásgeiri Bjarnasyni og Halldóri Axelssyni hjá NovaMedia og Hildi Kristínu Vésteinsdóttur sem unnið hefur að ís- lensku þýðingunni. ESTeam er sænskt hugbúnaðai’fyr- irtæki sem sérhæfir sig meðal ann- ars í þróun þýðingahugbúnaðar fyrir fýrirtæki. Hjá ESTeam starfa tungumálaverkfræðingar, tölvu- verkfræðingar og tungumálasér- fræðingar. Fyrirtækið er í eigu fimm einstaklinga; Guðrúnar Magnúsdótt- ur, sem á meirihluta í því, og fjög- urra Grikkja. ESTeam var stofnað árið 1995 en áður starfaði Guðrún sem lektor í tungumálaverkfræði við háskólann í Gautaborg. Hún vann einnig við að veita fyrirtækjum á borð við Volvo og Siemens ráðgjöf við val á þýðinga- kerfum. „Yfirleitt ráðlagði ég þeim að gera ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Ástæðan var sú að hún taldi þann hugbúnað sem var á markaðnum ekki nógu góðan til að hann nýttist fyrirtækjunum sem skyldi Falið að hanna kerfi fyrir bandarískt stórfyrirtæki Áiið 1994 setti bandaríska sam- steypan Thomson Corporation, sem samanstendur af um 350 fyrirtækj- um, sig í samband við Guðrúnu og bað hana um að athuga hvort hún gæti þýtt tölvubanka samsteypunn- ar á önnur tungumál. Guðrún ráð- lagði Thomson að verða sér úti um tölvuþýðingavél sem henni var svo falið að hanna. „Þeir vildu alveg endilega að ég ynni þetta verk en ég var eiginlega ekki til í það því ég hafði það mjög gott í háskólanum í Gautaborg. Ég var ekki mjög hrifin af að ganga al- gjörlega inn í iðnaðarbransann," sagði Guðrún en hún kveðst ekki hafa getað hafnað tilboði Thomson því henni buðust allir þeir peningar, búnaður og aðstaða sem hið viða- mikla verk krafðist. Þetta verkefni varð hvatinn að stofnun ESTeam. „Síðan hef ég bara valið fyrirtæki sem ég vinn með,“ sagði Guðrún. Hún segir fyrirtæki sitt algjörlega skuldlaust sem gefi aukið svigrúm til vals á verkefnum. „Ég þarf ekkert að selja meira en ég vil,“ sagði Guðrún. ESTeam á enn samstarf við Thom- son Corporation sem Guðrún kveður nota þýðingabúnaðinn daglega. Sam- steypan hefur nú pantað brasilísk portúgalska þýðingu af ESTeam. Tungumálunum fjölgar ört Þýðingabúnaður ESTeam hefur vakið mikla athygli og umfjöllun í Bandaríkjunum, einkum í kjölfar stórs samnings sem gerður var við bapdarískt fyrirtæki síðastliðið vor. Þá var hægt að þýða á milli ellefu tungumála með aðstoð hugbúnaðar- ins en þeim fjölgar ört. Guðrún segir að núna sé hægt að þýða á milli allra þeirra tungumála sem töluð eru í löndum Evrópusambandsins fyrir utan finnsku og portúgölsku. Að auki sé unnt að þýða norsku og hafist hef- ur verið handa við að bæta íslensku við tungumálaflóruna sem fyrir er. Sérstöðu þýðingabúnaðar EST- eam segir Guðrún vera fólgna í því að hann veiti heildstæðari þýðingu en annar hugbúnaður á sama sviði. Búnaðurinn sameinar orðaþýðingar og þýðingarminni sem þýðandi fyllir. Þegar unnið er í kerfinu á tilteknu sérsviði er þýðingin miðuð við það svið sem um er að ræða hveiju sinni. Guðrún leggur áherslu á að hugbún- aðurinn veitir ekki fullkomna þýð- ingu og segir rétt að leita þýðanda séu kröfur gerðar um slíkt, enda sé tölvuþýðingin er ekki löggilt. Hún bendir þó á að tölvuþýðing geti í sumum tilfellum verið öruggari en þýðing þýðanda, kerfið stuðli þannig að samræmdri þýðingu orða. Besti samningur ESTeam til þessa ESTeam gerði samning við Evrópusambandið um notkun þýð- ingabúnaðar fyrirtækisins 17. des- ember síðastliðinn. Guðrún segir þennan samning líklega þann besta sem ESTeam hafi gert. Hún kveður samninginn hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtækið, auk hinnar beinu fjár- hagslegu þýðingar veiti hann búnaði ESTeam ákveðinn gæðastimpil. ESB hefur prófað búnaðinn í tvö og hálft ár og hugsar sér að nota hann meðal annars til þýðinga á lögreglu- upplýsingum og vöramerkjaskrán- ingu. Guðrún á nú í viðræðum við utan- ríkisráðuneytið sem hún segir hafa áhuga á að koma íslenskunni inn í kerfi ESTeam til að unnt sé að nota það til að flýta fyrir þýðingum í ráð- uneytinu. íslensk orðabók er nú þeg- ar inni í kerfinu en íslenskt tölvuþýð- ingarminni hefur ekki enn verið gert. Náist samningar við utanríkisráðu- neytið segir Guðrún líklegt að unnt verði að þýða úr og á íslensku í kerf- inu í lok ársins 2000 eða byrjun árs 2001. ESTeam hefur einnig gert vís- indasamning við Evrópusambandið um gerð hugbúnaðar til að auðvelda leit að myndum með því að nota bæði texta og tal. Samstarf systkinabarna ESTeam hóf í nóvember samstarf við fyrirtækið NovaMedia, sem hef- ur starfstöðvar á íslandi, Englandi og í Svíþjóð. NovaMedia rekur meðal annars íslensku leitarvélina leit.is. og notast við hugbúnað frá bandaríska fyrirtækinu Infoseek. Guðrún Magn- úsdóttir og Ásgeir Bjarnason, for- stjóri Nova Media, era systraböm og hafa mikinn áhuga á starfi hvors annars svo það lá beint við að efna til samvinnu. Ásgeiri er hugleikið mikilvægi þess að brúa tungumálabilið milli landanna sem þátt taka í Evrópu- samstarfinu. Hann bendh' til dæmis á að til þess að fyrirtæki í ólíkum löndum geti tekið þátt í útboðum á svæðinu þurfi þau að skilja útboðs- gögnin. Þar geti þýðingahugbúnaður skipt miklu máli. Þýðing orða í leitar- vélum er nýjung í starfi ESTeam og Guðrúnu finnst NovaMedia gott og spennandi fyrirtæki að starfa með. Norræn leitarvél fyrsta verk- efnið Fyi'sta samvinnuverkefni fyrir- tækjanna verður að koma á fót nor- rænni leitarvél þar sem unnt verður að leita að efni á Netinu með því að nota hvert hinna norrænu tungu- mála sem er. Niðurstöður leitarinnar verður hægt að þýða á milli tungu- málanna, sem og tengd skjöl eða Netsíður. Þá áforma fyrirtækin tvö að þróa íslenska Netþýðingarvél sem gerir notendum kleift að þýða íslenskar Netsíður sjálívirkt á 15 tungumál. NovaMedia og ESTeam kynntu Infoseek hugmyndir sínar í lok nóv- ember og verið er að leggja lokahönd á samning um samstarf fyrirtækj- anna í Norður-Evrópu. Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. janúar 2000 er 28. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 28 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.617,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1999 til 10. janúar 2000 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun i sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. | Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. > Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 2000. Reykjavík, 30. desember 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.