Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ t 999 Á mbl.is er hægt að rifja upp helstu atburði ársins sem er að líða í máli og myndum Fréttaannállinn býður upp á úrval frétta sem hafa birst á árinu 1999 og í Svipmyndum má sjá athyglisverðar Ijósmyndir Hægt er að skoða frétt- irnar fyrir hvern mánuð fyrir sig, finna stutta samantekt um fréttnæm- ustu atburói mánaðarins og í tímaröð helstu fréttir eins og þær birtust á hverjum tíma Kynntu þér helstu atburði ársins! vg^mbl.is -j*L.L7y\/=r GiTTHXA/VÐ AiÝI / KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Hátí ðarhlj ómar í Hallgríms- kirkju HÁTÍÐARHLJÓMAR við áramót verða í Hallgrímskirkju kl. 17-17.45. Trompetleikararnir Asgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Öm Páls- son flytja, ásamt Herði Áskelssyni organista Hallgrímskirkju, m.a. verk eftir Albinoni, Bach og Widor. Miða- sala við innganginn frá kl. 14.30. Aft- ansöngur kl. 18. Prestur sr. Jón Dal- bú Hróbjartsson. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur, einsöngur Jón Þorsteinsson tenór, organisti Hörð- ur Áskelsson. Bænastund kl. 24.30 með biskupi Islands, herra Karli Sigurbjömssyni. Hátíðarguðsþjón- usta á nýársdag kl. 14. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjóm Harðar Áskelssonar organista. Bænastund fyrir friði kl. 17 Biskup Islands, Karl Sigurbjömsson, og raddir Evrópu, menningarborganna, leiða bænastund fyrir friði á nýárs- dag árið 2000 Ritningalestur og bæn verða flutt á tungumálum menning- arborga Evrópu árið 2000. Helgi- söngvar frá borgunum níu hljóma. Kórinn skipa níutíu ungmenni, tíu frá hverri borg. Aðalstjómandi kórs- ins er Þorgerður Ingólfsdóttir, en auk hennar stjómar einn kórstjóri írá hverri borg. Aðgangur er ókeypis og öllum opin. Jólaóratoría Bachs í Lang- holtskirkju Fluttur verður þriðji hluti Jóla- óratoríunnar eftir Bach við aftan- söng á gamlársdag og hefst hann kl. 17. Fjórði hlutinn verður fluttur í há- tíðarmessu á nýársdag kl. 14, fimmti hlutinn við messu sunnudaginn 2. janúar kl. 14 og sjötti og síðasti hlut- inn við messu á þrettándanum, 6. janúar, kl. 18. Hver hluti jólaórator- íunnar tekur um 25 mín. í flutningi. Flytjendur em Kór Langholts- kirkju, kammerkór Langholtskirkju, Kammersveit Langholtskirkju ásamt Qölda einsöngvara undir stjóm Jóns Stefánssonar, organista. I tilefni kristnitökuhátíðar, árþús- undamóta og til að minnast 250. ár- tíðar J.S. Bach árið 2000 var ákveðið að flytja jólaóratoríuna með þessum hætti eins og tónskáldið J.S. Bach gerði á sínum tíma. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur. Nýársnótt í Hafnarfjarðar- kirkju Innhringing kristnitökuhátíðarárs vígsla bænastjaka, friðar og fyrir- bænastund verður á nýársnótt í Hafnarfjarðarkirkju. Eftir klukkna- hringingu á áramótum kl. 24 til kl. 24.15 á nýársdag hefst hálftíma frið- ar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 24.30-1, sem er öllum opin. Prestar kirkjunnar vígja þá bænastjaka sem arkitektar Strandbergs hafa hannað. Viðstöddum gefst síðan kostur á að kveikja á kertum í stjakanum til fyr- irbæna. Eyjólfur Eyjólfsson leikur á flautu. Blysför o g hátíðarmessa í Víðistaðakirkju Blysför og sameiginleg hátíðar- messa á vegum kristnitökuhátíðar- nefndar verður í Víðistaðakirkju á nýársdag. Efnt verður til blysfarar frá Hafnarfjarðarkirkju að Víði- staðakirkju kl. 14. Eftir stutta helgi- stund í Víðistaðakirkju verður lagt af stað með logandi blys sem kveikt verður á af altarisljósum Hafnar- fjarðarkirkju. Kristnitökuhátíðar- nefnd efnir til sameiginlegrar hátíð- armessu safnaðanna í Hafnarfirði í Víðistaðakirkju og hefst hún kl.14.30. Þar mun verða frumflutt messa sem Gunnar Þórðarson tón- listarmaður hefur samið af tilefni kristnitökuhátíðarárs. Lofgjörðar- messa á vegum Byrgisins Lofgjörðarmessa á vegum Byrgis- ins verður sunnudaginn 2. janúar í Hafnarfjarðarkirkju. 2. janúar fer fram lofgjörðarmessa í Hafnarfjarð- arkirkju á vegum Byrgisins og hefst hún kl. 20. Lofgjörðarsveit Byrgisins leikur, þjónustu annast Guðmundur Jónsson forstöðumaður og sr. Gunn- þór Ingason. Kirkjan er opin til iyr- irbæna lyrr um daginn frá kl. 11—12. \ ApótektðSmáratorgi-S.5645600« Apótekið Nýkaup Mosfellsbæ - S. 566 7123 Apótekið Smiðjuvegi - S. 577 3600» Apótekið Iðufelli - S. 577 2600 Apótekið Firði Hafnarf.- S. 565 5550» Apótekið Hagkaup Skeifunni - S. 563 5115 Apótekið Suðurströnd - S. 561 4600» Apótekið Spönginni - S. 577 3500 Apótekið Nýkaup Kringlunni - S. 568 1600» Apótekið Hagkaup Akureyri - S.461 3920
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.