Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
t
999
Á mbl.is er hægt að rifja
upp helstu atburði ársins
sem er að líða í máli og
myndum
Fréttaannállinn býður
upp á úrval frétta sem
hafa birst á árinu 1999
og í Svipmyndum má sjá
athyglisverðar Ijósmyndir
Hægt er að skoða frétt-
irnar fyrir hvern mánuð
fyrir sig, finna stutta
samantekt um fréttnæm-
ustu atburói mánaðarins
og í tímaröð helstu fréttir
eins og þær birtust á
hverjum tíma
Kynntu þér helstu atburði ársins!
vg^mbl.is
-j*L.L7y\/=r GiTTHXA/VÐ AiÝI /
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Hátí ðarhlj ómar
í Hallgríms-
kirkju
HÁTÍÐARHLJÓMAR við áramót
verða í Hallgrímskirkju kl. 17-17.45.
Trompetleikararnir Asgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Öm Páls-
son flytja, ásamt Herði Áskelssyni
organista Hallgrímskirkju, m.a. verk
eftir Albinoni, Bach og Widor. Miða-
sala við innganginn frá kl. 14.30. Aft-
ansöngur kl. 18. Prestur sr. Jón Dal-
bú Hróbjartsson. Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur, einsöngur Jón
Þorsteinsson tenór, organisti Hörð-
ur Áskelsson. Bænastund kl. 24.30
með biskupi Islands, herra Karli
Sigurbjömssyni. Hátíðarguðsþjón-
usta á nýársdag kl. 14. Prestur sr.
Sigurður Pálsson. Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur undir stjóm
Harðar Áskelssonar organista.
Bænastund fyrir friði kl. 17 Biskup
Islands, Karl Sigurbjömsson, og
raddir Evrópu, menningarborganna,
leiða bænastund fyrir friði á nýárs-
dag árið 2000 Ritningalestur og bæn
verða flutt á tungumálum menning-
arborga Evrópu árið 2000. Helgi-
söngvar frá borgunum níu hljóma.
Kórinn skipa níutíu ungmenni, tíu
frá hverri borg. Aðalstjómandi kórs-
ins er Þorgerður Ingólfsdóttir, en
auk hennar stjómar einn kórstjóri
írá hverri borg. Aðgangur er ókeypis
og öllum opin.
Jólaóratoría
Bachs í Lang-
holtskirkju
Fluttur verður þriðji hluti Jóla-
óratoríunnar eftir Bach við aftan-
söng á gamlársdag og hefst hann kl.
17. Fjórði hlutinn verður fluttur í há-
tíðarmessu á nýársdag kl. 14, fimmti
hlutinn við messu sunnudaginn 2.
janúar kl. 14 og sjötti og síðasti hlut-
inn við messu á þrettándanum, 6.
janúar, kl. 18. Hver hluti jólaórator-
íunnar tekur um 25 mín. í flutningi.
Flytjendur em Kór Langholts-
kirkju, kammerkór Langholtskirkju,
Kammersveit Langholtskirkju
ásamt Qölda einsöngvara undir
stjóm Jóns Stefánssonar, organista.
I tilefni kristnitökuhátíðar, árþús-
undamóta og til að minnast 250. ár-
tíðar J.S. Bach árið 2000 var ákveðið
að flytja jólaóratoríuna með þessum
hætti eins og tónskáldið J.S. Bach
gerði á sínum tíma.
Jón Helgi Þórarinsson,
sóknarprestur.
Nýársnótt í
Hafnarfjarðar-
kirkju
Innhringing kristnitökuhátíðarárs
vígsla bænastjaka, friðar og fyrir-
bænastund verður á nýársnótt í
Hafnarfjarðarkirkju. Eftir klukkna-
hringingu á áramótum kl. 24 til kl.
24.15 á nýársdag hefst hálftíma frið-
ar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
24.30-1, sem er öllum opin. Prestar
kirkjunnar vígja þá bænastjaka sem
arkitektar Strandbergs hafa hannað.
Viðstöddum gefst síðan kostur á að
kveikja á kertum í stjakanum til fyr-
irbæna. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á
flautu.
Blysför o g
hátíðarmessa
í Víðistaðakirkju
Blysför og sameiginleg hátíðar-
messa á vegum kristnitökuhátíðar-
nefndar verður í Víðistaðakirkju á
nýársdag. Efnt verður til blysfarar
frá Hafnarfjarðarkirkju að Víði-
staðakirkju kl. 14. Eftir stutta helgi-
stund í Víðistaðakirkju verður lagt af
stað með logandi blys sem kveikt
verður á af altarisljósum Hafnar-
fjarðarkirkju. Kristnitökuhátíðar-
nefnd efnir til sameiginlegrar hátíð-
armessu safnaðanna í Hafnarfirði í
Víðistaðakirkju og hefst hún
kl.14.30. Þar mun verða frumflutt
messa sem Gunnar Þórðarson tón-
listarmaður hefur samið af tilefni
kristnitökuhátíðarárs.
Lofgjörðar-
messa á vegum
Byrgisins
Lofgjörðarmessa á vegum Byrgis-
ins verður sunnudaginn 2. janúar í
Hafnarfjarðarkirkju. 2. janúar fer
fram lofgjörðarmessa í Hafnarfjarð-
arkirkju á vegum Byrgisins og hefst
hún kl. 20. Lofgjörðarsveit Byrgisins
leikur, þjónustu annast Guðmundur
Jónsson forstöðumaður og sr. Gunn-
þór Ingason. Kirkjan er opin til iyr-
irbæna lyrr um daginn frá kl. 11—12.
\
ApótektðSmáratorgi-S.5645600« Apótekið Nýkaup Mosfellsbæ - S. 566 7123
Apótekið Smiðjuvegi - S. 577 3600» Apótekið Iðufelli - S. 577 2600
Apótekið Firði Hafnarf.- S. 565 5550» Apótekið Hagkaup Skeifunni - S. 563 5115
Apótekið Suðurströnd - S. 561 4600» Apótekið Spönginni - S. 577 3500
Apótekið Nýkaup Kringlunni - S. 568 1600» Apótekið Hagkaup Akureyri - S.461 3920