Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Samningur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar við Akureyrarbæ og Fjárfestingarstofuna Vilja vera vel undirbúnir verði efnt til frekari stóriðju HÓLMAR Svansson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að markmiðið með samningi Atvinnuþróunarfé- lagsins, Akureyrarbæjar og Fjárfestingarstof- unnar - orkusviðs um staðarvalsathuganir fyrir stóriðju sé einkum sá að þar nyrðra vilji menn einfaldlega vera vel undirbúnir ef og þegar tækifæri gefast í þessum efnum. Það hafi sýnt sig í vinnu vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkj- unar að ótal atriði getið komið upp sem huga þurfí að, t.d. í sambandi við mat á umhverfis- áhrifum, og að sjálfsagt sé því að fara vel yfir hlutina og sannreyna að allt sé í samræmi við nýjustu reglur í þessum efnum. Samningur Atvinnuþróunarfélagsins, Akur- eyrarbæjar og Fjárfestingarstofunnar var und- irritaður á þriðjudag og segir Hólmar m.a. að menn hafi viljað ramma samstarf þessara aðila betur inn og halda þannig áfram á lofti gömlum hugmyndum um stóriðju í Eyjafirði. Aðspurður um það hvers vegna þessar hug- myndir komi aftur upp núna segir Hólmar að í sjálfu sér hafi staðið til í nokkurn tíma að skrifa undir samning sem þennan. „Samningur sem var í gildi áður var á milli Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins, sem var forveri Fjárfestingarstofunnar, en er hins vegar ekki lengur til; útibús Byggðastofnunar hér á Akureyri, sem sömuleiðis er ekki til leng- ur, og síðan hefur Héraðsnefnd Eyjafjarðar vísað þessu yfir til okkar. Þannig að allir þeir sem stóðu að gamla samningnum, sem átti að huga að þessu staðarvali, eru í raun ekki í þess- um bransa lengur,“ segir Hólmar. Ótal hlutir sem þarf að huga að Hann segir markmið svona samstarfs að taka til skoðunar þær stóriðjuhugmyndir sem koma upp á borðið, og nefnir hann hugmyndir um byggingu zinkverksmiðju sem skutu upp kollin- um í vetur sem leið. „Það hefur náttúrlega komið í Ijós í þessari vinnu þarna fyrir austan að það eru einfaldlega ótal fletir sem þarf að passa og kröfur eru breytilegar, og þó að það sé búið að vinna ýms- ar rannsóknir fyrir þetta svæði þá er ljóst að það er alltaf eitthvað nýtt og eitthvað meira sem þarf að gera.“ Hólmar segir þó ekki að samningur norðan heiða nú sé tilkominn vegna deilna í þjóðfélag- inu um Fljótsdalsvirkjun. I ijósi þess að nú sé fyrir hendi meiri reynsla af vinnu í sambandi við umhverfismat hafi menn hins vegar komist á þá skoðun að það sé einfaldlega sjálfsagt að fara vel yfir þessi mál og sannreyna að allt sé í samræmi við nýjustu reglur í þessum efnum. „Það er mikið framundan í sambandi við t.d. hafnarmannvirki og annað slíkt og mikilvægt að það sé allt á tæru áður en menn fara að bjóða þetta út.“ Horft til Dysness fyrir stóriðju Að sögn Hólmars er Dysnes sá staður fyrir stóriðju sem menn hafa einkum horft til í Eyja- firðinum, sérstaklega ef verið sé að ræða um t.d. álver, zinkverksmiðju eða eitthvað annað sem teldist vera hafnsækin stóriðja. Smærri iðjuver, sem einnig komi vel til greina, gætu aftur á móti verið annars staðar. Tekur Hólmar undir þá túlkun að norðan- menn vilji einfaldlega vera vel undirbúnir, komi frekari stóriðjuframkvæmdir til álita. Jafn- framt vilji þeir sýna að Eyjafjarðarsvæðið sé góður kostur í þeim efnum. í Fljótsdalsvirkjunarumræðunni bar nokkuð á þeirri röksemd að stillur væru slíkar í Reyð- arfirði að ekki væri heppilegt að byggja þar ál- ver. Hólmar viðurkennir að sömu veðurskilyrði séu að mörgu leyti fyrir hendi hvað þetta varð- ar í Eyjafirðinum en segir að um leið og komið sé út með firðinum séu aðstæður aðrar, þá trekki t.d. beint niður úr Hörgárdalnum og auk þess skipti máli hvers konar verksmiðjur verið sé að tala um. „Það er hins vegar alveg ljóst að menn fara ekkert hér í hvað sem er,“ segir Hólmar og bætir við: „Við gerum náttúrlega miklar kröfur á svona svæði til þess iðnaðar sem þarna er.“ Á þetta leggur hann áherslu og segir að menn séu einkum og sér í lagi að horfa til þess að auka fjölbreytni starfa á svæðinu, og styrkja þetta atvinnusvæði. „Það er mjög hagkvæmt fyrir landskerfið," segir Hólmar, „að það sé meiri notkun á orku hér á þessu svæði, á milli Kröflu og Blöndu. Menn eru að flytja mjög mikið af þessari orku suður með viðeigandi orkutapi á leiðinni. Og því væri mjög eðlilegt og sjálfsagt að hér væri vel samkeppnishæfur staður. Svo hafa menn nátt- úrulega bara kosti hér í sambandi við t.d. vinnuafl og annað sem gefur svæðinu aukið vægi.“ Níu ára börn fá öryggis- gler- augu UM áramótin líkt og fem síð- ustu áramót ætlar björgunar- sveitin Súlur á Akureyri að gefa öllum níu ára börnum í bænum öryggisgleraugu. Sparisjóður Norðlendinga og slysavarnakonur á Akureyri styðja þetta framtak Súlna, en markmiðið er að öll börn sem og flestir fullorðnir noti örygg- isgleraugu þegar flugeldar og blys eru notuð. Oryggisgleraugu era seld á öllum sölustöðum Súlna á Ak- ureyri á kostnaðarverði. Sölu- staðir verða opnir í dag, fimmtudaginn 30. desember, frá kl. 10 til 22 og á morgun, gamlársdag, frá kl. 10 til 16. Björgunarsveitin Súlur var stofnuð 30. október síðastliðinn með sameiningu Hjálparsveit- ar skáta, Flugbjörgunarsveit- arinnar og Sjóbjörgunarsveit- arinnar Súlna. Hjálparsveit skáta hefur síðustu 28 ár selt flugelda á Akureyri og stendur ílugeldasalan þannig á traust- um grunni. Björgunarsveitar- félagar vilja minna á að flugeld- ar geta verið hættulegir, sem og blys, ef ekki er gætt fyllstu varúðar, en alvarlegustu slysin verða þegar neistar eða eldur fer í auga, sem valdið getur óbætanlegum skaða. Til að spoma við slíku verða níu ára börnum á Akureyri gefin ör- yggisgleraugu sem fyrr segir. Léku listir ÍSILÖGÐ Leirutjöm á Akureyri var vettvangur þessara félaga sem sjá má á myndinni, en þeir brugðu sér á bak vélhjólum sínum, þeystu um og léku listir af ýmsu tagi. Vegfarendur urðu vitni að góðum tilþrifum og ekki er að efa að drengirnir hafi haft gaman af. " ....... Eyfirskir mjólkurframleiðendur á fundi með forsvarsmönnum Mjólkursamsölunnar Breytingar framundan hjá ey- fírskum mjólkurframleiðendum HÓPUR eyfirskra mjólkurfram- leiðenda hélt í gær fund með for- svarsmönnum Mjólkursamsölunn- ar, þeim Magnúsi H. Sigurðssyni stjórnarformanni og Guðmundi Þorsteinssyni stjómarmanni frá Skálpastöðum. Tilgangur fundarins var að fræð- ast um rekstur og starfshætti Mjólkursamsölunnar og þiggja góð ráð í sambandi við þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum hjá ey- firskum mjólkurframleiðendum. Skoðun þeirra félaga var sú að æskilegast væri að mjólkursamlög væru alfarið í eigu mjólkurfram- leiðenda. Nú standa yfir viðræður milli for- svarsmanna Kaupfélags Eyfirðinga og Búnaðarsambands Eyjafjarðar um eignarhlut bænda í Mjólkur- samlagi KEA. Skiptar skoðanir voru á fundinum um hvernig eign- araðild væri best háttað, en flestir voru á þeirri skoðun að meirihluti samlagsins væri í eigu framleiðend- anna sjálfra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.