Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 SJONMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ Weimar/ Frankfurt Meira ljós - ný aiig’ii Weimar er menningarborg Evrópu 1999, og í borgarsafninu á safnabakkanum í Frank- furt við Main, eða Das Stádel, stendur fram til 9. janúar yfír merkileg sýning sem kem- ur Islendingum þó nokkuð við. Nefnist Mehr Licht, meira ljós, og fjallar um mynd- list í Evrópu um 1770, þá nýjar hugmyndir ruddu sér til rúms sem fæddu aftur af sér fræðslu- og upplýsingatímabilið. Bragi As- geirsson var á ferð og hermir hér frá. — Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Minnismerki þeirra Goethe og Schiller fyrir framan óperuleikhúsið í Weimar. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Stytta Goethe í Frankfurt við Main. Þessi mynd af Sir Brooke Bootby eftir Joseph Wright of Derby var kennitákn sýningarinnar, Meira ljós, 1 Frankfurt. Bootby var skáld og rithöfundur, stórgáfaður og mæltur á margar þjóðtungur, er þó nafn- kenndastur fyrir að hafa gefið út Samræður J.J. Rousseaus 1780. Katrín mikla keisaraynja Rússlands var stórtækasti safnari myndlistar á upplýsingaöld og í beinu sam- bandi við Denis Diderot sem var mikilvægur ráðgef- andi hennar íþeim efnum. FRÁ Berlín var haldið rakleiðis suður til hinnar sögufrægu borgar Weimar, menningar- borgar Evrópu 1999. Hún er öðru fremur nafnkunn fyrir að þar áttu þeir skáldjöframir Schiller og Goethe lengstum heima, og báðir jarðsettir í svonefndum furstagra- freit. Á tímabili þjuggu þar einnig rithöfundurinn og heimspekingurinn Johann Gottfried Herder (1744- 1803), sem Goethe hafði kallað til Weimar. Herder var þá kunnur fyrir ’ skrif sín um Ossian og Shakespeare, en þó einkum tímamótaverkið Um uppruna tungumáls, sem út kom 1772, en hvorttveggja vakti óskipta hrifningu framherja þýskra skálda, svonefndrar Sturm und Drang- kynslóðar. Jafnframt rithöfundurinn Cristoph Martin Wieland (1731- 1813) sem var mikill áhrifavaldur á rókókó- og upplýsingatímabilinu, þróaðist frá daðri við hinn há- stemmda og litríka rókókóstfl til heilbrigðrar upplýsandi veruleika- sýnar. Allir þessir menn höfðu mót- andi áhrif á Fjölnismenn og koma því okkur íslendingum við, þótt tveir hinir siðasttöldu séu almennt minna þekktir, einkum Wieland. Nafn hans var engu að siður kirfilega greypt í ’ huga minn við komuna til Weimar, en helst fyrir þá undarlegu skikkan forlaganna að hafa vísað mér til gisti- heimilis á Wielandstrasse í Berlín, sem er þvergata er sker Kurfiirsten- damm. í Weimar eru Goethe-hús og Schiller-hús ásamt frægu garðhúsi Goethes, sem er mikill helgireitur í hinum stóra aflanga garði beggja vegna fljótsins Ilm, sem hlykkjast um borgina. Byggð hafði verið ná- kvæm hliðstæða hússins í nágrenni þess til að hlífa gömlu byggingunni sem mest við ágangi á menningarári, hreint frábær smíð. Afar viturlegt í ljósi aðstreymis til borgarinnar, sem var enn yfirfull af aðkomufólki þegar mig bar að garði í byrjun október, öll hótel bókuð, en var samt svo lánsam- ur að fá herbergi á hótelkrá í ná- grenni hennar. Þangað var eitthvað 15-20 mínútna akstur frá brautar- stöðinni í leigubíl og þótti súrt í brot- ið að fá ekki herbergi miðsvæðis eða í öllu falli innan borgarmarkanna. En svo reyndust þetta vera yndisleg- ustu vistarverumar sem mér hlotn- uðust á allri ferðinni, utan íbúðarinn- ar í París, matur, viðmót og þjónusta sú besta og þótt ég væri þar einungis eitt kvöld og eina nótt mun ég seint gleyma staðnum. Veitingasalurinn % stór og vistlegur, veggina prýddu sögulegar minjar úr fortíð, allt frá veggskjöldum til gamalla hljóðfæra og verkfæra. Var góð upphitun fyrir næsta dag að virða þetta fyrir sér um leið og sötraður var ljúffengur stað- arbjór og borðuð sú besta rifjasteik kennd við Vínarborg sem ég hef bragðað í mörg ár, diskurinn þakinn -yfersku grænmeti, algjör Paradís, og skorti þar einungis góðan borðnaut til samlætis. Hlaðborð að morgni það langsamlegast ríkulegasta og allt þetta útlátaminnst fyrir pyngjuna. Eins og ég greindi frá í upphafi greinaflokksins missti ég af framningunum í Mehr- zwechhalle, meginástæðu heimsókn- ar minnar, sem voru Ris og iáll mó- dernismans, - frá áhrifastefnunni til Bauhaus, listar þjóðemissósíalista, og Alþýðulýðveldisins, og einkasafn Hitlers, en allar sýningarnar höfðu vakið drjúga athygli. Mikil saga á bak við Fjölnotahöllina, en hún var óskaverkefni ungs arkitekts og þurfti hann ekki að horfa til neins, allra síst hæðar og umfangs, allt skyldi stórt og mikilfenglegt, en á seinni tímum hefur verið erfiðleikum bundið að nýta gímaldið, margra hluta vegna. Til Weimar hafði ég komið íyrir margt löngu og skoðað heimili Goethes mjög vel og naut þá leiðsagnar fróðra. Ekki mun hafa verið hægt að hafna Weimar sem menningarborg, vegna 250 ára af- mæli Goethes, hins mikla skáldjöl’- urs og áhrifavalds, en hún er þó naumast risin úr öskustó sósíalism- ans ennþá, sem aðbúnaður á almenn- um söfnum, einkum borgarsafninu, var til vitnis um. Þó kannski jafn frá- leitt og að hafa heimssýningu í Sev- illa, sem ekki gat svo staðið við fyrir- heit um gistirými fyrir aðkomufólk, bústaðir fyrir utan borgina hálfkar- aðir. Hins vegar er von að gjafir, styrkir og tekjur af menningarárinu bæti nokkuð um hvað Weimar áhrærir og mátti raunar sjá skýr teikn þess. Á leiðinni til Weimar um hábjartan dag vöktu yfirgefin og nið- urnídd stóriðjuhverfi, minnismerki sósíalismans, helst athygli, en hug- takið umhverfisvernd mun ekki hafa verið til í austurblokkinni. En til hinnar sögufrægu borgar, hvaðan svo sterkt ljós hefur streymt út um heimsbyggðina, er alltaf lifun að koma, borgarsafnið skoðunar virði þótt þröngt sé um munina. Svo eru þar húsakynni Bauhaus-listaháskól- ans sem standa ennþá, og á Bau- haus-safninu var fróðleg og falleg sýning í gangi á vefjum, eða, ef menn vilja heldur, textflum, kenndum við þann fræga skóla. Sýninguna hafði ég raunar séð íyrir réttu ári í Bau- haus-byggingunni í Tiergarten í Berlín, þó engu síður lifun að sjá hana í þessu umhverfi og gjörólíkri uppsetningu, voldug sýningarskráin sem ég þá festi mér stórfróðleg. Dagurinn í Weimar var mikið lán fyrir djúpar lifanir og notalegheit, einkum eru garðhúsin mér í ljósu minni og bekkurinn fyrir ofan gamla húsið hvar Goethe mun löngum hafa unað á sumrin. Þangað liggur bratt- ur götuslóði og maður eins og sam- samaðist gróðurmögnum jarðar, ferskri angan af mold og laufi, á leið sinni. I SchiUer-húsið, sem er á nokkrum hæðum, var einnig við- burður að koma, skáldið hefur búið vel og úr hveiju skoti andar þýsk há- menning að gestum. Mikill fjöldi fólks í húsinu er mig bar að, straum- urinn lá inn og út, eins og í Goethe- húsunum, og á förnum vegi var mað- ur á stundum eins og staddur í skrúðgöngu. Þetta voru hugumstórir menn sem höfðu hugsjónir og ný- sköpun að leiðarljósi og andlegi arf- urinn sem þeir skildu eftir voru þau vopn sem dugðu íslendingum best á leið sinni undan danskri krúnu. I borginni er nútímalistasafn í burðarliðnum, að ýmsu leyti athygl- isvert þótt það hefði fullmikinn svip af útibúi frá hinum veigameiri í stór- borgum landsins og því fljótskoðað. Þannig gerist það um einslita mark- aðssetningu núlista, í hinni gömlu og virðulegu byggingu var einungis slatti af fólki, kaffistofa og minja- gripaverslun tóm. + þessar slóðir hugnast mér að snúa aftur hið fyrsta, því ótal margt var óskoðað, ferðin farin til að skoða stórsýningar í ald- arlok og margt mætti afgangi. Þýr- ingahérað er góður hluti af Þýska- landi, bæði landfræði- og menningarlega séð, afar sögulegur að auk. Þar á hæð nokkuni er hinn mikli keisari Friðrik I rauðskeggur (Barbarossa) af Hohenstaufen heygður, hann er skeleggast varði land sitt fyrir óðum villimönnum úr austri... - Menn verða strax varir við Goethe í Frankfurt, því minnismerk- in um hann eru þó nokkur og svo er þar stórt Goethe-hús, sem laskaðist að vísu töluvert í seinni heimsstyrj- öldinni en hefur verið endurbyggt í upprunalegin mynd. I húsinu er mik- ið og stórfróðlegt málverkasafn ásamt upplýsingum um tímana og fólkið sem myndirnar eru af, á jarð- hæð er Goethe-bókabúð. Af húsinu og Goethe segir í næstu grein en til- efni er að víkja meira að upplýsinga- tímabilinu, því á Stádel, borgarlista- safninu, er í gangi merkileg sýning á myndlist í Evrópu á árunum kringum 1770. Þverskurður af því sem á þess- um tímum var gert í Róm, Stokk- hólmi, London, Sviss, Vínarborg, París, Madrid, Feneyjum, Munchen, Berlín og St. Pétursborg. Sem flest tínt til sem markar tíma- bilið og söguna, en minna farið eftir listrænu vægi verkanna, þótt sí- gild listaverk megi sjá innan um. Far- ið að líkt og á Or- say-safninu í Par- ís, er hermir rétt og slétt af því sem var að gerast í franskri list á síð- ustu öld og þannig spegilmynd tím- anna. Er svo er komið þekkja margir vel til Denis Diderot, sem menn telja nú upphafsmann nú- tíma listrýni, líkt og Cézanne upp- hafsmann nútíma myndlistar. Di- derot var fjölgáf- aður maður og stílsnillingur, vel virtur um sína daga, en andstætt Voltaire og Rousseau að mestu gleymdur fram á þessa öld. En hlið- stæða Diderots í Þýskalandi, leik- skáldið og gagnrýnandinn Gotthold Eprahim Lessing, er trúlega minna þekktur, en skoðanir þeirra féllu mjög í sama jarðveg. Diderot þýddi eitt af leikritum Lessings á frönsku og Lessing stóð fyrir uppfærslu á tveim gamanleikjum Diderots í Hamborg 1760. Lessing flutti boð- skap upplýsingastefnunnar og hug- sjónir borgarastéttarinnar af djúp- visku og skerpu í Þýskalandi. Skáldið Heinrich Heine, sem Jónas Hallgrímsson hreifst svo af, sagði Lessing hafa skekið þýsku þjóðina frá grunúi, vakið ferska og heilnæma hræringu með rýni sinni og ádeilu í trúmálum, vísindum og listum. Rit- hátturinn samrýmdist fullkomlega skapgerð hans, sannur, fastur, skrúðlaus, fagur og áhrifamikill vegna innri styrkleika. Andlegir yf- irburðir og birta voru höfuðeinkenni upplýsingastefnunnar og vel að merkja sagði Heine einnig: Hvert tímaskeið sem eignast nýjar hug- sjónir fær um leið ný augu og sér líka margt nýtt í hinum gömlu andans verkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.