Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 49
KARL A.
SIG URGEIRSS ON
+ Karl A. Sigur-
geirsson fæddist
á Djúpavogi 14. des-
ember 1934. Hann
lést á heimili sínu á
Melrakkanesi í Alf-
tafirði 20. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Björg
Bjarnadóttir, f. 31.5.
1906, d. 16.11. 1946,
og Sigurgeir Stef-
ánsson, f. 9.1. 1901,
d. 10.12. 1957. Eftir-
lifandi systkini Karls
eru Hans Aðalsteinn
og Hrönn Kristborg,
en látnir eru elstu
bræður hans, Albert
og Oddur.
Eftirlifandi eigin-
kona Karls er Þór-
unn Ragnarsdóttir,
f. 22.9. 1934. Börn
þeirra eru Guðjón
Björgvin; Ragna
Sigurbjörg; og Odd-
ur Sigurgeir.
Útför Karls fer
fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnar-
firði i' dag og hefst
athöfnin klukkan
13.30.
Frændi minn, Karl Andrés Sigur-
geirsson, bóndi á Melrakkanesi í
Alftafirði, andaðist þann 20. desem-
ber sl. rétt hálfsjötugur. Andlát hans
kom okkur sveitungum hans á óvart.
Við höfðum hitt hann á förnum vegi,
að venju hressan og glaðan í bragði.
Vissum þó að allt frá árinu 1997 hafði
hann átt við nokkra vanheilsu að
stríða, en þá gekkst hann undir höf-
uðaðgerð vegna heilaæxlis. Sú að-
gerð tókst mjög vel að flestra áliti,
enda var það ekki háttur Kalla á
Melrakkanesi að kvarta yfir heilsu-
farskvillum. Glaður og hress gekk
hann að störfum fram á síðasta dag.
Karl var fæddur í Borgargarði á
Djúpavogi, sonur Bjargar Bjai’na-
dóttur og Sigurgeirs Stefánssonar
er þar bjuggu í mörg ár. Ungur
missti hann móður sína og dvaldi eft-
ir það hjá föður sínum og fjórum
systkinum. Einnig átti hann oft at-
hvarf hjá frændfólki okkar á Hamri,
þeim Þóru og Olafi.
Ungur byrjaði Kai-1 sjóróðra, fyrst
frá Djúpavogi og síðan frá Horna-
firði, þar sem hann kvæntist eftir-
lifandi konu sinni, Þóiunni Ragnai--
sdóttur. Á Höfn byggðu þau sér
íbúðarhús og bjuggu þar í nokkur ár
uns þau hófu búskap á Melrakkanesi
í Álftafirði 1960.
Þegar þau fluttu í Melrakkanes
voru hús á jörðinni gömul og úr sér
gengin. Hófust þau þegar handa um
uppbyggingu og ræktun. Byggðu
fyrst gripahús og hlöðu og síðar
steinsteypt íbúðarhús á fögrum stað
yst á Melrakkanesi, þar sem sér vel
til fjarða og eyja.
í kringum bæinn gerðu þau í sam-
einingu fallegan gróðurreit með fjöl-
breyttum blóma- og trjágróðri. Vinir
þeirra höfðu yndi af að sækja þau
heim og virða fyrir sér hve vel þessi
fjölbreytti gróður þreifst í skjóli
kletta undh- bröttu Melrakkanes-
fjalli. Ljóst vai- þó að til þess að ná
þessum árangri þurfti hlýjan hug og
hendur.
Að leiðarlokum eigum við frænd-
fólk og vinir Kalla á Melrakkanesi
margt að þakka. Ekki síst hans glaða
og góða viðmót og jafnaðargeð sem
aldrei brást. Hann fór ekki varhluta
af ástvinamissi og ýmsum áföllum á
lífsleiðinni. Ollu slíku tók hann með
stakri rósemi og jafnaðargeði.
Styrkur hans var góð eiginkona og
börn.
Að endingu þökkum við hjónin
Karli frænda fyrir allt sem hann
gerði fyrir okkur. Þökkum þann
styrk sem hann veitti með æðruleysi,
rósemi og notalegum félagsskap.
Þórunni, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum vottum við samúð
okkar. Þeirra missir er mestur en
eftir stendur óhögguð minningin um
góðan dreng.
Ingimar Sveinsson.
Af þessum hejmi er genginn holl-
vinur minn kær, trúr félagi á vegi
sameiginlegra hugsjóna um betra og
bjartara mannlíf, réttlátara þjóðfé-
lag umfram allt. Á Karl Sigurgeirs-
son var hollt að hlýða, heilræði hans
til félaga síns voru ævinlega mælt af
heilum huga og gjöfulum og hrein-
skilni hans bauð að segja hispurs-
laust kost sem löst á hverju einu.
Karl bóndi á Melrakkanesi var einn
þessara manna sem alltaf mátti reiða
sig á, ætíð tilbúinn til vaskrar mála-
fylgju við mætan málstað, jábróðir
var hann enginn og einmitt þess
vegna var svo dýrmætt að eiga hann
í liðssveit sinni, eiga samfylgd hans
vísa til allra vænna verka, fá
hreinskilna gagnrýni hans ef svo bar
undir. Einarður í skoðunum, glöggur
og skýr í hugsun með heilbrigða
dómgreind og í farteskinu þessi opna
einlægni, slíka kosti er gott að eiga
til að bera, slíki-a fylgd er hollt að
hafa. Þau hjón, Þói-unn og hann,
voru höfðingjar heim að sækja og
gaman að eiga þar dvöl við skemmti-
legar samræður af ýmsu tagi, aðeins
voru þau of sjaldan sótt heim. Rausn
einkenndi heimilisbraginn og þó
annríki væri ærið virtust þau alltaf
eiga stund aflögu þegar gest bar að
garði. Karl var bóndi af lífi og sál,
erfiðismaður sem lét lífsins basl
aldrei smækka sig. Þó búið væri fjár-
margt var ekki látið þar við sitja,
heldur var vinna óspart sótt út á
Djúpavog þegar mögulegt var.
Dugnaðurinn var hans aðalsmerki,
verkhagur þegn mikillar eljusemi í
önn daganna. Fjárbú hans var far-
sælt og vel fann ég á vori hve mikla
alúð þau hjón lögðu að lífsstarfi sínu,
hversu allt var gjört svo vel sem
unnt var. Lífsins skóli hafði fært
honum Karli mörg sannindin til að
draga af lærdóm, réttlætiskenndin
honum í blóð borin og sýn hans um
réttláta arðsskiptingu í samfélaginu
honum dýr. Þess vegna var svo gott
að eiga við hann tal um hvaðeina í
þjóðlífinu, heit tilfinning hans og
samstaða með öllum er erfiðari áttu
lífsgönguna einkenndu alla orðræðu
hans. Hugsjón hans byggðist ekld á
varajátningum eða lærðum kennis-
etningum, hún var samgróin honum
og eðlislæg um leið. Þau hjón urðu
fyrir miklu áfalli þegai- Björgvin son-
ur þeirra stórslasaðist svo að hann
beið þess í engu bætur, gjörði lífs-
göngu hans skelfilega erfiða, þar
sem batavonin vai' og er engin. Eg
fann glöggt á Karli að þetta var sem
opin und í hjarta hans og allra leiða
vildi hann leita til að gjöra honum
léttbærari lífsgönguna og ánægja
hans mikil þegar Björgvin fékk að
Hlein sitt örugga athvarf. Ég hafði
svo sem alltaf ætlað að koma við á
Melrakkanesi en loks þegar efna átti
gamalt loforð þá var enginn heima,
hjónin bæði eins og oft áður í önnum
úti á Djúpavogi, því aldrei var slegið
slöku við. I einlægri virðingu og
þökk er Karl kvaddur hlýjum huga.
Genginn er góður drengur mætra
mannkosta. Hann var hinn dyggi fé-
lagi og samverkamaður og mörgum
kærum stundum bregður fyrir sem
leiftrum í ljúfri minningu.
Kæra Þórunn og þið öll sem áttuð
þennan glaðsinna og hugþekka hal
að, einlægustu samúðarkveðjur eru
ykkur sendar frá okkur Hönnu við
hið sviplega fráfall og mikla missi.
Það er munabjart yfir heiðri minn-
ingu fallins félaga sem aldrei brást í
neinu því sem honum var til trúað.
Megi íslenzk mold hlúa mjúklega að
vorsins væna dreng.
Blessuð sé björt minning.
Helgi Seljan.
Hann Kalli á Melrakkanesi kvaddi
okkur skyndilega á jólaföstunni
langt fyiár aldur fram. Hann verður
mörgum harmdauði, því að leitun
var að öðrum eins ljúfling. Ég kynnt-
ist honum innan við fermingu á
sundnámskeiði á Eiðum, líklega vor-
ið 1948. Þar var saman komið margt
ungmenna úr sveitum og sjávar-
plássum, meðal annars frá Djúpa-
vogi og grennd. Þótt dvölin væri
stutt tókust þarna með unglingunum
góð kynni. Síðan liðu tveir áratugir
uns leiðir okkar lágu saman á ný. Ég
var þá tekinn að flakka um byggðir
og fjöll austanlands og barði einn
góðan veðurdag að dyi-um á Mel-
rakkanesi, heimili þein-a Karls og
Þórunnar Ragnarsdóttur. Þau höfðu
byrjað búskap á jörðinni um 1960, þá
aðeins hálfþrítug, bjuggu fyrsta ára-
tuginn í gamla bænum sunnan á nes-
inu, en komu sér eftir 1970 upp íbúð-
arhúsi í Skjólum milli kletta við
fjallsendann þaðan sem útsýni er
mikið til norðurs og suðurs með
ströndinni. Umhveifis húsið var
brátt kominn skrúðgarður eins og
best gerist í þéttbýli. Þetta er
steinsnar frá þjóðvegi og oft freist-
aðist ég til að knýja þar dyra þótt
tími leyfði oftast aðeins stuttan
stans. Éyrr en varði voru komnar
kræsingar á borð og þeirra neytt á
meðan rædd voru þjóðmál og helstu
tíðindi innansveitar.
Karl og Þórunn voru samhent í
blíðu og stríðu, nokkuð ólík í fasi og
bættu hvort annað upp. Þau eignuð-
ust þrjú mannvænleg börn. Það varð
heimilinu áfall þegar elsti sonurinn,
Guðjón Björgvin, lenti í alvarlegu
slysi og hefur síðan verið öryrki.
Karl var maður hæglátur en íhugull
og fylgdist vel með öllu nær og fjær.
Hann var ættaður frá Djúpavogi en
Þórunn er frá Höfn í Hornafirði.
Þótt landbúnaður yrði þeirra aðal-
starf fylgdust þau náið með hag þétt-
býlisins beggja vegna. Melrakkanes
hefur verið talin góð fjárjörð enda
bjuggu þau við sauðfé en höfðu um
tíma dálítið af alifuglum til drýginda.
Fyrir fáum árum þegar þrengdi að í
sauðfjárræktinni hóf Karl fiskverk-
un á Djúpavogi með öðrum en áður
hafði hann eignast trillu sem hann
reri á er tími gafst til. Á síðasta ári
var hann byrjaður að vinna úr reka.
Sýnir þetta með öðru kjark hans og
drift að byrja á nýjum viðfangsefn-
um sér og sínum til hagsbóta kominn
á sjötugsaldur.
Við Karl áttum góða samleið í
stjórnmálum. Hann var alla tíð
vinstrisinnaður og gerðist ásamt
sínu fólki stuðningsmaður Alþýðu-
bandalagsins. Hann fylgdist vel með
landsmálapólitík og í þeim svipting-
um sem nýlega urðu var hann fljótur
að finna sér stað á grænum grundum
sem stuðningsmaður nýrra viðhorfa.
Að leiðarlokum vil ég þakka Kalla
fyrir trausta samfylgd og vináttu um
leið og við Kristín sendum Þórunni,
börnum þeirra og öðrum nákomnum
samúðarkveðjur.
Hjörleifur Guttormsson.
Eins og djúpan ilm, sem fer
aldrei burt, en heldur sér,
minning um þig innst ég geymi,
ímynd þinni úr huga mér
aldrei gleymi - öðru ég gleymi -
ekki þér.
(Y.J.)
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast góðs vinar, Karls Sigurgeirsson-
ar, sem fallinn er frá langt fyrir ald-
ur fram. Okkar fyrstu kynni
tengdust ýmsum sameiginlegum
áhugamálum, sem við Þórunn kona
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Svemr Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
hans áttum og hófst þá vinátta sem
staðið hefur um árabil.
Kalli var enginn venjulegur mað-
ur. Oft var hann búinn að sitja og
hlusta á masið í okkur, brosa sínu
einlæga brosi, sem var honum svo
tamt, en þegar flestum öðrum hefði
þótt nóg komið sagði hann kannski:
„Nei, er það nú - haldið þið það?“
Hann var ákaflega hlýr og einlæg-
ur maður, átti gott með að setja sig í
spor annarra og gat rætt um nánast
hvað sem var, enda mjög vel gefinn
þótt hann nyti ekki langrar skólag-
öngu. Samferðafólki sínu var hann
einstaklega hjálplegur, kunni að
gleðjast á góðri stund og voru þau
hjón bæði miklar driffjaðrir í félags-
lífi sinnar sveitar.
Nú er höggvið stórt skarð í hópinn
við ótímabært fráfall hans og margir
sakna vináttu hans og góðvildar. Þau
Þórunn voru höfðingjar heim að
sækja og öllum gert jafnhátt undir
höfði, ungum sem gömlum. Kalli
hafði sérstakt lag á bömum, ræddi
við þau eins og jafningja enda hænd-
ust þau mjög að honum. Hann fór
ekki áfallalaust í gegnum lífið en já-
kvæð viðhorf og ljúf lund yfirgáfu
hann aldrei og gerðu það að verkum
að fólk sóttist eftir að vera í návist
hans. Veraldlegt ríkidæmi eignaðist
hann aldrei, en minning hans er dýr-
mætari en allt heimsins gull.
Kæra Þórunn, þið eigið samúð
okkar alla.
Signín Benediktsdóttir
og fjölskylda.
Nú er vinur okkar, Karl á Mel-
rakkanesi, farinn til hins óþekkta,
hrifinn burt frá öllum sínum. Það er
ekki auðvelt að hafa stjórn á tilfinn-
ingum þegar slíkt skellur yfir. Mað-
ur spyi-: Af hveiju? Hann hefði getað
átt mörg góð ár eftir.
Minningarnar ylja, allar svo ljúfar
og skemmtilegar.
Fyrir tuttugu og fjórum árum fór-
um við systurnar, ég og Guðrún,«U
bændaferð um landið. Þá var ferða-
löngum dreift til gistingar á bænda-
býli. Við vorum svo heppnar að njóta
gestrisni Þórunnar og Kalla, þessara
góðu hjóna, sem bjuggu á svo falleg-
um stað. Ibúðarhúsið var þá ný-
byggt, svo sérkennilega staðsett í
hvarfi frá þjóðveginum, bak við stóra
kletta. Fallegur garður var í kring-
um húsið svo eftir var tekið. Það
leyndi sér ekki að þar fóru grænir
fingur af alúð.
Síðan þá hefur vinskapur haldist.
Við Elís dvöldum á Melrakkanesi
nokkra sumardaga fyrir fáum árum
Þórunn og Kalli óku með okkur vítt
og breitt um nágrennið m.a. út í
„eyju“, sem svo er kölluð, þó svo
þangað megi komast á fjöru, eftir
margra kílómétra keyrslu eftir
fjörukambinum. Það er okkur
ógleymanlegt.
Síðastliðið sumar lögðu þau á sig 6
tima akstur til að gleðjast með okkur
á 70 ára afmæli Elísar. Þar voru
sannir vinir á ferð. Daginn eftir er
þau voru á heimleið komu þau við í
sumarbústaðnum okkar. Þá var
ákveðið að eiga þar fleiri samveru-
stundir og hafa þá rýmri tíma.
Karl og Þórunn eignuðust 3 börn.
Þau urðu fyrir þeirri miklu sorg að
elsta barnið, Guðjón Björgvin, lentkír
bflslysi, þá aðeins 18 ára og slasaðist
svo illa að síðan hefur hann ekki get-
að lifað eðhlegu lífi og þurft að dvelj-
ast á stofnun. Nærri má geta hvaða
mark það setti á alla fjölskylduna.
Við þökkum Karli vináttuna og
sendum Þórunni og ástvinum öllum,
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Emilfa og Elís.
t
Hugheilar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
MARGRÉTAR S. BLÖNDAL,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspíta-
la og Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða umön-
nun í veikindum hennar.
Guð gefi ykkur farsæld á nýju ári.
Tryggvi G. Blöndal,
Benedikt Blöndal, Ragna Blöndal,
Sigurður G. Blöndal, Irma Blöndal,
Margrét Þ. Blöndal, Sigurjón Finnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
9
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
sonur og bróðir,
MAGNÚS ÞORLÁKSSON
vélstjóri og útgerðamaður
frá Vík í Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
sunnudaginn 26. desember.
Útför verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag,
fimmtudaginn 30. desember, kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er þent
á hjúkrunarheimilið Víðihlíð, Grindavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragna Fossádal,
Ragnheiður H. Sævarsdóttir,
Þórhildur A. Magnúsdóttir,
Hrafnhildur Magnúsdóttir
og fjölskyldur.
ANNA KRISTMUNDSDÓTTIR
frá Goðdal,
Hvassaleiti 22,
er látin.
Aðstandendur.