Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 15 AKUREYRI Aldamóta- dagbók Akur- eyringa árið 2000 komin út Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Gunnar Sverrisson, Gestur Einar Jónasson og Halla Bára Gestsdóttir gefa Aldamótadagbók Akureyringa út, en henni verður dreift inn á hvert heimili á Akureyri næstu daga. Þau kynntu bókina á Amtsbóka- safninu á Akureyri í fyrradag. ALDAMÓTADAGBÓK Akureyr- inga hefur verið gefin út og verður henni dreift inn á hvert heimili í bænum nú næstu daga, alls í um 5.500 eintökum. Það eru þau Gestur Einar Jónas- son, Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson sem gefa bókina út. „Aldamótadagbók Akureyringa er gefin út til að vekja athygli á bænum okkar. Með bókinni fá bæj- arbúar eftirminnilega gjöf á merk- um tímamótum. Gjöf sem vonandi gleður og gleymist seint,“ segir í formála bókarinnar. Andlitsmyndir af 366 Akureyringum Gestur Einar sagði að hugmynd- in að útgáfu bókarinnar hefði kviknað í umræðum við eldhúsborð- ið, hún hefði þróast og hlaðið utan á sig, en nú í lok ársins væri hún orð- in að veruleika. Dagbókin er skreytt andlit smyndum af 366 Ak- ureyringum á ýmsum aldri, einum fyrir hvern dag ársins. Leitað var eftir stuðningi fyrirtækja við verk- efnið og sagði Gestur Einar með ólíkindum hversu viðtökur voru góðar. Akureyrarbær og ellefu fyrir- tæki í bænum studdu útgáfuna, en með þátttöku í útgáfu dagbókarinn- ar fékk hvert þeirra einn mánuð til umráða og þeirra var valið um myndefni viðkomandi mánaðar. í sumum tilvikum er um að ræða myndir af starfsfólki viðkomandi fyrirtækis, börnum þess eða leitað er fanga í skólum bæjarins, leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Gestur Einar sagði að þau væntu þess að bæjarbúar yrðu duglegir að skrifa niður viðburði í daglegu lífi sínu árið 2000, þannig fengi bókin heimildagildi til lengri tíma litið. Hið sama ætti við um Ijósmyndir af bæjarbúum. Hugmyndin er svo að safna sam- an nokkrum bókum að ári og sýna þær á Amtsbókasafninu á Akureyri. Bókin verður til sölu í Hagkaupi og KEA Nettó á Akureyri og Reykjavík þannig að brottfluttir Akureyringar geti nálgast hana. Nýárs- trimm í Kjarna- skógi SKÓGRÆKTARFÉLAG Ey- firðinga efnir til nýárstrimms í Kjarnaskógi á nýársdag líkt og undanfarin ár. Það hefst kl. 9 að morgni og stendur til kl. 20 um kvöldið. Gestabók verður í Kjarnakoti og er úti- vistarfólk hvatt til að rita nöfn sín í bókina. Göngubrautin i Kjarna- skógi er 2,2 kílómetrar og er sporuð bæði fyrir fótgang- endur og skíðafólk. Leikvell- irnir í Kjarnaskógi verða einnig opnir og aðgengilegir eins og aðra daga. Nýárs- trimm hefur verið haldið í Kjarnaskógi frá árinu 1980 og hefur það aldrei fallið niður frá þeim tíma, þrátt fyrir að aðstæður til útivistar hafi verið misjafnar. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorð fyrir árás á stúlku Brotaþoli krafðist ekki skaðabóta vegna árásarinnar TVÆR stúlkur, önnur 17 ára og hin tvítug, hafa í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmdar í 40 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára fyrir líkamsárás. Stúlkurnar tvær lokkuðu unga stúlku út af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í mars síðastliðnum, en hún var þar stödd í heimsókn hjá unnusta sínum. Héldu stúlkurnar að malarvegi sunnan við slysadeild FSA þar sem stúlkurnar tvær slá þá þriðju sitt höggið hvor í andlitið, fella hana í jörðina og lemja hana síðan ítrekað í andlitið þar sem hún liggur, rífa í hár hennar og hella úr gos- flösku yfir andlit hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og mar á kinnbein og kjálka og verk milli hei'ðablaða. Iðruðust gjörða sinna Stúlkurnar játuðu brot sitt ský- laust. Þar sem þær stóðu saman að árásinni þótti hæfileg refsing vera 40 daga fangelsi. Með hliðsjón af ung- um aldri þeirra, hreinum sakai’ferli, hreinskilnislegum játningum og því að báðar lýstu yfir iðran sinni vegna verknaðarins þótti eftir atvikum rétt að fresta fullnustu refsingar þeirra og hún felld niður að tveimur árum liðnum haldi þær skilorð. Brotaþoli krafðist ekki skaðabóta vegna árás- arinnar. Stúlkunum tveimur var gert að greiða allan sakarkostnað. SKÁTAR í skátafélaginu Klakki á Akureyri hafa frá árinu 1967 komið ártali fyrir í Vaðlaheiði og kveikt á því um miðnætti. Skátarnir tóku við af Guðvarði málara sem komið hafði þessum sið á allnokkrum árum fyrr, en hefð var fyrir slíku ártali á Siglu- firði þar sem hann bjó. Fyrir marga Akureyringa er það ómissandi þáttur áramótanna að fylgjast með því þegar ártalið breyt- ist og mörgum finnst nýja árið ekki gengið í garð fyrr en hægt er að sjá það logandi yfir í Vaðlaheiði. Þar til nú hafa skátarnir í mesta lagi þurft að breyta tveimur tölu- stöfum í ártalinu, en nú þarf að breyta þeim öllum og má kannski segja að þar birtist þeim tvöþúsund- vandinn í sinni skýrustu mynd. Fram til þessa hefur skátafélagið séð um fjármögnun þessa verkefnis en Hjalti Finnsson hjá Klakki sagði að kostnaður hefði aukist mjög þar sem hampurinn sem notaður er i kyndlana hafi hækkað mikið í verði. Kostnaðurinn var því orðinn á ann- að hundrað þúsund króna og réð skátafélagið ekki við útgjöld af þeirri stærðargráðu eitt og sér. Því var leitað til nokkurra fyrh-tækja um að styrkja verkefnið og standa Húsasmiðjan, Esso og Sparisjóður Norðlendinga nú straum af gerð ár- talsins í Vaðlaheiði og eru skátarnir afar þakklátir fyrir að enn er mögu- legt að viðhalda þessari nær fjög- urra áratuga hefð. Tölustafírnir allt að 25 metra langir , Þau Katrín Ósk Guðmundsdóttir og Asgeir Ulfarsson voru í gær að ljúka við að setja hamp í kartöflu- poka, en hópur skáta hafði unnið við verkefnið kvöldið áður. Alls eru út- búnir um 400 slíkir pokar, 100 fyrir hvern tölustaf í ártalinu. Hver tölu- stafur er á bilinu 20 til 25 metra langur. Katrín hefur verið yfir í Vaðla- heiði tvisvar sinnum áður og er nú að undirbúa þriðju áramótin þar, en Ásgeir fór í fyrsta sinn um síðustu áramót og verður þar nú öðru sinni. Þau voru sammála um að verkefnið væri skemmtilegt. „Við förum fyrst upp í heiði að morgni gamlársdags, svona um hálfníu, og röðum upp stöfunum fram yfir hádegi. Svo för- um við aftur um kvöldið, um tíuleyt- ið þar sem farið er yfir þetta allt saman, hvernig eigi að bera sig að og eins líka hvernig bregðast skuli við ef eitthvert óhapp hendir," sögðu þau. Mikill hamagangur Alls verða á milli 30 og 40 skátar við það verkefni að breyta ártalinu úr 1999 í 2000 og vinna tveir og tveir saman, annar með bensínbrúsa og hinn með logandi kyndil, sá með brúsann hellir yfir kartöflupokann og hinn ber eld að. Kveikt er í gamla ártalinu örfáum mínútum fyrir mið- nætti en svo bytja hlaupin við að breyta yfir í það nýja og fylgir því oft nokkur hamagangur en gera má ráð fyrir að hann verði enn meiri nú þar sem skiptingar eru miklar. Skátar setja upp ártal í Vaðlaheiði í 32. sinn Omissandi þáttur áramótanna Morgunblaðið/Björn Gíslason Ásgeir tílfarsson og Katrín Ósk Guðmundsdóttir setja hamp í kartöflupoka, en alls nota skátarnir um 400 slíka poka til að mynda ártalið yfir í Vaðlaheiði handan Akureyrar um miðnætti á gamlárskvöld. Hver tölustafur í ár- talinu er allt að 25 metra langur. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16 á gamlársdag. Kór aldr- aðra syngur. Aftansöngur í Akur- eyrarkirkju kl. 18, Sigríður Elliða- dóttir syngur einsöng. Hátíðar- messa í kirkjunni kl. 14 á nýársdag. Félagar úr Kór Akur- eyrarkirkju og Barna- og ungl- ingakór kirkjunnar syngja. Jó- hann Smári Sævarsson syngur einsör.g. Guðsþjónusta verður á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 16.30 á nýársdag. Æðruleysisguðsþjón- usta verður 2. janúar kl. 20.30. Morgunsöngur í Akureyrarkirkju kl. 9 næsta þriðjudag, 4. janúai’. GLERÁRKIRKJA: Aftansöng- ur í kirkjunni kl. 18 á gamlársdag, sr. Kristján Róbertsson predikar. Björg Þórhallsdóttir syngur ein- söng. Hátíðarmessa verður kl. 16 á nýársdag. Innsiglum nýtt ár og framtíð alla með því að koma í hús Guðs og felum honum líf okkar og störf. Kór Glerárkirkju syngur undir stjóm Hjartar Steinbergs- sonar organista. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- eiginleg máltíð og samverustund kl. 19 á gamlársdag. Hátíðarsam- koma kl. 17 á nýjársdag. Ungl- ingahátíð kl. 20 sunnudagskvöldið 2. janúar. Hátíð heimilasambands og hjálparflokks 5. janúar næst- komandi kl. 20. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Aftansöngur verður í Stæm-Ár- skógskirkju kl. 126 á gamlársdag. Aftansöngur verður í Hríseyjar- kirkju kl. 18 á gamlársdag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samvera sem ber nafnið Öldin okkar hefst kl. 22 á gamlárskvöld, frábær skemmtun í umsjá unga fólksins. Allir velkomnir. Hátíðar- samkoma verður á nýjársdag kl. 14, G. Theódór Birgisson predikar. Mikill og fjölbreyttur söngur og kaffihlaðborð að samkomu lokinni. KFUM og K: Hátíðarsamkoma kl. 20.30 á nýjársdag. Ræðumaður verður Bjarni Guðleifsson. LAUFÁSPRESTAKALL: Aft- ansöngur verður í Grenivíkur- kirkju kl. 18 á gamlársdag. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Messa verður sungin í Munkaþverárkirkju kl. 13.30 á gamlársdag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.