Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Staöa seðlabankastjóra leysi ráðherramál Framsóknarflokksins: Gæsir árþúsundsins. Morgunblaðið/Kristinn Hressingarganga í Elliðaárdal ÞÓTT veður gerist válynd er hressandi að skella sér í göngu- túr og ekki síður ef menn hafa setið langar og matarmiklar veislur yfir hátíðarnar. Veður hefur leikið við höfuðborgarbúa siðustu daga með stillum en nú hefur brugðið til strekkingsvinds með úrkomu. Setja menn því nokkurt spurningarmerki við áramútaeldflaugarnar. Nýársskákmót Skeljungs STERKUSTU skákmenn landsins leiða saman hesta sína á Nýársskák- móti Skeljungs sunnudaginn 2. jan- úar. Mótið er haldið í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur og verður keppt í húsakynnum Skeljungs við Suðurlandsbraut 4 og hefst mótið kl. 14. Stórmeistaramir á mótinu eru: Friðrik Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Ámason, Mar- geir Pétursson og Þröstur Þórhalls- son. Alþjóðlegu meistaramir em: Jón Viktor Gunnarsson, Karl Þor- steins og Sævar Bjarnason. Aðrir sem þátt taka í mótinu em Arnar Gunnarsson, Ámi Armann Árnason, Ágúst Sindri Karlsson, Ás- geir Þór Ámason, Bragi Kristjáns- son, Magnús Pálmi Ömólfsson, Stef- án Kristjánsson og Þráinn Vigfús- son. Flugfreyjufélag íslands 45 ára * Alagið í starf- inu hefur farið vaxandi Anna Dóra Guðmundsdóttir DAG er Flugfreyjufé- lag íslands (FFI) 45 ára. Félagið var stofn- að í Reykjavík 1954 af þrettán flugfreyjum sem þá störfuðu hjá Flugfélagi Islands. Nú em í félaginu 470 félagsmenn og er for- maður þess Anna Dóra Guðmundsdóttir - en hvert skyldi vera helsta verksvið þessa félags? „Það er að gæta hags- muna félagsmanna, en í fé- laginu em flugfreyjur frá Flugleiðmn, Flugfélagi ís- lands og íslandsflugi. Þetta stéttarfélag hefur breyst mikið frá því það var stofn- að. Þess má til gamans geta að fyrstu flugfreyjumar sem „fóm í loftið" í útlönd- um vom menntaðar hjúkr- unarkonur. Það þótti nauðsynlegt þar sem flugið á fyrstu ámm þess var hreint ekki eins þægilegt og það er í dag. Á upphafsámm í ís- lensku flugi jafngilti gifting upp- sögn hjá flugfreyju. Fyrstu flug- freyjumar vom Andrea og Hólmfríður Mekkinósdóttir. And- rea varð fyrsti formaður Flug- freyjufélags íslands.“ - Hefur starfsvettvangur flug- freyja breyst mikið á seinni árum ? „Já, það má segja það. Fiugið styttist sífellt og það þarf að veita sömu þjónustu og áður en á miklu styttri tíma. Þetta gerir miklar kröfur til flugfreyja. Svo og hefur sett strik í reikninginn að mun oft- ar er nú flogið yfir tímabelti en áð- ur, en slíkt er mikið álag á lík- amann. Vélamar hafa breyst og aðbúnaður batnað en eigi að síður em flugfreyjur alltaf að vinna í þrengslum." - Hefur menntun ílugfreyja breyst? „Gerð er sú krafa að flugfreyjur hafi stúdentspróf. Þetta er í raun framhald af þeirri kröfu að flug- freyjur hafi á valdi sínu þrjú tungumál. Almennt hafa flug- freyjur gott vald á tveimur tungu- málum, t.d. ensku og dönsku, og einhverja kunnáttu í frönsku eða þýsku. Á allra síðustu ámm er einnig gerð krafa um að flugfreyj- ur séu vel að sér í framreiðslu og hafi þekkingu t.d. á vínum. Flug- freyjur era þó fyrst og fremst ráðnar til starfa til þess að gæta öryggis farþega og þær fá þjálfun í þeim efnum, fyrst áður en þær taka til starfa og síðan fá þær upp- rifjunarnámskeið árlega sem lýk- ur með prófi.“ - Gerir þetta starf ekki miklar kröfur í sambandi við mannleg samskipti? -Það gerir það. Við höfum á síðustu ámm sótt námskeið á veg- um fyrirtælg'anna, einkum Flugleiða, í þjálfun í mannlegum samskiptum. Þar fara sálfræðingar yfir það sem mestu máli skiptir í mannlegri hegðun og hvemig á að bregðast við í hinum ýmsum tilvikum. Erlend flugfélög hafa bmgðist við auknu ofbeldi farþega um borð með því að þjálfa sitt fólk í að meðhöndla óróaseggi með sálfræðinámskeiðum og sjálfsvamarþjálfun." - Ber á auknu ofbeldi um borð í íslenskum flugvélum? „Okkar reynsla er svipuð og er- lendis, ofbeldi hefur aukist um borð í flugvélum. Engin þjálfun er ► Anna Dóra Guðmundsdóttir fæddist 1952 á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslun- arskóla íslands 1989 og prófi frá Tækniskóla Islands 1993 í út- flutnings- og markaðsfræðum. Hún starfaði sem flugfreyja frá 1974 með hlcum þó en hefur frá árinu 1993 starfað við markaðs- mál, fyrst hjá Bláa lóninu, og einnig unnið verkefni á þessu sviði. Jafnhliða þessu hefur hún sinnt flugfreyjustarfi hjá Flug- leiðum. Hún er formaður Flug- freyjufelags íslands. Anna Dóra er gift Sigurði Ársælssyni raf- virkjameistara og eiga þau tvö börn. til staðar hjá íslensku félögunum í þessum efnum, en það stendur til bóta. Benda má á að órói um borð í flugvélum ógnar öryggi allra sem um borð em, því er nauðsynlegt að geta tekið á því um leið og þess verðurvart.“ - Haíið þið í ykkar félagi mikil sa mskipti við erlend félög af sama tagi? „Við eram aðilar að alþjóðasam- bandi flugfreyja og flugþjóna, ICCA, og það er helsta baráttu- mál þessara samtaka að menntun alha flugfreyja verði samræmd og í framhaldi af því fái allir í slíkum störfum alþjóðlegt skírteini. Slíkt skírteini myndi fela í sér að starfs- fólk um borð hefði a.m.k. lág- marksþjálfun í að bregðast við neyðarástandi. Erfiðlega hefur gengið að koma þessu máli í höfn.“ - Hvaða önnur framtíðarmál- efni berið þið fyrir brjósti? „Það er að stuðla að endur- menntun flugfreyja og þá á breið- um gmndvelli. Það er nýtt í tillög- um okkar í kjaramálum að fara fram á námsleyfi í tiltekinn tíma til endurmenntunar. Nefna má að tímamótasamningur var jgerður 1995 á milli FFI og Flugleiða um séreignasjóð sem er séreign hvers félags- manns. Framlag Flug- leiða í þennan sjóð kom til af hagræðingu í rekstri hjá fé- laginu og það fólst í auknu vinnu- framlagi flugfreyja. Tilgangurinn með sjóðnum er að gera flugfreyj- um kleift að fara fyrr á eftirlauna- aldur en ella og brúa þannig bilið á milli þeirra ára sem líða frá því að þær hætta störfum og þar til þær ná lögbundnum lífeyrisaldri. Þess má geta að ein flugfreyja er nú farin að njóta framlags úr sjóðn- um. Vill stuðla að endur- menntun flugfreyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.