Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 1
298. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS A Ovenju- leg ára- móta- veisla Chicago. AP. BORGARSTJÓRI Chicago í Bandaríkjunum hefur ákveðið að framkvæma hugmynd sem honum barst með tölvupósti frá Italíu um hvernig standa eigi að hátíðahöldum vegna árþúsundaskiptanna. Borgaryfirvöld í Chicago lýstu nýlega eftir hugmynd- um um hvernig halda ætti upp á árþúsundaskiptin og í síðustu viku barst þeim net- bréf frá ítölskum bæjarstarfs; manni í bænum Vigevano. I netbréfmu er stungið upp á því að borgaryfirvöld bjóði tveimur óbreyttum borgurum frá hverju landi heimsins til áramótaveislu, ekki þekktum einstaklingum heldur einung- is „venjulegu“ fólki. Borgarstjóri tók þegar í stað þá ákvörðun að fram- kvæma skyldi hugmyndina og í þessari viku koma tveir gestir frá hverju og einu ná- lega 200 ríkja og sjálfstjórn- arsvæða til Chicagoborgar. Reuters Olíumengun breiðist enn út SJÁLFBOÐALIÐAR og sérhæfðir starfsmenn vinna enn baki brotnu við að reyna að hreinsa olíu af vestur- strönd Frakklands sem hefur skolast þar á land eftir að olíuflutningaskip fórst á Biskay-flóa fyrir hálfum mán- uði. Olía úr flaki olíuflutningaskipsins Erika, sem var á vegum franska olíufélagsins Totalfina, heldur áfram að breiðast út suður með strönd landsins. Mengunin þekur nú 400 kílómetra strandlengju frá Bretagne-skaga suð- ur til Vendeé-héraðs. Síðdegis í gær hafði mengunin náð suður til ferðamannabæjarins Les Sables d’Olonne. Bardagar í Grosní færast f átt að miðborginni Uppreisnarmenn veita kröftuga mótspyrnu Rússneskir hermenn vopnaðir handsprengjukastara bíða átekta í húsa- rústum í norðiírhluta Grosní. Grosní. AP, AFP. TSJETSJNESKIR uppreisnar- menn sögðu í gær að þeir hefðu haf- ið skipulagt undanhald frá úthverf- um Grosní, héraðshöfuðborgar Tsjetsjníu, í átt til miðborgarinnar. Rússar segja að sex menn hafi fallið úr liði þeirra í átökum í Grosní frá því á laugardag en Tsjetsjenar segj- ast hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í borginni síðustu daga. Uppreisnarmenn segja að síðustu daga hafi þeir meðal annars yfir- gefið norðvesturhluta borgarinnar, hið svonefnda Staropromyslovsky- hverfi, eftir hörð átök þar við Rússa. Rússneskir hermenn sem AFP- fréttastofan náði tali af í gær sögð- ust ekki fá nægan stuðning af stór- skotaliði til að geta sótt lengra inn í borgina. Rússar beita þeirri aðferð að senda fáliðaða flokka sérsveitar- manna á undan meginheraílanum til að koma í veg fyrir mannfall. Þegar flokkarnir mæta mótspyrnu uppreisnarmanna hopa þeir undan og stórskotalið reynir að stökkva uppreisnarmönnunum á flótta. Að sögn sérsveitarmanna hafa leyni- skyttur uppreisnarmanna reynst þeim skeinuhættar. „Jafnskjótt og við uppgötvum leyniskyttur köllum við til stórskotaliðið en skytturnar ná yfirleitt að forða sér undan sprengiregninu," sagði einn sér- sveitarmanna í samtali við AFP í gær. ÖSE hvetur til vopnahlés Igor Sergeyev, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í gær að senn liði að lokum orrustunnar um Grosní. Einn foringi Tsjetsjena í borginni sagði aftur á móti við fréttamann AP-fréttastofunnar að á bilinu 3.000-5.000 uppreisnarmenn væru í borginni og að Rússum myndi ekki takast að vinna hana. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hvatti í gær Rússa til að lýsa yflr vopnahléi og að tugum þúsunda óbreyttra borgara, sem hafast við í kjöllurum Grosní, yrði leyft að yfirgefa hana. I yfirlýsingu sem Knut Vollebæk, framkvæmda- stjóri ÖSE, sendi frá sér í gær segir að óbreyttir borgarar í Grosní séu enn fórnarlömb hernaðaraðgerða Rússa. Stjórnvöld í Moskvu neituðu í gær ásökunum mannréttindasam- takanna Human Rights Watch, sem segja að Rússar hyggist nota erlend lán til að standa straum af stríðs- rekstrinum í Tsjetsjníu. Samtökin fullyrða að 100 milljóna dollara lán, sem Alþjóðabankinn samþykkti ný- lega að veita Rússum til hagræðing- ar í kolaiðnaði landsins, verði notað til að fjármagna hernaðinn. Fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands, Nikolai Aksyonenko, sagði í gær að fénu yrði varið eins og um var samið við bankann. Slaka á kröfum Kandahar. AP, AFP, Reuters. FLUGRÆNINGJAR, sem haldalðð manns í gíslingu um borð í indverskri farþegaþotu á flugvelli í Afganistan, hafa fallið frá tveimur skilyrðum sem þeir höfðu sett fyrir því að fólkið yrði látið laust. Ræn- ingjarnir hafa fellt niður kröfu sína um að fá 200 milljóna dollara lausnargjald, jafnvirði um 14 millj- arða ísl. króna, fyrir gíslana. Þeir krefjast þess heldur ekki lengur að fá afhentar líkamsleifar eins for- ingja síns sem lést í átökum við indverska hermenn í Kasmír-hér- aði fyrr á þessu ári. Flugræningj- arnir, sem tilheyra samtökum sem berjast gegn yfirráðum Indverja í Kasmír, krefjast þess enn að 36 fé- lagar þeirra, sem sitja í indversk- um fangelsum, verði látnir lausir. Tilslakanir ílugræningjanna eru meðal annars þakkaðar utanríkis- ráðherra Afganistans, Wakil Ahmed Muttawakil, sem hefur haft milligöngu í samningaviðræðum ræningjanna við indversk stjórn- völd. Utanrikisráðherrann er sagð- ur hafa minnt flugræningjana á að kröfur um lausnargjald og upp- gi’öft líks væru andstæðar boðorð- um íslam. Hóta að þvinga ræningjana úr landi Stjórnvöld í Afganistan sögðu í gær að ef ekki tækist að finna frið- samlega lausn á málinu innan skamms yrðu flugræningjarnir neyddir til að yfirgefa landið. Hót- uðu stjórnvöld því að ef ekki tækist að semja við flugræningjana yrðu þeir beðnir um að hafa sig brott og þvingaðir til þess ef með þyrfti. --- Ekki sekur um landráð St. Pótursborg. AP, Reuters. RÚSSNESKUR dómstóll sýknaði í gær fyrrverandi sjóliðsforingja sem ákærður hafði verið fyiir landráð eftir að hann upplýsti um hættuleg- an kjarnorkuúrgang í flotahöfn á Kólaskaga. Sjóliðsforinginn, Alexander Nik- itin, ritaði árið 1996 grein í tímarit norski-a umhverfisverndarsamtaka, Bellona, þar sem fram kom að hætta væri á að geislavirk efni lækju í haf- ið frá 52 kjarnorkukafbátum sem sjóherinn hafði hætt notkun á. Vegna greinarinnar var Nikitin ákærður fyrir að hafa ljóstrað upp ríkisleyndarmálum. Saksóknarar fóru fram á að Nikitin yrði dæmdur til 12 ára vistar í vinnubúðum og að eignir hans yrðu gerðar upptækar. Dómai’i við sambandsdómstól í St. Pétursborg komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að ákærurn- ar færu í bága við stjórnarskrá landsins þar sem Nikitin hefði verið sakaður um að brjóta leynilegar reglur varnarmálaráðuneytisins sem hefðu ekki öðlast gildi fyrr en eftir handtöku hans. MORGUNBLAÐK) 30. DESEMBER 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.