Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 84
Fyrir 65 ára og eidri
M
Traus
íslenska
murvorui
Síðan 1972 |B
Leitið tilboða! ■I steinpi
MORGUNBLAÐW, KRINGLANl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI569H00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ASKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Þrír menn í
gæsluvarðhaldi
vegna e-taflna
ÞRÍR menn á aldrinum 17 til 25 ára
voru í gærkvöldi úrskurðaðir í
gæsluvarðhald að kröfu lögreglunn-
ar í Reykjavík vegna e-töflumáls
sem komið er upp og er til rannsókn-
ar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins leikur grunur á að e-töflur,
sem lagt var hald á við rannsókn
málsins, hafi verið ætlaðar til dreif-
ingar um áramótin.
Héraðsdómur úrskurðaði tvo
mannanna, sem eru 17 og 19 ára, í
gæsluvarðhald til 12. janúar en þann
elsta til 19. janúar. Sá hinn sami kom
við sögu í máli Bretans Kios Briggs
sem var til meðferðar hjá dómstólum
á þessu ári.
Lögreglan lagði hald á verulegt
magn e-taflna við húsleit hjá einum
hinna handteknu í fyrradag en gat
ekki gefið upp hversu mikið magn
væri um að ræða að svo stöddu.
I framhaldi af húsleitinni voru
mennirnir handteknir og gerð krafa
um gæsluvarðhald yfir þeim í gær.
Okeypis netþjónusta Islandssíma hefst í dag
Tal hf. kynnir
samruna síma-
og netþjónustu
TVEIR 23 ára gamlir menn búsettir
í Reykjavík hafa viðurkennt við yfir-
heyrslur rannsóknardeildar lögregl-
unnar í Hafnarfirði að hafa staðið að
umfangsmikilli peningafölsun með
því að útbúa allt að 100 fimm þúsund
króna seðla heima hjá öðrum þeirra
með háþróuðum heimilistölvubúnaði.
Jafnumfangsmikið peningafölsun-
armál hefur ekki komið til kasta lög-
reglu hérlendis áður, en allt að 12 ára
fangelsi liggur við slíkum brotum.
A milli 40 og 50 seðlar sem menn-
irnir höfðu útbúið voru tilbúnir til að
fara í umferð, en mennirnir höfðu
reynt að koma sjö seðlum í umferð í
„Við sjáum nú í lok ársins að verð
hefur lækkað um 50% á ýmsum svið-
um fjarskiptaþjónustu og öðrum
jafnvel enn meira,“ segir Eyþór.
■ Engin lognmolla/42
■ Þráðlaus fjarskipti/43
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
NIJ styttist óðum í áramótin og þá verður skrautlegt um að litast ef að
líkum lætur og veður skaplegt, enda um mikil tímamót að ræða að
margra mati. Isfirðingar tóku forskot á sæluna, eins og myndin sýnir.
Tveir menn prentuðu eitt hundrað fimm þusund króna seðla
Stærsta peningafölsun-
armál hérlendis upplýst
Hafnarfirði. Þar af tókst þeim að
koma fjórum seðlum í umferð.
Mennirnir eyðilögðu alla seðlana
sem voru í framleiðslu áður en lög-
regla lagði hald á þá en upplýstu við
yftrheyrslur hversu mikið þeir höfðu
framleitt. Tveir hinna fjöguira seðla
sem tókst að koma í umferð hafa
komist í vörslu lögreglunnar.
Þriggja vikna gömul starfsemi
Mennirnir höfðu stundað peninga-
fölsunina í þrjár vikur áður en starf-
semi þeirra var upprætt og voru
handteknir síðastliðinn mánudag eft-
ir að árvökul afgreiðslustúlka í versl-
un þar sem annar mannanna ætlaði
að framvísa seðli gerði viðvart.
Stúlkan brá seðlinum upp í ljós og
greindi þá að seðillinn var falsaður,
en þess má geta að seðlarnir voru svo
raunverulegir að nánast ógemingur
hefði verið að dæma um hvort þeir
væru falsaðir eður ei öðruvísi en að
grandskoða þá i sterku Ijósi.
Lögr-eglan lagði hald á tölvu og
prentara sem mennirnir notuðu við
fölsunina en þar var um að ræða
mjög háþróaðan búnað.
Mörg smærri fölsunarmál hafa
verið tilkynnt til lögreglunnar á und-
anfömum ámm og hefur nær undan-
tekningarlaúst tekist að rekja þau.
Oftast er það árvökult afgreiðslufólk
sem kemur upp um falsarana þegar
þeir framvísa seðlunum en hitt er þó
ekki síður alvarlegt að grunlaust fólk
sem veitt hefur falsseðlum viðtöku í
góðri trú og framvísað þeim áfram
hefur þar með gerst brotlegt við lög.
Allt að 12 ára fangelsi fyrir
peningafölsun
Peningafölsun er litin mjög alvar-
legum augum í íslenskum lögum og
segir m.a. í 150. gr. almennra hegn-
ingarlaga að hver sem falsar peninga
í því skyni að koma þeim í umferð
sem ósviknum gjaldeyri skuli sæta
fangelsi allt að 12 árum. Grunlaus að-
ili sem veitir falsseðli viðtöku án þess
að vita hvers kyns sé getur einnig
hlotið allt að eins árs fangelsi ef hann
framvísar falsseðli og upp kemst.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar í
Hafnai’firði gerðu mennirnir tveir
sér enga grein fyrir því hve alvarleg-
um augum háttsemi þeirra var litin.
Rannsókn málsins er að mestu lokið
hjá lögreglunni í Haí'narfirði og verð-
ur málið bráðlega sent ákæruvaldinu
til áframhaldandi meðferðar.
Lögreglan beinir því eindregið til
fólks að sýna árvekni í peningavið-
skiptum og bregða seðlum óhikað
upp í Ijós til að ganga úr skugga um
að vatnsmerkið sé á sínum stað og
gera lögreglunni viðvart haíi það
grun um að um falsseðla sé að ræða.
Morgunblaðið/Jim Smart
Efsti seðillinn á myndinni er
ekta en hinir tveir eru falsseðlar
í vörslu lögreglunnar í Hafnar-
firði. Gæði falsseðlanna eru
mjög mikil og því erfitt fyrir
fólk að sjá í gegnuin blekkingar
falsara nema að grandskoða
seðlana og beina þeim upp í ljós
til að sannreyna hvort vatns-
merkið sé á sínum stað.
uag*
sSSw
mtm
Lífeyrissjóðir
81% aukn-
ing í erlend-
um hluta-
bréfum
FJÁRFESTINGAR lífeyris-
sjóða í erlendum hlutabréfum
hafa aukist um 81% fyrstu tíu
mánuði ársins miðað við sama
tímabil í fyrra.
I frumvarpi fjármálai’áð-
herra um rýmkaðar heimildir
lífeyrissjóða til fjárfestinga er-
lendis sem og rýmkaðar heim-
ildir þeirra til fjárfestinga í
verðbréfum útgefnum af öðrum
en ríkinu er kveðið á um að líf-
eyrissjóðum verði heimilt að
ráðstafa allt að 50% af hreinni
eign sjóðanna erlendis, en þetta
hlutfall er nú 40%. Þá er gert
ráð fyrir að fjárfestingar í hluta-
bréfum og öðrum verðbréfum
en ríkisverðbréfum megi nema
50% af heildareignum sjóðanna
í stað 35% nú. I mánaðarriti
Kaupþings, Þróun og horíúm,
kemur fram sú skoðun að rýmk-
aðar heimildir til hlutabréfa-
kaupa kunni að draga það á
langinn að ávöxtunarkrafa inn-
lendra skuldabréfa lækki að
nýju. Frjálsari heimildir sjóð-
anna til fjárfestinga ættu á hinn
bóginn að stuðla að heilbrigðaii
verðmyndun á markaði. Þar
kemur einnig fram að flestir líf-
eyrissjóðir hafi nokkurt svig-
rúm til að bæta við sig í erlend-
um verðbréfum á þessu ári.
■ 81% aukning/B2
TAL hf. ætlar strax eftir áramótin að
kynna nýja tækni sem byggist á
samruna síma og Netsins og mun
jafnframt bjóða upp á ókeypis að-
gang símnotenda sinna að Netinu.
Þetta kemur fram í viðtali við Þórólf
Árnason, forstjóra Tals, sem birt er í
blaðinu í dag, en þar kemur fram að
viðskiptavinir GSM-þjónustu Tals
eru nú um 36 þúsund.
I dag mun Íslandssími hf. hefja
ókeypis netþjónustu við almenning
en Islandssími og íslandsbanki áttu
forystu um að bjóða almenningi
ókeypis aðgang að Netinu. í gær
pþöfðu 15.000 manns skráð sig fyrir
þeirri þjónustu, að því er fram kem-
ur í viðtali við Eyþór Arnalds, fram-
kvæmdastjóra Íslandssíma, sem birt
er í blaðinu í dag. Þórólfur segir að
Tal ætli að hasla sér völl í netþjón-
ustu. „Nú strax eftir áramótin mun-
um við kynna notendum okkar nýja
tækni, sem byggist á samruna síma
og Netsins. Um er að ræða nýjung
sem nefnist Tal-Internet, þar sem
við munum veita öllum okkar við-
skiptavinum ókeypis aðgang að Net-
inu með Tai-Net-áskrift. Þráðlaus
fjarskipti eru lykillinn í okkar fram-
tíðarsýn og við teljum að Tal-áskrift
að Netinu verði alveg jafn sjálfsögð
og Tal-áskrift að síma er í dag. Hver
..einstaklingur mun fá sitt eigið net-
fang,“ segir Þórólfur m.a. í viðtalinu.
Eyþór Arnalds, framkvæmda-
stjóri Islandssíma, segir í viðtalinu
að innkoma Íslandssíma á fjarskipta-
markaðinn hafl þegar sparað síma-
og tölvunotendum hundruð milljóna.
ÞOKKUM VlÐSKIPTIN A OLDINNI SEM ER AÐ LIÐA
H • n • u a © u
FRÓN - KEMUR VIÐ SÖGU Á NÝRRI ÖLD