Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKARKAFLI
í ÁRSBYRJUN 1944 mátti öllum
ljóst vera að skjótt drægi til innrásar
á meginland Evrópu. Einnig gátu
Þjóðverjar þá allt eins búist við árás
á stöðvar sínar í Noregi, sem að
„, sjálfsögðu þýddi að herlið frá íslandi
kæmi þar við sögu. Því var ekki
óeðlilegt að Þjóðverjar væru áhuga-
samir um framvindu mála hér á
landi, einkum á herskipalæginu í
Seyðisfirði sem herliðið á Háahrauni
átti að verja. Eitt var það þó sem þá
félaga skorti tilfinnanlega, tímanleg-
ar viðvaranir um óvinaflugvélar. Er
hér var komið sögu hafði ratsjár-
stöðvunum á Austurlandi verið lok-
að. Þá voru byssur þeirra heldur
ekki ratsjárstýrðar, en ratsjár voru
nýjung í miðunarbúnaði sem gerðu
kleift að skjóta á flugvélar ofar skýj-
um eða á ferð í myrkri og dimmviðri.
Micunarbúnaðurinn var sérstakur
sjónaukabúnaður sem mældi fjar-
lægð og hæð skotmarksins og frum-
’ stæður tölvubúnaður sem reiknaði
stöðugt út áætlaðan feril þess svo
miða mætti skotunum í veg fyrir
skotmarkið. Rafboð frá miðunar-
tækjunum bárust hreyfibúnaði
byssnanna og miðaði þeim á sjálf-
virkan hátt og stillti kveikibúnað í
nefi sprengikúlnanna svo að þær
spryngju á réttum tíma. Æfðu skytt-
urnar sig í að miða á sérstaka loft-
belgi og þær fáu vinveittu flugvélar
sem leið áttu um svæðið.
Mönnum sínum til enn frekari
y þjálfunar ákvað Dynia að nota sér-
stakar rakettur sem fyrirrennarar
þeirra höfðu skilið eftir. Þær voru
um metri að lengd og 10 cm í þver-
mál og var skotið á loft með raf-
magnskveikibúnaði af bryggjunni á
Eyrum. Að morgni fimmtudagsins
10. janúar 1944 var blásið til skotæf-
inga. Þorpsbúar voru varaðir við,
rakettunum komið fyrir á bryggj-
unni og tvær hraðskeyttar 37 mm
loftvamarbyssur og nokkrar smærri
vélbyssur mannaðar á hjallanum of-
an við þorpið. Dynia stóð hjá byssun-
um uppi á hjallanum og fékk boð frá
þeim sem stjómaði rakettuskotinu á
bryggjunni rétt áður en hún fór á
loft. Fyrsta rakettan var óvirk,
sennilega af því að hafa legið úti all-
' an veturinn. Sú næsta tók flugið og
þaut í austurátt á yfir 300 km hraða
og allar skytturnar hömuðust sem
óðar væra. Þetta var endurtekið
nokkmm sinnum. Engin leið var að
hitta rakettuna, svo lítil sem hún
var, en hermennirnir fengu góða
þjálfun í að elta hraðfleygt skot-
markið uppi með ljóskúlnabununni
sem stóð úr byssunum.
Einn hermannanna vakti athygli
Dynia á þremur deplum sem færð-
ust í átt til þeirra hátt á austurhimni.
Brátt komu í ljós þrjár fjögurra
hreyfla flugvélar í oddaflugi. Dynia
hugsaði sér gott til glóðarinnar að
nota þessar bandarísku B-17
sprengjuflugvélar, sem hann taldi
þær vera, til að æfa menn sína í mið-
unartækni. Finley, liðþjálfinn sem
stjórnaði skyttunum við æfingamar,
var einn af fáum reyndum atvinnu-
hermönnum í liðsflokknum. Hann
hafði þá gefið skipun um að skipta út
æfingaskotum og hlaða byssurnar
alvöru sprengikúlum. Er Dynia
kannaði flugvélarnar betur í sjón-
auka aá hann svarta krossa neðan á
vængjunum og sérstakt lag fiugvéla-
skrokkanna. Rann þá upp fyrir hon-
um að þetta væm þýskar Focke-
Wulf 200 Condor sprengjuflugvélar
•c og stefndu á skipalægið í Fjarðar-
' enda. Gaf hann mönnum sínum þeg-
ar skipun um að láta vélamar nú
hafa það úr öllum byssunum því þær
væra þýskar. Hann telur að flugvél-
arnar hafi þá verið í um 12.000 feta
hæð og langt utan drægis byssn-
anna. Dynia telur að hann hefði ekki
getað aftrað mönnum sínum frá því
, að skjóta á þær þótt hann hefði vilj-
að, svo fegnir hafi þeir verið að fá nú
*
Ut er komin bókin Fremsta víglína eftir
Fríðþór Eydal. Bókin fjallar um hernaðar-
umsvif á Austurlandi í heimsstyrjöldinni
síðari og er hér gripið niður í kaflann þar
sem greint er frá því þegar E1 Grillo var
sökkt í Seyðisfírði.
Rafstöð bresku eftirlitsstöðvarinnar á Eyrum eyðilagðist
í bruna vorið 1944.
90 mm loftvarnarbyssa eins og þær sem Bandaríkjamenn settu upp á
Vestdalseyri og fluttu siðan út á Eyrar.
að brjótast út úr fásinninu á þessum
eyðilega stað, þai' sem þeim þótti
þeir vera engum til gagns, og geta
tekist á við óvininn.
Meðan á æfingunni stóð höfðu
stjórnendur stóru loftvarnarbyssn-
anna fjögurra æft sig í meðferð mið-
unarbúnaðarins og því vora ljósavél-
arnar sem knúðu þær í gangi.
Flestar skyttumar voru hins vegar
niðri í brekkunni að fylgjast með
skotæfingunni, en voru nú snöggar
að hafa sig upp eftir og manna byss-
urnar. Hófu þeir skothríð á vélarnar
skömmu eftir að þær fóra hjá Eyr-
um og virtist sem kúlumar í fyrstu
hrinunni færu nærri skotmarkinu.
Skyndilega skall ógæfan yfir. Sá
hluti tölvubúnaðarins sem gaf sjálf-
virkum stillibúnaði fyrir kveikjur
sprengikúlnanna merki hrundi, svo
notuð sé líking í tölvumáli, og varð
hann óstarfhæfur. Liðþjálfinn sem
hafði umsjón með stillingu kúlnanna,
Jerry Morneau að nafni, hélt þó ró
sinni og greip til töflu sem sýndi
hvaða stillingu átti að nota á kveiki-
búnaðinn miðað við þá fjarlægð sem
miðunarbúnaðurinn sýndi, og gaf
skyttunum upp tölur til að stilla
kveikibúnaðinn eftir handvirkt, sem
var mun tímafrekara. Dynia vissi
ekki hvað hafði gerst, en sá strax að
eitthvað hafði farið úrskeiðis því
skothríðin varð miklu hægari og
ójafnari eftir þetta. Hann fylgdi
flugvélunum eftir í sjónauka og sá
þær beygja til vinstri er þær nálguð-
ust bæinn. Þegar þær réttu sig af
aftur sá hann hvar kúla sprakk mjög
nærri einni þeirra sem samstundis
lækkaði flugið lítið eitt. Hurfu vél-
arnar honum sjónum á bak við
Strandartind og er þær komu aftur í
ljós nokkra síðar virtist honum ein
þeirra fljúga lægra og hægar en hin-
ar. Hurfu þær síðan sjónum í austur-
átt.
Armann Halidórsson segir frá
þessu sama atviki í bók sinni Máva-
brík. Loft var skafheiðríkt og kyrrt
er hann gekk frá Hánefsstöðum og
til skólahússins um morguninn. A
göngu sinni varð hann vitni að skot-
æfingunni á Eyrunum og þótti nokk-
uð til um skotfimina. Snemma á
tólfta tímanum veittu hann og nem-
endur hans því athygli að skothríðin
færðist mjög í aukana með slíkum
gný að vart heyrðist mannsins mál í
skólastofunni og gluggarúður sem
lausar voru orðnar í kíttinu nötruðu.
Er hann opnaði útidyrnar til að
kanna hverju þetta sætti þustu
■
WS*s>,
~ ■ .
v.
Ljósmynd/Haraldur Sigmarsson/Harry Taylor
Skutur skipsins hélst á floti til kvölds en sökk þá
til botns á 43 metra dýpi.
skólabörnin út til að fylgjast með.
Heppnaðist honum nokkum veginn
að fá þau til að standa í skjóli við
húsgaflinn sem vissi inn fjörðinn og
var í skjóli frá byssunum uppi á hæð-
inni fyrir ofan skólahúsið. Bar brátt
þrjár flugvélar fyrir augu hátt í him-
inblámanum yfir norðanverðum firð-
inum á vesturleið. Nokkurt bil var á
milli þeirra þannig að er hin fyrsta
sveigði til suðurs þvert yfir fjörðinn
frá Vestdalnum bar þá síðustu yfir
Grýtufjall og spruttu svartir reyk-
hnoðrar að því er virtist allt í kring-
um þær er kúlurnar frá loftvarnar-
byssunum sprangu og fjölgaði
stöðugt er vélarnar hurfu á bak við
Strandartind. Segir Armann að
nokkrum krakkanna hafi ekki verið
um sel við atganginn, einkum þeim
yngstu, en aðrir hnýttu saman blóts-
yrðum með áheitanlegum óskum um
að nú tækist að hitta, eins og þeir
ákváðu, djöfuls Þjóðverjana.
Víkur nú sögunni inn í Fjarðar-
enda. Þar í Kringlunni lá breska
olíuskipið E1 Grillo sem var í þjón-
ustu flotans sem birgðaskip fyi-ir
fylgdarskip skipalestanna til Rúss-
lands og önnur herskip banda-
manna. Vora olíubirgðir skipsins
stöðugt endurnýjaðar frá olíubirgða-
stöðinni í Hvalfirði. Það verk annað-
ist olíuskipið Culpepper þegar hér
var komið sögu, en Culpepper sigldi
undir Panama-fána og var í þjónustu
Bandaríkjamanna undir stjórn
norska skipstjórans Reidars Kolso-
es. Skip hans hafði losað fullfermi af
olíu í E1 Grillo nóttina áður og hafði
haldið af stað suður fyrir land
snemma um morguninn.
Hjálmar Níelsson var ungur
drengur er þetta gerðist og hafði
hlaupið út úr skólanum er loftvarn-
armerkið var gefið. Er hann kom að
brúnni á Fjarðará sá hann flugvél-
arnar þrjár koma yfir í mikilli hæð
úr austnorðaustri og stefna á höfn-
ina. I því hófst skothríð á þær frá
olíuskipinu og skömmu síðar sá hann
fimm sprengjur falla og fóru fjórar
þeirra mjög nálægt skipinu.
E1 Grillo var 7.264 brúttórúmlest-
ir að stærð, smíðað árið 1922 og var
ganghraði þess 9,5 sjómílur á
klukkustund. 39 menn vora í áhöfn
skipsins auk níu skotliða úr her og
flota sem önnuðust varnir skipsins
sem búið var tveimur fallbyssum og
fjóram 20 mm Oerlikon-loftvarnar-
byssum. Þá var í skuti þess gamall
og úreltur loftvamarbúnaður, fjórar
litlar rakettur sem drógu á loft stál-
víra til varnar gegn lágfleygum flug-
vélum. Skipið var fulllestað með
9.000 tonn af svartolíu og dísilolíu.
A.E. McGow skipstjóri var á tali
við fyrsta stýrimann í klefa hans er
þeir heyi'ðu loftvarnarbyssuskothríð
klukkan rétt að verða ellefu. Taldi
hann það vera skotæfingu Banda-
ríkjamanna á Eyrum sem tilkynnt
hafði verið um deginum áður. Sagð-
ist honum svo frá í skýrslu sinni um
atburðinn:
„Eg var á leið út frá stýrimannin-
um og var kominn að dyranum er
mikil sprenging kvað við og þeytti
skipinu til. Eg kastaðist endilangur
fram á ganginn, en stökk á fætur og
hraðaði mér upp í brú. Þar fann ég
yfirloftskeytamanninn sem hamaðist
við að skjóta af loftvarnarbyssunni á
brúaryængnum stjórnborðsmegin á
þrjár flugvélar, sem voru hátt á lofti,
og einn skotliðanna var að gera sig
kláran til að skjóta úr bakborðsbyss-
unni. Þrjár sprengnanna höfðu fallið
í 7-10 metra fjarlægð bakborðsmeg-
in og ein í svipaðri fjarlægð frá kinn-
ungnum stjórnborðsmegin og
sprungið neðansjávar. Fimmta
sprengjan féll um 70 metra frá
skipshlið stjórnborðsmegin.
Sjór tók þegar að streyma inn um
gat á stafnrými skipsins og sökk það
hratt að framan. Þar sem skipið var
nánast fullhlaðið olíu var eina
flotrýmið í því í stafni og vélarrúm-
inu í skutnum. Eg hringdi vélsíman-
um en fékk ekkert svar og skipaði
því stýrimanninum að komast að því
hvort hægt væri að keyra vélarnar
svo renna mætti skipinu á land. Þá
lét ég loka öndunarventlum tank-
E1 Grillo sökkt
í Seyðisfirði